Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 4
4 Fostudagur 29. janúar 1982 ’ halrjarþn^h irinh Sjónvarpið hefur kynnt vinnuáætlun sina fyrir árið 1982. Þar kemur fram, að áætlað er að Lista- og skemmtideild stefnir að þvi að senda frá sér sex innlend verk, leikin. Deildin tekur þar með upp merkið frá þvi áður var og i bili er horfið frá þvi að leggja alla krafta og fjármuni stofnunarinnar i gerð eins ,,stór- verks” á borð við myndina um Snorra Sturluson. Eins og löngum áður, hefur Sjónvarpið sætt harðri gagnrýni, einkum fyrir innlenda dagskrárgerð sina,og ráðamenn stofn- unarinnar hafa borið sig upp undan f járskorti og úreltum tækja- búnaði. Nú virðist svo allt i einu sem andlitslyfting sé framund- an, Sjónvarpið hafi sett sér að snúa vörn i sókn og leitast við að sækja sér lifskraft með aukinni framleiðslu innlends efnis. Helgarpósturinn fékk Hinrik Bjarnason,stjórnanda Lista- og skemmtideildar, til að ræða málefni Sjónvarpsins i hringborðs- umræðu, einkum þó þau mál sem snúa að hans deild. Til liðs við spyril Helgarpóstsins gengu þeir Jón Hjartarson,leikari og for- maður Leikfélags Reykjavikur,ásamt Þorsteini Jónssyni kvik- myndaleikstjóra. Stóraukin innlend framleiðsla er svarið við vídeó-þróuninni smekksatriöi hvað er gott andi metnað sem miðar aö íst þegar utanstofnunar- og hvaö er vont...” þvi að yrkja á mynd- menn koma meö sam- máli...” starfstillögu til Sjónvarps- ins...” Helgarpósturinn efnir til hringborðsumræðu um innlenda dagskrárgerð sjónvarpsins með Hinrik Bjarnasyni, dagskrárstjóra LSD, Þorsteini Jónssyni kvikmyndagerðarmanni og Jóni Hjartarsyni leikara. eftir Gunnar Gunnarsson HP: Sjónvarpiö boöaði fyrir skemmstu, að nú ætti að snúa aftur til fyrri hátta og framleiða a .m.k. sex leikin verk á ári, eöa að minnsta kosti þetta árið, Hinrik? H: Það má nú hártoga hvaö átt er við með orðinu „verk”. Það er gert ráð fyrir að það verði íimm ný leikin verk i vinnslu að viðbættu einu barnaleikriti og skemmtiþáttaröð, sem er að igildi meira en eitt leikrit, þannig aö þetta verður mun meira. En þetta mun ekki allt falla undir það að kallast „teater” miðaö viö það sem er útlent.heldur það sem við getum kallað „leikiðefni” og þess vegna getum við not- að skilgreininguna „verk”. IIP: Hver er stefna Sjónvarpsins varö- andi samningu þessara þátta eöa verka; verður leitað til höfunda? II: Það er löngu ákveöið hvernig það verður. Það er um að ræða verk sem fell- ur inn i tiltekinn ramma og hver höfundur skrifar siðan einn þátt. Undirbúningur þessa hefur staðið yfir i tvö eða þrjú ár. HP: Nú hafa menn kvartað undan því, aö Sjónvarpinu hafi ekki tekist aö laða fram góð islensk leikrit — reynsla leik- húsanna er hinsvegar allt önnur — hjá þeim koma á fjalirnar frambærileg, ný vcrk svo að segja á hverju ári. Kanntu nokkra skýringu á því? H: Nei, ég hef það ekki út af fyrir sig. Það er smekksatriði hvað er gott og hvaö er vont. Einum finnst gott það sem öðrum finnst vont. Sjónvarpið er stærra en leik- húsinhér og það kemur kannski til dómur fleiri áhorfenda. Þaö dæmir hver fyrir sjálfan sig, hvað honum finnst gott og hvað vont. Ég er ekki sammála þvi, að Sjónvarpinu hafi ekki tekist að laða fram góð verk, þó þau hafi ekki öll verið góð. Það gildir það sama fyrir Sjónvarpið og leikhúsin hvað þetta snertir. HP: Stendur til að endurnýja tækjabún- að Sjónvarpsins — þvi hefur verið haldið fram að stofnunin væri illa i stakk búin hvað tækjabúnað snertir? H: Ég geri ekki ráö fyrir aðáætlanir um tækjabúnað Sjónvarpsins séu eins viðtæk- ar og þær þyrftu að vera. Þaðer alveg rétt að tækjabúnaður Sjónvarpsins stendur höllum fæti, og það gildir um