Helgarpósturinn - 11.09.1981, Side 8

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Side 8
—heigar .1 istunnn._ Bla&um þjóðmál/ listir. «g menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjaf i hf. Fra wkvæmdastjóri: Bjarni P. f bgnússon Ritstiórar: Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigurpáls- son. Blaosmenn: Elisabet Guð- björ /iSdóttir, Guðjón Arn- grfmsson, Guðlaugur Berg- mundsson, og Þorgrímur Gest jon. Utlif ;KristinnG. Harðarson Ljósi ■vjndir: Jim Smart Aug/?singar: Inga Birna Gun warsdóttir Gja.itoeri: Halldóra Jóns- dóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Sím'r 81866. Afgreiðsla að Vsgötu 8—10. Símar: 8.006, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð a imánuði kr. 24.- Lausasöluverð kr. 8.- Abyrgd Með haustkomunni vakna is- lensk stjórnmál af sumardval- anum. Brátt kemur alþingi saman með hefðbundnu arga- þrasi og hefðbundið þóf um kaup og kjör launafólks og skipting þj óðarkökunna r er á næstu grösum, svo og smærri uppá- komur eins og landsfundur Sjálf- stæðisflokksins og prófkjör flokk- anna fyrir borgar- og sveitar- stjórnakosningar. t íslenskum stjómmálum er aldrei friöur,” segir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra að vfsu f ítarlegu viötali við Helgar- póstinn f tilefni af þeim margvls- legu haustönnum sem framundan eru.en engu að síöur má fullyröa að fyrir hann veröa næstu mán- uðir óvenju ófriðvænlegir, bæði sem forsætisráðherva og sem stjórnmálamann. NU er liðiö rösklega hálft annað ár frá þvi að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók til starfa eftir sögulegustu stjórnarmyndun fs- lenska lýöveldisins. Allar götur siðan má segja að þessi rikis- stjórn hafi staöið i skugga þess- arar merkilegu stjórnarmynd- unar, þegar um það hefur verið að ræða að leggja mat á störf hennar sjálfrar. Það getur þess vegna verið nógu gaman að skyggnast gegn- um allt moldviðrið og reyna aö skoða rikisstjórnina og störf hennar i sæmilega sanngjörnu Ijósi. Þaö liggur til aö mynda alveg fyrir að það er ekkert sérstakt púður í þessari rlkisstjórn f þeim skilningi að ráðherrar þar geisli af skemmtilegheitum eða veki at- hygli fyrir óvæntar eöa frumlegar ráðstafanir. Rfkisstjórnir verða heldur varla dæmdar af sliku. Það er hins vegar ljóst að rikis- stjórnin hefur náð nokkrum árangri f þeirri viöleitni sinni að hemja óðaverðbólguna og ná henni niður, svo og f þvi aö koma betri skikkan á rikisfjármálin en verið hefur nokkur undanfarin ár. Það má hins vegar endalaust deila um það að hvað miklu leyti það hefur gerst fyrir tilverknað rikisstjórnarinnar eða vegna hagstæðrá ytri skilyrða, eins og þaö er stundum nefnt. Næstu kjarasamningar geta ráðið miklu um framhaldið. t Helgarpóstinum i dag hcitir Gunnar Thoroddsen þvf að rikis- stjórnin muni leggja kapp á að vemda kaupmáttinn en segir að það megi gera með ýmsum öðrum ráðum en þeim aö hækka laun í peningum. Rikisstjórnin sem nii situr hefur náð nokkrum árangri. Það hlýtur að vera sanngimissjónar- mið að hún fái sæmilegan starfs- frið áfram, málefnalega stjórnar- andstöðu og að kjarasamningar mótist fremur af þjóðhagslegum viðhorfum en pólitiskri einsýni. Abyrgir kjarasamningar eru öllum fyrir bestu, ekki aöeins rfkisstjórninni. En þá má það heldur ekki gleymast aö sjálfsaf- neitun almennings kallar á að rfkiö geri sömu kröfur til sin. Föstudagur 11. september 1981 '^Uie/garpústurinrL. Biskupskjör í ullarkreppu Það hefur væntanlega fariö fram hjá fáum að vér fslendingar höfum eignast nýtt biskupsefni. Ekki er hægt að segja aö fram- koma kennidóms þessa lands hafiorðiðtilaðauka á virðing hans í augum al- mainings. Ekki er þó að efa að tæpast hefur betur