Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 17

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 17
Kramer versus Kramer þykir meö betri kvikmyndum. Kramer vs. Kramer í Stjörnubíói Páskamyndir voru eitt sinn kapituii i menningarlifi borgar- innar. Þá kepptust kvikmynda- húsaeigendur viö aö hafa sem best framboö á myndum um hátíöirnar, alveg eins og á jóium. En nú er þetta breytt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Helgarpósturinn aflaöi sér hefur nú aöeins eitt kvikmynda- húsanna, ákveöiö að vera með ,,stór”mynd um páskana. Það er Stjörnubió, og myndin er öskars- verðlaunamyndin fræga, Kramer versus Kramer, með Dustin Hoff- man og Meryl Streep i aðalhlut- verkum. Svo veröur Háskólabió reyndar með dýra og umtalaða mynd, Hurricane, en hún hefur fengið misjafna dóma erlendis. Þar er það Mia Farrow sem verður ástfangin af frumbyggja i Asiu. önnur kvikmyndahús sem náðist i hafa hreinlega ekki tekiö ákvörðun um páskamynd, eða þá að þær myndir eru heldur litiö spennandi, jafnvel endursýning- ar. _ ga M I takt við Tímans torg Regnboginn: Times Squere Bandarisk. Argerö 1980. Handrit: Jakob Brackman Leikendur: Tim Curry, Robin Johnson og Trini Alvarado. Leikstjóri: Alan Moyle. Það sem Robert Stigwood hefur hingaö til framleitt á sviði kvikmynda hefur ekki þótt til fyrirmyndar, nema ef til vill fyrir peningaspekúlanta. Arð- semissjónarmiö ráða augljós- lega ferðinni i öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, og þó Heads, Suzy Quatro, Lou Reed og fleiri. Svo tekur þetta allt enda, feimna stúlkan fer aftur heim tilpabba sins, og sú frakka heldur áfram að vera frökk. Þvi allt er best eins og það var áöur, þó þaö megi leika sér lika. Þrátt fyrir ansi kraftmikla músík, oft á tiðum ágætan leik og á köflum snotra dramatiska uppbyggingu fór þessi mynd heldur illa i mig. Hún reynir að vera róttæk og uppreisnargjörn, ruddaleg og kjaftfor, en all- Kvikm yndir eftir Guöjón Arngrimsson eitthvað af sliku sé eflaust nauð- synlegt til að koma sinu fram i hinum harða heimi auðjöfranna þá... megum viö ekki frekar biðja um dálitla listræna áhættu annað slagið. Stigwood og fyrrum vinur hans Alan Carr eru ábyrgir staðar skin i gegn hverjir standa henni aö baki. Og þeir eru eins langt frá þvi að vera róttækir og uppreisnargjarnir og hugsast getur. Samt er þetta augljóslega mynd sem unglingar ættu að hafa eitthvert gaman af. fyrir nokkrum þekktustu kvik- myndum siðustu ára. Dæmi: Saturday Night Fever, Grease, Sgt. Pepper Lonely Hearts Club Band, Can’t Stop the Music, og nú Times Squere. Hafi menn séð eitthvað af þessum myndum — jú, þá vita þeir nokk um hvað hinar snúast. Fyrst var það diskó, svo gamalt rokk, svo meira diskópopp, og i Times Squere er komið aö harða rokk- inu eða heitirþað nýbylgja. Veit sá sem ekki spyr. Hér er reynt að búa til eitt- hvaö i kringum þann sjarma og þann kraft, það lif, sem óneitanlega er að finna á þess- um miöpunktiiNew York. Tvær stúlkur hittast á geösjúkrahúsi — önnur er feimin og hin er frökk, en saman flýja þær, og láta sig hverfa i mannhafið á áðurnefndu torgi. Þærreyna sitt af hverju við undirleik Talking — GA Robin Johnson leikur aöalhlut- verkiö I „Times Squere” FRONSK KVIKMYNDA- VIKA í REGNBOGANUM Frönsk kvikmyndavika hefst i Regnboganum fljótlega eftir páska, og stendur yfir dagna 26. april til 3. mai. Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá öllum hnútum i sambandi við viku þessa, en ljóst er aö þar verða sýndar 7 franskar kvikmyndir, frá árunum 1979 og 1980. 1 tengslum viö kvikmynda- vikuna mun koma hingað til lands franski kvikmyndaleikstjórinn Charlotte Dubreuil en mynd hennar, Mon Cheri, veröur einmitt á opnunarsýningunni. Það er franska sendiráöið og Regnboginn sem standa fyrir kvikmyndavikunni. Hér á landi hafa tvisvar áöur verið haldnar franskar hátiöir sem þessar, árin 1977 og 1979 og tókust báðar mjög vel. — GA Bóhemja Þjóðleikhúsið sýnir: La Bohéme — óperu eftir Puccini. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Hljómsveitarstjóri J.-P. Jacquillat. Flytjendur m.a. Ólöf Haröardóttir, Garöar Cortez, Ingveldur Hjaltested, Halldór Vilhelmsson, Guömundur Jónsson og Kristinn Hallsson. A siðari hluta 19. aldar tekur svonefnt raunsæi við af róman- tik i bókmenntum Evrópu. Rit- höfundar á borð við Emile Zola og leikskáld einsog Gerhart Hauptmann verða hvað mest lesnirog sýndir. Gestur Pálsson er góður fulltrúi þessarar stefnu hjá okkur. Svipuð breyting á sér stað i músikinni ögn seinna og þá hvað fyrst innan óperunnar. Þar er sumsé farið að fást við daglegt líf fremur venjulegs fólks úr nálægum tima i staöinn fyrir löngu horfnar hetjur og skúrka. Fyrsta nafnkennda óperan af þessu tagi tdst vera Cavalleria rusticana um sveitafólk á Sikil- ey eftir Mascagni erfrumsýnd var í Róm 1890, en hin næsta Bajazzo eða I pagliacci um lif trúöanna eftir Leoncavallo, frumsýnd i Milanó 1892. Báðar voru þær reyndar úr sömu óperusamkeppninni, sem efnt var til I Róm. Þessar stuttu óperur gerðu unga höfunda sina að visu heimsfræga á örskammri stund, en siðari verk þeirra hafa naumast haldiö liftórunni. Það er fyrst Giacomo Puccini, sem tekst að halda linunni áfram I nokkrum verkum i þessum raunsæisstil, sem kallast verismoá itölsku. Hið fyrsta af þvi tagi var La Bohéme, frum- sýnd i Torino 1896. Hún er gerö uppúr skáldsögu eftir Frakkann Henry Murger, svipmyndum úr lífi fátækra listamanna og stúd- enta i Paris um miðja 19. öld. Þar var reyndar af svo mörgu að taka, aö innan tiðar var kom- inn óperutexti i tuttugu þætti. Af þeim voru svo fjórir valdir. Þótt ópera einsog La Bohéme megi kallast raunsæ, er hún harla laus við beiska og meðvit- aða ádeilu. Þar er látin nægja sú samfélagsgagnrýni, sem felst i trúverðugri umhverfislýsingu, oft góðlátlegri. Svo haldið sé áfram að bera saman við is- lensk skáld, mætti t.d. nefna Tómas Guömundsson i sömu andrá. Puccini er ákaflega lag- rænn og flinkur hljómlistar- maöur, og aö auki hafði hann mjög gott auga fyrir leik- sviöinu. (Nokkuð sem Beet- hoven haföi t.d. ekki). Hann er að mörgu leyti fyrirrennari óperettumeistarans Franz Léhar. Af öilu þessu eru óperur Puccinis einkar aögengileg og þakklát viðfangsefni, þótt stundum geti jaörað við væmni einsog við má búast af slikum eilifðarglaumgosa. Af þvi er skemmst að segja, aö frumsýning Þjóðleikhússins á La Bohéme 3. apríl heppnaðist ágætlega. Fyrst er þess að geta, að sviðsetningin tókst svo vel, að maður þurfti aldrei að velkj- ast i vafa, hvað væri að gerast, þótt tæplega orö skildist. En oft vill margt fara fyrir ofan skiln- ingsgarð og neðan i óperu. Þaö er áreiðanlega góð ráöstöfun aö láta Róbert Amfinnsson lesa skilmerkilegan efnisútdrátt á undan hverjum