Helgarpósturinn - 30.01.1981, Síða 9
9
-Jielgarpásturinn
Föstudagur 30. janúar 1981
AF HEIMSÓKN
Hvert fóru jólin, spuröi kunn-
ingi minn, þiö vitiö: svartsýnis-
maöurinn sem litur út eins og
Rebroff eftir dágóöa nætur-
veislu.
Kunningi minn hafði ekki
látið frá sér heyra öll jólin,
ekki sent mér póstkort, ekki
gefið mér gjöf, ekki sveskju i
poka. Þetta er eymingi. Ekki
þar fyrir: Ég gaf honum ekki
sveskju meö steini, sendi honum
ekki einu sinni frimerkiö, hins-
vegar hitti ég konuna hans i
bænum og spuröi hana hvernig
honum liöi.
.— Honum hverjum, spuröi
þessi kona manns og horfði eftir
endilöngu strætinu á fólkið á
ruglingslegu spani, rétt eins og
þaö ætti von á stíiöinu hvaö úr
hverju. En þaö voru bara aö
koma jól.
— Nú, manninum þinum.
— Ég vissi ekki að hann væri
maðurinn minn, hnussaði i
henni.
— Gleðileg jól samt, sagði ég
og baröi hressilega á herðar
henni svo hún féll i fangið á her-
manni Krists, sem tók vel á
móti henni og seldi henni
Herópiö.
Ég flýöi inn I Viði.
Og nú var kunningi minn
kominn, án þess aö gera boö á
undan sér, hringdi bara bjöll-
unni og arkaöi inn i stofu án þess
aö heilsa aö verulegu ráöi,
lagöist aö venju endilangur á
gólfteppiö og endurtók spurn-
inguna.
— Hvert fóru jólin? — og ekki
svara þessu! Þau fóru I
taugarnar á fólki, sérstaklga
konunum.
— Hvaöa vitleysa, sagöi ég og
klofaöi yfir hann til þess aö
komast i uppáhalds stólinn
minn.
— Og til hamingju með
fimmtugsafmæliö, rumdi i
honum.
— Ég er ekki fimmtugur.
— Nei, en útvarpið. Maöur les
aö þiö séuö i stanslausum
partýum út af þessu afmælis-
slysi!
— Bölvuö vitleysa!
— KannskiþaöÞú'virðist alla
vega ósár og mjög lftiö móöur,
sagöi kunningi minn. Kannski
er þaö vegna þess aö þú reykir
ekki.. Hann byrjaöi aö klæöa sig
úr skónum þar sem hann lá
endilangur.
— Ertu fúll út i skrifin?
— Hvaöa skrif svo sem?
— NU, umgrefils útvarpiö og
ykkur aumingjana, sem þar
vinniö.
— Stundum, viöurkenndi ég.
— Uss umlaöi kunningi minn.
Vertu bara svartsýnn, þá
verður þú aldrei fyrir von-
brigðum. Fornmenn fundu upp
öskuhauginn i Tjarnargötu, svo
kom tuttugasta öldin meö rusla-
tunnurnar og lesendadálka dag-
blaöanna. Almenningsklósettin.
Hvar á fólk aö hægja sér svo
sem? Ef ekki væru lesenda-
dálkarnir, mundi helmingur
þeirra sem skrifa þeim, springa
inn i sig. Eöa gerast Svart-
höföar.
— Þetta eru erfiöir timar fyrir
okkur Islendinga, sagöi ég.
— Tekurðu eftir þvl hvaö fólk
almennt er geövont? spuröi
hann. I hvert sinn sem ég opna
siödegisblöðin eru þau full af
óþverra. Heilar siöur af þrugli
frá hálfbiluöu fólki sem þenur
túla bak viö leyninúmer og
hiáykkurenginnveithvaöég-
heiti!!!!
— Finnst þér ekki blöðin gera
full mikiö úr þessum skrifum,
spuröi ég niöri gólfteppið.
— A hverju eiga ræksnin aö
græöa? Fólk er vitlaust i aö lesa
skammir og vammir um aöra!
— Hugsaðu þér, sagöi kunn-
ingi minn og góndi upp i ljósa-
krónuna Ur alabastri: hún er
þarna ennþá, flugan! Hugsaðu
þér, hélt hann áfram, ef fólk
tæki nú upp á þvi aö vera gott
hvert við annaö! Janúar aö
veröa búinn og fólk enn aö rugla
i lesendadálkum um áramóta-
skaup sjónvarpsins, hvort þaö
hafi veriö gott eöa vont, dýrt eöa
ódýrt! Og Indriöi G. búinn aö fá
útvarpiö á litla heilann. Er ekki
hægt aö gefa manninum friö?
Kunningi minn sogaöi djúpt
andann.