getaö tekist til um biskupsval en einmitt nú. Séra Pétur Sigurgeirsson hefur þjónað Akureyrar- prestakalli i 34 ár og hefur meö hverju árinu orðiö æ ástsælli meðal bæjárbúa og mun hans eflaust veröa af mörgum mjög saknaö. Akureyrarpóstur vill nota tækifærið og árna honum velfarnaðar f hinu nýja starfi landi og lýð til bless- unar. Skarð séra Péturs verður vandfyllt, en ósk- andi er að val á eftirmanni hans megi fram fara án þeirra leiðinda, sem svo alltof oft fylgja fyrirbrigði þvi sem prestskosningar nefnist. Vitað er að ýmsir munu renna hýru auga til Akureyrarbrauðs, enda mun það gefa allvel af sér, en heldur er það erilsamt, reyndar svo aö farið hefur verið fram á stofnun þriðja prestsembættisins i bænum, þó ekki hafi þvi enn verið komið f fram- kvæmd. Biskupskjör sr. Péturs leiðir hugann ósjálfrátt að þeirri spum- ingu hvort það sé allt að þvi óf rá vik ja nlegt náttdrulögmál að mætustu synir þessarar þjóðar verði allir aö vera búsettir i Hólmskaupstað suður til að vinna þjóðinni gagn. Það er ofur eðlilegt að Jón Sigurösson hafi viljað á sinni tið efla sem mest veg hins hálfdanska einok- unarkaupstaðar. Danir höfðu jú komið þvi svo fyrir aö þar i nágrenni sat nú hin æðsta innlenda valdsstóm, hugsanlega vegna þess hve staöurinn lá vel við siglingum frá Kaupmannahöfn. Þó Jón forseti hafi verið afar framsýnn maöur á sinum tima verður að telja hæpið að honum haf i dottiö i hug að annar staöur en Kaup- mannahöfn yrði aðsetur æðstu stjórnar Islands. Þvi var spurningin um ef 1- ingu Hólmskaupstaöarj raunverulega spurning um byggöajafnvægi þess tima, liktog viðNorðlend- ingar viljum i dag efla Akureyri f jórðungnum öll- um til heilla og öðrum stöðum innan hans til eftirbreytni. En svo við víkjum aftur að biskups- kjörinU, þá getur þaö tæp- ast verið vilji Drottins almáttugs að við Akureyr- ingar þurfum að sjá á bak okkar ástsæla kierki suöur yfir heiöar þótt biskups- nafn beri. Eitt er vist að aldrei verður Hólmskaup- staður hið sama i augum þessarar • þjóðar og Skál- holt og Hólar voru á sinni tíð. Staðirnir sem bióðin sjálf hafði valið til að veita ljósi menningar og mennta inn I myrkan iieim aldanna. Og á þessum tima- mótum 1 andlegu lifi bæjarbúa er einnig ýmis- legt að gerast á hinu veraldlega sviði. Margar válegar blikur eru á lofti i efnahags- og atvinnumál- um þessa bæjar. Forráöa- menn ullar- ogskinnaiðn- aðarins vöknuðu allti einu upp við vondan draum. Gjaldþrot og fjöldaupp- sagnir blöstu viö innan fárra vikna yrðiekkert aö gert. Nú kom það sér vel að höfuðstöðvar Iðnaöar- deildar SIS skyldu vera hér I bænum og valdþjöpp- unarkenningin.sem hinn nýi Landhelgisgæsluforstjóri hélt fram i sjónvarpsvið- tali á dögunum afsannað- ist rækilega. Með litlum fyrirvara var boðað til fundar með starfsfólki fyrirtækjanna, einum hinna fjölmennari funda sem haldnir hafa verið um iönaöarmál hérlendis. Ef- laust hafa fundargestir betur gert sér grein fýrir þvf hvert stefndi vegna þess að þaö voru ráða- menn sem fólkið þekkti sem útskýrðu vandann en ekki einhverjir dtsendarar að sunnan. Þó er ekki hægt að ganga framhjá einum þætti, en það er efnahags- stefna sú,eða eigumviðaö segja kúrekaleikir, sem forseti Bandarikjanna og rikisstjórn hans ástunda þessa dagana. Að dómi flestra ábyrgra efnahags- sérfræðinga getur þessi stefna einfaldlega ekki gengiö upp og raunar hefur þegar verið fallið frá einu atriöi hennar, það er að segja aukningu hern- aðardtgjalda samfara stórfelldum skattalækkun- um. Fleira mun á eftir fara og þar meö hugsan- lega hrun dollarans eða dalsins eins og sumir is- lenskir f jölrniðlamenn vilja kalla þessa göfugu mynt þó svo enginn viti hvaða dal er verið aö ræða um. Hvaö