þætti. Þá var nær aldrei vandræöaleg kyrr- staöa á sviðinu einsog oft vill veröa meöan á arium stendur, né heldur aö manni tæki að leiðast þrugliö þess á milli einsog stundum ber við. Þaö var alltaf eitthvað eftirtektarvert að gerast á sviðinu. Það tókst jafn- velaögera hiö melódramatiska lokaatriöi átakanlegt einsog vera ber. Liklega lætur Sveini Einarssyni nokkuð vel að setja upp óperur og þarf svosem engan að undra. Helsta álita- málið er þrengslin i öörum þætti, þar sem húsin eru smiðuö svo langt inn á sviðiö, hvort sem Sveinn eða Steinþór Sigurðsson bera ábyrgðina. Auðvitað á aö vera þvaga á þessu torgi, en hana má mynda, þótt rýmra sé um. 1 þeim þætti væri lika eftir- tektarverðara, að Músetta kæmi inn með Alcendoro uppá arminn, heldur en láta hann týnast lengi i þrönginni. Þessi sýning er semsé augna- yndi. Og ekki spillir fyrir, hvaö söngliðið er skemmtilegt til- sýndar. Þetta er ungt fólk, vel vaxið og snarborulegt i hreyf- ingum einsog ætlast er til. Við megum vera upp meö okkur af þessum hópi. Og það verður gaman aö sjá, þegar skipt verður um i hlutverkum. Þaö er bull, þegar sagt er, aö útlitiö skipti engu máli, heldur hljóöin ein. Það væri ekki gaman, aö Rudolfo væri með þrjár undir- hökur og kinnar flóandi útá axlir að faðma Mimi sem tvi- breiða brussu. Hversu vel sem þau syngju. A slikt fólk er betra að hlusta af plötu uppi i sófa. Það er heldur engin nauðsyn að hafa eintóma alheimssöngvara ásviöinu. Óperan ætti nefnilega að verða það sem hún upphaf- lega var: fyrir allar stéttir jafnt söngvara sem áheyrenda. Ópera þýðir jú bara „verk” i fleirtölu, en ekki óp i eyra, einsog sumir halda vist. Þaö stóöu sig allir vel. Það tekurþvfnaumastaöhæla ólöfu Kolbrúnueina ferðina enn. Hún hvikar hvorki i söng né sætleik. Maður var ekki eins fyrirfram viss um Ingveldi Hjaltested.en hún gaf hvergi eftir. E.t.v. finnst manni þó, aö Músetta ætti aö vera meira fiörildi, en hvi skyldi hún ekki eins mega vera fjallmyndarleg. Garðar Cortes fór mjög skynsamlega með sina þekkilegu rödd og ofbauð henni ekki nema einu sinni, á loka- tónum 1. þáttar. Hann ætti ekki aö gera þaö aftur. Halldór Vilhelmsson kom mér mest á óvart sem leikari éða sviðs- maöur, einkum i tveim siðari þáttunum, og fór stundum á kostum, þótt i litlu væri. Hins- vegar þyrfti ágæt guðsspjalla- mannsrödd hans að aðlagast betur þessari tegund söngs. Gömlu brýnin, Guðmundur Jónsson og Kritinn Hallsson voru trúir yfir sinu litla, en raunar fær Guðmundur naumast aö tjá sig neitt nema með handapati, fettum og brettum. John Speightog Eiður Gunnarssondugðu vel, en eigin- lega ekki meir. Hljómsveitin með Jean-Pierre Jacquillat fór prýðisvel meö hina álei.tnu músfk. Um fagnaðarlæti Islendinga við svona tækifæri mætti skrifa nokkra hugleiöingu, en þaö yrði vist efni í sérstakan pistil. Það hefur sjaldan ef nokkru sinni þurft að kvarta yfir lélegri sókn aö óperum i Þjóðleik- húsinu. Þær eiga sinn fasta áheyrendakjarna. Ég treysti mér hinsvegar vel til aö hvetja þá, sem aldrei hafa óperu séð, til að láta nú veröa af þvi. Menn eiga að hættaaö hugsa sem svo, að ópera sé ekkert „fyrir fólk einsog okkur”. Það er engin hætta á að nokkrum leiðist i þessa 2 1/2 tima, en sumir gætu orðið fyrir nýrri og skemmti- legri reynslu. Eyrna /yst eftir Arna Björnssón

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.