Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 24
Föstudagur 4. september 198^H&lcjéSrpÓsturinn BLA BLA BLA Frábær tilfinning að verða faðir þessu basli,og þar að auki fannst okkur við vera of ung til að bila saman, ekki ntígu þroskuð. Núna búum við heima hjá foreldrum okkar, en höldum þtí okkar sam- bandi. Það er miklu auðveldara þannig, þvimaður hefur aiíivitað engar tekjur nema yfir sumarið, og það er nógur kostnaður I sam- bandi við barniö þó maður þurfi ekki að borga húsaleigu líka. Eiginlega ættu ungir foreldrar að fá einhverskonar styrk eða lán þó þeir séu ennþá í menntaskóla, en þá fyndist fólki örugglega að verið væri að hvetja unglinga til að eignast börn.” — NU er það ábyggilega ekki al- gegnt að feöur þurfi mikið aö sjá um ungbörn. Hvernig kunnir þú við að vera heima með strákinn meðan móðirin var i sktílanum? ,,Ég kunni ágætlega við það. Það var auðvitaö oft leiðinlegt og tók á taugarnar, en samt var þetta gtíö tilfinning. Þetta varð lika til þess að maður stítti skemmtanir miklu minna. Manni fannst nú frekar leiðinlegra að vera kannski fullur eða þunnur þegar hann vaknaði á ntíttunni.” Fæðingin ofsaleg upplif- un — Varstu viðstaddur fæðing- una? „Já. Það er stærsta upplifun sem ég hef orðið fyrir. Þetta var auövitað edtihvaö alveg nýtt, alveg ny reynsla og hápunkturinn þegar barnið fæddist.Það var svo ofsal'eg tilfinning að sjá þetta ger- ast og vita að maður hafði sjálfur skapað þetta. Maður trúði þvi eiginlega ekki. Ég held að það skapi miklu nánari tengsl við barnið aö sjá það koma i heiminn. Ndttúran ersvofurðuleg— þaðer svo ótrúlegt að þessi nýi einstakl- ingur skuli hafa orðið til við smá samruna fyrir nokkrum mánuð- um. Og svo að kynhvötin skuli bara vera til komin til þess að þetta geti gerst. Náttúran hefur séð fyrir þessu öllu — maöurinn kemst ekki hjá því að fjölga sér, þetta er fullkominskipulagning.” — Og hvað um framtiöina, Sturla? ,,Ja, við ætlum bæði í fram- haldsnám. Ætli við reynum ekki að basla þetta með góðri aöstoð. Svo skánar dstandið auðvitað þegar við förum að fá námslán. En þaö þýðir ekkert að láta þaö hindra sig þó maður eigi barn. Það er svo margt fólk sem fórnar sjálfu sér, en maður verður að halda áfram að gera það sem mann langar til, og vera maður sjálfur þó maður sé að ala upp nýja manneskju”. Nú ádögum er mjög i tisku að finna upp vandamál. Vandamálin skjóta upp kollinum hvar og hve- nær sem er, og þau bestu ná svo langt að verða þjoðarböl. Og er það ekki undarlegt að lírvaliö af vandamálunum skuli alltaf auk- ast eftir þvi sem þjóðfélagið þyk- ist lengra komið á þróunarbraut- inni? Nii er svo komið að maður má varia miga upp 1 vindinn án þessað vaskieg sveit vandamála- fræðinga geysist fram og hrópi: „Aha, vandamál!”, enda er miklu skemmtilegra aðskrifa um vandamálin en að leysa þau. Kjörorðið er: „Etthvaö handa öll- um,” og allir geta eignast sitt uppáhaids vandamál. Eitt vin- sælasta vandamái islendinga á siðari árum er hið svokallaöa ungiingavandamái, og eins og öli góð vandamál á það sér fjöl- margar hliðargreinar. Þar á meðal eru barneignir