Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 21

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 21
21 hélgarpösfíirinhFðstudagur ,0. aprII „8, Rússíbanafílingur Pere Ubu< The Art of Walking Eitt af þvi sem heillar mig mest, þegar ég hlusta á plötu með Pere Ubu i fyrsta skipti, er að vita aldrei hvað kemur næst. Kannski byrjar það sakleysis- lega, með ált aö þvi ljúfum melódium jafnvel, maður hallar sér aftur i stólnum, borar i nefnið, en áður en maður veit af erallt komiðá fullt, maður situr gjörsamlega varnarlaus og veit ekki hvernig maður á að bregö- ast við. Svo lærist manni smám- saman að vera alltaf á varö- bergi. Ég get ekki mælt með Pere Ubu sem afslöppunar- meöali, en það er sannarlega skemmtileg tilbreyting frá heföbundnari tónlist að setja þá á fóninn. Ætli það sé ekki svipað eins og munurinn á þvi að ráta Tjarnargötuna og fara i Tivoli. Pere Ubu er ekki mjög þekkt hljómsveit hérlendis, þrátt fyrir að hún hefur vakið talsveröa at- hygli erlendis og gefið út að minnsta kosti fjórar stórar plötur á jafnmörgum undan- förnum árum, auk fjölda lltilla platna og einnar 12 ” plötu. Mannabreytingar hafa verið tiðar i Ubu og siðan ’75 sýnist mér aö hafi verið að minnsta kosti átta eða jafnvel niu upp- stillingar, en frá upphafi hafa fimm menn myndað hinn fasta kjarna hljómsveitarinnar, þeir eru David Thomas söngvari Tom Hermann gitarleikari Scott Krauss trommuleikari Allen Ravenstine hljómborðs- leikari og Tony Maimone bassa- leikari. A nýjustu plötuna vantar Tom Hermann en Mayo Thompson er kominn 1 staðinn. Þessi nýjasta plata heitir The Art of Walking. Ég er ekki enn kominn meö það á hreint, hvort The Art of Walking er eins góð og fyrri plötur Ubu t.d. Modern Dance og New Picnic Time en kannski er það vegna þess að hún er óað- gengilegri, þyngri og þarfnast sennilega meiri hlustunar, áöur en maður fílar hana fullkom- lega. Annars held ég að flestar uppáhaldsplötur minar eigi það sameiginlegt að ég þurfti að hlusta nokkuð oft á þær áöur en þær ööluðust sess i þessum heiöursflokki, ég get glatt Pere Ubu og velunnara þeirra með þvi að ég tel góðar likur til þess aö The Art of Walking eigi eftir aö komast i þann ágæta flokk. Ég tók eftir þvi þegar ég skoð- aði umslagið, að Pere Ubu eru farnir að gefa út hjá Rough Trade, það er að veröa nokkuö athyglisverö hljómplötuútgáfa, þeir hafa Raincoats og Cabaret Voltaire og fleiri góða. Kannski að það verði með Rough Trade i rokki eins og með EMC I jassi, að merkið tryggir gæðin. Um mannjöfnuð Þegar ég kom fyrst i Taflfélag Reykjavikur fyrir hartnær hálfri öld bar ekki mikið á unglingum. Þetta var notalegur klúbbur miðaldra fólks og mót- staðurinn var Café Uppsalir sem mér fannst viröulegur stað- ur, á mótum Aöalstrætis, Kirkjustrætis, Suðurgötu og Túngötu. Þarna mátti jafnan hitta rólega heiðursmenn sem sátu að tafli og voru stundum ekki frá þvi að leiðbeina okkur þessum fáu unglingum sem þangað lögðum leið okkar. Ég man sérstaklega eftir Guðmundi Bergssyni póst- meistara, sem stundum tók viö okkur