Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 9

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 9
9 rJielgarpásturinn Föstudagur 10. apríl 1981 Hvað segðu Einar og Árni? Varnarmál svokölluð hafa verið ofarlega á baugi i opin- berum umræðum hérlendis að undanförnu og hefur mörg mannvitsbrekkan fundið sig til þess knúða aö leggja þar orð i belg. Sjálfskipaðir og sjálfum- glaðir „lýðræðissinnar” hafa Kostnaðurinn við vigbilnað tröllveldanna er orðinn svo geigvænlegur að menn standa bókstaflega á öndinni þegar þeir heyra nefndar fjárhæðirnar, sem eru raunar ofvaxnar skiln- ingi venjulegra manna af minu sauðahúsi. Þetta vitfirrta kapp- Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthtas-l dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Sigurður A. AAagnússon gengið framfyrir skjöldu og ausiö af nægtabrunnum visku sinnar, og hefur sá austur skilað okkur ókjörum af innihalds- lausum og útjöskuðum vig- orðum sem hlýtur að vera ætlað annað tveggja: að fela fáfræði „lýðræðispostulanna” eða draga dul á þá andlegu fátækt sem felst i algerum skorti á nýjum hugmyndum eða sjálf- stæðri hugsun. Maður er búinn að heyra sömu ræðu með nákvæmlega sömu röksemdum i full þrjátiu ár, og er engu likara en timinn hafi numiö staðar og veröldin verið hraö- fryst i þvi liki sem öskurapar kalda striðsins mótuöu van- sællar minningar. Siðasta dæmi um átakanlegt andlegt heilsufar þessara manna er ræöa sú sem formaður Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavik 30. mars siðastliðinn. Honum tókst i rúm- lega hálftima ræðu að hrúga saman megninu af þeim klisjum sem þrotlaust hafa dunið á landsmönnum i þrjá áratugi. Þeim sem eitthvaö hafa fylgst með framvindu hernaðarmála i heiminum undanfarin ár er væntanlega ljóst að tortim- ingarmáttur tröllveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, er orðinn slikur að þau geta hvort um sig gereytt heimsbyggðina að minnstakosti tólf sinnum. Gereyðingarvopnin verða æ fullkomnari og eru komin á það stig aö brátt veröur hægt að tortima ölli lifi á jörð- inni án þess að hrófla við mann- virkjum! Væri ekki um blákalda og hrollvekjandi al- vöru að ræða, mundi þetta vitanlega hljóma einsog fjar- stæðukennd fyndni, „black humour”. Allar afvopnunarvið- ræður, sem tröllveldin hafa átt hlut að, hafa leitt til stigmögn- unar kjarnorkuvopnakapp- hlaupsins, enda hefur Johan Galtung prófessor, sem stjórnar rannsóknarverkefni 248 visindamanna frá 45 löndum á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna um alþjóðastjórnmál og forsendur fyrir heimsfriði, likt afvopnunarráðstefnum tröllveldanna við ráðstefnu um varnir gegn eiturlyfjum sem stjórnað væri af forföllnum eiturly f janey tendum. hlaup á fyrst og fremst rætur aö rekja til gagnkvæms ótta sem jaðrar við geötruflun. Hefur sá ótti gengið mjög nærri þegnum þess veldisins sem viö lakari efnahag býr, Sovétrikjanna, og hlýtur að vera timaspursmál hvenær efnahagslegar þreng- ingarSovétrikjanna og lepprikja þeirra fara að segja til sin i al- mennri og opinskárri óánægju. Atburðirnir i Póllandi eru vis- bending um það sem i vændum kann að vera miklu vfðar, t.d. i Eýstrasaltsrikjunum, Úrkralnu og jafnvel i Sovétrikjunum sunnanverðum. Ótti Bandarikjamanna við hernaðarbrölt Sovétmanna kann að vera skiljanlegur útfrá þeirri forsendu að umsvif þeirra á alþjóðavettvangi hafa talsvert aukist, samanber Afganistan nú siöast, en á hinn bóginn er hið austræna tröll- veldi i raun réttri risi á brauð- fótum. Innri styrkur þessa vold- uga rikis er ekki meiri en svo aö það nötrar gagnvart manni einsog Sakharov og telur nauð- syn bera til að einangra hann frá umheiminum, og hefur hann þó ekki farið framá annað en stjórnarskrárbundin