Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 13
13
hnlrjarpncztl irinn Föstudagur 29. janúar 1982
Fáir hafa verið meira í fréttum að undanförnu en Ingólfur Ingólfsson,
formaður Vélstjórafélags islands.Hann hefur verið í miðri hringiðunni í
kringum sjómannasamninga, fiskverðsákvarðanir, gengismál og verð-
bólgu undanfarinna vikna. Ingólfur hefur verið önnum kafinn maður og
þegar ég hitti hann einn morguninn klukkan níu á heimili hans í Safamýr-
inni þá var hann að koma úr vinnunni, og var kominn vel niður í aðra kaf f i-
könnuna þann daginn. „Ég drekk mikið kaf fi og reyki eins og skorsteinn",
sagði hann, og stoð við það meðan á viðtalinu stóð.
Ingóifur er snaggaralegur maður og vakti fyrir tveimur vikum eða svo
mikla athygli fyrir heiftarlega rimmu við Steingrím Hermannsson í sjón-
varpinu. Þá var rætt um það skilyrði i sáttatillögu að fiskverð yrði ákveðið
með fulltrúum sjómanna og útvegsmanna. Ingólfur sagði að á fundi hefði
ráðherrann sagt að það væri stefna ríkisstjórnar.
„Ég leyfði mér að skilja það svo að i þessu fælist raunar ákvörðun um að
svo skyldi verða, ella gæti það naumast talist stefna manna. En það á
kannski við um blessaðan ráðherrann i þessu eins og svo mörgu öðru að það
sem ég vil það gjöri ég ekki, en það sem ég vil ekki það gjöri ég", sagði
Ingólfur.
,,fcg lield aö veiöiinaöuriun
blundi einhverssiaöar i okkur
öllum.”
Ingólfur var annars fyrst spurður að því
hvernig hann hefði komist i þá aöstöðu að
standa i slagnum um kjör sjómanna
„Það er nú ekki eins og þetta komi upp nú
skyndilega. Ég er búinn aö vera þátttak-
andi i þessu i um fjórtán ár, og jafnframt
formennsku i Vélstjórafélaginu hef ég frá
1970 unnið fyrir farmanna- og fiskimanna-
sambandið. Þar á meðal verið i verðlags-
ráði sjávarútvegsins.
Við erum þrir fulltrúar allra sjómanna
þar, og þau mál sem fara til yfirnefndar,
sem eru jafnan viðamestu málin, koma til
kasta þess eina manns sem þá er eftir. Sjó-
menn eiga einn fulltrúa i yfirnefndinni og
það hvilir þvi á honum ansi viöamikil
ábyrgð, þar sem kjör sjómanna eru ákveð-
in að mjög stórum hluta i yfirnefndinni. Og
þær ákvarðanir sem þar eru teknar hafa
veruleg áhrif á alla efnahagsþróun i land-
inu”.
— En ef þú ferð lengra aftur i timann.
Varst þú mikið á sjó?
„Nei, ég var tiltölulega litið á sjó. Eftir að
ég lauk prófi sem vélstjóri, var nokkuð
þröngt á vinnumarkaðinum, og erfitt um
góð pláss. Ég sneri mér þvi fljótt aö störf-
um i landi og starfaði við orkuver alveg
fram til ársloka 1967, þegar ég steypti mér
út i það alfarið að vinna að félagsmálum.
Áður hafði ég þó alltaf unniö mikið að fé-
lagsmálum, eiginlega alveg frá fyrstu tið”.
— En ef þú ferð enn lengra aftur. Ertu
Reykvikingur?
„Nei, Akurnesingur. En ég fluttist þaðan
ungur, eða 1945, og þá suður til Njarðvikur.
Þar lauk ég námi i vélvirkjun en fluttist svo
hingað i bæinn”.
I blóð borin
— Af hverju valdirðu þessa braut? Er ætt
þin sjómennskuætt?
„Já, ég er af sjómönnum kominn, og al-
inn upp i fjöruboröinu. Faðir minn var einn
af fyrstu togarasjómönnum á landinu og
hann stundaði sjómennsku frá barnæsku.
Flestir sem mér eru skyldir hafa verið
meira og minna við sjó”.
— Af hverju eltir sjómennska sumar fjöl-
skyldur svona?
„Ætli þetta sé ekki að einhverju leyti
mönnum i blóð boriö. Þetta stendur manni
svo nærri i æsku. Sjómennska mótar við-
horfin þegar maður er ungur, og fylgir
manni svo áfram.”
— Hefur islensk sjómennska breyst mik-
iö?
