Helgarpósturinn - 07.11.1980, Qupperneq 9
—helgarpásturinn. Föstudagur 7. nóvember 1980
9
STIKLAÐ IJÓLABÓKAFLÓÐINU
„BYLTINGARFORINGI Á
ALÞJÓÐAMÆLIKVARÐA"
Innan; tibar kemur út hjá Máli
og menningu bókin „Island i
skugga heimsvaldastefnunnar”,
þar sem rætt er viö Einar 01-
geirsson um utanrikismál og
fleiri mál. Höfundur bókarinnar
er Jón Guðnason, sagnfræðingur.
„Við byrjuöum á þessu verki
um haustið 1977” sagði hann i
stuttu spjalli viö Helgarpóstinn.
„Viö hittumst einu sinni i viku og
ég tók uppá segulband allt sem
sagt var, og þaö var slðan vél-
ritaö upp. Ég hef siöan reynt aö
láta hinn upprunalega frásagnar-
máta Einars halda sér sem mest,
enda kann hann vel að segja frá.
Þetta er ekki ósvipað byggt upp
eins og blaðaviðtal.”
Jón sagði bókina ekki vera
ævisögu i venjuglegum skilningi
þess orös. „Við höldum okkur
nokkuð við utanrikismál Islands,
en inni þetta landast ýmsar
endurminningar Einars um
stjórnmálamenn, og kynni af
þeim þannig að á köflum er um
að ræöa hreina endurminninga-
þætti.”
Bókin lýsir árunum frá 1918,
þegar Island varð fullvalda riki,
enEinar Olgeirsson hefur flestum
mönnum betri sýn yfir þetta
timabil sögunnar. „Ef ég ætti að
setja Einar i einhvern afmark-
aöan bás”, sagði Jón, ,,þá gæti ég
ef til vill kallaö hann eina alþjóö-
lega stjórnmálamanninn okkar.
Hann er náttúrulega á vinstri
kantinum i stjórnmálum, og er
einn af þessum byltingarfor-
ingjum a' alþjóöamælikvarða.
Einn afþessum gamla skóla rót-
tækra foringja verkalýðshreyf-
ingarinnar.”
Bókin er rúmlega 300 siður að
stærð, en Jón sagði þó að I henni
væri ekki nema „hluti af þvi sem
ég veit að hann veit.”
—GA
Island í skugga heimsvaldastefnunnar
Helgarpósturinn birtir kafla úr samtalsbók Einars Olgeirssonar
og Jóns Guðnasonar, sem væntanleg er hjá Máli og menningu
Myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar
Hvernig miðaði stjórnarmyndunar-
viðræðunum áfram, eftir að Framsóknar-
flokkurinn hafði dregið fulltrúa sfna út úr
12 manna nefndinni?
Málið stendur þannig, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur 20 af 52 þingmönnum, en
5 þeirra eru á móti þvl að mynda stjórn
með okkur sósialistum. Það eru þeir, sem
eru mest undir áhrifum Framsóknar,
með öðrum orðum bændaþingmenn að
undanteknum Jóni Pálmasyni, og svo
fulltrúar heildsalanna. Bændaaftur-
haldið, sem raunverulega ræður gerðum
framsóknarmanna, og heildsalavaldið I
Reykjavlk og forstjórar SIS taka þarna
afstöðu á móti, þvi að völd þessara aöila
tengdust saman i utanþingsstjóminni I
persónum Vilhjálms Þórs og Björns
Ólafssonar.
Þeir, sem vilja mynda nýsköpunar-
stjórn, eru 10 sósialistar og 15 sjálfstæöis-
þingmenn eða alls 25 þingmenn af 52. Við
þurfum að minnsta kosti 28 og jafnvel upp
i 30 þingmenn til þess aö geta myndað
stjórn, svo að okkur vantar tvo til þrjá
menn hiö fæsta. Af þessu leiðir, að við
verðum að fá Alþýöuflokkinn til þess að
vera með i stjórninni, ef stjórnarmyndun
á að takast.Núbyrjar slagurum þáð að fá
Alþýðuflokkinn til þátttöku I nýsköpunar-
stjórn.
