Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 7. nóvember 1980 he/garpósturinn fo STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU aBhann gat ekki sætt sig viö aö sitja f efri deild undir forsæti „kommúnfsta”, Stein- grims Aöalsteinssonar. Viökvæmnin hjá þessum mönnum Sjálfstæöisflokksins, sem stóöu meö Ólafi aö myndun nýsköpúnarstjórnarinnar, hefur veriö voöaleg. Ólafur hefur orðiö aö beita hinum undarlegustu brögöum til þess aö fá þá til aö styöja þessa stjórn. Ég þykist vita, aö eitt höfuöatriöiö, sem knúöi þá til þess, var þetta: Viö komum þessari utan- þingsstjórn frá með þessu móti. — Þetta var sterkt vopn, en ég býst viö, aö fáir þeirra hafi veriö jafnsannfærðir og Ólafur sjálfur, aö þeir væru aö vinna stórvirki. Ólafi þótti leiöinlegt, aö ég var ekki I neinni af þessum oddvitastööum. 1 hvert skipti, sem eitthvaö losnaði, bauö hann mér þaö, þó aö hann vissi ofurvel, að ég vildi þaö ekki, hvort sem þaö var banka- stjórastaöa viö Landsbankann eöa sendi- herrastarf úti i löndum eða annaö þess háttar. Einu sinni, það var 1945, bauð hann mér aö vera forseti sameinaös þings, en ég sagöi viö hann: „Nei, Ólafur, en bjóddu honum Jóni Pálmasyni þaö. Hann er eini bóndinn, sem er meö okkur.” Ég haföi einnig fengiö loforö frá ólafi aö fá einn af snjöllustu skipuleggjendum fs- lensks atvinnullfs sem framkvæmda- stjóra Nýbyggingarráös. Ekki varö af efndum. Óvist hvar strandaö hefur, en vafalaust hefur ólafur mætt margs konar mótstööu i eigin rööum, sem viö ekki vissum um, nema um nokkur dæmi, sem á hefur veriö minnst. Þaö var sérstaklega ánægjulegt aö eiga samræöur viö ölaf Thors, ekki aöeins vegna glettni hans, sem landfræg er oröin, heldur og einkanlega vegna þess hve djarflega hreinskilinn hann var, ekki sist á tveggja manna tali. Þaö er haft eftir honum, er verkamenn höföu sigraö i skæruhernaöinum: „Nú, þeir ætla þá aö dreifa striösgróöanum út meöal fólksins. Nú, þaö er allt i lagi.” Ekki veit ég persónulega sönnur á þessari setningu. En viö mig sagöi hann eitt sinn á nýsköpunarárunum, er viö höföum rætt nokkuö almennt um þjóðfélagsmál: „Heföi ég veriö fæddur af fátækum for- eldrum, þá væri ég kommúnisit i ”. Þaö var margt furöulegt og ósennilegt, sem gat gerst bæöi í oröi og verki á þessu einkennilega og sérstæöa tímabili tslandssögunnar, þegar andstæöustu stéttirnar og leiötogar þeirra tóku höndum saman i rúmt hálft annað ár um aöefla velferö þjóðarinnar og veita henni reisn. Fyrsta íslenska kaldastriðsstjórnin Þegar atkvæðagreiöslan um Kefla- vikursamninginn var um garö gengin 5. oktdber, lýsti Brynjólfur Bjarnason yfir þvi, aö grundvöllur stjórnarsamstarfsins væri brostinn. Tveim dögum síöar skrifuöu þeir Brynjólfur og Aki Jakobsson Ólafi Thors forsætisráöherra og mæltust til þess, aö hann bæðist lausnar fyrir allt ráöuneyti sitt, þing yrði rofiö og kosn- ingar látnar fara fram. Þann 10. október baöst ólafur Thors lausnar fyrir ráöu- neyti sitt, en ekki fékkst hann til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Sveinn Björnsson forseti bað ráöuneytiö aö sitja áfram, þar til ný stjórn tæki viö, en jafnframt var ólafi falið aö