„Já. Eiginlega má segja að sjósókn og
sjómennska hafi tekiö breytingum i áföng-
um. Togaraútgerðin hefur ef til vill haft þar
mest áhrif, og núna siöustu átta árin hafa
umskiptin orðið hvað mest. Meö tilkomu
þessara fullkomnu skuttogara hefur sjó-
mennskan gjörbreyst. Ég tel aö þetta tima-
bil sé eitt mesta umbreytingatimabil frá
upphafi togaraútgeröarinnar á upþhaísár-
um aldarinnar. Svo gagnger eru umskiptin
bæði á sjó og i landi”.
— Hvernig hafa sjómenn þaö i dag?
„Ef maður heldur sig við togarasjómenn-
ina, þá má eflaust segja aö þeir hafi allþol-
anlegar tekjur. En mönnum sést jafnan yfir
að á þessum skipum er gifurlega mikið
vinnuálag og miklu meira en almenningur
gerir sér grein fyrir. Áhafnirnar eru mjög
fámennar, og raunin er sú að 12 stunda
vinnudagur hrekkur varla til, heldur veröa
menn i verulegum mæli að vinna meira en
þeim er ætlað. Þaö hefur sýnt sig aö það er
engum kleift að vinna þessa vinnu nema
ungum og haröfriskum mönnum. Þarna má
þvi segja að það hafi orðið afturför frá þvi
sem fyrst var. Það er miður aö við skulum
ekki geta búið þannig að sjómönnum okkar,
aö þeir þurfi ekki aö vinna óhóflega lengi og
undir miklu álagi, á meðan vinnutimi og
aöbúnaður fólks i landi er langtum betri en
áður”.
— En nú heyrast stöðugt sögur af ævin-
týralegum tekjum sjómanna, og bent hefur
verið á að biðlistar eftir vinnu á togurunum
eru langir.
„Þaö er von að ýmsar sögur skapist. Við
heyrum fréttir af mjög háum tekjum
manna á hæstu skipum. Og það er rétt aö
slikar aðstæður geta vissulega skapast. Og
það er lika rétt að vinnuaðstaöan er einnig
orðin þokkaleg með tilkomu nýju skipanna.
En vinnutiminn er langur. Og þaö er úr sög-
unni að langir biðlistar séu eftir plássi á
togurum. Við sem i þessu erum sjáum að
ungir menn sem verið hafa á togara i nokk-
ur ár fara i land og fá sér léttari vinnu. Þeir
þola ekki álagiö til lengdar. Sögurnar sem
ganga um togarasjómennsku einkennast af
þvi aö menn fá miklar tekjur á skömmum
tima. Ókunnugleiki gerir það aö verkum að
fólk veit ekki hvað liggur aö baki tekjun-
um”.
Engin hðgKvæmnisjónarmió
— Hvernig finnst þér sjávarútveginum
stjórnað?
„Ég held að það megi segja að honum sé
lítið stjórnað. Og sú stjórnun sem á sér staö
er afar losaraleg og fálmkennd, og hefur
aðallega miðast við að halda þorskafla
innan einhverra marka, og það óljósra
marka Sáralitil tilraun er gerö til að halda
jafnvægi milli skipastóls og leyfilegs afla-
magns. Bæði samtök útgerðarmanna og
sjómanna hafa á undanförnum árum reynt
að hafa áhrif á stjórn fiskveiða og uppbygg-
ingu fiskiflotans, og það hefur að visu haft
nokkur áhrif, en ég tel aö nú siðustu árin
hafi farið á verri veg. Sérstaklega gildir
þaö um fjölgun fiskiskipa, sem augljóslega
mun hafa alvarleg áhrif á afkomu sjó-
manna og útgerðarmanna i heild, og það
strax á þessu ári.”
— Af hverju er ekki sjávarútveginum
betur stjórnað? Er það ekki hægt?
„Þaö er stjórnvöldum auðvelt aö stjórna
t.d. þróun skipastólsins. Fjármögnun
skipakaupa og bygginga er fyrst og fremst
gerö með opinberum sjóðum, og þvi algjör-
lega á valdi stjórnvalda að skipuleggja
uppbyggingu skipastólsins. Það sýnir sig
bara að pólitisk viöhorf ráða fyrst og
fremst i þessum efnum. Hagkvæmni-
sjónarmið koma litið við sögu i uppbygg-
ingu skipastólsins.”
— Er munur á því hvernig þessu er
stjórnaö, eða eru allar rikisstjórnir eins aö
þessu leyti?
„Það er verulegur munur þar á. Ég tel að
þær tilraunir sem geröar voru fyrir nokkr-
um árum til að hafa hemil á fjölda skipa
hafa borið nokkurn árangur. En núna allra
siöustu árin, þegar öllum hefur veriö ljóst
að nauðsynlegt er aö stöðva, þá er eins og
allar varnir hafi brostiö. Núna hrannast
upp skip, og virðist ekkert lát þar á.”