— Þaö mætti lesa meira eftir
hann, sagöi ég. Kunningi minn
gaf frá sér loftiö og myndaöi
törbúlans í stofunni hjá mér og
blómin tóku andköf og fengu
einskonar pissuhroll.
— Þessi vesalings þjóö, sagöi
hann, aö sitja upp meö Svart-
höfða, Aöalstein Ingólfs og Óla
Jóns sem vita allt allt allt allt
eins unglingurinn f skóginum
forðum.
— Þeir eru aö vinna verkin
sin. Þetta eru ágætir menn.
— Ég á nú bara viö aö of mikiö
má nú af öllu gera. Lika þeim.
Kannski mætti nota þá i mann-
taliö?
— Minnstu nú ekki á þaö!
— Víst. Ég hef af þvi þungar
áhyggjur. Hefuröu séö spurn-
ingarnar? Ég neitaöi þvi, ekki
búiö aö bera það i húsiö. Kunn-
ingi minn dæsti.
— Veistu hvað þú varst lengi á
leiðinni á vinnustaö, vikuna 24.
til 30. janúar?
— Hvaöa ár?
— Núna!
— Varstu allt aö niu minútum
eöa varstu aö drolla eitthvaö?
Varstu kannski 19 minútur á
leiöinni? Hitturðu kannski
stelpu? Nú krosslagöi kunningi
minn fæturnar.
— Má ég deyja hérna á gólf-
teppinu hjá þér?
— Ef þú vilt.
— Tekurðu eftir þvi aö þaö er
ennþá hérumbil bjart klukkan
aö ganga fimm á daginn?
— Já, ég tek eftir þvi, sagöi
ég-
— Mér list ekki á þaö. Það
þýöir aö brátt kemur and-
skotans voriö meö fuglasöng og
tilbehör og óskaplega langt til
jóla. Ég verð settur i að laga til i
garöinum. Og tilhvers? Til þess
aö þaö sé snyrtilegt i kringum
köttinn! Og hvaö gerir hann i
staðinn? Étur fuglana! Svo
kernur sumariö og þá getur
þjóöin ekki sofiö fyrir birtu.
Veröur geðvond alveg upp á
nýjaleik. Þá situr margur uppi
um nætur og semur lesendabréf
og ekki stendur á blööunum aö
birta bullið. Skrifarinn hleypur
á hverjum degi aö kaupa blaöiö
og loksins! Loksins! Þarna er
greinin hans. Og hann hieypur
sigri hrósandi heim til sin,
leggst upp i sófa og les af djúpri
nautn. Fullnægjan kemur i
sálina, þvi honum hefur tekist
aö eyðileggja daginn fyrir ein-
hverjum öörum.
Svona þjóö á ekki skilið aö
vera læs.
Kunningi minn lokaði aug-
unum og fór hérumbii i
kóma. Brjóstiö hætti aö bifast
svo sæist. Þögnin varð svo mikil
aö ég heyröi blómin anda. Svo
mátti ég ekki vera lengur að þvi
aö sitja yfir honum sofandi á
gólfteppinu minu. Ég klofaöi
yfir hann, dvaddi blómin, fór i
frakkann, startaöi armbands-
skeiöklukkunni að taka nú
timann, hvaö hvaö ég væri lengi
á leiöinni I vinnuna.
Þegar ég opnaöi útidyrnar,
buldi viö á gólfteppinu, draugs-
röddin dimma.
— Hvert fóru jólin?
JónasJónasson
Heimlr Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. AAatthias-
dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson
Hringborðið
I dag skrlfar Jónas Jónasson
Kvennaveislan (eða konuboðið)
VETTVANGUR
AUiugasemd við Hringborð
Fyrir nokkrum árum fékk Judy
Chicago, ein þekktasta kvenrétt-
inda listakona Bandarikjanna, þá
hugmynd aö efna til veislu. Og þá
ekki af verra taginu. Til veisl-
unnar var boöið hvorki meira né
minna en 39 merkiskonum úr
gyðju- og kvenkynssögunni.
Þegar svo mikilvægir gestir eru
væntanlegir er ekki hægt aö bjóöa
upp á annað en þaö allra besta.
Judy Chicago fékk þvi fjöldann
allan af listamönnum til liðs viö
sig til aö undirbúa veisluna. Þó
kyn listamannanna skipti ekki
máli, þá uröu allir að vera sér-
fræöingar, i heföbundnum list-
greinum kvenna. Alls konar út-
saumi, prjóni, hekli, vefnaði og
leirkerasmiö. Ekki var hægt að
láta kvenskörungana borða meö
silfurhnifapörum eða drekka úr
silfurkaleikum, sem alla tiö hafa
verið framleidd af karlpeningi.
Postulinsmataráhöld komu
aöeins til greina.