skák, Þorsteini Gislasyni föður Garðars lögfræðings og alþingismanns og Bjarna Grimssyni fisksala. Og ekki hef ég heldur gleymt Guðrúnu Jóns- dóttur, einu konunni i þessum klúbbi, hún kenndi við skólann i Landakoti, hafði teflt um langt skeið og var vel hlutgeng i öðr- um flokki. Já, það var flokkaskiptingin sem ég ætlaði að minnast á. Ég man aðallega eftir tveimur flokkum, öðrum flokki og fyrsta flokki. Ég man ekki eftir að tal- að væri um meistaraflokk, hann kom siðar til sögunnar, en i fyrsta flokki voru miklu færri en i öðrum flokki. Það var heilmikiö afrek að komast upp i fyrsta flokk, enda voru þar snjöllustu skákmenn landsins, Eggert Gilfer, Asmundur Asgeirsson, Einar Þorvaldsson og Jón Guömundsson, og svo vitaskuld einhverjir fleiri. En þessir menn voru langt fyrir ofan okk- ur, það var fólkið i öðrum flokki sem við kynntumst fyrst. Við sáum hvernig það tefldi, heyrðum hvernig það talaði á meðan á taflinu stóð. Það er alltaf fróðlegt að heyra menn tala meðan þeir tefla, hnútur fljúga á milli, oftast i góðu, stundum snjallar, en oft fer þó svo að menn gripa til sömu setn- inganna si og æ. Á Uppsölum var stundumvitnað i JónVidalin og eru sumar þeirra setninga lifandi fyrir mér enn. Sumir félaganna höfðu teflt i öörum flokki lengi og kunnu vel við sig þar, áttu sér engan draum um að komast hærra. Mér var sagt af manni sem hafði teflt lengi i öörum flokki en varð svo fyrir þvi óhappi aö tefla sig upp i fyrsta flokk. Hann fann fljótlega aö þar átti hann ekki heima og baöst þess aö fá aö fara niður i annan flokk aftur. Það var ekki laust við að við þessir ungu himnabrjótar sem áttum þann draum heit- astan að komast sem fyrst upp i fyrsta flokk, verða Reykja- vikurmeistarar, tslandsmeist- arar eða hamingjan má vita hvað, brostum svolitið að þess- um eldri félögum. En siðar skildist manni að þetta var eðli- legt og heilbrigt viðhorf gagn- vart skákinni, þetta fólk tók skákina sem dægradvöl, kom til að tefla við jafningja sina og hefur áreiöanlega haft svipaða ánægju af leikfléttum sinum og þeir i fyrsta flokki, kærðu sig ekki verulega um sigur eöa ósigur — þótt betra væri að sigra en tapa aö öðru jöfnu — átti sinar ánægjustundir við skákborðið án þess að nokkurn- tima væri farið i verulegan mannjöfnuð. En mannjöfnuðurinn átti sina talsmenn, flokknum fjölgaði smátt og smátt, einkum þó i efri endann. Ofan á fyrsta flokk bættist meistaraflokkur og siöar landsliðsflokkur. Og svo bættist upphefðin sem kom að utan i hópinn: alþjóölegir meistara- titlar og jafnvel stórmeistara- titlar. En þótt þrepin yröu fleiri og fleiri i flokkastiganum voru þó á honum augljósir gallar. Einn var sá aö ekki var hægt að vinna sig upp um flokk nema á tilteknum mótum. Ekki skipti máli hve vel maður stóð sig á milli þessara móta ef heppnin var ekki með á réttindamótinu sjálfu. Þá var ekki um annað aö gera en biða þess næsta. Austur i Sovétrikjunum var að visu sá háttur hafðurá, að minnsta kosti ef menn voru komnir eitthvaö verulega áleiðis i flokkastiganum, að maður gat skorað á mann i næsta flokki