10-15 prósent lekjurýrnun
— Þú sagöir áöan að stækkun skipastóls-
ins hefði veruleg áhrif strax á þessu ári.
Hvaö áttu viö?
„Mér sýnist augljóst aö nú i upphafi árs
muni verulegur hluti loðnuflotans sækja i
þorskveiðarnar. Ýmist sem netaskip eða á
togveiðar. Þessi skip munu veiöa úr heild-
arkvóta togaranna. Þaö er fyrirsjáanlegt
aö á árinu munu bætast við 12 til 13 skip,
önnur en loðnuskip. Þetta allt saman leiöir
aö öllum likindum til svona 10—15 prósent
tekjurýrnunar á hvert skip að meöaltali, ef
staðiö verður við þær takmarkanir sem
fiskveiðistefnan gerir ráð fyrir.
— Nú ert þú Alþýöubandalagsmaður. Er
ekki svolitið erfitt fyrir þig aö standa i deil-
um við rikisstjórn Alþýðubandalags?
„Það er rétt aö það hefur töluvert reynt á
trúnaðinn viö stefnu Alþýöubandalagsins
uppá siökastiö, sérstaklega á siðasta ári, og
svo núna. Stefna flokksins i efnahagsmál-
um viröist fyrst og fremst fólgin i þvi að
halda aftur af tekjum i sjávarútvegi i gegn-
um fiskverðsbreytingar. Það hefur komiö i
ljós að meginatriði i þessari stefnu er aö
takmarka fiskverðshækkanir. Það hefur
væntanlega ekki farið framhjá neinum sem
fylgist meö þessum málum aö hagsmunir
Alþýðubandalagsins og þeir hagsmunir
sem ég hef tekið að mér aö verja sem for-
ystumaður i samtökum sjómanna fara ekki
saman. Ég hef hvorki vilja né ástæðu til að
leyna þvi aö þá hljóta flokkslegir hagsmun-
ir, ef einhverjir eru, að vikja fyrir hinum.
Ég tel mig hafa svo rikar skyldur gagnvart
mönnum sem ég hef tekið að mér að gæta
hagsmuna fyrir aö flokkspólitisk viðhorf
koma langt á eftir. Ég hef aldrei keppt aö
pólitiskum frama og tel mig ekki taka neina
áhættu þó mér sé vikið til hliðar eða alveg
frá, i Alþýðubandalaginu. Það verður þá
bara að hafa þaö.”
Kaldranaiegl
— En er þetta ekki svolitið pinlegt fyrir
verkalýöshreyfinguna að forystumenn
hennar eru að meira og minna leyti aö
glima við flokksbræður i rikisstjórninni?
„Jú, það má segja þaö. En það er veru-
legur munur á minu tilfelli og verkalýðs-
baráttunni almennt. Ég lendi nánast einn i
návigi við stjórnvöld. Ég er ekki valdaður
upp af stórum hópi, eins og forystumenn
verkalýðsins almennt. Þeir eru svo ræki-
lega valdaðir af stuðningsmönnum sínum
og hagsmunahópum innan hreyfingarinn-
ar. A minum vettvangi er ekki aöstaða til
sliks Og þá getur orðið ansi kaldranalegt á
þvi bersvæöi sem maður lendir á”.
— Hvernig tilfinning er það þegar heil
stétt manna, sjómannastéttin i þessu til-
felli, treystir þíér alfarið til að leysa sin
mál?
„Það er nú svosum ekkert nýtt fyrir mér.
Þetta er bara meira i sviösljósinu núna en
áður. Það hefur ávallt verið svo aö við höf-
um haldiö fundi um allt land til að móta
okkar afstöðu. Þó þetta hafi yfirleitt farið
hljóðar en nú, þá er munurinn ekki veruleg-
ur. Þetta hefur dregist inni sviðsljósiö
vegna verkfalls og vegna þess aö stjórnvöld
létu dragast fram i odda og taka ákvarðan-
ir”.
— Þannig að þetta er nánast hversdags-
legt fyrir þér?
„Nei, ég segi þaö nú ekki. Vonandi veröa
svona átök aldrei hversdagsviðburðir. En
það er fyrirsjáanlegt aö ef svipuð stefna
verður rekin áfram af stjórnvöldum þá
hlýtur að draga til hliöstæöra tiöinda. Og
ekki bara hvaö varöar sjómenn, heldur
fleiri. Þó viröist það vera svo aö stefna
rikisstjórnarinnar sé sú aö beina aðhalds-
viöleitni sinni fyrst og fremst aö sjómönn-
um og sjávarútvegi, en ekki aö öörum stétt-
um”.