Við Ólafur töluðum oft saman einslega
um þetta leyti. Okkur var báðum alveg
ljóst, hvaö I húfi var og vissum lika, hvað
þetta stóð allt saman tæpt. ólafur sagði
einu sinni viö mig, er við sátum inni I her-
bergi fjárveitingamefndar tveir einir og
þetta leit ekki sem best út; „Einar, viö
erum báðir miklir gæfumenn, ef þetta
tekst.” Honum var ekki aðeins pólitískt
metnaöarmál, aö Sjálfstæðisflokkurinn
gæti myndað stjórn og komiö utanþings-
stjórninni frá, sem þeim Bjarna var illa
viö frá upphafi og álitu rangt af rlkis-
stjóra að skipa hana, heldur var hann
virkilega hrifinn af sjálfri nýsköpunar-
hugmyndinni, hann skildi hana til hlítar
og var reiöubúinn að vinna að fram-
kvæmd hennar.
Svo byrjar þessi togstreita hjá Alþýöu-
flokknum. Það er miðstjórn hans, 25
manns, sem á að taka ákvörðun I þessu
máli, enekkiþingflokkurinn. Þar skiptast
menn þannig, aö þeir, sem eru lengst til
vinstri, eru andvlgir þvi aö myndastjórn
með Ihaldinu. Þeir, sem em lengst til
hægri, eru lika á móti< þvi aö mynda
stjórn með „helvitis kommunum.”
Nú upphefst sá ljóti leikur, sem felst I
þvi, að þessir vinstrimenn I Alþýðu-
flokknum setja mjög róttæk skilyröi fyrir
stjórnarmyndun, en það voru kröfur um
umbæturá ýmsum sviðum. Ég segi strax
við Ölaf þegar þessar tillögur koma; „Ja,
ólafur, eins og þú skilur, þá erum við
auðvitaö með þessu. En við gerum þetta
ekki að úrslitaskilyrði. Okkur þætti vænt
um, ef hægt væri að framkvæma þetta, en
viö vitum, að þetta er sett fram sem úr-
slitaskilyröi til þess að eyöileggja
stjórnarmyndunina, og við ætlum ekki að
hjálpa til þess. Ef við getum myndað
þessa stjórn, þó að það sé bara um aö fá
aö verja 580 milljónum króna til þess að
kaupa togara, vélbáta, verksmiöjur og
annað slikt til Islands, þá skal á þeim
efnahagsgrundvelli allt hitt risa upp, sem
verið er að berjast fyrir, alþýðu-
tryggingar og allt mögulegt annað.”
Þaö gengur svo i þessu þófi, þar til rétt
eftirmiöjan októbermánuö, en þá hringir
Ólafur til min og segir: „Jæja Einar, nú
gefst ég alveg upp. Nú afhendi ég forseta
umboðiö I fyrramálið, það er viö vitlausa
menn að eiga. Veistu, hvað þeir heimta af
mér núna? Þeir heimta af mér, að ég
gangi inn á, aö viö eigum aö setja alþýöu-
tryggingarlöggjöf eins og menn hugsi sér
hana besta i heimi.” Og hann bætir við:
„Hvernig i andskotanum á ég aö vita,
hvernig menn einhvers staöar I heimínum
hugsi sér hana?”
Við töluðum nokkuð lengi um þetta I
simanum og ákváðum aö sofa á þessu og
hittast næsta morgun niöri I þingi. Þegar
viöhittumst morguninn eftir, segir Ólafur
með sinum oft sterka og skemmtilega
æringjahætti: ,,Einar, ég er búinn að
hugsa þetta. Ef Alþýðuflokkurinn ætlar aö
drepa stjórnina, þá skal hann drepa sjálf-
an sig. Ég akseptera (samþykki) i þetta
allt”. Hann bætir svo við: „Við fáum
einhverja menn til þess að orða þetta af
viti i stjórnarsáttmálanum, þannig að þaö
sé okkur ekki til skammar.”