gera til- raun til stjórnarmyndunar. Ráöherrar okkar sátu þvi enn um hriö i stjórn, en nokkur andstaöa var gegn þvi meðal okkar manna vegna framkomu Ólafs Thors i herstöövamálinu. Flokkarnir fjórir settust aö samninga- boröinu og lögöu fram hugmyndir si'nar. Viö sósíalistar sömdum mjög vandaöa og stórhuga stefnuskrá fyrir framsækna og þjóölega stjórn, er héldi áfram nýsköpun atvinnulífsins og stórfelldum breytingum á þjóöfélaginu. Jafnframt skyldi hún undirbúa brottför hins duibúna hers og vinna aö öörum sjálfstæöismálum, eins og að landgrunnsmálinu og landhelgis- málinu Þessi stefnuskrá er hin mark- veröasta og er enn þess virði, aö hún sé athuguö gaumgæfilega. (1. Réttur 30. 1946 , 81—98.) Hvað stjórnarþátttöku Sósíalista- flokksins snertir virtist tvennt koma til greina, annars vegar aö halda áfram nýsköpunarstjórninni, m.a. meö ákvæöi um uppsögn Keflavfkursamningsins, en nokkrir þverbrestir voru innan gömlu stjórnarflokkanna eftir aöfarir Ólafs Thors i samningunum og hin höröu átök, sem um þá uröu, — og hins vegar aö mynda vinstri stjórn undir forystu Her- manns Jónassonar, m.a. meö sama ákvæöi. Báöar þessar leiöir voru reyndar. Var hugsanlegt aö endurvekja nýsköp- ■inar$tiórnina eftir þaö, sem á undan var °8 hafði ólafur Thors vilja og tök á þvi aö koma slikri stjórn á fót? Þaö var vissulega hart aö sjá á bak nýsköpunarstjórninni, en viö uröum aö gera allt, sem í okkar valdi stóö, til þess aö reyna aö afstýra eilifri hersetu landsins. Viö vissum, aö þessi fimm ár, 1942—1947, höföu gerbreytt Islandi. Verkalýöurinn haföi sýnt 1942, aö hann bjó yfir valdi og var jafnoki burgeisa- stéttarinnar, en meö nýsköpuninni var lagöur efnahagslegur grundvöliur til þess aöhalda þeim lifskjörum, er unnust 1942, og undirstaöa, ef fiúl atvinna hélst, undir vald verkalýösins til þess aö tryggja smám saman allri alþýöu mannsæmandi kjör, þótt þaö kostaöi áratuga baráttu baráttu, fyrst, alþýöan réö ekki yfir rikis- valdinu. Ég býst við aö ólafur Thors hafi verið einn af þeim, sem mest harmaöi fráfall nýsköpunarstjórnarinnar. Ég held hann hafi ekki trúa þvl, aö viö geröum alvöru úr stjórnarslitum, fyrr en Brynjólfur Bjarnason lýsti þeim yfir 5. október aö at- kvæöagreiöslu lokinni. Eins og ég sagöi áöan, baö forseti Ólaf að hafa forgöngu um myndun nýrrar rikisstjórnar, en hann taldi réttast, að flokkarnir allir ræddust viðog könnuöu, hvort þeir gætukomiö sér saman um stjórnarsamstarf. Flokkarnir tilnefndu siöan menn til þess aö taka þátt I þessum viöræöum, en fljótt kom i ljós, aö ekki var grundvöllur fyrir samstjórn fjög- urra flokka. Ólafur Thors var ákveöinn 1 þvi að reyna aö koma á nýsköpunarstjórn aö nýju oghóf strax tilraunir i þvi skyni. Viö Brynjólfur vorum og eindregiö á þvi, en ýmsir sósialistar voru þvi mótfallnir, nema útséö væri, aö ekki tækist aö mynda vinstri stjórn meö Framsókn og Alþýöu- flokki. Ýmsir okkar bestu manna litu á Ólaf sem svikara sökum þess, hvernig hann haföi fariö á bak viö okkur og ofur- selt erlendu herveldi landið. Þetta kemur ekki sist fram hjá Halldóri Laxness i Atomstöðinni, þeirri snjöliu sögu. Þessir félagar áttu bágt meö aö