fyrir ofan og unnið sig upp i hans flokk með þvi að sigra hann. Um þetta hafa sjálf- sagt verið settar reglur og ekki veit ég til aö þessi aðferð hafi verið notuö annars staðar. Sú hugmynd hlaut þvi aö skjóta upp kolli, að eölilegra væri að meta allan árangur skákmanns þegar honum skyldi raðað i styrkleikatröppuna, heldur en að láta það ráðast af frammi- stöðu hans á einu móti. Hér á Islandi var það Áki Pétursson — er dó allt of ungur og islenskir skákmenn standa i þakkarskuld við á margan hátt — er fyrstur vakti athygli á þessu. Áki var sá framtaksmaöur að hann lét ekki þar við sitja heldur bjó sér til kerfi til þess aö reikna skák- mönnum stig eftir árangri þeirra i keppni viö félaga sina. Þessi stig voru við hann kennd og kölluö Akastig. Svipað mun hafa gerst i fleiri löndum og nokkru siðar kom fram kerfi, sem nú er allsráöandi, kennt við bandariskan verkfræðing Arpad Elo. Skáksambönd i hverju landi reikna árangur sinna manna á hverju móti heimafyrir og veita stig samkvæmt þvi, alþjóðaskák- sambandið vakir svo yfir þessu öllu og reynir að samræma eins og unnt er Þessi skákstig, Elo stigin, hafa nú unnið sér þegn- rétt hvarvetna og eru þau reikn- uð öllum sem koma við sögu á opinberum skákmótum, allt frá heimsmeistaranum til, ungra byrjenda. Heimsmeistarinn er sennilega vel yfir 2700 stigum, alþjóðlegir stórmeistarar á bil- inu niður undir 2500 stig, alþjóö- legir meistarar á bilinu niður undir 2300 stig, en mestur hluti þeirra sem tefla er lægri en þetta, á siðustu skrá timaritsins SKAK eru menn með rúmlega 500 stig lægst, en þar eru rúmlega 800 skákmenn á skrá. Þetta kerfi hefur þegar unnið sér þegnrétt, þannig aö menn eru hættir aö gagnrýna þaö, nema einstaka augljósa galla, eins og þann aö erfitt getur verið að fá stigaháan skákmann til að tefla á móti meö öðrum lakari — hann á öllu að tapa en ekkert að vinna, jafnvel þótt hann vinni hverja skák bætir þaö litið eöa ekki stööu hans i stigum, er hins vegar mikiö i húfi ef hann skyldi slysast til að tapa skák. Þegar svo er komiö er ekki úr vegi að spyrja sig hve nákvæmt er kerfið og er óhætt aö treysta þvi? Hér verður ekki lagt i að gera úttekt á þvi, enda væri það ekki auðvelt. En óhætt mun að full- yrða, að i aðalatriðum hefur kerfiö gefist vel,þaö gefur góðan samanburð á mönnum sem tefla sæmilega mikið og tefla saman. Þannig myndi fáum koma til hugar að véfengja stigatölur stórmeistara sem eru siteflandi á alþjóöamótum og hver við annan. Eins ætti þaö að gefa all nákvæman samanburð á skák- mönnum i hverju landi um sig. Hins vegar gæti manni dottið i hug aö einhver munur kynni að koma upp landa i milli, en þvi meiri sem alþjóðleg samskipti eru i skákinni þeim mun óveru- legri ætti hann að vera. Égséisiðasta heftitimaritsins SKÁK að þar hafa stigatöl veriö „leiðrétt” þannig að þau enda alltaf á 5 eða 0, og er það til bóta. Mönnum hættir svo til að taka meira mark á tölum en skynsamlegt er, talan stendur þarna alvarleg og hárnákvæm, niðurstaða úr mælingum eða reikningum, hver leyfir sér að draga hana i efa? En