Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 9
JiQlgarpásturinnJósi{ida9
ur 4. september 1981
Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup, sem innan skamms veröur vlgöur biskup yfir
isiandi, er ekki maöur sem iifaö hefur stormasama ævi. Hann kom ungur aöstoöar-
prestur til Akureyrar áriö 1947, en þá var séra Friörik J. Rafnar starfandi prestur þar
og vigslubiskup. Pétur varö sóknarprestur ári siöar, tók aö sér aukaþjónustu I Grimsey
1953 og varö vigslubiskup 1969. Þegar hann tekur viö biskupsembætti hefur hann veriö
sóknarprestur á Akureyri i 34 ár.
En séra Pétur hefur ekki aliö allan sinn aldur á Akureyri. Hann fæddist á lsafiröi 2.
júni 1919, en hélt til menntaskólanáms i MA. Hann Iauk þó stúdentsprófi I Reykjavik
1940, en ári áöur haföi faöir hans, séra Sigurgeir Sigurösson sóknarprestur á lsafiröi,
veriö kjörinn biskup.
Séra Pétur er elstur fjögurra systkina, sem ólust upp á heimili sóknarprestsins á lsa-
firöi. Systkini hans eru Siguröur bankaritari i Ctvegsbankanum, Svanhildur sendiráös-
ritari og Guölaug, húsmæörakennari. Móöir þeirra var Guörún Pétursdóttir, dóttir-
dóttir séra Matthiasar Jochumsonar. Hann er kvæntur Sóiveigu Asgeirsdóttur, dóttur
Ásgeirs Asgeirssonar kaupmanns i Reykjavik. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 28—31
árs, Pétur, sem er elstur, Guörúnu, Kristinu og Sólveigu.
Þaö er sama hvar er boriö niöur á ævi-
skeiöi prestssonarins frá Isafiröi, enginn
hefur nema gott um hann aö segja. Þeir
eru nú farnir að týna tölunni, sem voru
fullorðnir á uppvaxtarárum hans, og
muna eftir honum á þeim árum. En ein
þeirra er Bergþóra Arnadóttir, sem er
oröin 83 ára og býr enn á Isafirði.
— Sem ungur drengur var hann bless-
• aður Pétur i sérflokki. Hann var alveg
fyrirmyndardrengur, elskulegur og vel
gefinn I alla staði, segir gamla konan og
minnist jafnframt heimilis séra Sigur-
geirs og Guðrúnar með sérstakri gleði.
Besti vinur Pétur á uppvaxtarárum
hans, bekkjarbróöir, sessunautur og leik-
félagi, var Sveinn Eliasson, sem nú er úti-
bússtjóri Landsbankans á Hvolsvelli.
— Hann er alveg sérstakur maður, og
ég vildi engum frekar likjast en honum.
Hann var heill og sannur bæði i leik og
starfi, segir Sveinn, þegar hann er beöinn
að rifja upp kynni sin við Pétur á upp-
vaxtarárunum.
Eins og vænta má tók prestssonurinn
þátt I starfi KFUM á Isafirði, eins og
mörg önnur börn en það var einmitt faðir
hans sem kom þvi starfi af stað þar. Þar
voru þeir saman, Pétur og Sveinn, og auk
þess voru þeir saman i skátastarfi.
— Við vorum alltaf saman og lékum
okkur eins og aðrir strákar á þessum
aldri, vorum i allskonar leikjum, sem eru
kannski ekki alveg eins og leikir krakka
eru nú. Við stunduöum afskaplega mikið
skógarferöir I Tunguskógi og skiða-
göngur.
Svo skildu leiöir, þegar Pétur fór i
Menntaskólann á Akureyri, en seinna,
þegar ég fór til New York til að vinna i
banka, var hann á prestaskóla I Phila-
delfiu, og þá hittumst við nokkrum sinn-
um, segir Sveinn Elisson bankastjóri á
Hvolsvelli.
Að loknu gagnfræöaskólanámi á tsa-
firði lá leiöin sem sé I MA. Úr þeim ár-
gangi, sem Pétur lenti i þar, útskrifuöust
hvorki meira né minna en átta, sem siðar
urðu prestar. Meðal þeirra er Sigurður
Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað.