um þaö. Ef gengisskráningin er svo mikilvægur þáttur þessa vanda sem sumir vilja vera láta er auðsýnt að mikið mun úr rætast, jafn- vel innan fárra mánaða. Og á meöan ættu stjórn- völd og frystihúsaeig- endur sem mest hagnast á þessu ástandi að geta hlaupið undir bagga með ullariðnaðinum. Sam- bandiö gæti svo sjálft lagt sitt lið með þvi aö fresta byggingu fyrirhugaðs skýjakljUJfs fyrir sunnan. Eöa er hér aöeins um bragö að ræöa til að kom- ast undir pilsfaldinn hennar elsku Rikis- mömmueins og útgeröar- mennirnir foröum. Alla- vegana er það d.álitiö skrýtið að iðnaðardeild skuli vera að auglýsa eftir mannskap i' Degi þegar allt er á kúpunni. Eða getur það verið að þessi auglýsing standi eitthvað i sambandi viö komu álfurstanna norsku hingaö á dögunum? Nú er i sjálfu sér ekkert við stóriðju aö athuga ef rétt og skyn- samlega er að málum staðið svo sem hvað varðar mengunarvarnir. Við höfum nýlega losnað við peningalyktina frá Krossanesi, og vera má að einhverjir sakni hennar svo mjög að þeir vilji nýja peningalykt, að þessu sinni utan af Hjalteyri, þeir eru þó vonandi fáir. Alver verður að vera aðeins viðbót við þann iðnað sem fyrir er en ekki koma i stað hans, og við verðum að draga lærdóma af Straumsvikursamning- unum, jafnvel þótt við Norðmenn sé að eiga, minnugir þess að oft geta frændur oröið frændum verstir. Það er tekið að hausta og á haustin taka skólarnir til starfa á ný. Enn sem fyrr heldur stór hópur mannvænlegra ungra manna og kvenna i suður- átt eins og farfuglarnir, suður i húsnæöisneyðina sem fjölmiðlar hamra svo mjög á þessa dagana, von- andi þó ekki til þess að undirbúa það aö láglauna- svæðiö Akureyri verði að fórna einhverjum prósentustigum 1 komandi kjarasamningum svo hægt verði að byggja nýtt Breiðholt, og suöurganga hins unga námsfólks er auövitað alltaf mikil blóð- taka fyrir þennan bæ sem eitt sinn var þó kallaður skólabær. NU fyrir nokkr- um dögum skrapp Ingvar menntamálaráðherra hingað norður til að taka fyrstu skóflustungu nýs verkmenntaskóla sem hér á að rísa einhvemtimann á næstu tveim kjörtima- bilum, að viðstöddu Sjón- varpinu að sjálfsögðu. Enginn veit þó með vissu hver staða hins væntan- lega skóla verður i kerf- inu. Vera má að hér sé að- eins verið að breyta nafni Iðnskólans þeirrar gamal- grónu stofnunar. Vill nú Akureyrarpöstur skora á Akureyringinn Ingvar Gislason að beita sér fyrir þvi að sett verði löggjöf um þennan skóla þegar á næsta þingi. Að hann veröi gerður aö miðstöð allrar verk-og tæknimenntunar i landinu a.m.k. jafngildi Tækniskólans og jafnvel fyrri hluta Tækniháskóla. Gæti nafn hans þvi orðið Verkmennta- og Tæknihá- skóli íslands. Bamaskóli tslands má ekki verða eini skólinn sem hér I bæ hefur veriö reistur og við tsland kenndur, og enginn einn staður á eylandi þessu má nokkurn timann hafa á þvi einkarétt að skreyta sig með nafni lýðveldisins. Agara, jþessa dagana lykjast hendur borgarbúans um kartöflugrösin sem eru siðasta háimstráið, sið- ustu tengsl viö náttúmna, moldina sem biður undir þykku lagi af möl og mal- biki, og börnin eru pínd til að eta jarðeplin með hýð- inu, þvi aö það er auövitað hollast, eða eins og strák- urinn sagði: „Aég þá ekki að éta strigapokann lika?” Og það er farið i berja- mó aö tina krækiber, blá- ber og jafnvel aðalbláber I saft og sultutau meö búð- ingum og steikum á vetri komanda, og rifsberja- uppskerjan i göröum höf- uðborgarinnar ku vera með mesta móti, kannski vegna þess að fuglar him- insins eiga sér orðið ótryggt setur i borginni, þar sem köttum hefur fjölgað að sama skapi. Þrestirnir voru ötulir við rifsberjatinsluna, en svo kom starrinn og flæmdi þrestina burt og nú er eins og kettir