það gleymist oft að spyrja um grundvöllinn sem mælingarnar og reikningarnir eru byggðir á. Hér um daginn varð þjóðar- sorg i Sviþjóö vegna þess að Ingmar Stenmark tapaði keppni i svigi i ættlandi sinu. Og timamunurinn á honum og þeim sem sigraði var tveir hundruðust úr sekúndu — i tveimur lotum samanlagt! Ekki þarf að hafa staöiö mikið á skiðum eöa horft lengi á keppni af þessu tæi, þar sem brautin breytist i sifellu frá keppenda til keppenda til þess að sjá hve fáránlegt þetta er, þó svo að timamælarnir hafi sýnt þessa niðurstöðu. Og svipað er að segja um skákstigin. Það væri fásinna aö telja mann sem hefur 1978 skák- stig sterkari en þann sem hefur aðeins 1977. Þessar tölur koma að visu út úr formúlunni og við skulum ekki gera ráö fyrir reiknivillu, en grundvöllurinn er ekki nógu öruggur. Mér finnst sjálfum að minni stigamunur en 20 sé ekki marktækur, jafnvel þótt um sé að ræöa menn sem hafa teflt að talsverðu leyti viö sömu andstæöinga. En hafi mennirnir sem saman eru born- ir ekki teflt við sömu and- stæðinga eða jafnvel ekki verið uppi á sama tima, fer saman- burðurinn að verða óáreiöan- legri. Þó hafa menn reynt að gera samanburð á taflmeistur- um nitjándu aldar og nútimans, reikna út skákstig nitjánduald- ar manna á sama hátt og þaö er gert i dag og reyna að komast að þvi hver sé mesti skákmaður allra tima. Kannske hefur einhver gaman af að sjá tilraun af þessu tæi, þar sem tekið er það timabil i ævi hvers skák- meistara þar sem honum gekk best: £JS|| Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spll: Frlðrlk Dungal — Söfnun: AAagni R. AAagnússon — Bllar: Porgrímur Gestsson vJLÆ.::.- i1 Skák • 1 dag skrifar Guðmundur Arnlaugsson um skák Taflmeistari Stigahámark 1. Fischer 2785 2. Capablanca 2765 3. Lasker 2750 4. Aljekin 2735 5. Botvinnik 2730 6. Tal 2720 7- 8. Keres og 2710 Smyslov 2710 9-10. Kortsnoj og 2705 Petrosjan 2705 11-13. Bronstein, 2695 Spasski og 2695 Tarrasch 2695 15-15. Morphy og 2690 Pillsbury 2690 Til samanburðar og gamans má nefna skrá sem bandariski rithöfundurinn Irving geröi, en hann lifir og hrærist I skák og 1. Capablanca 2. Aljekín 3. Lasker 4. Fischer Ar Aldur 1970- 28— 1914-22 26—32 1895-190 27—32 1927-31 35—39 1941-48 30-37 1958-59 22—23 1953-56 37—40 1953-56 32—35 1960-61 29—30 1961-63 32—34 1949-51 25—27 1964-65 27—28 1895-05 33-43 1857-59 20—22 1899-03 27—31 hefur skrifaö margar skákbæk- ur. Aö hans dómi eru tólf mestu skáksnillingar allra tima þessir: 5. Botvinnik 9. Spasski 6. Petrosjan 10. Bronstein 7. Tal 11. Rúbinstein 8. Smyslov 12. Nimzovitsch Tölvuskráin er tilraun til að meta i tölum afrek, hún er niðurstaða talningar á sigrum og ósigrum, þar er engu öðru blandað inn i. Chernev tekur sennilega, sjálfrátt eða ósjálf- rátt, aðra þætti með i mat sitt: frumleika, listrænt gildi skáka er þessir menn hafa teflt og fleira af þvi tæi sem erfitt er að mælaÞað vekur athygli að hann skuli ekki hafa Morphy með og að Morphy skuli ekki vera hærri á stigaskránni, slikir sem yfir- burðir hans voru yfir aðra skák- menn þau