unglinga. vandamálaf ræðingarnir hafa eytt ókjörum af tima, þreki, pappir, bleki og prentsvertu i að brjóta þetta vandamál til mergjar. Niðurstaðan er einna helst sií að barneignir unglinga fari fram með svipuðum hætti og hjá full- orðnum. Þetta kemur auðvitað á óvart og veidur nokkrum vonbrigðum. En hvað skyldu unglingarnir segja sjáflir? Skyldi þeim þykja þetta jafnþungt böl og sumir vilja vera láta? Vissulega hafa blaðamenn við og við spurt ungar mæður út úr i þessu sam- bandi. En það gleymist samt stundum að enginn á barn með sjálfum sér, ekki einu sinni ungiingar. Já, hvernigætli það sé annars að verða faðir á unglings- árum? Frábær tilfinning Það var Sturla Friðriksson sem I þetta sinn varð fyrir baröinu á Stuðaranum, en hann varðfaðir I fyrravetur, 18 ára gamall. Nú á hann 10 mánaða son. Sturla hefur orðið: ,,Það er frábær tilfinning að veröa faöir, þtí það hafi nú reyndar veriö óvart I þetta skipt- ið. Þetta hefur náttúrlega breytt ýmsu hjá mér, ég neita þviekki. Aðallega finnst mér ég hafa þroskast mikið af að sjá um barnið. Þetta er mikil ábyrgð og þetta ervist kallað að fullorðnast. Við vorum bæöi I menntasktíla þegar strákurinn fæddist, og er- enn, við höfum ekkilátið ta stoppa okkur. En auðvitað er það erfitt. Móðirin stundaöi námið utanskóla fyrir áramótin i fyrra. áramótin var ég svo með strákinn á daginn, og þá varð ég auðvitað að vera utanskóla.” — Og hvernig gengur svo að stunda menntasktíla með bam á framfæri? ,Það væri alls ekki B nytum frá góðu ftílki. Aður en barnið fæddist bjuggum við saman i leiguibúð, en það gekk bara ekki. Við nenntum ekki Ringo Starr segist alveg vera hættur öllu tónlistargutli. Tekjurnar af gömlu Bitlaplötun- um nægja honum alveg og vel það, og eftir dauða John Lennons hefur salan rokið úr öllu valdi. Svona yfirlýsingar koma þó ekki I veg fyrir að Bitla-aödáendur hópist að honum öllum stundum. Þegar pilturinn gekk i það heilaga á dögunum söfnuðust 500 öskrandi áhangendursaman fyrir utan kirkjuna. Við skulum bara vona að þeir frétti ekki hvert hann ætlar i brúðkaupsferö. 1 henni Ameriku starfar hljóm- sveit sem nefnir sig Dead Kaine- dys. Sumirhafa viljað kalla þessa ungu menn Sex Pistols Ameiiku, og vist er um þaö að drengirnir hafa hneykslað landa sina upp Ur skóm og sokkum með berorðum textum og oröavali sem ekki finnst i venjulegum orðabókum. Útvarpsstöðvar þar vesturfrá hafa neitað að leika tónlist flokks- ins,en nýjasta plata Dead Kenne- dys heitir „Too DrunkTo Fuck”, eða ,,Of fullur til að ríða”. (Þokkalegt þaö!) Aftur á móti er hljómsveitinfirnavinsælhjá ungu kynslóöinni. Ja, spillingin í henni Ameriku. Hann Shakin’ Stevens hefur aldeilis gert það gott upp á slð- kastið-Hann trónirvnú efst á vin- sældalistum viöa um heim með lagið „This 01’ House”, sem Haukur Morthens gerði ódauð- legt á sinum ti'ma undir nafninu „Hér stóö bær”. Það er að visu ekki Haukur Morthens sem er fyrirmynd Shakin’ Stevens, merkilegt nokk. Nei, það er auð- vitað hann Elvis Prestley. Stevens hefur alla tlð verið rdtk- »ari af lifi og sál, og reyndar fór hann með hlutverk