Helgarpósturinn - 30.01.1981, Síða 24

Helgarpósturinn - 30.01.1981, Síða 24
Það eru jafnan miklar vanga- veltur uppi i kringum Albert Guðmundsson, borgarstjórnar- og alþingismann. Við greindum frá þvi' á dögunum að Albert heföi látið að þvi liggja að hann hyggðist draga sig út úr borgar- málavafstrinu vegna anna en i Morgunblaðinu birtist siðan yfir- lýsing frá Albert um að hann hefði fullan hug á þvi að bjóða sig fram i næstu borgarstjórnar- kostningum og væri þess vegna alls ekki að hætta. Ýmsir sam- verkamenn Alberts halda þvi þó fram, að hann sé ekki allur þar sem hann er séður i þessum yfir- lýsingum, þvi að vel geti svo farið að Albert dragi sig út úr borgar- málastörfum um stund, og það útiloki alls ekki að Albert verði með i næsta prófkjörsslag Sjálf- stæðisfl. til borgarstjórnar. Orðrómur er á kreiki um að i ráði sé aö fjölga ráðherraembættum i rikisst jórninni um eitt með þvi að losa Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra við efnahagsmálin og stofna sérstakt efnahagsmála- ráðuneyti. Ráðherraembætti þetta sé ætlað Alberti Guðmunds- syni og er það sagt byggt á sam- komulagi milli Gunnars og Alberts, sem þeir eiga að hafa gert þegar Albert hét núverandi stjdrn stuðningi — um að hann mætti eiga von á ráðherra- embætti, þegar mesti hamagang- urinn út af stjórnarmyndun Gunnars væri yfirstaðinn og stjórnin væri orðin traust i sessi. Skoðanakönnun Dagblaðsins bendir til að svo sé nú komið og Albert geti verulega styrkt stöðu sina með þvi að taka sæti i rikis- stjórn, bæöi með tilliti til lands- fundar Sjálfstæðisflokksins i vor, þar sem sagt er að Albert eygi varaformannssætið, og borgar- stjóraembættið i Reykjavik, sem Albert er einnig sagður hafa i bakhöndinni ef honum likar ekki ráðherradómurinn en þá þarf hann auðvitað að fara i prófkjörs- slaginn fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar i Reykjavik. Einhverj- um kann að þykja þetta heldur langsótt en svona tala nú einu sinni menn i áhrifastöðum i Sjálf- stæðisflokknum... # Og meira úr pólitikinni. Viðræður munu nú vera I gangi innan Alþýðuflokksins um að Jón Baldvin Hannibalsson verði framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, með það fyrir augum að end- urskipuieggja allt flokksstarfið. Jafnframt þvi muni hann láta af daglegri ritstjórn Alþýðu- blaðsins, en halda áfram að leggja blaðinu til forustugreinar. Innan þingflokks Alþýðuflokksins munu menn hins vegar mishrifnir af hugmyndinni, þar sem amk. sumum mun þykja Jón nógu fyr- irferðamikill i stefnumótun flokksins í leiðurum sinum, þó að hann leggi ekki einnig undir sig flokksapparatið... 0 1 Lögbirtingablaðinu lásum við svo um annan ágætan krata, Bjarna P. Magnússon, formann útgáfust jórnar Alþýðublaös- ins/Helgarpósts, sem drifið hefur i þ’vi aö stofna nýtt fyrirtæki — Bossa sf. Þvi mun ætlað að fram- leiöa barnableyjur og dömubindi, helmingi ódýrari en aðrir, svo að nafniö er óneitanlega við hæfi, og reyndar ágætt til þess aö vita að kratar hafa ekki alveg glatað húmornum þótt ekki blási byrlega fyrir þá samkvæmt nýjustu skoöanakönnunum, en einhverjir munu velta þvi fyrir sér hvort viðurnefnið Bjarni f Bossa muni ekki reynast ungum manni óyfirstiganlegur þröskuld- ur á pólitlskri framabraut... # Vífilfell hf. — framleiðandi gosdrykkjarins vinsæla Kóka kóla og megrunardrykkjarins Fresca er sagt eiga i nokkrum erfiðleikum um þessar mundir vegna aukinnar tollheimtu rikis- sjóðs og samdráttar i sölu. Al- mennt er talið aö Vifilfell sé Föstudagur 30. janúar 1981 _helgarpásturinrL. Ftyturðu inn vörur f rá „FOB VÁSTERVIK" Gæti það lækkað innkaupsverðið? HAFSKIP HF. Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími 21160 M.S.LANGÁ 13.febrúar1981 13. mars 1981 Umboðsmaður í VÁSTERVIK: Knut Sjögren A/B S 59301 VÁSTERVIK P.O.Box 11, Telex: 3912 Sími: 0490-301 30 HAFSKIP HF. hefur um sextán ára skeið haldið uppi reglubundnum siglingum til Svíþjóðar, nú vikulega til Gautaborgar og hálfsmánaðarlega til Halmstad. HAFSKIP HF. hefur nú bætt við nýjum viðkomustað, nú á austurströnd Svíþjóðar, VÁSTERVIK, og verður viðkoma þar á 25 daga fresti. Borgin er staðsett miðja vegu milli Stokkhólms og Helsingborgar, en á því svæði eru f jölmargar verksmiðjur, sem selja þekktar vörutegundir til íslands. Tilgangur okkar með því að bæta VÁSTERVIK við aðra viðkomustaði HAFSKIPS í Svíþjóð, er að sjálfsögðu að bæta þjónustuna. Þannig geta nú innflytjendur, sem kaupa vörur frá VÁSTERVIK svæðinu gert samanburð á verði á innfluttri vöru frá Svíþjóð. Athugið hvort hagkvæmara sé að kaupa vöruna ,,EX FACTORY" eða „FOB VÁSTERVIK". Allar frekari upplýsingar eru fúslega veittar í Markaðsdeild Hafskips hf. í síma 21160. stærsta gosdrykkjarverksmiðja landsins en forráðamenn þess hafa ávallt verið tregir til að láta uppi hve mikil framleiðslan er eða hver heildarveltan sé i krón- um talið. Þess vegna var þetta umboðsfyrirtæki Kóka kóla á íslandi ekki á lista timaritsins Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki, sem birtist i siðasta tölublaði þess. Þar mun fyrirtækið þó eiga heima með réttu. Vífilfell mun hafa verið annað tveggja fyrirtækja sem neitaði að gefa upp veltutölur sínar i könnun timaritsins... # Auglýsingastofurerumargar i landinu og hörð samkeppni þeirra á milli um kúnnana. Jáfnan er nokkur hreyfing á fyrirtækjum milli auglýsingastofa en það telst þó til tiðinda i þessum bransa þegar stórfyrirtæki á borð við Flugleiðir fara að hugsa sér til hreyfingar. Frá fornu fari hefur Auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar þjónað Loftleiðum en Gylmir Flugfélaginu og eftir sameininguna munu þessar tvær stofur hafa fengið verkefni á vixl. Nú heyrist að næst vist sé að Flugleiðir ætli að yfirgefa Auglýsingastofu Gisla B. og sennilega einnig Gylmi og á sama tima fréttist að auglýsingastofa ólafs Stephensensé með auglýs- ingaprógramm I smiðum fyrir Flugleiði... # (Jr heimspekideild Háskóla tslands heyrum viö að til umræðu sé að fá dr. Kristjáni Eldjárn, fyrrum forseta tslands, prófess- orsstöðu við deildina. Astæðurnar fyrir þessari ráðagerð munu vera tvær. t fyrsta lagi þykir háskóla- mönnum akkur i að fá fræðara og vísindamann á borð við dr. Kristján til kennslu og rann- sóknastarfa viðskólann og á hinn bóginn mun mönnum einnig hafa þtítt nóg um að fyrrum þjóð- höfðingi landsins skyldi þurfa að sæta því að vera launalaus i tvö ár, því að það vantaöi upp á eftir- launaaldur hans þegar hann ákvað að draga sig i hlé... # Athygli hefur vakið að Ingi R. Helgason, lögfræðingur hefur tekið sæti i bankaráði Seðlabanka tslands þriðja kjörtimabilið i röð af hálfu Alþýðubandalagsins. Er þetta sagt brot á siðareglum flokksins þess efnis að sami maður sitji ekki lengur en tvö kjörti'mabil i nefndum, stjórnum og ráðum fyrir flokksins hönd. Ingi mun hins vegar hafa sjálfur lagt áherslu á áframhaldandi setu sina i ráðinu... # Islenskar hljómplöturútgáfur hafa öðru hverju reynt að hasla sér völl á erlendum mörkuðum með afurðir sinar og þeirra helsti vettvangurá þvl sviði hefur verið hljómplötumarkaðurinn I Midem i Frakklandi. Nú