skilja, I hverri ógnarklipu forystumaöur borgara- stéttarinnar i litlu landi, sem var undir hrammi tveggja stórvelda, hlaut aö vera, er hann leitaöist viö annars vegar aö halda uppi samstarfi i stjórn meö „kommúnistum,” sem nú var gerö hörö hriö aö um allan heim, og hins vegar aö halda saman um slika pólitik stórum og ósamstæðum borgaraflokki, þar sem voru heildsalar, stórútvegsmenn, iðnrekendur og bændur með alla sina andstæðu hags- muni, svo ekki sé talaö um verkalýös- fylgiö, sem flokkurinn reyndi aö halda. Égheld, aö ólafur hafi bókstaflega ekki ráöiö viö flokk sinn hvaö eftir annaö, meöan nýsköpunarstjórnirt sat, og hann hafi þess vegna til dæmis svikiö þau loforö, aö viö fengjum bankastjóra i Landsbankanum, þvi aö tvisvar á stjórnartímabilinu kaus Sjáifstæöisflokk- urinn harösviruöustu fjandmenn nýsköpunarinnar i þann sess, fyrst Vil- hjáim Þór, siöan Jón Arnason. Þaö þurfti vissulega mikiö til aö slita böndin viö Framsókn i þeirri stofnun, sem þá haföi tökin á Kveldúlfi jafnt sem SIS. Þaö er hverjum manni heiöur aö læra svo lengi sem lifir, ekki sist stjórnmála- mönnum aö breyta um bardagaaöferö, þegar gerbreytt þjóöfélagslegt viöhorf og valdahlutföll skapast. ólafur Thors haföi veriö einn af höröustu andstæðingum okkar fram til 1942 svo sem eölilegt var, en hann óx viö nýjar aöstæöur, er hann skildi. Allt þaö stóra, sem i honum bjó, fékk nú aö njóta sin, en vandi hans var sá aö láta flokk sinn vaxa andlega aö sama skapi. ólafur taldi nýsköpunarstjórnina ekki aöeins bestu stjórn, er hann heföi stýrt heldur bestu stjórn, sem að völdum heföi setiö á Islandi fyrr og siöar. Ég býst viö, aö skoöun hans hafi verið oröin sú, aö rikisstjórn sem styddist annars vegar viö atvinnurekendur i útvegi og iönaöi, en hins vegar viö verkalýöshreyfingu, væri sú besta og sterkasta, er Island gæti eignast, en aö sama skapi erfiöast aö koma á og halda viö. Slik stjórn kraföist lika stórhugar og mikils viðsýnis, ef takast ætti aö stjórna i senn af viti og rétt- læti svo sem forðum var sagt. Ella væri hætta á eilifum hjaöningavigum höfuö- stéttanna á atvinnusviöinu, þótt ýmsu mætti þoka áfram. Hvernig gengu viöræöurnar um stjórnarmyndun? Viö skrifuöum Alþýöuflokknum og Framsóknarflokknum 2. desember og lögöum til, aö þessir flokkar tækju upp viöræöur viö okkur sósíalista um myndun vinstri stjórnar. Þótti okkur eölilegt, aö Hermann Jímasson heföi forystu í þessum efnum. Framsóknarflokkurinn var reiðu- búinn aö mynda vinstri stjórn, en Stefán Jóhann Stefánsson formaöur Alþýöu- flokksins vildi ekki, aö flokkurinn tæki þátt i slikri stjóm. Undir árslok reyndum viö aö koma á vinstri stjórn meö þvf aö bjóöa einum virtasta leiötoga Alþýöu- flokksins, Kjartani Ólafssyni i Hafnar- firöi, aö gerast forsætisráöherra. Fram- sóknarflokkur og Sósialistaflokkur voru báöir reiöubúnir aö styöja þessa skipun, en þessi tilraun strandaöi aftur á aftur- haldsliöinu i Alþýöuflokknum. Um miöjan desember tók ólafur Thors aö sér aö reyna aö mynda nýja stjórn. Hann hóf viöræöur viö okkur og Alþýöu- flokkinn um endurreisn nýsköpunar- stjórnar, en ég held, að þar hafi róðurinn þyngst eftir þvi