rokk-kóngsins sáluga i söngleiknum „Elvis” i London fyrir stuttu. Enska nýbylgjuhljómsveitin „The Tourists” er nú flilin frá heimalandi sinu til Ameriku. Hljómsveitin komst fyrir skömmu á vinsældalista með lag sitt „IOnly Wanna Be With You”. Það færði henni þtí ekki gullhvað þá græna sktíga. „útgáfufyrir- tækiö fór ferlega illa með okkur”, segja þeir TUristar. „Við vorum bundin af samningi til ársins 1984, og launin voru svo smáskitleg að við urðum að leita til Trygginga- stofnunar svo viö ættum ofan i okkur. Þetta er ekkert annað en þrælahald. Ef einhver hefði farið svona með skepnur hefði Dýra- vinafélagið skorist i leikinn”. Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera sældari. Nykraöir herkiar að veifa vængjum málsins. Hér á eftir fer listi yfir nokkur orð og orðatiltæki af engilsaxneskum toga ásamt gull- aidarþýðingum á þeim og skýringum. Gisli Jónsson Akur- eyringur var Stuðaranum innan handar viö samningu listans. Kassetta — snúlla; snælda, t.d. „Hefurðu heyrt nýju snúlluna með Fiskimjölsflokknum?” Diskódans — kringludans; flögu- dans. Diskótek — kringlukompa, t.d. „Bregðum okkur nú i kringlu- kompuna i kvöld”. Pönk — ruslarokk; ræflarokk. Popp — sældir (Mjög auðvelt i samsetningu: sældahljómsveit, sældatónlist, sældalif, sældari.) Dópisti — vimili; fikill. Bömmer— lægð, t.d. „Ég er i al- Orðabók unga fólksins Stuöaranum er að sjálfsögðu mjög i mun að varðveita og efla islenska tungu og sporna með öli- um tiltækum meðulum gegn þeim óhroða sem erlend áhrif hafa seint og snemma veitt i fagran og tæran tungunnar straum. Þessi ástriða er þó ekki létt byrði að bera, þar sem Stuðarinn er ung- iingasiða, og i þeim fjárrekstri sem máifar unglinga er, ieynast margir svartir sauðir. Þvi hefur Stuðarinn tekið þá ákvörðun að bregða brandi og ráðast til atlögu við nokkur finngálkn sem oft bregður fyrir I daglegri notkun Stuðarinn finnur til fullnustu nokkur nykruð skoffín og útskryppi gjörri lægö yfir þessum mál- hreinsunarmönnum”. Töffari — herkill, t.d. „Ég hef aldrei séð annan eins herkil. Fjári ertu herkilslegur, lagsmaður”. Flippa — veifa vængjum, t.d. „Hann er nú bara farinn að veifa vængjum, þessi á Stuðaranum”. Fiippari — vængjaveifa, t.d. „Arans vængjaveifa er maður- inn”. Frík — skoffin; umskiptingur; nykur, útskryppi, t.d. „Maðurinn er algert útskryppi”. Frika — nykra, t.d. „Nú skal maður aldeilis nykra um helg- ina”. Frika út — skreppa út (sbr. út- skryppi), t.d. „Ég skrapp alveg út þegar ég las siðasta Stuðara”. (Gæti þó valdið misskilningi og verður þvi aö segjast með réttri áherslu og réttum blæbrigðum.) Frikaður —nykraður, t.d. „Þetta er nykruð blaðagrein”. Fila — njóta, t.d. „Ég nýt þess að lesa Stuðarann”. Fíla ibotn—finna útlæsar; finna til fullnustu; njóta ofan i neglu, t.d. „Ég fann þessa snældu út I æsar”. „Ég fann hljómlistina til fullnustu”. „Ég naut þess ofan i neglu að rifa þessa fáránlegu grein i tætlur”. Þessi listi er auðvitað alls ekki tæmandi. Þvi eru lesendur beðnir aö benda á fleiri orö sem þurfa islenskunar við.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.