heyrist að Steinar Berg og Pétur Kristjánsson frá Steinari hf. séu staddir á þessari hátið og kynni siðustu hljómplötur Utangarðs- manna, Mezzoforte og Þin og min (sem er kórrétt eignarfall af Þú og ég þótt það virki ankanna- lega)... # Þaðer ekki alls staöar bruðlað með peninga i rikisgeiranum, eins og stjórnarandstæðingar halda fram. Ein litil saga um ráðherra, sem sparar: Fyrir nokkrum vikum var haldin ráöstefna um æskulýösmál á veg- um Æskulýðsráðs rikisins. Á dag- skrá ráðstefnunnar var liður sem nefndist, „hádegisverður i boði menntamálaráðherra”. Var ekki laust við að ýmsir ráðstefnugestir væru farnir að leiða hugann; að gómsætu veisluborði i ráðherra- bústaðnum. En það var nú eitt- hvað annað. Ingvar Gislason mentamalaráðherra vildi enga siika sóun. Matarboð ráðherra var haldið i skátaheimili við Melaskólann og þar þröngt setnir bekkir. Gestum var boðið upp á kjöt i karrý, upphituðu i ör- bylgjuofni á staðnum og fram- borið á pappadiskum. Ráðherra sjálfur mætti ekki I sitt eigið boð og þá eflaust verið að spara em- bættinu einn skammt af kjöti i karrý... # Og örstutt af vettvangi hand- boltamanna. A meöan hinn pólski þjálfari þeirra Vikinga, Bogdan er hafinn upp til skýjanna hér á landi og þökkuð hin ágæta frammistaða handboltamanna Vikings á undanfömum árum, þá blása öllu næðingsamri vindar um sovéska kollega hans á þjálfarasviðinu, þ.e. hinn rússneska þjálfara Valsmanna. Segir sagan, að leikmenn Vals séu allt annað en ánægðir með Rússann og ýmsir leikmenn þegar hættir æfingum vegna einstrengislegra skoðana hans og mikillar miðstýringar. Þykir llklegt að þetta verði fyrsta og siðasta keppnistimabil Rússans með handboltalið Vals, enda árangur Valsmanna slakur þetta timabilið. Það veröur þvl ekki annað séð, en Islensk handbolta- félög renni blint I sjóinn þegar þau taka hingað upp útlenda þjálfara fyrir stóran pening meö litilli tryggingu fyrir hæfileikum þeirra manna, sem hingaö eru fengnir.... # 1 hinum háværu umræðum manna á meðal um hið nýja fisk- verð, hefur mikið verið minnst á hinn erfiða rekstur útgerðarinnar og þá bent á að hún sé almennt rekin með miklum halla. Ýmsir hafa þó mjög dregið I efa sann- leiksgildi þessarar staðhæfingar og benda á, að það sé i raun aðeins litill hluti flotans sem sé rekinn með halla. Þetta sýni tölur fiskveiðisjóðs. Fullyrða þeir að yfir 80% flotans sé rekinn með gróða, en hin 20% skapi hina nei- kvæðu heildarútkomu. Það séu hin nýju og dýru skip i loðnu — og togaraflotanum sem séu rekin með dúndrandi tapi. Finnst þvi mörgum að það sé ansi hart, að aðeins 1/5 hluti flotans skapi hina ljtítu heildarmynd og væri þvi réttara að skera á þennan hnút með því að láta þau útgerðarfélög sem ekki bera sig sigla sinn sjó, en hin 80% fá raunveruleg tæki- færi til athafna.... # Sá ágæti embættismaður Kiemens Tryggvason hagstofu- stjóri hefur lagt heiður sinn að veði að fariö verði með svör við spurningum I manntalinu sem al- gjört innanhúss- og trúnaðarmál hjá Hagstofunni. Enginn efast um einlægni Klemensar i þessu efni en hitt er spurning hvort honum er stætt á þessu, þvi að við heyr- um utan aö okkur að fyrir liggi prófmál sem kveði ótvlrætt á um aö skattrannsóknadeildin skuli hafa aögang að öllum gögnum hjá opinberum stofnunum. Verður þvi ekki annað séð en rikisskatt- stjóri verði að gefa út yfirlýsingu um að hann ætli sér ekki að láta menn sina hnýsast I upplýsingar i manntalinu, ef eyða á allri tor- tryggni sem óneitanlega hefur gert vart við sig...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.