tvö ár sem hann tefldi kappskákir af alvöru. Einnig er eftirtektarvert að Steinitz skuli hjá hvorugum komast á skrá, enda þótt hann væri heimsmeistari meira en aldarfjórðung og einhver mesti hugsuður skákarinnar. En það má lika nota skákstig- in til að gera samanburð á milli þjóða, þótt þar sé meiri hætta á ónákvæmni, af þvi að þeir sem þá eru bornir saman hafa sjáldnast teflt við sama hópinn néhver viðannan. Viðhöfum oft borið okkur saman við Norðurlönd, ekki sist Dani sem við höfum löngum tekið mið af á liðinni tiö. Sem stendur erum við eina Norðurlandaþjóöin sem Stigahæsti maður Þrir stigahæstumennsamanlagt 4.—10 stigahæstu samanlagt 11,—20. stigahæstusamanlagt 20stigahæstumenn samanlagt 10 stigahæstu menn samanlagt Niðurstaðan verður sú að munurinn sé svo litill aö hann sé alls ekki marktækur. Nú þegar ólympiumótin eru orðin siik feikna ferliki að þau hafa naumast nokkurn tilgang annan en þann að láta menn af ólikum þjóöernum hittast og tefla saman, væri gaman að taka aftur upp samvinnu á smærra sviði. Til dæmis væri skemmti- legt að koma á sveitakeppni Norðurlanda. Alltbendir til þess aö hún gæti orðið viðráðanleg, tvisýn og skemmtileg. En svo að ég sviki ekki alveg þá sem kunna að meta tefldar skákir, kemur hér ein úr dönsku deildakeppninni i vetur. Báðir eru teflendurnir algerlega óþekktir og vantar talsvert á að þeir komist i þann mannjöfnuð sem hér hefur veriö stundaður. En skákin sýnir að fleiri kunna eitthvað fyrir sér en þeir stiga- hæstu. Jörgen Lövgren Nielsen Ivan Sörensen getur státað af tveimur stórmeisturum. Danir eiga hins vegar frægasta skákmeistara Norðurlanda og á árinu sem leiö eignuðust þeir heimsmeistara i bréftafli. Það er ólitið afrek þv: aö keppnin er afar hörð. Sviar hafa átt ýmsa afburða menn í bréfskák, en aldrei hefur þeim tekist að hreppa heims- meistaratitilinn. Sviar eigg aðeins einn stórmeistara. Finn- ar eru nýbúnir að eingast sinn fyrsta stórmeistara en Norðmenn eiga engan enn. Ef til vill hefur einhver gaman af að sjá samanburð á skákstigum Danaog Islendinga. Ég hef með höndum nýjustu skákstig islenskra skákmanna og sex ára gömul dönsk skák- stig. Meður þvi að þetta á ekki að verða nein visindaritgerð hef ég ekki haft fyrir þvi að verða mér úti um önnur nýrri, saman- burðurinn er ónákvæmur hvort eð er og ég geri ekki ráð fyrir neinum stórfelldum breytingum á þessum tima. Raunar sé ég i nýrri grein um þessi efni að skákstig hjaðni frekar en aukist með tímanum, svo að timamun- urinn ætti ekki aö vera Dönum i óhag. Og hér kemur þá mann- jöfnuðurinn: * Danmörk Island 2620 2585 7572 7565 16823 16835 23477 23000 47872 47400 24395 24400 01. e4-d6 13. Bxg7-Kxg7 02. d4-g6 14. exf5-gxf5 03. Rf3-Rf6 15. Bdl-Rg6 04. Rc3-Bg7 16. Re2-f4 05. Be2-Bg4 17. f3-Rh4 06. h3-Bxf3 18. C4-HÍ7 07. Bxf3-0-0 19. Bc2-Kh8 08. 0-0-RC6 20. Khl-Hg7 09. Be3-e5 21. Hf2-Dg5 10. d5-Re7 22. Rc3-Hag8 11. Dd2-Rd7 23. Hgl-Dg3 12. Bh6-f5 24. Re4 abcdefgh 24. ...-Dxh3+ 26. Kh2-H8g2+ 25. gxh3-Hxgl+ 27. Hxg2-Rxf3mát

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.