Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 15
15 Föstudagur 29. janúar 1982 Jörn Donner • ..lsland minnir á Ástraliu — virðist stórt en er litiö’ varpið til i peningamálunum. Myndin er alls ekki svona dýr frá Bergmanshálfu, 35 milljónir sænskra króna (60 milljónir isl), og henni veröur lokiö fyrir jól ’82. Hin myndin sem þú nefndir, „Loftsiglingin”, kostar hinsvegar aílt of mikið. t>að eru sko tak- mörk i þessum bransa. Það verð- ur þriggja tima mvnd og verður ekki tilbúin fyrr en sumariði983.” Sviar framleiða kringa n tuttugu leiknar kvikmyndir, og af venjulegri biósýningalengd ár- lega. 1 Finnlandi ertalanfrá sjö til tiu myndir á ári og Donner fannst ekki fjarri lagi að tslendingar reiknuðu með að gera eina til þrjdr myndir ár hvert. Við spurð- um hvort ekki væri hægt að létta fyrir kvikrhyndagerð — og gera hana „alþjóðlegri” með þvi að liöka fyrir þvi að myndir Norður- landanna væru sýndar i þessum löndum sem hafa hvort sem er mikla samvinnu i menningar- málum. „Það er sjálfsagt”. Nú stendur þú fyrir Nordia — þessu finnsk/sænska biói i Helsingfors — væri ekki vegur að drifa upp svipað hér og i öðrum Norðurlöndum lika? „Upplagt. Góð hugmynd. Gerið eitthvað i þvi. Þetta Nordia i ; Helsingfors hefur þrjá litla sali. Það er mjög hentugt. Hægt að nota sömu sýningarvél fyrir þá alla. En þið getiö ekki reiknaðmeð að allir peningar i svona fyrirtæki komi frá útlandinu. Þið verðið að kosta til sjálfir. t Helsingfors eru i þaö sænsk fyrirtæki og finnsk sem leggja fram stofnkostnað. 1 Stokkhólmi eru mörg bió svipuö þessu „biómagasín”. t Osló væri erfitt að koma þessu viö og sömu- : leiðis I Kaupmannahöfn vegna einkaréttarfyrirkomulags. En þið ættuö að athuga þetta hérna. Mér skilst að það sé mikill bióáhugi meöal manna”. Við spurðum Jörn Donner loks, hvort hann væri feginn að vera laus frá sænskum, kominn heim til Finnlands aö starfa. ,,Ég hætti þarna bara vegna þess að ég vildi ekki vera ráðinni fasta stöðu lengur. Ég vil skipu - leggja minn tima sjálfur og ráöa mér. Það er erfiðara, en til lengd ar nauðsynlegt. Ég verb ekki al farið i Finnlandi. Ætli ég verfi þar ekki átta mánuði hvert ár eða svo. Svo fer maður eitthvað. T’il aö skrifa. Kannski hingaö”. Franska sjónvarpið gerir mynd á Islandi: FÁUM FORGANGSRÉTT AÐ SÝNINGUM FYRIR LÁNIÐ Á LANDINU Þótt fslenska kvikmyndaundrið viröist vera farið að dala, f bili að minnsta kosti, er alltaf hægt að nota landiö fyrir leiktjöld. Það er einmitt það sem 30 manna hópur frá franska sjónvarpinu ætlar að gera I sumar. Og sem þakklætis- vott fyrir lánið á landinu ætla Frakkarnir aö gefa íslenska sjón- varpinu sýningarréttinn að myndinni. Undirbúningur að tökunni er þegar kominn i fullan gang, og hér á landi er nú stödd sendinefnd frá franska sjónvarpinu til þess meðal annars að finna þann eina tslending sem á að fara með hlut- verk i myndinni. Alls veröa hlut- verkin 14. Hópnum til aðstoðar og leið- sagnar hér er Eirikur Thorsteins- son, sem nú er hálfnaöur með nám við kvikmyndaskóla franska rikisins. t sumar veröur hann aö- stoðarleikstjóri viö gerð myndar- innar, en leikstjóri veröur Alien Leven. Áætlað er að tökur hér taki eina viku. Efni myndarinnar er sótt i skáldsögu eftir Darreau, sem aft- ur byggir sögu sina á svaðilförum hóps franskra feröamanna á gönguferö þvert yfir islenska há- lendiö sumarið 1970. — Franskt feröafélag hafði auglýst þessa ferö sem ævintýra- ferð. Hvernig sem fór i þessari