tæki i öllum „framleiðslugreinum” sem Sjónvarpið sinnir. HP: Mig langar til að vitna hér i fram- söguræðu sem Hrafn Gunnlaugsson starfsmaöur Sjónvarpsins hélt á leik- listarþingi i vetur, þar sem málefni Sjón- varpsins voru til umræðu. Hann sagði meðal annars:...Nú er svo komið að það er strangt tekiö búið að leggja niöur Kvik- myndadeildina. Eftirað Þórarinn Guöna- son hætti sem forstööumaður, hefur eng- inn veriö ráðinn i staðinn. Hinsvegar er kominn rekstrarstjóri sem hefur allt ann- að starfssvið. Allir helstu kvikmynda- tökumenn Sjónvarpsins hafa hætt. Ástandiöer þvi miður svo alvarlegt, að þó vilji væri fyrir hendi og þótt fé fengist, er ég ekki viss um aö Sjónvarpiö gæti tekiö upp leikna kvikmynd i dag...” — Ertu sammála þessum ummælum Hrafns? H: Ég get ekki verið sammála þessu. Ég veit ekki annað en það standi til að gera eitt verk i ár sem Hrafn Gunnlaugs- son leikstýrir og það verður tekiö á filmu. Hann setur þarna fram sína einkaskoðun. Að visu er ástandiö i kvikmyndadeildinni ekkieinsgottogþaö mætti vera. Enég tel að starfsmenn deildarinnar séu fullfærir um aðgera leikin verkefni. Hitt er svo rétt að menn hafa leitað burtu þaðan og á þvi má leita skýringa, eins og á öðru þvi brotthvarfi, sem hefur veriö á Sjónvarp- inu um tima. HP: Kanntu einhvcrjar skýringar á þvi brotth varfi? H: Nei, ég kann ekki aörar skýringar en þær almennu skýringar, aö þegar is- lenskri kvikmyndagerð vex fiskur um hrygg, þá virðist hún geta boðið mönnum betur en hið opinbera gerir i Sjónvarpinu. Og það hugsa ég aö hafi oröiö raunin á, hvaö snertir kvikmyndagerðarmenn hjá Sjónvarpinu. ÞJ: getur ekki astæöan lika verið sú, að verkefnin i Sjónvarpinu hafa ekki verið næg og ekki verið eins skemmtileg og boð- ist hafa utan þess — aö Sjónvarpið hefur litið tekist á við alvarleg verkefni. HP: Er ckki samstarf milli sjónvarps- ins og frjálsra kvikmyndagerðarmanna nauðsynlegt — i svo litlu samfélagi og hér er? Verður Sjónvarpið ckki að notfæra sér þessa starfskrafta? H:Mérfinnst hugmyndin ákaflega eðli- leg. Mér finnst eölilegt að starfskraftar utan stofnunarinnarséu kallaðir til, ef svo mikiðer færst i lang, að starfsmenn stofn- unarinnar ráði ekki vel við verkið. En ég er ekki á þeirri skoðun, að það eigi að veita rjómanum af verkefnum Sjón- varpsins til utanaðkomandi manna. ÞJ: Nú gildir samningur milli Félags kvikmyndagerðarmanna og Sjónvarps- ins, þar sem talað er um samvinnu þess- ara aðila og að Sjónvarpiö kaupi verk sem unnin eru utan veggja stofnunarinnar. H: Þau verk sem boðin hafa verið til kaups hafa verið keypt. Ég er ekki frá þvi að þessi samvinna geti verið meiri, en það er ekki hægt að kvarta undan þvi að ekki hafi verið gengiö til samvinnu, þegar hægt hefur verið. Hún mætti hafa verið meiri, en þessu heíur verið sinnt eins og hægt er. HP En er frumkvæði Sjónvarpsins nóg i þessum efnum? H: Þaðer ef til vill ekki nóg. JH: Mér finnst nú ánægjulegt, ef Eyjólfur er eitthvaö að hressast og að framleiðsla þeirra sjónvarpsmanna eigi að aukast. En ég er þeirrar skoðunar, að það sem Sjónvarpiö heíur framleitt undanfarin ár, sé allt of mikið i eins konar annálsformi. Annálar voru góður og gildur fjölmiðill fyrir tveimur öldum eða svo, en fráleitt að beita þeirra aðferð á okkar timum. HP: Finnst þér skorta leikið efni? JH: Mér finnst að Sjónvarpinu beri sú skylda að reyna meö öllum tiltækum ráðum aö laða fram þá krafta sem nenna aðyrkja fyrir myndmál. Ég á þá bæði við tilraunastarfsemi og svo merkari skapandi starfsemi. Þetta l'innst mér litið hafa verið reynt. Það hefur veriö reynt á alltof einhæfan hátt. Þetta má gera með samvinnu við kvikmyndagerðarmenn og