Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 6
Fostudagur 29, janúar 1982 h(=>//JP=irpn<=:// ^f/np eftir Guðlaug Bergmundsson mynd Jim Smart Helga Uaraidsdóttir viö heita pottinn i sundlaugunum Gunnar Hámundarson fyrir framan ljósritarann Greltir Asmundsson vift vinnu sina hjá Vegageröinni Alnafnar fornkappanna islendingum þykir vænt um hetjurnar sínar, fornarog nýjar. Hetjur islendingasagna eru undantekningarlitiö sveipaöar dýrðarljóma og vitnaö er til fleygra oröa þeirra á hátíðlegum stundum. En hvernig skyldi þaö vera aö heita í höfuöið á þessum mikilmennum? Helg- arpósturinn ræddi um þaö við alnafna nokkurra af helstu hetjum okk- ar. „Kann vel við nafnið” segir Skarphéðinn Njálsson Skarphcóinn Njálsson á Bergþórshvoli á lika sinn alnafna i Reykjavik, Skarphéð- inn Njálsson starfsmann hjá Stálveri, þar sem hann vinnur við viðhald og fram- leiðslu á isvélum. „Þæreru mjög góðar”, sagði Skarphéð- inn, þegar hann var spurður hvernig til- finning það væri að bera þetta nafn. — Veldur það aldrei neinum misskiln- ingi, þegar þú þarft aö segja til nafns? ,,Jú, það veldur misskilningi. Það verður oft úr þvi Jónsson hjá þvi opin- bera.” — Halda menn ekki að þú sért að grinast? „Jú,oft er litið á þetta sem grin.” — En þér hefur aldrei verið stritt á þessu? ,,Jú, þegar ég var yngri. Þá var farið i söguna.” — Skirðu loreldrar þinir þig i höfuði ð á Skarphéöni sjálfum, eða er þetta nafn i ættinni? „Ekki mitt naín, og íööurnafnið er lika gripið beint úr sögunni. Þetta er ekki til i ættinni.” — Voru foreldrar þinir þá kannski aðdáendur þessara karla? „Jú, bækurnar voru til heima.” — Hefur þú kynnt þér Skarphéöin eitt- hvað sérstaklega? „Ekki nema hvaö ég hef lesið um hann og aðeins kynnt mér hann. Þaö er nú einn Gunnar i íjölskyldunni lika.” — Helduröu, aö þið eigið eitthvaö sam- eiginlegt, naínarnir? „Ég veit það ekki, það eru skiptar skoð- anir um þaö,” sagði Skarphéöinn Njáls- son.ogbætti þvi við, aö hann kynni vel við nafnið. „Ekki mikið hraustmenni” segir Grettir Ásmundsson Ég finn aldrei neitt fyrir þvi. Það hefur alltaf sérstakt lán fylgt mér,” sagði Grettir Asinundsson, fyrrverandi sjó- maður, þegar hann var spurður hvaða tilfinning það væri að heita i höfuðið á kappanum væna. Grettir sagði, aö hann hefði aldrei sagt til nafns. Aðspurður hvort eitthvaö væri likt með þeim nöfnum, þvertók Grettir alveg fyrir það. — En hefuröu gert þér sérstakt far um að kynna þér sögu Grettis? „Eg hef lesið hana og ég á hana. Hún er bara eins og hinar Islendingasögurnar.” „Hvað linnst þér merkilegast við Gretti? „Hann átti góða móður og hann var alls ekki slæmur maöur. Hann var mikið hraustmenni.” — Ert þú það ekki? „Nei, nei”, sagði Grettir Asmundsson. „Stekk ekki hæð mína í öllum herklæðum” segir Gunnar Hámundarson Gunnar Hámundarson, öðru nafni Gunn- ar á IHiðarenda, er einhver frækilegasti kappi, sem uppi hefur verið á tslandi fyrr og síðar. Hann á tvo alnafna i simaskránni og hringdum við i annan þeirra, Gunnar Skarphéðinn Njálsson uppi á dekki togarans Ingólfs