— Við kynntumst fljótt i þriðja bekk i
MA, enda áttum við báðir heima i Fjör-
unni. Siðan vorum viö saman i mennta-
skólanum I tvo og hálfan vetur, eða þar til
faðir Péturs varð biskup. Þá kaus Pétur
að flytjast suður og ljúka náminu i MR,
segir séra Siguröur á Grenjaðarstað.
Kynnum sinum af Pétri lýsir hann siðan
þannig:
— Hann er ákaflega ljúfur maður og
samvinnulipur, en þó fastur fyrir. Hann
er góður skipuleggjari, hugsjónamaður
mikill og góður félagi. Hann er sanngjarn
og gott að vinna með honum, og hann á
jafnframt mjög gott með að fá menn til að
vinna með sér, segir Sigurður og talar
ekki eingöngu af reynslu frá skólaárun-
um. Sjálfur hefur hann verið prestur á
Grenjaðarstaö ailt frá árinu 1944, og eftir
að Pétur kom noröur hafa þeir haft mikla
samvinnu, ekki sist i æskuiýðsstarfi.
Pétur stofnaði meðal annars Æskulýðs-
samband Hólastiftis árið 1959, og þar sat
Sigurður með honum i stjórn.
— En Pétur er að sjálfsögöu ekki galla-
laus maður frekar en aðrir. Við vorum
ekki alltaf sammála, höfum ólfkar skoð-
anir á ýmsu. Að sumu leyti bar ýmislegt á
milli i skoðunum okkar á guöfræöi, en lika
1 félagsmálum og kirkjustarfi, en ætli ég
fari nánar út I það. Vinátta okkar hefur
veriö jöfn fyrir þaö, segir Sigurður á
Grenjaðarstað.
Annar skólabróðir séra Péturs var
örlygur Sigurðsson listmálari og rithöf-
undur, einn hinna fáu úr þessum hópi,
sem ekki uröu lögfræöingar, læknar eða
prestar.
— 1 skólanum var hann hvers manns
hugljúfi, glaður og reifur, góður og
gamansamur eins og sannkristnum ung-
um manni sæmir. Annars var ég aldrei
var við áberandi trúarþörf i fari hans þá,
frekaren hinna sjöbekkjarbræðra minna,
sem allir urðu prestar. En þaö er nú ekki
að marka, þar sem ófermdur guðleysingi
eins og ég er naumast dómbær eða mót-
tækilegur fyrir guðsótta og góðum siðum,
segir örlygur.
— Mest met ég þessa presta bekkja-
bræður mina, og þar með séra Pétur fyrir
að hafa haldið áfram að vera frjálslegir
og skemmtilegir þegar við hittumst, I stað
einhverra frelsaöra og óþolandi leiöin-
legra Farisea. Svo er Pétur afbragðsvel
kvæntur mikilli myndarkonu, dóttur-
dóttur séra Matthiasar i Grimsey, sem
má teljast gott innlegg i biskupsembættið.
Hún er meðal þokkafyllstu biskupsfrúa i
samanlagðri kristni. Séra Pétur á eflaust
eftir að sinna vel þessu æðsta embætti
Kirkjunnar, segir örlygur Sigurðsson um
bekkjarbróður sinn.
Einn skólabróðir Péturs I MA, er Jónas
Rafnar bankastjóri, bróöursonur forvera
hans i embætti sóknarprests á Akureyri,
séra Friðriks J. Rafnar.
— Við Pétur vorum nánir vinir i MA, og
þegar ég fór i lögfræði við Háskólann en
hann i guðfræði var ég heimilisvinur á
heimili foreldra hans við öldugötuna, þvi
mikla rausnar- og myndarheimili.
Pétur er einn af minum kærustu vinum,
þótt við höfum ekki getaö rækt vináttuna
undanfarna áratugi vegna fjarlægöar,
segir Jónas Rafnar.
— Péturvar ágætis félagi, glaðsinna, og
vinsæll af öllum. Hann er mjög vandaöur
maður og einlægur, tilfinninganæmur og
má i engu vamm sitt vita. Það fer ekki
milli mála, þegar rætt er viö Pétur Sigur-
geirsson, að þaö fylgir hugur máli þegar
hann talar, segir Jónas Rafnar banka-
stjóri.