ferö lenda þátttakendurnir i bók Darreau i hrakningum — á franskan mælikvaröa. Þeir fá að striöa við bæði brunasár og lungnabólgu, segir Eirikur Thor- steinsson við Helgarpóstinn. Aö sjálfsögðu gerist heilmargt annað i bókinni — og væntanlega myndinni, en rauði þráðurinn i gegnum hana er sá, að Frakkarn- ir eru þess alls óbúnir, andlega og likamlega,aðtakastá við islenska náttúru. Ráögert er, að myndin veröi til- búin til sýningar i franska sjón- varpinu um jólaleytiö i ár. ts- lenska sjónvarpið hefur for- gangsrétt að henni, að sögn Ei- riks Thorsteinssonar, þannig aö ekki ætti aö liða langt þar til við fáum að sjá hana hér. Raunar ætti myndin tæknilega séö að komast á islenska sjónvarps- skerma um svipað leyti og hún birtist frönskum sjónvarpsáhorf- endum. ÞG raétt viö Jörn Donner um kvikmyndaframleiðslu og þaö sem sameinar Ísland og Ástralíu Myrkir músikdagar mót hækkandi sól — Mér virðist að tónleikar þar sem boðið er upp á tslenska sam- timatónlist séu vel sóttir, og að- sóknin fari vaxandi. Min reynsla er sú aö tónlist af þessu tagi fái yfirleitt skemmtilegar viðtökurj fólk lætur ltugann reika og lætur sér detta ýmislegt f hug. Þetta er reynsla Jónasar Tómassonar tónskálds af viðtök- um samtimamanna sinna á tón- list nútimans. Nútimatónlist, samtimatónlist, nútimatónlist sem byggist á klassiskum hefðum. Menn noti hvaða heiti sem þeir vilja. — Þaöer misjafnt hvaða skiln- ing fólk leggur i tónlistina en það virðist njóta hennar ef það er ekki að setja sig i sérstakar stellingar. Fólk virðist umgangast tónlist á frjálslegri hátt nú en það geröi til skamms tima, segir Jónas. Þessa skoðun fékk hann stað- festa á skemmtilegan hátt á tón- leikum á tsafiröi fyrir nokkrum árum. Aheyrendur klöppuðu upp allt prógrammið tvisvar sinnum. Tónleikarnir stóðu i þrjá tima i stað hálfs annars eða þar um bil eins og ætlunin var. Þess er þvi að vænta að islensk- ir tónlistarmenn fái góða aðsókn þegar þeir taka að flytja islenska tónlist, nýja og gamla,á Myrkum músi'kdögum, sem hefjast á fóstudagskvöldið i Háskólabiói. Fyrstu tónleikarnir verða ein- mitt helgaöir Jónasi Tómassyni. tslenskir tónlistarmenn flytja sýnishorn af verkum tónskáldsins sem hann hefur samið á undan- fórnum niu árum. Þar af er eitt verkanna frumflutt á þessum tón- leikum. Það er Ballet III fyrir strengjakvartett, saminn síðast- liðið haust og sumar á tsafirði, heimabæ Jónasar. Heitin á öðrum tónverkum þessa fyrsta myrka músikdags hljóma kunnuglega fyrir eyrum: Notturno, Sonata, Aube et Serena og Kantata. Sumir kynnu að hræðast þau og halda að verkin séu litt aðgengileg. En einkennið á tónlist Jónasar Tómassonar er umfram allt einfaldleiki, hag- kvæmni i notkun tónefnis, oft á tiðum gáski og tónlistin nýtur sin án mikilla umbúða. Og myrkir músikdagar skriða siðan áfram með hækkandi só) eitt hænufet á dag sem kunnugt er. Næstu tónleikar verða mánu- daginn 1. febrúar i Gamla bi'ói, nýja óperuhúsinu. Þar verða leik- in verk eftir Leif Þórarinsson, Askel Másson, Atla Heimi, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson i flutningi Manuelu Wiesler, Jlinars Jóhannessonar og Þorkels Sigurbjörnssonar. Enn verður haldið áfram.næst i Tónlistarskólanum föstudaginn 5. febrúar, daginn eftir i Mennta- skólanum við Hamrahlið og á sunnudaginn f Kristskirk ju en það verða lokatónleikarnir. Að öðru leyti um dagskrá Myrkra músikdaga visast til Leiðarvisis helgarinnar. ÞG Sterkur kvikmyndasjóður