sem leiö á mánuöinn, og skorti hann þó ekki áhuga. Þegar áramót nálguðust, skildist mér á honum, aö ný öfl væru komin i spilið, sem ynnu að þvf aö koma á samstarfi Sjálfstæöisflokks og Framsóknar, en fram til þessa haföi þaö þótt útilokaö eftir samstarfsslitin 1942, sem Framsókn leit á sem svik viö sig. Þann 9. janúar 1947 fól Sveinn Björnsson forseti Stefáni Jóhanni Stefánssyni aö reyna að mynda stjórn. I grein, sem unnin er upp úr bandarfskum skjölum, segir, aö forseti Islands hafi farið „i bandaríska sendiráöiö til aö láta I ljós ánægju sina yfir að nýsköpunar- stjórnin var fallin og tilkynna að hann heföi faliö Stefáni Jóhanni Stefánssyni stjórnarmyndun með þvi skilyröi, aö kommúnistar yröu ekki teknir meö I stjórn.” (Elfar Loftsson: Um bandaríska ihlutun innarikismála á íslandi á árunum eftir stfið. Þjóðviljinn 9. janúar 1980). Mig minnir, aö Stefán hafi talaö viö mig á föstudegi, en ég var þá formaöur þing- flokks Sósialistaflokksins, og beöiö um svar strax, hvort viö værum reiöubúnir aö taka þátt i stjóm undir forsæti hans. Kvaöst hann þurfa aö svara foreta næsta mánudag og þess vegna lægi á. Liklegt þykir mér, aö Stefán hafi þá eitthvaö veriö búinn aö ræöa viö hina flokkana og kannski fengiö óvissar undirtektir. Viö sósialistar höföum áöur rætt þaö, aö óhugsandi væri fyrir okkur að taka þátt I stjórn undir forsæti Stefáns. Viö þekktum hug hans til okkar og afturhaldssama af- stööu i þeim málum, sjálfstæöismálum jafnt og verkalýðsmálum, sem viö lögöum mesta áherslu á. Okkur heföi fljótt veriö gert ólift í sltkri stjórn. Ég svaraöi honum þvi neitandi, enda hefur boö Stefáns um viöræöur ekki veriö sett fram af heilum hug. Þegar Stefán Jóhann fór á fund forseta og skýröi honum frá þvi, hvernig sakir stæöu, bauð forseti honum aö halda til- raunum sinum áfram, og var hann út allan janúarmánuö aö reyna aö klambra saman ri'kisstjórn. Þeir Ölafur Thors og Hermann Jónasson sögöu viö mig hvor I sinu lagi: Þaö á enginn annar aö fá aö reyna aö mynda stjórn en Stefán. Stefán Jóhann tók viö stjórnartaumum 4. febrúar 1947,og stóöu þrir flokkarnir aö þeirri stjórn, en hvorki Ólafur Thors né Hermann Jónasson áttu sæti I henni, enda hefurþeim þótt þessi stjórn ekki gæfuleg. Bjarni Benediktsson varö nú i fyrsta skipti ráöherra og fór með utarikismál og dómsmál. Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar eöa Stefania eins og hún var kölluö var I raun og veru afkvæmi Bandarikjamanna ogóskastjórn þeirra og verstu afturhalds- aflanna i stjórnarflokkunum þremur. Þaö voru Bandarikjamenn, sem sprengdu nýsköpunarstjórnina meö yfirgangi sinum og lögöu aö afturhaldsöflunum aö útiloka okkur sósialista frá stjórnarþátt- töku. Bandarikjastjórn var einmitt farin aö brjótast i þvi meö aöstoö innlendra afturhaldsafla aö ryöja burt ráöherrum kommúnistaflokkanna úr rikisstjórnum Evrópulanda eins og ítallu og Frakk- lands. Meö þvi aö lita I bandarisk og bresk leyniskjöl frá þessum árum getum viö kynnst afstöðu og afskiptum bandariska og breska auövaldsins af islenskum málum. Þaö veldur þeim áhyggjum, hversu sósialistar eru áhrifamiklir í islensku þjóölifi. Þetta er