Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 18
 iOnej Tjpebjtsön* 1 * .« * ' or\ep\sd 18 Föstudaaur 29. Falleq ástarsaga Þjóöleikhúsiö sýnir Uppgjöriö — eöa hvernig ung kona kemst i vanda og gerir upp hug sinn — eftir Gunnar Gunnarsson. Leik- stjóri: Sigmundur Örn Arn- haft nána samvinnu við leikhóp- inn allan timann, sérstaklega þó Guðmund Magnússon sem nú kemur i fyrsta sinn fram á sviði eftir ab hann fatlaðist. p - Leik/ist eftir Sigurd Svavarsson °9 Gunnlaug Astgeirsson grimsson. Tónlist: Karólina Ei- riksdóttir. I.eikendur: Edda Þórarinsdóttir og Guömundur Magnússon. Þjóðleikhúsiö hefur nú hafiö sýningar á 30 minútna löngum leikþætti sem unninn var i stofn- uninni i tilefni af ári íatlaðra. Ætlunin er aö gera viðreist og sýna verkið i skólum og á vinnu- stöðum næstu mánuðina. Gunn- ar Gunnarsson er skrifaöur fyrir verkinu en hann mun hafa Uppgjörið er hugljúf litii ást- arsaga. Þar segir af kynnum þeirra Bárðar og Hallgerðar. Bárður er íyrrum sjómaöur sem bundinn er viö hjólastól eft- ir að hafa falliö ofanaf frysti- hússþaki. Hallgeröur stundar nám i vélaverkfræöi og býr með öldruðum föður sinum. Þau eru um þritugt,heldur ólik að allri gerð, hann kátur og kjarkmikill en hún alvörugefin og næsta ó- örugg. Fyrst i staö er samband þeirra nokkuð þvingað, einkum er þó Hallgerður tvistigandi. Kemur þar einkum tvennt til: hún hefur slæma reynslu af karlmönnum frá fyrri tiö og er þar að auki haldin öryggisleysi þvi sem svo margir fyllast er þeir þurfa að umgangast fatlaöa náiö. Hún er lengi vel óviss meö þær tilfinningar sem hún ber til Bárðar. Elska ég hann eða vor- kenni ég honum aðeins? — En þau ná að sjálfsögðu saman að lokum og i raun geta erliðleikar þeirra tilhugalifs vart talist meiri en almennt gerist. Það virðist t.a.m. ekki hafa nein á- hrif þó þau séu menntunarlega rækilega aðskilin. Sagan sem þau Báröur og Hallgerður rifja upp i Uppgjöri er látlaus og mjög hófstillt, i raun fyrst og fremst falleg. Leikendunum tókst jafnframt bærilega að skila þeirri hlýju sem rikir i samskiptum elsk- endanna. Hlutverk Hallgerðar er vandmeðfarið og gerir tals- verðar kröfur til leikarans sem Guðmundur Magnússon i Upp- gjörinu — þarft verk og ekki á Guðmundi að sjá að hann hafi verið fjarri leiksviði i alliangan tima segir Sigurður m.a. i um- sögn sinni. Eddu Þórarinsdóttur tókst fylli- lega að uppfylla. Báröur er kar- akter sem áhorfendur munu æ- tið taka vel. Hann er sjálfsör- uggur og i meira lagi spaug- Jie/garpásturinn— samur og fær enda stöðugt umb- un fyrir. Guðmundi tekst mæta- vel að skila þessum náunga og það var ekki á honum að sjá að hann hafi verið fjarri leiksviði um alllangan tima. Texti Gunnars Gunnarssonar virtist i alla staði hinn vandað- asti, á köflum sérlega hnyttinn og skemmtilegur. Hiö sama má segja um uppfærsluna i heild sinni sem var góð i alla staði og hnökralaus. Tónlistin var jafn- framt mjög áheyrileg.bæði hlut- ur Karólinu og Óskars Ingólfs- sonar sem flutti hana. Þjóðleikhúsið er þarna komið með þarft verk sem vissulega á erindi inn á sem flesta vinnu- staði og stofnanir; vonandi bregðast forráðamenn slikra fyrirbæra fljótt og vel viö. For- vitnilegt verður að fylgjast með ferðum Guðmundar i hjóla- stólnum milli þessara staða og væntanlega verða fleiri