nauðsyn Jörn Donner, „attmuligtmand” ! sænska og finnska kvikmynda- heiminum, var hér á ferö vegna finnsku kvikmyndavikunnar, sem stendur reyndar enn. Helgarpóst- urinn hitti Donner að máli og ræddi við hann norræn kvik- myndamálefni — og reyndar fleira. því Donner slærgjarna um sig með sleggjudómum og at- hugasemdum af ýmsu ætterni. Jörn Donner er af finnsk/þýsku bergi brotinn, þótt hann teljist finnlandssænskur. „Ég hef aidrei fundiö að ég stæði svo nærri sænskum menningarheimi, en ég skrifa á sænsku, hef sænskan út- gefanda, og ég hef unnið meira og minna i Sviþjóð I mörg ár. Núna er ég að hætta sem framkvæmda- stjóri fyrir Sænsku Kvikmynda- stofnunina og tek við starfi I Finn- landi. En það er ekki eins tíma- frekt og það I Stokkhólmi. Eftir þennan umskiptatfma ætla ég mér að skrifa meira en ég hef hingaö til gert.” Jörn Donner hefur snert á mörgu i kvikmyndunum, leikið og leikstýrt, skrifað handrit og sinnt fjármálahliðinni sem fram- kvæmdastjóri, framleiðandi. Og þaö er á siðast nefnda sviðinu, sem starfsárangur hans virðist liggja, þvi enn á hann eftir að „slá I gegn” bæði sem leikstjóri og sem rithöfundur. Donner hefur að sjálfsögðu ver- ið umdeildur sem framkvæmda- stjóri sænsku Kvikmyndastofn- unarinnar, æðstráöandi i fjárveit- ingum þess fyrirtækis og vist er að oft hefur blásið um hann sið- ustu árin. En hann er einn þeirra sem láta sig engu skipta hvað um þá er sagt, þverskallast jafnan við og öslar áfram sina leið — og lætur sig engu skipta þótt menn segi hann hæfileikalausan þver- haus. „Þær eru nokkuð „intressant” þessar islensku myndir, og þetta lagast náttúrlega þegar þeim fjölgar og timar liða”, sagði Donner — „veistu, mér finnst ts- land minna mig soldiö á Astraliu. Bæöi löndin eru eyjar, allt fólkiö hnappast saman i þéttbýli við ströndina og svo er afgangurinn af landinu bara eitthvaö sem ekki er hægt að nota til nokkurs vits eða gagns. Mér skilst aö þiö séuð lika hrifnir af Ástraliu — hafið flutt þangað? Já, og svo fáið þið ástralskar stelpur hingað i fisk- iöjuna. Stendur ekki til aö filma þaö? Eitthvað heyröi ég um það. Skrýtið að koma hingað. Þetta virðist við fyrstu sýn vera stórt, en svo kemur i ljós aö þetta er ekkert — litiö. Birtan. Noröur- skautsstemmning.Skrýtið aö ekki skuli votta fyrir dönskum arfi hér. Finnst þér það ekki?” Hvaö er rétt aö gera til að styðja við þessa fálmandi kvik- myndalist — það er talað um að við komumst inn á erlendan markað? „Af og frá. Það er bara tilvilj- un, ef það kemur fyrir og það kostar óhemju að ryðja sér braut þangað. Þaðverður aldrei i nein- um mæli. Það verður aðeins að lita á kvikmyndagerð sem inn- lenda menningarstarfsemi. Þið hafið fulla ástæöu til þess. Núna. Meö þessa miklu aðsókn. Það er einsdæmi. Þessi aðsókn dettur náttúrlega niður. Það kemur að þvi. Og þá verður að vera kominn sterkur opinber kvikmyndasjóð- ur, þvi tvennt á eftir að gerast: Innlend aðsókn verður miklu minni og veruleikinn á almennt eftir að harðna. I útlandinu, á kvikmyndamarkaði, þar verða erfiðir timar á næstunni. Trúi ég.” Þið i Sviþjóð virðist þó bjartsýn — ert þú ekki að framleiða tvær dýrustu myndir Norður landa á sama tima; „Fanny og Alexand er” eftir Bergman og „Loftsigl- inguna” eftir Jan Troell? „Bergmansmyndin verður svona dýr, vegna þess aö hún er sex tima löng. Þar hjálpar sjón- Jónas Tómasson — músik hans gerð skii á Myrkum músikdögum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.