Þeim bekkjarbræðrum séra Péturs,
sem við höföum tal af, ber saman um, að
þrátt fyrir aö átta prestsefni væru saman-
komin i hópnum, bar litiö á trúarlegri um-
ræðu, i það minnsta útávið.
— Ég held ekki að hægt sé að segja, að
þetta hafi haft áhrif á okkur á þessum ár-
um. Sumir voru nokkurnveginn ákveðnir
að fara i guðfræði, aðrir ekki, og ég var i
hópi þeirra siðarnefndu, segir séra Sig-
urður á Grenjaðarstað.
Að loknu guðfræðinámi hér heima hélt
Pétur til framhaldsnáms viö Mt Airy Sem-
inari i Philadeljíiiu. En hann kom viöar
við og var m.a. við nám i blaöamennsku
við Stanford háskóla haustiö 1945. Arið
eftir var hann blaöamaður við Kirkjuritið
i Reykjavik.
Hvað segir svo Pétur sjálfur, var það
alla tið sjálfsagt, aö hann yröi prestur?
Ekki til að byrja með, eftir aö ég
kom I menntaskóla. Hugsunin leitaði i
ýmsar áttir, og ég var jafnvel hugsuninni
andsnúinn á timabili. En eftir þvi sem á
leið fann ég, að með mér bjó þessi ákvörð-
un, að fara i guöfræðideild.
— Hefur þú alla tiö verið trúaður?
— Ég get sagt það, já. Þessi hugsun hef-
ur alltaf vakað með mér, að leita guðs,
það siaöist inn i mig kornungan dreng á
Isafirði. I kirkjunni þar átti ég minar
helgu stundir, og það hafði mikil áhrif á
mig.
— Hefur þú efast I trúnni?
— Það er of mikið að segja, að ég hafi
aldrei efast, efinn fylgir manni alltaf, og
þær stundir hafa komið yfir mig. En ég
hef aldrei séð eftir þvi aö ganga út i
prestsþjónustuna, segir séra Pétur.
Hvað finnst svo yngri prestum um Pét-
ur Sigurgeirsson? Við leituðum til Hjálm-
ars Jónssonar sóknarprest á Sauðárkróki,
en hann er frá Akureyri, og fyrrum sókn-
arbarn hans.
— Kynni min af séra Pétri eru afskap-
lega góö. Ef þvi er að skipta er hann
ákveðinn, en ævinlega er það þannig, aö
þegar hann kemur inn þar sem verið er að
ræða málin, þá léttir hann umræðurnar og
gerirþærauðveldari. Hann hefur ákaflega
góð áhrif á fólk, þótt hann sé tilbúinn að
skerpa sig, ef á þarf að halda.
I trúmálum er hann öfgalaus miðju-
maður, ákaflega hlýr i skoðunum og ljúf-
ur, segir þessi ungi prestur.
Mótframbjóðandi séra Péturs I bisk-
upskosningunum, séra Ólafur Skúlason,
segist litið þekkja til hans, og aldrei heyrt
hann halda ræðu, þvi geti hann ekki dæmt
um hann sem kennimann.
— En hann er mjög elskulegur og hlýr i
viðmóti, það skin af honum, aö hann vill
engum nema allt það besta, og brautryðj-
endastarf hans i æskulýðsmálum á Norð-
urlandi er lofsvert, segir mótframbjóð-
andi hans, séra Ólafur Skúlason.
Það er einmitt i æskulýðsstarfinu sem
séra Pétri þykir hafa tekist sérstaklega
vel upp, og Birgir Helgason tónlistar-
kennari og organisti á Akureyri segir, að
hann nái alveg sérstaklega vel til krakk-
anna.
— Hann er einstaklega einlægur, bliður
og velviljaður maður og börnunum þykir
ákaflega vænt um hann, segir Birgir, sem
hefur aðstoðað séra Pétur i barnastarfinu
árum saman.
En sumir Akureyringar benda á, að
þetta sé kannski vegna þess, aö Pétur sé
dálitiö barnaiegur sjálfur, og mörgum
finnst hann mærðarlegur og væminn i
stólnum.
— Þegar maður kynnist séra Pétri er
augljóst, að þetta er þvættingur. Hann er
svona, þetta er engin uppgerð. Maðurinn
er virkilega hlýr, segir séra Hjálmar
Jónsson á Sauðárkróki.
