Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 21
hnlrjaripri<=rh irinn Föstudagur 29. janúar 1982 alls ekki ab ráðast á Rauðsokka- hreyfinguna! Konur þroskaðri fiifinningaverur Svo hef ég samið texta sem fjallar um viðbrögð foreldra þeg- ar upp kemst að sonur þeirra er hommi. Það er svo mikil hræsni rikjandi i viðhorfum til hómó- sexúalisma og þó hafa þeir fyrir löngu bundist samtökum. Mér finnst lika skritið að lesbiur virö- ast ennþá hræddari við umtal. Mér finnst samt miklu „eðli- legra” að konur sofi saman en karlar. Ég meina, þeir eru svo andlega bæklaðir að það er ótrú- legt, að þeir geti sofið saman. Maður er bæklaður niöri rass sem tilfinningavera. Konur eru miklu þroskaðri. Ég vil gjarna taka þetta til meðferðar.” Þorleifur og Jói samsinna. „Við viljum tittlingafrelsi. Þetta hljómar karlrembulega en ég meina það samt ekki þannig.” Dökku hliðarnar fleiri — En svo við förum yfir i aðra sálma. Eruð þið að höfða til sér- staks aldurshóps? Bubbi: „Þaö er úti hött að greina fólk niöur i hópa eftir aldri. Fólk er ósjálfstætt sem ein- staklingar en verður sjálfstætt sem hópur og það er þjóðfélaginu að kenna.” Þorleifur: „Ég hugsa samt að við höfðum meira til yngra fóiks, þótt það sé litil reynsla komin á það.” Bubbi: „Textarnir ættu frekar aö höfða til þeirra sem eru depr^ meraöir og langt niðri.” — Af hverju segirðu það? „Ég er farinn aö hrifast af' dökku hliöunum. Þær eru lika fleiri. Myrkrið dregur mig til sin. Það er fullt af skemmtilegum hlutum i myrkrinu þegar þú ferð að pæla i þvi. Það liggur viö að sannleikurinn sé i klóakinu, i ræs- inu. Toppurinn i samfélaginu er miklu spilltari en ræsið. I felum bak við sléttan og felldan,hvitan hjúp. Þetta minnir kannski éitthvað á E.A. Poe”, segir Bubbi og hlær, „hann er lika i uppáhaldi hjá mér.” — Hvernig eru aðstæöur til að koma tónlistinni á framfæri? „Hótel Borg er siðasta vigi rokksins, Krypplingarnir i F.S. sýndu sina réttu hlið meö lokun NEFS. Það var algjört hneyksli! Þetta liö fattar ekki að músikin er miklu sterkari miðill en mánaðar ræöuhöld. Og útvarpið ignorerar mig algjörlega út af textunum, þeir^jagga svona i rólegheitunum niðri mér.” Ekkert sniff!! — Hvað segja Egómenn um sniffið, að lokum??... Jói: „Það er eins og þeir séu fyrst núna að fatta sniffið; þetta hefur verið stundað i mörg ár.” Bubbi: „Ég mundi nú segja að unglingarnir ættu frekar að reykja gras og láta lim og gas eiga sig. Þá er nú eins gott að setja kúlu i gegnum hausinn strax. Og ekkert helvitis brenni- vin. Allur þjóöfélagsbömmerinn er út af brennivini.” Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir- -og Maria Gisladóttir- r-PÓSTUR OG SÍMh Kæri Stuðari! Föstudaginn 8. jan. siðast lið- inn birti Stuðarinn viðtal við diskófrfkurnar Jónas og Her- mann. Við viljum bcnda þeim á sem hafa sama hugsunarhátt og þessir tveir t.d. að á Borginni skcmmta sér allar tegundir af fólki. allt frá diskófrikum til pönkara. Margir aðrir en diskó- frikur klæða sig sómasamlega og cru hrcinir eða hvað kallið þið að klæða sig sómasamlega? Kaupa fötin dýrum dómum i ti'skuvöruversiunum? Og á Hlemmi hanga fleiri daginn út ogdaginn inn cn pönkarar! T.d. forfallnar diskófrikur! Og er hægt að kalla Thin Lizzy pönk? Það er amerisk graðhestatón- list, sem örugglcga er skyldari idiskói cn pönki. Er citthvað betra að sýna turistum diskó- frikur? Og áður cn þið dæmið pönk á þennan hátt skuluð þið kynnast þvi ofurlitið betur. Við viðurkennum að pönkarar cru ruddalegir i' framkomu, en þeir eru örugglega ekki verri en diskófrikur. Að lokum adlum við að biðja ykkur Jónas og Her- mann úr þvi þið hafið svona mikið vit á þessu að taka að ykkur aðskipta þjóðinni niður i pönkara og diskófrikur. Getur hundurinn þinn hlegið Jónas? HG.S.og B.B. P.s. Stuðarinn gæti kannski tek- ið viðtal við venjulcgar manneskjur næst? H.G.S. og B.B. Við þökkum bréfið og vonum að Hermann og Jónaslesiþað. Það er gaman