eðlilegt, þvi aö Sósialistaflokkurinn var sterkasta brjóst- vörnin gegn áformum þessara stórvelda að gera Island aö vighreiöri og mann- drápsstöö. Hin sósialiska verkalýös- hreyfing baröist lika einarðlegast gegn kjararýrnunarstefnu afturhaldsstjórnar- innar. Þótt erlendu og innlendu afturhaldi tækist aö hrófa upp stjórn Stefáns Jóhanns og hún heföi aö baki sér hvorki meira né minna en 42 þingmenn af 52, var þetta veikburöa stjórn. Hún haföi vita- skuld enga tiltrúhjá okkur sósialistum og litla sem enga hjá hinum skárri mönnum i borgaraflokkunum. Þaö voru Banda- rikjamenn, sem héldu þessari stjórn á floti, af þvi aö hún var þeim þægt verk- færi. 1 þessu skyni beittu þeir bæöi póli- tiskum þrýstingi og efnahagslegum ráöum. Þeim varö vel ágengt, þvi aö þeir, sem voru i fyrirsvari, voru litlir bógar. Þessi ummæli min um stjórn Stefáns Jóhanns og afskipti Bandarikjamanna af islenskum stjórnmálum getum viö staö- fest meö þvi aö lita i leyniskjöl banda- riska utanrikisráöuneytisins frá 1947. Trimblesendiráösfulltrúi sendi utanrfkis- ráöherra Bandarikjanna skeyti 18. april og lýsti þar viöræöum sinum viö Bjarna Benediktsson utanrikisráöherra um efna- hagsástandiö, einkum erfiöleika á sölu saltfisks, sem gæti leitt til þess aö kröfur kæmu fram um aö sterk stjórn leysti hina ■veiku stjórn af hólmi. „í þessu sam- bandi benti Bjarni Benediktsson á aö jafnvel vissir menn I hans eigin flokki ala með sér þau sjónarmiö aö núverandi rikisstjórn vanti styrk, og aö Hermann Jónasson geröist nú stöðugt háværari i gagnrýni sinni á stjórnina. Ef mynduö yrði „sterk” rikisstjórn er nokkurn veginn öruggt aö kommúnistar fengju aðild að henni.” Bjarni fór fram á þaö aö Bandarikja- mennkeyptusaltfiskinn handa ibúunum á hemámssvæði sinu I Þýskalandi til þess að tefla lifi stjórnarinnar ekki i tvisýnu, og mælti Trimble sterklega meö þvi viö bandariska utanrikisráöherrann og segir: „Þaö eru góöar horfur á þvi aö núverandi rikisstjóm haldist viö völd svo framar- lega sem viö getum hjálpaö Islandi til aö koma fiskinum á markaö. Ef viö getum þetta ekki og efnahagsástandiö heldur áfram aö versna, eins og allar likur eru til aö þaö geri, er sennilegt aö stjórnin falli um siöir. Ég geri mér fyllilega ljóst aö sú stefna i aögeröum okkar, sem sendiráöiö ráöleggur, samsvarar aö vissu leyti venjum i efnahagslegum hernaöi, en lit svo á aö betta sé nquðsvnleet veena hernaöarlegra (strategiskra) hagsmuna, sem hér koma við sögu.” Sumir íslendingar, ekki sist Stefán Jóhann Stefánsson, þreyttust seint á þessum árum aö lofsyngja hástöfum örlæti, vináttu og góöfýsi Bandarikja- manna viö Islendinga, en einfaldlega bjó þetta aö baki góðmennskunnar eins og sést af orðum sendiráösfulltrúans: Höldum lifinu i þessari rikisstjórn til þess að treysta hernaðarhagsmuni okkar á Islandi. Trimble sendiráösfulltrú segir einnig þetta i skeyti til bandariska utanrikisráö- herransl. september 1947: „Jafnákjótt og utanrikisráöherrann (Bjarni Bene- diktsson) haföi lokiö máli sinu, sagöi ég aö ef kommúnistar yröu teknir meö I endurskipulagöa rikisstjórn væri ekki hægl að komast hjá þvi aö þaö heföi neikvæö áhrif á tilraunirokkar til að hjálpa Islandi efnahagslega, til dæmis meö þvi aö kaupa fisk á vegúm hjalparstarfsemi og aö ráöa Islendinga tilstarfa á Keflavikurflugvelli. Þar aö auki kvaö ég þaö álit mitt aö slfk raöstöfun yröi aöeins til þess aö slá á frest og þar meö gera erfiöara endanlegt uppgjör milli kommúniska minnihlutans og yfirgnæfandi meirihluta islensku þjóðarinnar. Ég sagöi aö stjórnin virtist hafa ofmetiö styrk kommúnista ;.