þrösk- uldar i vegi hans en hindranir þær sem þau Bárður og Hall- gerður mættu á ástarbrautinni. SS TVÆR FYRIR BÖRNIN: Sýningin á Súrmjólk með sultu — börn allt niður fyrir þriggja ára aldur geta skemmt sér kon- unglega, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. Morgunærsl á syfjuðu heimiJl Alþýðuleikhúsið— Pældiðí liópurinn: Súrmjólk mcð sultu — ævintýri í alvöru. tlöfundur: Bcrtil Almark o.fl. Þýðing: Jórunn Sigurðardóttir. Ijeikstjdri: Thomas Ahrens Leikmynd: og búningar: Grétar Reynisson. Leikendur: Sigfús Már Péturs- son, Jórunn Sigurðardottir, Margrét ólafsdóttir, Gunnar Kafn Guðm undsson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Thomas Alirens. Súrmjólk með sultu er barna- leikritsem ættað er úr Sviþjóð. Þaö var samið af barnaleikhús- hóp við borgarleikhúsiö i Gauta- borg undir stjórn Bertil Almark. Leikurinn mun hafa verið sýnd- ur um öll Noröurlönd. Þó aö leikritið sé frá Sviþjóð er það samt alls ekki staðbundið á nokkurn hátt, gæti gerst hvar sem er. Þaðersunnudagsmorgunn hjá fjögurra manna og eins hunds fjölskyldu. Fólkið er að tinast á lappir og foreldrarnir eru ekki beinlinis geislandi af lifsfjöri yfir komu nýs dags. bau eru grútsyfjuð og hálf rotuð til að byrja með að minnsta kosti. En það verður ekki sagtum börnin. Þau eru stelpan Jóhanna sem af fjölskyldunni er stundum kölluð „hryllingurinn” sjö ára, og strákurinn Sigmundur Hlynur sem er sennilega rétt að skriða yfir á annað árið. Hundurinn Hamlet hefureinnig veigamiklu hlutverki að gegna i heimilislif- inu. Grunnþema leiksins er af- brýðisemi Jóhönnu vegna þess að foreldrarnir sýna henni alls ekki eins mikla athygli og litla barninu. Þessi afbrýðisemi bitnar þóekki á bróðurnum eins og oft vill verða heldur kemur hún fram í ýmsum örþrifa- ráðum sem hún gripur tU, til þess að ná athygli foreldranna. Eru þessi uppátæki meginuppi- staðan i ærslum leiksins. Leikurinn gerir ser einnig góðan mat úr ýmsum hvers- dagsatvikum sem gerast eða geta að minnsta kosti gerst á öllum heimilum þar sem börn eru. Meginmarkmið leiksins er annars að skemmta börnum eina dagstund og tekst það ágætlega með hæfilegri blöndu af skrýtnum uppátækjum og vel þekkjanlegum heimilisatvikum. Boðskapur verksins er langt frá því að vera uppáþrengjandi en hann er þegar allt kemur til alls aðaluppistaðan i allri uppeldis- fræði: Verið góð við börnin og sýnið þeim hæfilega athygli. Og eru ekki allir sammála um þaðv Hinsvegar getur praxisinn verið dálitið erfiður i framkvæmd. Það er ekki hægt að segja að það fari fram sérstakur stjörnu- leikur i þessari sýningu, en þar- fyrir skila allir leikendur sinu verki ákaflega skilmerkilega. Þaö er helst að hundurinn i meðförum Gunnars Rafns veki nokkra athygli enda er það mjög þakklátt hlutverk. Eins er þó vert að geta sérstaklega sem skiptir m jög miklu máli ibarna- sýningu. En það er að leikendur leggja sig sérstaklega eftir að bera textann skýrt og skil- merkilega fram. Jafnvel svo að mér fannst stundum nóg um, en krakkar i salnum þurfa ekki að missa af einu einasta oröi. Leikmyndin er einföld og haganlega gerð. Þjónar hún vel tilgangi sinum, en ætlunin mun að fara með leiksýninguna i skóla og dagheimili og er það mjög vel til fundið. Leiksýningin er fremur stutt um það bil 45 minútur. Er hún einkum