hafi komið starranum á undanhald. Það er nefnilega mál manna að i miðborginni sé óvenjumargt um köttinn um þessar mundir. Þegar siðustu unglingarnir hverfa heim að hvila æskublómann skömmu eftir miðnættið með rám- um söng, öskrum og hvii taka kettirnir við, þvi að nóttin er þeirra timi, og þegar fólkið vaknar af óværum svefni i morgun- sárið og fer ofan.situr heimiliskötturinn á hús- tröppunum, þreyttur og úfinn eins og nýkominn úr Merkurferö eöa laxveiði, og biður þess að komast inn og fá sér lúr i námunda við ofninn. ^ urn ir tala um katta- plágu, þótt erfitt sé fyrir kattavini að skilja i hverju sú plága á að vera fólgin. Reyndar veiða kettir fugla, einkum smáfugla, en það er vegna þess aö þeim hefur ekki auðnast að komast á það stig sið- menntunar aö skriða um sveitir lands á höttunum eftir gæs eða rjúpu og fá svo far heim með Flug- björgunarsveitinni. Það skal reyndar viðurkennt að meöal katta finnast þeir,sem grunaðireru um sóðaskap og illa umgengni og hafa jafnvel verið bom- ir þeim sökum að hafa hægt sér i sandkassa á barnaleikvöllum. Slik óhæfuverk er að sjálf- sögðu ekki hægt að verja, og leitt til þess að vita aö fáeinir einstaklingar skuli geta svert orðstir heils hóps, en það gerist þvi miður viða og oft. Eins og allir vita eru húsnæðismál á höfuðborg- arsvæðinu i miklum ólestri. Margireru á hrak- hólum og vita varla hvar þeir eiga sér næturstaö. Sem betur fer starfa sam- tök og stofnanir að þvi að leysa þennan vanda, þótt hægt gangi. En þaö eru fleiri en mannfólkið sem kviöa vetrinum. Og nú er vetur i nánd. Brúnimar á Esjunni eru gráar á morgnana, sem heilsa manni skjanna- bjartir og kaldir, þegar heimiliskötturinn kemur inn, nuddar sér við fót- legginn á manni og teygir upp stýrið áður en hann lötrar að mjólkurskálinni. Þetta er forréttindakött- ur, gljáandi á feldinn og lukkulegur og góður á taugum eins og sá sem aldrei hefur skort soöna • ýsu. Svo sofnar hann þar sem geisli frá morgunsól- inni fellur á gólfteppið, en úti fyrir er li'fsbaráttan háð. /I^^ö sama skapi og heim- ilisköttum hefur fjölgað i borginni hefur flækings- köttum eða villiköttum fjölgað. Fólk fær sér kettling, sem er litill og skemmti- legur og alltaf tili að leika sér, en svo stækkar hann og hættirað nenna að leika sér, kannski lokast hann inn i stofunni og migur i teppið, kannski klór- ar hann barn sem er einu sinni of oft bdið að lyfta honum upp á rófunni, kannski þarf fólkiö að fara i feröalag og skilur skál með fiski i eftir á tröppun- um og svo teygist úr ferð- inni og þegar heim er komið er kötturinn á bak og burt. Allavega er tala hei milislausra katta i Reykjavik orðin legió. Sumir vita af húsvilltum kattafjölskyldum i ná- grenninu og vikja þéim annað slagið mjólkurskál eða fisksporði i mannúð- arskyni. Slikar ölmusu- gjafireru þó skammgóður vermir, einkum þegar haustar að. Skynsamlegra væri að reyna að hand- sama þessi grey og koma þeim fyrir kattarnef, áður en veturinn gengur i garð, svo að útburðarvæli' soltn- um villiköttum heyrist ekki i velferðarborginni. g fyrst og fremst þarf fólk að hyggja að þvi, sem tekur kött inn á heimilið til aö efla tengslin við dýra- rikiö og náttúruna, að þar með undirgengst það ábyrgð á örlögum ein- staklings, sem er lifandi vera en ekki leikfang, sem hægt er að henda f rá sér ef maður verður leiður á þvi. Fyrir borgarbúa sem vill halda einhverjum tengslum við náttúruna er i flestum tilvikum heppi- legra að fá sér kartöflu- garð heldur en kött. Hann mjálmar að minnsta kosti ekki fyrir utan gluggann þó að frjósi. Hringborðið skrifa: Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatfhíasdóttir — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.