Eftir nokkra ára streö við fjár-
öflun og sköpun var kvenna-
veislan haldin. Heföi spiritisti
veriö fenginn til aö tala við
veislugesti, þá kæmi mér á óvart
ef einhver vogaði sér aö kvarta.
Veisluboröiö var i laginu eins og
þrfhyrningur — tákn kvenguða.
Þrettán konur sátu viö hverja
hliö. Veglega skreyttur dúkur
haföi verið geröur fyrir þær allar.
Þeir báru nöfn kvennanna og tákn
um helstu afrek þeirra i kven-
kynssögunni. Ekki voru matar-
diskarnir siöri. A fæti, rósum
skreyttir og, ef vel var gáö, mátti
sjá kynfæri kvenna út úr þeim
flestum.
Félagsskapurinn var svo
sannarlega ekki af verra taginu.
Það var sama hvort hugurinn
stefndi i átt til stjórnmála, lista,
bókmennta eöa visinda. Allar
þessar greinar áttu þar sinn full-
trúa. Stjórnmálasinnaðar konur
gátu rætt viö Mary Wollstone-
craft og Susan B. Anthony um
kvenréttindabaráttuna á 18. og
19. öld. Skáldskaparunnendur
gátu hlustað á Sappho og Emily
Dickenson flytja frumsamin ljóö.
Og þær, sem voru forvitnar um
sköpun heimsins gátu spurt
Frumgyöjuna um alla þá erfiö-
leika sem fylgja þvi að ganga
meö og fæöa sjálfan heiminn.
Ef einhverjar konur gátu vogaö
sér aö kvarta voru það þær, sem
lentu á gólfinu. Til að gefa ekki
algjörlega ranga mynd af kven-
-kynssögunni, brá Judy Chicago á
þaö ráö aö skrá nöfn merkra
kvenna, sem ekki komust aö
borðinu, meö gylltu letri á flisa-
lagt gólfiö. Þar mátti t.d. sjá nafn
góövinkonu okkar Freyju og efast
ég stórlega um aö hún sætti sig
viö aö aðrar konur troöi á henni.
Viötökur kvennaveislunnar
hafa verið mjög misjafnar. Sum-
um (sérstaklega kvenréttinda-
konum) finnst fátt merkilegra
hafi gerst i listasögunni, fyrr eöa
siðar. Aðrar eru mjög gagnrýnar.
Finnst kvennaveislan vera yfir-
stéttarsamkunda, ofhlaöin
skrauti og endurspegli fátt annaö
en persónuleika listakonunnar
sjálfrar. öðrum finnst aö rangar
aðferöir hafi veriö notaðar viö
gerö verksins. Óviðeigandi sé aö
skapa listaverk, sem tákna eigi
frelsi kvenna meö heföbundinni
handiðn kvenna. Iön, sem þær
segja, hafi veriö notuð i gegnum
aldirnar til aö halda konum niöri.
Enn aðrir halda þvi fram aö hér
sé alls ekki um listaverk aö ræöa.
Heföbundin kvennaiöja er nefni-
lega ekki list i þeirra augum.
Hvaö sem úr henni er skapaö
getur aldrei talist annaö en
föndur. Stærstu listasöfnin á
Manhattan báru þessa kenningu
fyrir sig, þegar farið var á leit viö
þau að sýna verkiö. Sumir halda
þvi fram að yfirmönnum þessara
safna hafi lika þótt diskarnir of
dónalegir til aö bera á borð fyrir
siöprúöa listunnendur. — Svo
kvennaveislan endaöi i Brooklyn
Museum.
Þó endalaust megi deila um
gildi kvennaveislunnar, þá hefur
hún leitt eitt mjög merkilegt af
sér. Judy Chicago leitaöi uppi
konur hvaöanæva aö úr Banda-
rikjunum, sem enn stunda
handiöir, sem óöum er aö hverfa.
Um þessar mundir vinnur hún viö
gerö hannyröabókar, sem hefur
að geyma vitneskju, sem annars
heföi fallið I gleymskunnar dá.
New York, 3. janúar 1981
Inga Dóra Björnsdóttir
Sýnishorn af kvennalistinni sem
gaf aö lita I veislunni.
„Hvað er að i Þjóöleikhúsinu?”
er spurning sem varpað var fram
i svartasta skammdeginu og
menn hafa veriö aö velta fyrir sér
i Helgarpóstinum og öörum blöö-
um I vetur. Þó aö dag sé nú tekiö
að lengja og birti meö hverjum
degi viröist ekki ætla aö rofa til i
þessari umræðu. Ekki tel ég mig
þess umkominn aö svara svo vit
sé i en einstakar athugasemdir.i
greinum hafa oröiö til aö ég
biandaöi mér i máliö án þess þó
aö vera aö fjalla um aöalmáliö.