ætluð yngstu leikhús- gestunum. Ég get ekki betur séð en að börn allt niðurfyrir þriggja ára aldur geti skemmt sér konunglega á þessari sýn- ingu. Það er mjög þarft framtak sem Alþýðuleikhúsið stendur fyrir að hafa á sinum snærum sérstakan hóp leikara sem sér- hæfir sig i barnasýningum. Er þarna i rauninni kominn visir að barnaleikhúsi og er vonandi að þessi starfsemi blómgist i fram- tiðinni. G.Ast Skraut/egar dýrasögur í brúðu/eik- húsi Leikbrúðuland: Eggið lians Kiwi. Brúður, tjöld og texti: Hallveig Tliorlacius. Tónlist: Næturfiðrildin eftir Atla Heimi Sveinsson. Stjórn brúða og raddir: Helga Steffensen og Hallveig Tliorlac- ius. Og Hátið dýranna. Brúður, leikmvnd og texti: Helga Steffensen Tónlist: Hátið dýranna eftir. Saint Saéns. Raddir: Viðar Eggertsson, Brí- et Héðinsdóttir, Sigriður Hann- esdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen. Stjórn brúða: Hallveig og Helga. Sýningarstaður: Frfkirkjuveg- ur 11, kjallari. Hér í blaðinu hefur þvi miður dregist alltof lengi að segja frá brúðusýningu Leikbrúðulands sem frumsýnd var rétt fyrir jtíl- in. Biðég afsökunar á þessu og reyni nú að bæta úr. Leikbrúðuland er fyrirtæki sem ekki lætur mikið yfir sér en er ákaflega mikilvægur þáttur i menningarlífi borgarinnar þvi ekki er alltof mikið efni á boð- stólum fyrir yngstu áhorfend- urna. Leikbrúðugerð er æva- forn listgrein og hefur brúðu- leikhús verið stundað mjög lengi i mörgum löndum, einkan- lega uin miðja Evrópu. Hér á landi hefur þessi list- grein verið stunduð um nokkra hríð og er Leikbrúðuland orðið nokkuð fast i sessi, þó ekki sé beinlinis hægt að halda þvi fram að það starfi við bestu möguleg- ar aðstæður. Mættu borgaryfir- völd vel sjá af svolitilli hungur- lús til þess að flikka uppá kjall- arann á Frikirkjuvegi 11, i ann- að eins er nú eytt. Sýningin sem nú er á boðstól- um hjá Leikbrúðulandi saman- stendur af tveimur einþáttung- um sem hvor um sig eru um það bil hálftíma langir. Ekki er ástæða til að fara að rekja efni þáttanna, en i báðum eru dýr aðalpersónur. Hafa slikar per- sónur löngum höfðað til barna ogvar ekki að sjá annað en þær gerðu það enn á þessari sýn- ingu. Leikbrúðurnar eru það sem skiptir mestu máli I brúðusýn- ingu. Þær brúður sem koma fyr- ir i þessari sýningu eru hinar kostulegustu og eftir þvi sem mitt vit hrekkur til þá eru þær mjög haglega gerðar. Flestum þeirra var siðan i textanum eða öllu heldur framsögninni ljáður sérstakur persónuleiki sem skar sig vel frá öðrum. Varð þar Ur hið fjölbreytilegasta persónu- safn. Leikmyndin er hið skrautleg- asta verk og beinlinis falleg stundum. Ljósunum var oft haganlega beitt og varð einatt úr öllu saman einkar fallegt myndlistarverk. Textinn var hæfilega einfald- ur fyrir ætlaða áhorfendur, fjör- legur og spennandi. Ég get með góðri samvisku hvatt alla sem eiga börn á for- skólaaldri og fyrstu árum barnaskóla tilaðfara með þau á þessa sýningu. Sýningar eru á Frikirkjuvegi 11 á sunnudögum kl. 15. G.Ast. Leikbrúöuland sýnir hið fjöl- breytilegasta og kostulegasta persónusafn. Dispúterað við Chinotti Ibyrjun ársins gerði undirrit- aður snöggsoðna úttekt á djass- árinu að beiðni ritstjora og einnig lét ég undan valds- mönnum og valdi plötu ársins og tónleika á islenskri grund. Við slikt val er aðeins einn