að fá viðbrögð við þessu viðtali og gaman væri lika að heyra álit fleiri diskara! Það er góð hug- mynd hjá ykkur að við töluðum við venjulegar manneskjur, þó það sé kannski erfitt að finna þær, en við ætlum að reyna. A11- ar ábendingar eru vel þegnar. Heill og sæll Stuðari góður Ég, sem þetta skrifa,er mikill TALKING HEADS-aðdáandi. Þessi frábæra hljómsveit er nú liætt störfum þvi miður. Fyrir þá sem ekki vita um hverja er verið að ræöa vil ég benda á plötuna REMAIN IN LIGHT sem er i alla staði mjög góð. En hvað um það þá hef ég heyrt þvi fleygt að David Byrne og Jerry Harrison ætli eða séu að gera hvor sina sólóplötu. En þvi miður fæ ég hvergi staðfest- ingu á þvi. t örvæntingu minni skrifa ég ykkur i von um að þið getiö eitt- livað grennslast um svör fyrir mig. Einnig langar mig að vita hvort von sé á kveðjuplötu frá TALKING HEADS. Ég vona að þið launið mér „þolinmæðina” við lestur Stuðarans sem ég les nær alltaf með þvi að finna svör við fyrr- greindum spurningum og með þvi að afsaka vélritunarkunn- áttu mina. „Kólfur” Takk fyrir bréfið „Kólfur”. Stuðarinn er þér sammála um gæði hljómsveitarinnar TALK- ING HEADS og okkur þykir lika fyrir þvi að samstarfi þeirra sé nú lokið;eða svo gott sem. En við höfum þær gleðifréttir að færa frá sérfræðingi okkar i tónlistarmálum að von sé á plötu frá þeim í vor en hvort það erkveðjuplataerekkivitað. Við skulum bara vona að svo sé ekki. Við fengum lika þær fréttir að David Byrne og hljómborðs- leikari TALKING HEADS (sennilega Jerry Harrison) hafi báðir gefið út sólóplötur nú þeg- ar. Við vonum þvi að þú takir gleði þi'na aftur og finnir þessar plötur einhversstaðar Kær kveðja Stuöarinn Rafmagns- píanóið er sjálf- stætt hljóðfæri Og þá er komið að rafmagns- pianóinu. Stuðarinn náði sam- bandi við Eyþór Gunnarsson, rafpianista i Mezzoforte og fékk hann tilað segja okkur undan og ofan af þessu fyrirbæri. — Hver er helsti munurinn á rafmagnspi'anói og þvi hefð- bundna? ,,Það eru til ýmsar tegundir rafmagnspianóa. Bæði eru tíl þau sem byggjast upp á litlum málmpinnum sem klingja og svo rafeindapianó. Hefðbundið pianó hefur aftur á mótistrengi. (Sjá 1. þátt um pianó, innsk. Stuðarinn) Svo eru til raf- magnsflyglar meðstrengjum en i þeim eru „pick-up” sem magnar upp hljóminn. Þeir eru reyndar minni en venjulegir flyglar en eru kröftug hljóðfæri og rándýr”. — Já, það er þetta með verðið, eru rafmagnspianóin ódýrari? „Þaö er nú upp og ofan. Yfir- leitt eru þau ódýrari,en það fer að sjálfsögðu eftir tegund. Þau eru til dýrari lika”. — Býöur rafmagnspianó upp á fleiri möguleika? „Algengasta tegund raf- magnspi'anóa er Fender Rhods— Það er pinnapianó sem hefur sitt ákveðna sánd. Það er ekki beint hægt að segja að það bjóöi upp á fleiri möguleika en það er allt öðru visi. Venjulega pianóið er meira karakterhljóðfæri”. — Hvort hljóðfærið finnst þér skemmtilegra? „Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á milli, bæði eru mjög skemmtileg. Það fer bara eftir þvi sem við á i hvert skipti”. — Viltu segja eitthvað um rafmagnspianó að lokum? „Já, ég vil undirstrika að raf- magnspianóið er sjálfstætt hljóðfæri.Það er ekki verið að reyna að apa eftir venjulegu pianósándi heldur hefur það sitt eigið”. Stuðarinn þakkar Ey- þóri fyrir greinargóð svör. Þetta er hljómsveitin Mezzoforte, en Eyþór Gunnarsson sérfræö- ingur Stuðarans i rafmagnspianói er lengst til vinstri á myndinni. rBALEWIN- tvnr atvinnuraenn, sem DYrjenaur Bæði atvinnumenn, byrjendur og allir aðrir geta treyst því að BALDWIN uppfyllir allar þeirra kröfur — og meira til. Slyle 914 Hér er um eigulegan grip að ræða. Kassinn er úr hickory og bekkur fylgir. BALDWIN píanó hafa fyrir löngu sannað yfirburði sína. Skyline 450KT Ný gerð aforgelifrá BALDWIN. Afar fjölhœft hljóðfæri, á verði sem allir ráða við. Hljóöfæraverslun mmm dlWiHf Grensásvegi 12 — Sími 32845.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.