aðra. Sjónvarpið á að laða að sér fólk sem vill og getur skapaö myndir, en ekki bara dunda sér við aö skrásetja „ferð yfir Vatnajökul" eða einhverjar svona landslagslýsingar. Ég vil taka fram,að ég er ekki eingöngu aö tala um leikið efni, heldur lika heimildamyndir og hvers konar myndefni annað. ÞJ: Ég er alveg sammála þessu. Mér finnst að Sjónvarpið hafi fyrst og fremst lagt sig eftir að sýna „reportage”, eða „skýrslur” teknar á mjög stuttum tima, sýnt það sem ber fyrir augu i stað þess að koma með einhvers konar sýn á það efni sem um er fjallað. H: Ég er ekki undir það búinn að fjalla ýtarlega um þetta. Ég svara lika aðeins fyrir eina deild, Lista- og skemmtideild. Fræðslumyndir tilheyra annarri deild — ég geri ráð fyrir að þessar fræðslumyndir — þær séu þaö sem þú átt við með þessu annálsformi’.’Að svo miklu leyti sem ég skil þig, þá skil ég það þannig. ÞJ: Við erum ekki aðeins að tala um fræðsluefni. Þegar við tölum um heimildamyndir, eigum við við myndir sem hafa skemmtigildi og listrænt gildi. H:Skiptingin á þessu efni innan Sjón- varpsins fer auðvitað eftir gerð efnisins. Hún fer ekki eftir þvi hvort fólki finnst það á endanum skemmtilegt eða leiðinlegt. Það veit enginn i rauninni fyrirfram. Það sem er framleitt hjá Lista- og skemmti- deildog fólki finnst leiöinlegt, hættir ekki að vera hjá LSD fyrir það. Við búum við þá deildaskiptingu sem við höfum, það gerum við hvort sem okkur likar betur eða verr og þessar deildir gera skemmti- legt.eða leiðinlegt efni eftir atvikum. ÞJ: Niðurstaðan af þessari deildaskipt- ingu Sjónvarpsins viröist nú vera sú — eða v irtist mér vera hér áður þegar ég var að leita eftir samvinnu við Sjónvarpið, en ég hef gefist upp á þvi íyrir löngu — niður- staðan varð jafnan eitthvað á þessa leið: Maður kom með tillögu að heimildamynd til Fræðsludeildar. Þá voru rökin þau að tillagan var of dýr, of mikil vinna, of mik- ið i þetta lagt og jafnvel að það heyrði undir einhverja aðra deild, LSD eða þá einhverja deild sem ekki var til. En Fræðsludeild gæti hinsvegar sinntþessari hugmynd sjálf meö þvi aö senda einn eða tvo menn i einn eða tvo daga á staðinn og filma viðtöl við sveitarstjóra, eöa hvað það nú var sem um var að ræða hverju sinni. Ég nefni þetta aöeins sem dæmi um hvað gerist, þegar utanstofnunarmenn koma meö samstarfstillögu til stofn- unarinnar. HP: Hiiirik, nú ert þú auk þess að vera dagskrárstjóri Lista- og skemmtideildar, fulltrúi Félags kvikmyndagerðarmanna i stjórn Kvikmyndasjóösins. Þú hlýtur að liafa mikinn áhuga á að efla samstarf Sjónvarpsins og utanaðkomandi kvik- myndagerðarmanna? II: Ég hef mikinn áhuga á þvi,já. Ég bjóst i upphafi við þvi að það yrði hags- munaárekstur á milli Kvikmyndasjóðs og Sjónvarpsins, en hann varð miklu minni en ég gerði ráðfyrir, þótt þessar stofnanir stefni hvor i sina átt. En mér vitanlega hafa þessar stofnanir ekki rekiðsig hvor á annarrar horn. JH: Mér finnst aö Sjónvarpið eigi að setja markið talsvert hátt. Það á i raun og veru aö vera forystuaðili, vera örvandi fyrir gerð alls myndefnis i landinu, bæði kvikmyndagerð og annars konar efni. Og það á að reyna aö laða til sin þá bestu krafta sem hverju sinni koma fram. Það ætti jafnvel aö örva kvikmyndagerð utan stofnunar, t.d. með þvi að tryggja sér sýningarrétt á islenskum kvikmyndum fyrirfram. Ef Sjónvarpiö ætlar ekki að koðna niður i þessari stórauknu sam- keppni sem orðin er á markaðnum núna vegna þessa vídeó-æðis. HP: Nú, þegar þið ætlið að framleiða mörglitii vcrk, hafið þið þá þegar fengið tryggingu fyrir þvi hjá stjórnvöldum að fjármagn verði til reiðu?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.