mannrétt- indi til handa sjálfum sér og samlöndum sinum, en hundruðum þúsunda manna er haldið i þrælabúðum fyrir rangar eða hættulegar skoðanir. Bandalagsriki þessa tröllveldis eru kúguð til hlýð»i með her- valdi og munu viö fyrsta tækifæri sem býðst hlaupa undan merkjum „verndarans.” Bandarikin hafa lika heims- valdahagsmuni og verja þá með oddi og egg um allar jarðir. Þau standa þó að þvi leyti betur að vigi en Sovétrikin aö þau hafa ekki þurft að kúga bandalags- riki sin til hlýðni meö hervaldi (þó þau styðji að visu ýmsa miður þokkaða vini sina með vopnasendingum og hernaðari- hlutun), heldur hefur þeim gefist miklu betur aö beita fégjöfum og efnahagslegum þrýstingi. Er Island skóladæmi um það og Islendingar orðnir einhverjir litilþægustu ölmusu- menn á jarðkringlunni. Það er einsog svo margt annaö á landi hér kaldhæðni örlaganna, að þeir sömu menn sem af mestri kostgæfni predika & /Ut & \ skilyrðislausta auðsveipni og undirgefni við Bandarikjastjórn mega vart vatni halda þegar sögunni vikur að þeim örlaga- riku atburðum sem nú eru á döf- inni I Póllandi. Það ætti þó að vera lýðum ljóst að Lech Walesa og félagar hans eru meðal annars að losa kverkatak hins austræna tröllveldis á pólsku þjóöinni. Takist þeim það, hvað guð gefi, þá hafa þeir lagt sitt litla lóð á vogarskál heimsfriðarins, að sinum hætti einsog Titó gerði fyrir rúmum þrjdtiu árum og Ceaucescu allmörgum árum siöar. Nú er svo komið, að áliti Galtungs, að einungis tveimur rikjum i Austur-Evrópu mundu Sovét- menn geta treyst ef til vopna- viöskipta drægi i Evrópu, Austur-Þjóðverjum og hugsan- lega Búlgörum. A sama hátt og flest smáriki I Austur-Evrópu hafa látið á sér skilja að þau muni ekki vera reiöubúin til baráttu fyrir stór- veldahagsmunum Sovétrikj- anna, þá gætir nú i Vestur- Evrópu vaxandi andúðar á þvi að láta Bandarikin nota banda- lagsriki sin einsog viljalaus peð i valdataflinu við Sovétrikin, enda fer Bandarikjastjórn slnu fram I þvi tafli og hefur sára- sjaldan samráð við bandalags- rikin, jafnvel um hin mikil- vægustu mál. De Gaulle varð fyrstur vestrænna leiðtoga til að losa um tengslin við Bandarikin er hann tók herafla Frakka undan sameiginlegri stjórn NATO-herja. Grikkir fetuðu i fótspor hans eftir innrás Tyrkja, bandamanna sinna, i Kýpur og má vænta verulegra breytinga á stöðu Grikklands innan NATO eftir næstu þingkosningar þar i landi. t ýmsum öðrum NATO- löndum, svosem Hollandi, Nor- egi, Danmörku og jafnvel lika Bretlandi og Vestur-Þýska- landi, fara nú fram viðtækar umræður um hlutverk vestur- evrópskra rikja i valdatafli tröllveldanna. Þeirri skoðun vex óðum fylgi að i vitfirringu kjarnorkuvopnakapphlaupsins sé sá kostur vænstur aö leitast við að skapa öryggispólitiskt mótvægi viö Bandarikin, nokkurskonar þriðja afl, sem með tið og tima kynni að tengjast ótryggum bandalags- rikjum Sovétrikjanna og stuðla þannig að þvi að einangra tröll- veldin i valdatafli sinu. Galtung hefur varpað fram þeirri athyglisverðu hugmynd að gagnlegt gæti veriö að halda afvopnunarráöstefnur án aðildar tröllveldanna, þareð aðild þeirra að slikum ráö- stefnum hafi jafnan magnaö vigbúnaðarkapphlaupið. Hann gengur jafnvel svo langt að gera þvi skóna að einhliða afvopnun tiltekinna rikja kynni að ýta viö tröllveldunum og kannski koma fyrir þau vitinu. Hann telur aö kjarnorkuvopnalaus svæði I Evrópu væri skref i rétta átt og leggur áherslu á að takmarka beri möguleika tröllveldanna til að nota smáriki Evrópu i hernaðarlegum tilgangi, meðal annars með þvi að neita geymslu vigvéla fyrir þau. Allar þessar hugmyndir hljóta að snerta mjög fram- tiðarstefnu Islendinga i „varnarmálum”. Sú marg- tuggna hégilja að vera Banda- rikjanna á Keflavikurflugvelli tryggi