mælikvarði sem nothæfur er: eiginsmekkur og tilfinning. Þvi þarf engan aö undra þótt allir djassboðberar landsins yrðu ekki undirrituðum sammála svo sem heyra mátti i djassþætti Gerard Chinottis á dögunum. Gerard var undirrituðum hjartanlega sammála um plötu ársins: Tin Can Alley með Special Edition Jack Ðejohnette en eins ósammála og mögulegt var um ttínleikana og taldi big- bandkonsert Clark Terrys sæta meiri tiðindum en dúótónleikar Niels-Hennings og Philip Cathe- rine. Slíkt er að sjálfsögðu fyrst og fremst spurning um smekk. Undirritaður nautdúósins imun rikara mæli en bigbandsins. Að visu var indælt að hlusta á sólóa Terrys og altistans Chris Woods, en unglingarnir i band- inu voru allt annað en hug- myndarikirog inspireraðir. Það er dálitið hæpið fyrir stórstirni einsog Clark Terry að smala saman skólakrökkum i band og ætlast til þess að það verði jafn- okar hljómsveita sem hafa full- þroska einleikara á hverjum fingri. Samleikurinn getur verið jafn góður en einleikurinn ekki. Clark Terry er ekki einn um slíkt, ég hef td. hlustað á Woody Herman með svona unglinga - band. Þarvar enginn sólisti frá- bær þvi Herman er enginn sólisti á við Terry. Það er dálitið merkilegt hvernig djassunnendur standa saman um tónlist sina eins ólik og hún er innbyrðis. Hvað eiga þeir sameiginlegt sem dá annarsvegar aðeins þann djass sem leikinn var fyrir 1930 og þeir sem hlusta á ekkert sem gert var fyrir 1960? Ekki margt og þó. Ég hef oftar en einu sinni minnt á það i þessum pistlum hversu þeir straumar er fram- sæknastir eru i djassi okkar tima leita fanga i frumdjass- inum. Það hafa alltaf verið deilur um hvaða djass sé ekta og hvaða djass ekki. Slikt er yfirleitt úti hött og helst til skemmtunar. Hér á ts- landi var mikil deila og góð m illi Jóns Múla og Svavars Gests um Hljómleikar Clark Terry og svcitar hans — hæpið að stór- stirni cins og hann smali saman skólakrökkum í band og ætlist til þess aö þeir standi jafnfætis stórsveitum segir Vernharður m.a. i svari við útvarpsþætti Gerard Chinottis. hvort negrar lékju beturdjass en hvitir. Jón taldi svo vera en Svavar ekki. Þetta var um 1950 þegar boppið var I algleymingi og þar voru flestar hetjurnar svartar,svohafðiog verið alltaf áður. Ástæðan fólst ekki i húð- litnum heldur þeim þjóðfélags- lega veruleika er rikti i Banda- rikjunum. Djassinn hafði verið tónlist hinna svörtu, túlkað veruleika þeirra, vonir, þrár. Hvitir gátu náð jafn langt sem hljóðfæraleikarar en þeirra var ekki að umskapa tónlistina. Til þess höfðu þeir díki hinn þjóð- félagslega bakgrunn. Það var ábyggilega jafnmikið hvitt blóð i Lester Young og fleiri höfuð- snillingum og svart en það skipti ekki neinu máli. Þeirvoru jafn kolsvartir fyrir það! A siðustu árum hefur djassinn orðið æ útbreiddara listform viða um heimog þá verður hann að spegla annan veruleika en þann ameriska. Það getur eng- inn skapað list úr lifi annars manns! Ég tel að Daninn Niels- Henning og Belginn Philip Cat- herineséu ihópi þeirra snillinga sem tekist hefur að gefa djassi sinum nýja vidd, að djass þeirra sé evrópskur en ekki ameriskur en jafnmikill djass fyrir það! Þvi þóttu mér tónleikar þeirra svona miklu betri en tónleikar unglingasveitar Clark Terrys.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.