En gamalgróinn Akureyringur, sem við
höfðum tal af segir, aö sér hafi alltaf
fundist séra Pétur dálitiö barnalegur
sjálfur, þessvegna hafi hann náð svo vel
til barnanna, og ræðuskörungur sé hann
ekki. Og sú saga er sögð á Akureyri, að
eitt sinn þegar hann var prófdómari I
kristinfræöiprófi i barnaskóianum hafi
einn nemandinn sagst ekki skilja eina
ákveðna spurningu. ,,Er það spumingin
um það hvenær kristni var lögtekin á Is-
landi?” á séra Pétur að hafa svarað.
„Þaö er afskaplega flókin spurning, en
svarið er I sjálfu sér einfalt. Þaö eru þrjú
núll I ártalinuog mjög lág tala. En meira
segi ég dcki, hér rikir miskunnarleysi.”
Nú eru libin 22 ár siðan slðast voru bisk-
upaskipti á Islandi. Þegar Sigurbjörn
Einarsson varð biskup var hann 48 ára, en
þegar séra Pétur tekur við embætti er
hann orðinn 62 ára gamall. Það er þvi
ljóst, að hann mun ekki sitja eins lengi á
biskupsstóli og forveri hans. En hvernig
biskup telja þeir, aö Pétur Sigurgeirsson
verði, sem þekkja hann vel?
— Pétur og fráfarandi biskup eru um
margt ólikir. Sigurbjörn er fyrst og
fremst orðsins maöur, andans maður og
ræðumaður og hefur unnið stórvirki á þvi
sviði. Við getum ekki búist við að fá
marga slika á þessari öld. Pétur er hins-
vegar fremri skipulagsmaður og ekki sist
góður aö fá menn til aö vinna með sér. En
i ræðumennsku og lærdómi held ég ekki
að hann nái núverandi biskupi, segir séra
Sigurður Guðmundsson prófastur á
Grenjaðarstað, bekkjarbróðir hans og fé-
lagi úr menntaskólanum, og bætir þvi við,
að hann búist ekki við að Pétur eigi eftir
að breyta miklu innan kirkjunnar I sinni
tiö, „þótt honum detti oft ýmislegt snjallt i
hug”.
Ekk ert hinna f jögurra barna séra Pét-
urs hefur farið út I prestsskap, svo likurn-
ar á þvi, að þriðji ættliöur taki við bisk-
upsembætti eru hverfandi. En hafði það
einhverntimann hvarflað að séra Pétri
Sigurgeirssyni, að hann ætti eftir að feta i
fótspor föður sins?
— Þvi er ekki að neita, aö sú hugsun
hefur eins og komið yfir mig eftir að ég
vigðist sem vigslubiskup, árið 1969. En
fyrst framanaf hvarflaði það aldrei aö
mér, þaö var svo fjarlægt, svarar hann
þvi.
Biskupaskipti eru ekki daglegt brauð.
Þeir sem eru um miðjan aldur og yngri
muna aöeins tvo biskupa yfir Islandi, og
þeir sem eru undir fertugu muna vart
nema fráfarandi biskup. Enda þótt allur
almenningur láti sig það að öllu jöfnu litlu
skipta hver situr á biskupsstóli þykir það
tiðindum sæta, þegar nýr maður tekur viö
þvi embætti, þó ekki sé nema vegna hinn-
ar árlegu prédikunar i sjónvarpinu á aö-
fangadagskvöld. Hverskonar biskup birt-
ist á skjánum á jólum 1981?
Eins og af framansögðu má ráða er
þess ekki að vænta að beöið veröi eftir
þeirri prédikun með sömu eftirvæntingu
og undanfarin 22 ár. Hinsvegar ber öilum
saman um, að hvaö sem liður fjaörafok-
inu vegna kosningaúrslitanna á dögunum
er biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sig-
urgeirsson, óumdeildur maður. Þrátt fyr-
ir greinilegan mun á vilja kosningabærra
manna viö biskupskjöriö, er greinilegt, aö
kirkjunnar menn hafa þegar fylkt sér
bakvið hinn nýja biskup. En þaö er lika
ljóst, að styttra verður i næsta biskups-
kjör en liðið er frá hinu síðasta.
eftir Þorgrím Gestsson
mynd: Bjarni Sigtryggsson