í verka- lýöshreyfingunni og aö til þess benti ástæöulaus ótti stjórnarinnar viö aö alda samúöarverkfalla myndi fylgja vinnu- stöðvun Dagsbrúnar i júni s.l. — Utan- rikisráöherrann sagöist sjá aö ég hefði mikiö til mins máls og athugasemdir minar væru ekki fjarri þvi aö vera i sam- ræmi viö hans eigin sjónarmiö.” (FRUS 1947. Þýö. Þjv. 20. júli 1976.) Bretar bergmáluöu skoöanir Banda- rikjamanna, enda orönir gersamlega fylgispakir þeim. Shepherd sendiherra þeirra skrifar breska utanrikisráöu- neytinu 2. júli 1947: „Aörir flokkar eru hikandi viö aö taka kommúnista inn i rikisstjórn þvi þeir treysta þeim ekki og vita hve erfitt veröur aö vinna með þeim, og óttast þau áhrif sem slik stjórn heföi á tengslin viö okkur og Bandarikjamenn.” Ariö eftir skrifar Baxter, sem oröinn var sendiherra, breska utanrikisráðuneytinu: „Þaö er frumskilyrði aö reynt veröi hvaö sem þaö kostar aö koma I veg fyrir þátt- töku kommúnista i rikisstjórn.” (Bresku leyndarskjölin 1945—48. Þriöji hluti. Þjóö- viljinn 4. október 1979. Þaö er alveg ljóst af þessum skjölum, hvers konar stjórn stórveldin Bandarikin og Bretland vildu hafa á lslandi og töldu þjóna best hagsmunum sinum. Hér var ekki neitt um þaö aö ræöa aö láta Islend- inga um þaö aö velja sér stjórn meö islenska hagsmuni eina aö leiöarljósi. Ekki skorti heldur suma tslendinga viljann til þess aö þjóna undir stórveldin. ABur höföu ýmsir einstaklingar sótt á fund bandarisku og bresku sendiherranna og embættismanna í sendiráðunum og bruggaö launráð gegn þjóö sinni, en nú tóku ráðherrarnir sjálfir aö iöka þennan siö og vera þar meö annan fótinn. Þegar lesin eru bandarisku og bresku leyniskjölin, ekki eingöngu þau, sem ég vitnaöi I áöan frá 1946, 1947, og 1948, er kjarninn i launráðum sendiráösmanna og islenskra áhrifamanna þessi: Banda- rikjamenn vilja fá herstöövar og efla hernaöarstööu sina og ennfremur hafa hér þóknanlega stjórn þessu til tryggingar, en islenskir skósveinar þeirra vilja styöja aö þessu en jafnframt fá hag- stæöviöskipti, frfðindi, lán og þess háttar. Þetta er rauði þráöurinn i öllum viö- ræðum þessara aöila. Þess vegna tel ég þaö alls ekki ofmælt, þegar viö kölluöum þessa litilsigldu Islendinga landsölu- menn. Meö Keflavikursamningnum 1946 og rikisstjórn Stefáns Jóhanns 1947 hefst ömurlegasta timabiliö i sögu Islenska lýöveldisins. Þar fléttast saman argasta niöurlæging i stjórn efnahagsmála, árásir á lifskjör alþýöu, skipulögö mannspilling ogblekkingar, enallt þetta leiddi til þess, aBBandarÍkjamenn hertu tökin á Islandi, lifsafkoma Islendinga rýrnaöi og margs konar meinsemdir grófu um sig, sem Islendingar hafa ekki enn læknast af.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.