Ólafur Thors tilkynnir Alþýöuflokknum
þetta. Þar meö verður flokkurinn að segja
til, hvað hann ætlast fyrir. Er hann með
þvi að mynda stjórn eða er hann á móti
þvi, þó að hann sé búinn að fá þessu fram-
gengt. Þá kemur i ljós, hvers konar
skollaleikur þetta var. Hægrimennirnir
og svo hinir „róttæku” til vinstri, sem
allan tlmann höföu heimtað mest og reynt
að koma I veg fyrir stjórnarmyndunina,
greiða atkvæði á móti þvl að mynda
stjórnina, þótt þeir væru búnir aö fá sitt
fram. Á miöstjórnarfundi, sem haldinn
var 13. október, greiða 10 fulltrúar at-
kvæöi með stjórnarmyndun og 10 á móti,
en meöal þeirra eru vinstrimennirnir og
þeir, sem eru yst til hægri.
Nú var ljóst orðið, að Alþýöuflokkurinn
hafði allan tímann verið aö reyna aö eyöi-
leggja stjómarmyndunina, en þeir starfa
af því á demagógiskan hátt til þess að
geta slegið sér upp á þvi, að þeir hafi verið
með róttækar og finar kröfur. Tilgang-
urinn var sá einn að eyðileggja. Það er
nauðsyniegt, að þetta komi fram þvi að
jafnágætúr maður og Agnar Kl. Jónsson
horfir framhjá þessu I stjórnarráðssög.u
sinni, þar sem hann lýsir þessu svo: „Af
hálfu Alþýðuflokksins voru sett ýmis skil-
yröi um launakjör, almannatryggingar
o.fl., sem fallist var á...” (Stjórnarráð
tslands 1904—1964 I. 255,)Agnar þekkir
ekki ganginn I þessu og getur þess vegna
ekki sagt rétt frá, hvernig I öllu lá.
A miöstjórnarfundi Alþýðuflokksins
sitja fjórir menn hjá, meðal þeirra Stefán
Jóhann, sem lofað hafði Eysteini að
hindra stjórnarmyndunina, og 25.
maðurinn er fjarverandi. Það er Finnur
Jónsson, sem er vestur á Isafirði. Það er
hringt til hans og hann segir já. Þannig
var samþykkt með 11 atkvæðum á móti 10
að Alþýðuflokkurinn tæki þátt I myndun
nýsköpunarstjórnar. Þeir, sem einkum
voru þess fýsandi að mynda sllka stjórn,
voru ýmsir þeir, sem við köllum miöju-
menn flokksins, menn eins og Asgeir
Asgeirsson, Emil Jónsson og Haraldur
Guðmundsson. ólafur Thors hafði gott
samband viö þá, sérstaklega Asgeir.
Þannig getum viö séð, hvað þaö stóð
tæpt, aö nýsköpunarstjórn kæmi I heim-
inn. Menn ganga núna út frá því, að
nýsköpunarstjórnin hafi verið sjálfsagt
sögulegt fyrirbrigöi, — þaö hafi verið
sjálfsagöur hlutur aö ráðast meö stórhug I
að endurreisa islenska atvinnuvegi —, en
hiðrétta er að þaö munaöi ekki nema um
hársbreidd, hvort nýsköpunarstjórn
kæmist á iaggirnar.
Þá var komiö aö þvi aö skipa I ráð-
herrasætin, en i þeim efnum var okkur
dálltill vandi að höndum, þar sem við
höfðum aldrei áöur veriö I rikisstjórn, en
svo fór, að Aki Jakobsson varð sjávarút-
vegsmálaráðherra og Brynjólfur Bjarna-
son menntamálaráðherra. Þann 21.
október tók svo nýsköpunarstjómin við
stjórnartaumum.
Kom ekki til tals, að þið Sigfús Sigur-
hjartarson yröuð ráðherrar í þessari
stjórn?
