Helgarpósturinn - 30.01.1981, Page 11

Helgarpósturinn - 30.01.1981, Page 11
__helgarpósturinn_ Föstudag ur 30. janúar 1981 11 " Ja, öllu er nú hægt aö stela. Llm siðustu viku var stolið 300kg. i'ils- unga úr dýragarðinum i Kaup- mannahöí'n. Já, þetta var rétt les- ið. Það var stolið 300 kg. fil og ekki nóg með það, siðast þegar fréttist hafði hann enn ekki fund- ist. „Það er hreinlega eins og hann hafi sokkið ofani jörðina,” segir danska pólitiið og fórnar höndum i ráðleysi. Filnum var stolið að næturþeli úr búri sinu i dýragarðinum og mjög fagmann- lega var að þjóðfnaðinum staðið. Filsins hefur verið leitað viða, m.a. i Sviþjóð og Vestur-Þýska- landi, en án árangurs. Svo ef ein- hver verður var við 300 kg. ind- verskan filsunga á vappi einhvers staðar, þá er sá hinn sami beðinn að koma filnum i hús og láta dönsku lögregluna vita... “Og svo voru það stöllurnar þrjár i Michigan i Bandarikjun- um, sem afklæddust hverri spjöt, smurðu sig með sinnepi og stálu siðan sendiferðabil. Þetta voru prýðisstúlkur og stóðu nálægt þritugu, svo ekki tókst þeim að sannfæra lögregluna um að þetta uppátæki hefði verið barnaskapur einn. En þær höfðu aðrar skýr- ingar á reiðum höndum. Stúlkurnar (eða konurnar) = Charlene, Dohsaline (Dósalin á islensku) og Sandra höfðu nefni- lega setið við og lesið bibliuna saman. Og þær vildu endilega komast i. Edengarðinn eins og Eva forðum og þangað kemst náttúrulega enginn nema i Evu- klæðum. Þá höfðu þær séð bibliuna minnast einhvers staðar á sinnep og mökuðu sig þess vegna i þeirri sósu. Hins vegar minntist biblian að visu hvergi á nauðsyn þess að stela sendiferða- bil, en stöllurnar skýrðu stuldinn á þann hátt, að þær hefðu verið á hraðferð og vildu komast i aldingarðinn Eden fyrr en seinna og þvi tekið bilinn traustataki.... ™ Við íslendingar borðum tals- vert af eggjum, i langflestum tilfellum hænuegg. Þannig er það i flestum löndum öðrum. Sumsstaðar eru samt strútsegg á borðum. í mörg ár hefur eggja- taka á varpsvæðum strútanna verið stunduð, og það jafnvel þó eggin þyki ekki góð. Náttúru- gripasöfn um allan heim, vilja gjrnan hafa eitt slikt til sýnis. En nú eru þessir fuglar friðaðir eins og svo mörg dýr merkurinnar. Eitt strútsegg dugar i matinn fyrir stóra fjölskyldu. Það vegur um það bil 1.9 kiló, og er um 18 centimetra langt á lengri veginn. Til að gegnsjóða eggið verður að hafa það i pottinum i um 40 minútur. Verði ykkur að þvi! 8-18-66 (kugí s‘ogaHelgarpós tsins Lítíl sjónvarps eftírlitskerfi á sérstöku kynmngarverdi Fyrir litlar verstamr; fyrirtœki ofL Kerfi 1. Kr. 5.700. Innifalið í veröi: 1. Sjónvarps-myndavél með linsu. Video Monitor iskjár), festing fyrir myndavél og 20 m. af kapli með tilheyrandi stungum. Kerfi II. Kr. 9.300 . Innifálið í verði: Tvær sjónvarps-myndavélar með linsum. 1. Video Monitor (skjár) 1. Videoskiptari (milli vé/a) 2 festingar og 2x20 metrar af kapli með stungum tilbúin til notkunar C <R§díóstofan b£. Þórsgötu14- Sími 14131/11314

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.