Ég gat ekki á mér setiö þegar Jón
Viöar Jónsson virtist ætia aö
skelia skuldinni á Félag islenskra
leikara og samninga þess viö
leikhúsið. Nú er svo aö sjá sem
þeim oröaskiptum sé lokiö en ég
vona aö Jón Viöar haldi áfram aö
leita svars og veröi betur ágengt
meö hækkandi sól.
Nú hefur nýr maður bæst i um-
ræðuna, Sigurður A. Magnússon
setur fram getgátu um svar án
þess þó aö ætla sér ,,þá dul að
bera fram skýringu á þessu fyrir-
bæri, allra sist einhlita”, Þó að
S.A.M. höggvi ekki á sama hátt
og Jón Viðar má segja að hann
höggvi i sama knérunn og leiti
skýringar i samningum leikara.
Þvi sé ég mig knúinn til að halda
umræðunni áfram þó mér finnist
ég nokkuð einmana sem eini þátt-
takandinn úr hópi leiklistar-
manna.
S.A.M. nefnir minnkandi að-
sókn aö Þjóðleikhúsinu og giskar
á aö „einhvers konar timabundin
eða kannski varanleg stöðnun
hafi áttsérstað, sem kynni meðal
annars að vera tengd ákaflega
litlum mannaskiptum i leikara-
hópi hússins”. Siðan talar hann
um fjárhagslegt öryggi leikara
„sem ekki ber að lasta, en það
kynni hinsvegar að standa list-
rænni viðleitni hússins fyrir þrif-
um. Það er nefnilega alkunna að
langur starfstimi og mikið öryggi
hafa tilhneigingu til að slæva
þann eldmóð og brennandi áhuga
sem að öðru jöfnu einkennir þá
sem verða að sanna verðleika
sina og tilverurétt með hverju
nýju verkefni”.
Mér kemur þaö allkindarlega
fýrir sjónir aðsjá S.A.M. ympra á
að listamanni sé ekki hollt að lifa
af list sinni og hafa fjárhagslegt
öryggi til að geta sinnt henni.
Telur hann aö listamenn eeti ekki
þrifist nema viö sult og seyru?
Rithöfundar til dæmis? Vitanlega
dettur mér ekki I hug aö hann sé
svo skyni skroppinn.
1 þessari ágiskun kemur fram
sú aðdróttun að leikurum að
þeirra metnaður sé fyrst og
fremst að komast á fast mán-
aðarkaup i leikhúsi. Ekki sérlega
elskuleg kveðja rithöfundar til
annarra listamanna.
Vel má vera að of mikil vel-
gengni sé ekki listamanni holl og
ef leikari er sér þess meðvitandi
að framtið hans geti verið undir
þvi komin hvernig hann stendur
sig i stykkinu geturþaðorðið tilað
hann geri betur en ella. Aftur á
móti getur slikt álag, þegar til
lengdar lætur, lika háö leikar-
anum og dregið úr þroska hans,
jafnvel eyðilagt hann endanlega.
(T.d. þegar hann telur sig geta
búist við uppsögn i lok hvers leik-
árs.)
Aðalmarkmið leikara er ekki
að komast á fastan samning i
leikhúsi heldur að fá tækifæri til
að vinna aðlist sinni og þroska sig
sem Ustamann. Leikari missir
ekki sjónar á þvi markmiði þó
hann komist á fast kaup i leik-
húsi. Eldmóður sá og áhugi sem
S.A.M. saknar, frá bernskuárum
Þjóöleikhússins, stafaði áreiðan-
lega ekki af þvi að þá hafi leik-
arar verið að keppa að föstum
stööum og fjárhagslegu öryggi og
siðan slakað á þegar það var
fengið. Eldmóöur og áhugi leik-
ara stafar oftast nær af þvi að
hann hefur áhuga á verkefninu
sem hann er að vinna að og vill
þroska sjálfan sig um leið og hann
vinnur að þvi að gera veg leikhúss
sins sem mestan.
Og þar er kannski komið við
kjarna málsins: Ef leikari ber
hag leikhússins fyrir brjósti og
fær tækifæri til að vinna aö verk-
efnum sem geta aukið ’ honum
þroska og sem honum finnst aö
eigi erindi viö áhorfendur þá
stendur ekki á að hann vinni af
, „eldmóði og brennandi áhuga”.
Hitt er aftur á móti ekki vænlegt
til listræns árangurs ef leikarinn
er aö vinna verkefni sem honum
finnst ómerkilegt og hann sér
ekki tilgang i að sýna en er knúinn
áfram af þörfinni á að „sanna
verðleika sina og tilverurétt” eins
og S.A.M. orðar það.
Sigurður Karlsson leikari.