Arnarsonar, þar sem hann var að vinna i isvélunum Hámundarson, starfsmann Offsetfjölritun- ar h.f. Hann var fyrst spurður hvernig til- finning það væri að heita i höfuðið á þessum kappa. „Eg veit það nú ekki, ég held, að séu nú engar sérstakar tilfinningar. Ekki kannast ég nú við það. Það getur stundum verið svolitið gaman að þvi. Þegar maður kemur einhvers stað- ar og þarf að segja nafnið sitt, hvá menn og koma stundum með athugasemdir.” — Ber mikið á þvi? „Það kemur fyrir.” — Halda menn kannski, að þú sért að grinast? „Nei, en oft og iðulega þegar ég fæ bréf, er ég skrifaður Ámundarson en ekki Há- mundarson, eins og fólk vilji ekki alltaf trúa þvi, að nafnið sé rétt.” — Þér hefur ekkert verið stritt I æsku? „Nei, ekki minnist ég þess.” — Varstu skirður beint I höfuðið á Gunn- ari á Hliðarenda? „Ég held, að það hafi verið beint i höfuðið á þessum eina rétta.” — Þetta nafn er ekki i fjölskyldunni? „Nei, nei. Þetta er ekki til i f jölskyldunni, eða var ekki fyrir mina tið.” — Hefurðu gert þér sérstakt far um að kynna þér sögu Gunnars á Hliðarenda? „Nei, ekki hef ég nú gert það, ekki nema eins og gengur og gerist. Sg hef lesið Njálu, en það eru orðin mörg ár siðan.” — Ætlarðu ekki að fara að pæla meira i honum? „Nei,.ég held ekki.” — Heldurðu að þið eigið eitthvað sameig- inlegt? „Það efast ég um. Ég treysti mér alla vega ekki til að stökkva hæð mina i öllum hertygjum, eins og hann á að hafa gert.” — Mun þetta nafn lifa áfram i fjölskyid- unni. „Ekki i minni fjölskyldu. Ég hef ekki not- að Hámundarnafnið. Hitt er svo annað mál, að það er til i fjölskyldunni,” sagði Gunnar Hámundarson. „Hefur ekki haft slæm áhrif á mig segir Helga Haraldsd „Ég lield ég hljóti að hafa góðar tilfinn- ingar gagnvart þvi'. Alla vega hefur nafnið ekki haft slæm áhrif á migf” sagði Helga Haraldsdóttir sundkennari við Langholts- skóla, en nafna hennar, Helga Haralds- dóttir, kona Harðar Hólm verjakappa, vann á sinum tima frækilegt afrek, er hún synti ur Harðarhólma i Hvalfirði til lands með tvö börn sin á bakinu. Helga varspurð hvort henni hafi nokkurn tíma verið stritt á þessu nafni. „Nei, nei, það var frekar á rauða iubbanum.” — Hefur þu kynnt þer nöfnu þina eitthvað frekar? ,,Nei, ég mundi ekki segja það. Það eru meira en tuttugu ár siðan ég synti þetta sund i Hvalfirðinum, þar sem hún á að hafa synt með tvo syni sina”. — Hvers vegna gerðir þú þetta? ,,Það var Eyjólfur sundkappi, sem vildi endilega fá mig út i þetta.” — Þú hefur ekki synt með neitt á bakinu, eins og hún? „Nei, ég átti engin börn þá.” — Er eitthvað fieira likt með ykkur en þetta sund? ,,Það hefur ekki verið nein uppgjöf I henni.” — Skirðu foreldrar þinir þig beint i höfuðið á þessari ágætu konu, eða var þetta nafn til i fjölskyldunni? „Það hefur ekki verið til i f jölskyldunni. Að visu átti ég að heita Jóna Helga i höfuöið á öm mu m inni, en hún vildi ekki hafa Jónu- nafnið. Svoþetta kom nú kannski óvart, og það var alls ekki i höfuðið á neinum”, sagði Heiga Haraldsdóttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.