Sigfús vildi ekki vera ráðherra, enda
var hann störfum hlaðinn i bæjarráöi
Reykjavíkur. Ég vildi ekki vera ráðherra
hvorki þá né siðar. Spurningin var í raun
og veru hvor okkar Brynjólfs ætti aö taka
við ráöherraembætti. Hvorugur okkar
vildi veröa ráðherra, og þingflokkurinn
var jafnt skiptur um þaö aö þröngva
öörum okkar I ráöherrasætið. Loksins
ákvað þingflokkurinn, að við skyldum
fara niðurl „stigamannaherbergið,” sem
við kölluðum svo. Þar féllst Brynjólfur á
fyrir þrábeiðni mfna að verða ráðherra.
Ég sagði, að ég skyldi hins vegar taka
sæti I Nýbyggingarráöi, sem stofna átti,
og ég yrði væntanlega formaður þess
samkvæmt samtali við Ólaf Thors.
Áki Jakobsson var sá eini af okkur, sem
gegnt hafði ábyrgu embætti og haföi
reynslu af stjórnunarstörfum, þar sem
hann haföi verið bæjarstjóri á Siglufiröi.
Hann tók við sjávarútvegsmálaráðu-
neytinu, en Brynjólfur tók aö sér
menntamálin, sem var litiö ráðuneyti. Á
þessum árum voru ekki deildir eins og
núna og voru öll þessi mál stokkuö upp.
Það voru rifin út úr hin og þessi mál og
var það gert á leiðinlegan hátt.
Ólafur Thors var óánægður með þaö,
hve litiö við tókum. Hann bauö Aka dóms-
málaráöuneytið, en hann vildi þaö ekki.
Viö þóttumst vita ýmislegt gruggugt I viö-
skiptum heildsalanna og við fengjum
ekkertaðgert iþeim hneykslismálum. Við
vildum þvi ekki bera ábyrgð á dóms-
málunum. Það eina , sem Ólafur vildi
ekki láta okkur fá af ráöuneytum og við
sóttumst eftir, voru bankarnir.
Þegar búiö var að mynda ráðuneytið,
hringdi Ólafur Thors til min um kvöldiö
og sagði: „Það er næst sjálfum mér þér
að þakka, að þessi stjórn hefur verið
mynduð. Og ég vil þakka þér fyrir þaö, en
ég er mjög óánægður yfir, aö þú skyldir
ekki verða ráðherra.” Ég hafði einu sinni
sagt við hann: „Ólafur, þegar við erum
einu sinni I rlkisstjórn, þá viljum viö
náttúrlega vera með I rikisapparatinu.
Við viljum ekkivera utangarðseins og viö
höfum veriö, viljum gjarnan hafa okkar
eigin bankastjóra, sendiherra og annaö
sllkt, þannig að við fylgjumst virkilega
með þvi', sem gerist.”
ólafur Thors bauð mér að veröa for-
maður utanrikismálanefndar og for-
maður Nýbyggingarráös. Svo þegar hann
fer að eiga við flokksmenn sina, þá
reynist þetta allt saman erfitt fyrir. Þeir
geta ekki hugsaö sér að eiga að starfa I
nefnd undir forsæti kommúnista. ólafur
kom til min vegna formennskunnar I
utanrikismálanefnd og sagöi: „Bjarni
segist ekki geta hugsað sér aö vera I
nefndinni, ef þú ert formaður hennar.
Geturöu ekki hjálpað mér?” Ég segi:
„Góði, gerðu hann að formanni, ég skal
vera varaformaður. Allt i lagi.”
Sama sagan var meö Nýbyggingarráð.
Jóhann Þ. Jósefsson varð formaður þess.
Hann hafði setið i efri deild, en látiö flytja
sig i neðri deild á haustþinginu 1942, af þvl
--------------------------------
Einar Olgeirsson hafnaði ráðherrasæti I nýsköpunarstjórninni, sem hér sést á rikisráðs-
fundi við valdatökuna 21. október 1944. Frá vinstri: Emil Jónsson, Finnur Jónsson, ólafur
Thors, Sveinn Björnsson, forseti, Pétur Magnússon, Áki Jakobsson, Brynjólfur Bjarnason