varnir og öryggi Islands hefur löngu gengið sér til húöar og er orðin léleg skrýtla, enda varð fátt um varnir I það eina sinn er verja þurfti islensk yf- irráðasvæði gegn erlendu of- beldi i þorskastrlðinu. Jafnvel tryggustu NATO-sinnar eru farnir að viðurkenna að her- stöðin hljóti að veröa forgangs- skotmark i kjarnorkustriði tröllveldanna. tsland er ein af útstöðvunum I varnarkerfi Bandarlkjanna, enda viður- kenndi framkvæmdastjóri NATO, Josef Luns, fyrir sex árum, aö herstööin i Keflavik sparaði bandariskum skatt- borgurum 22 milljarða dollara árlega, þvi án hennar yrðu Bandarikjamenn að hafa sex til sjö stór flugvélamóðurskip á Norður-Atlantshafi til að gegna þeim njósna- og eftirlitsstörfum sem nú eru unnin frá Keflavik. Við Islendingar erum semsé eitt af litlu peðunum i valdatafli tröllveldanna, en öfugt við margar aðrar þjóðir hins vest- ræna heims, sem státað geta af ofurlitilli sjálfsviröingu, göngum viö meö betlistaf fyrir valdsherrana I Washington og sárbænum þá um aukin hernar- umsvif i landi okkar. Hvað ætli Einar þveræingur eða Arni Oddsson hefði hugsað um þá niðja sins sem þannig hegða sér við ármenn fjármagns og her- valds? VETTVANGUR Þetta ástand, sem honum þykir vel við unandi, er þó vissulega skelfilegt, sé það skoðað vel. Augljóst er að i lækningatilraun ofdrykkjufólks verjum við á þessu ári meira en tveimur milljöröum nýrra króna. Vinnutjón vegna áfengisneyslu veit enginn hve miklu nemur. Ekki er heldur vitað með vissu hve mikið manntjón hlýst beinlin- is af drykkjuskap en miklar likur Hins vegar eru alls ekki taldir þeir sem misst hafa heilsu og fengið eina og aðra sjúkdóma vegna drykkjuskapar sjálfra sin eða annarra, þó að slikt dragi oft til dauða. Enn verðum við aö þola upp- lausn margra heimila og að upp- eldi fjölda barna ólánist vegna drykkjunnar og eru það ef til vill allra ömurlegustu afleiðingar. Hverjum þykir ástandið gott? Það er litilþægur maður sem skrifar i Helgarpóstinn siöasta um batnandi ástand i áfengismál- um. Hann endar með þvi að segja að við megum vel við una. eru til að það sé ekki minna en einn maður á viku til jafnaðar. Þá er að visu gert ráð fyrir að talinn sé með nokkur hluti þeirra sjálfs- morða sem unnin eru. næst þvi þá ef börn fæðast van- gefin vegna drykkjuskapar mæðra. Höfundur virðist telja alla áfengisneyslu þeirra sem ekki eru áfengissjúklingar hóf- drykkju. Það er hróplega átakan- leg vitleysa. Menn hafa jafnvel drukkið sig i hel án þess að vera drykkjusjúklingar. Alkóhólisti eða drykkjusjúklingur er sá kall- aður sem misst hefur stjórn á drykkjuhneigö sinni svo að hann heldur áfram ef hann er byrjaöur. Hins vegar eru þess mörg dæmi að menn hafi drukkið sig i rot löngu áður en þeir eru komnir á það stig. Þeir eru ekki allir orðnir áfengissjúklingar sem stela bii- um dálitið kenndir, aka ölvaðir og lenda i árekstri og slysum, leggj- ast fyrir ósjálfbjarga eða fara sér að voða. Samt er ekki hægt að kalla alla þeirra drykkju hóf- drykkju eins og Helgarpósturinn gerði. Þessi orö eru skrifuð til áminn- ingar. Svo er að sjá sem greinar- höfundur sé rétt að vakna til hugsunar um áfengismálin og þvi er kannske ekki tiltökumál þó hann sé varla kominn til ráðs i svefnrofunum. En þar sem ekki mun fyrir einum að lá en miklu fleiri munu vera illa vaknaðir er ástæða til aö koma þessari at- hugasemd á framfæri. Leiðrétting Rangt var farið með i siðustu Y firh'yrslu Helgarpóstsins. Þar 1 ar Davið Scheving Thor- steinssnu ;.efndur sem aðal- eigandi Smjörlikis h/f. Þetta er ekki rétt, Davið, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, á aðeins rúmlega 9% hlutafjárins i Smjörliki. Þetta leiðréttist hér með.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.