Rælur verðDólgu
— Er það ekki vegna þess aö i sjávarút-
veginum eru rætur verðbólgunnar?
„Nei. Þeirra er að leita allt annarsstaöar.
Það er mjög rik tilhneiging til þess að beina
athyglinni að sjávarútvegi þegar leitaö er
skýringa á verðbólgu og gengisfellingum.
Ég fyllyrði að með þvi eru menn að reyna
aö villa um fyrir almenningi. Þeir vita bet-
ur. Rætur verðbólgunnar eru annarsstaðar.
Sjávarútvegurinnkemur að sjálfsögðu inn i
myndina, eins og aörir atvinnuvegir þjóð-
arinnar, en ég treysti mér ekki til aö gefa
mönnum nein sérstök ráö til aö vinna bug á
verðbólgunni”.
— Vinnurðu þakklátt starf?
„Já, það tel ég vera. Hinsvegar er þvi
ekki að leyna að ég verö fyrir haröri og
ákveðinni gagnrýni þegar svo ber undir.
Þaö er óhjákvæmilegt að þegar einn maöur
fer með hagsmuni heillar stéttar, þá
orkar margt tvimælis. Þaö þýöir ekki aö
starfiö sé ekki þakklátt, eins og hvað ann-
að”.
— Ertu „niu til fimm” maður, eða tek-
urðu vinnuna með þér heim?
„Þetta er sólarhringsstarf og vel þaö. Ég
fer aldrei i sumarfri og ekki heldur i
veikindafri. Þetta er alltof skemmtilegt til
að ég timi að fara frá þvi. Ég nýt þess að
standa i baráttunni. Þaö er afar litið rúm
fyrir önnur áhugamál. Og fjölskyldan, —
þetta hefur ekki sist bitnað á henni. Hún
hefur viljaö lenda aftan viö, þó ég telji mig
þó nokkurn fjölskyldumann”.
Túr á logara?
— Ef þú tækir þér nú sumarfri til tilbreyt-
ingar, hvaö mundirðu gera? Fara i einn túr
á togara?
„Það væri ekki það óliklegasta. Mig hef-
ur alltaf langað til að fara út á togara. Það
væri gaman aö geta kynnst þvi af eigin
raun hvernig vinnan um borð er”.
— Finnst þér það ekki há þér i starfi þinu
að hafa aldrei veriö á togara?
„Nei. Ég er i það nánum tengslum við
umbjóðendur mina að ég finn ekki fyrir þvi
að það hái mér. En vissulega gerði það
manni ekki ógagn aö kynnast þvi af eigin
raun”.
— Hvernig menn eru sjómenn?
„Þeir eru margbreytilegir. Sjómanna-
stéttin hefur tekið miklum stakkaskiptum i
gegnum tiöina. Jafnframt þvi sem stéttin
hefur yngst, — sjómenn eru fyrst og fremst
ungir menn, — þá fækkar mjög þeim mönn-
um sem hafa hug á sjómennsku sem ævi-
starfi. Þeim hefur fjölgað gifurlega sem
stunda sjómennsku sem einhverskonar
millibilsvinnu, þeir gripa i þetta en hafa
ekki hug á að gera sjómennsku aö sinni at-
vinnu. Þetta hefur meðal annars valdið þvi
að stéttin er félagslega veikari en áöur.
Þetta er megineinkennið á sjómannastétt-
inni.
Mér virðist aö vngri menn sæki sjó til
þess að afla sér tekna á meðan þeir eru að
koma sér fyrir . Eftir að þeir hafa
byggt upp sitt heimili, kannski bíinir að
eignast börn, þá koma þeir í land”.
veiöiDráin Dlundar
— Erliún rétt myndin sem svo margir sjá
af sjómanninum — að hann sé grodda-
manngerð, drykkfelld og uppivöðslusöm?
„Nei, ég held að sú manngerö sem vakir I
vitundsvo margra sé óraunveruleg. Óregla
eða drykkjuhneigð sjómanna er siður en
svo meiri en tíðkast i öörum stéttum. Ég
held aö þetta séu leifar af liöinni tiö, og að
einhverju leyti innflutt”.
— En hvernig manngerö ert þú?
„Þá vandast málið. Ég treysti mér ekki
til þess að lýsa sjálfum mér — ekki þannig
að orðum minum væri treystandi.
En ég get ekki veriö annað en ánægður
með lifiö og tilveruna. Ég fæst við áhuga-
verð verkefni og hef góöa heilsu. Ég hef hug
á að halda lengi áfram”.
— Burtséö frá launum og aöbúnaöi og
stefnu rikisstjórna: Hvaö er það við sjóinn
sem gerir þaö að verkum aö menn sækja
aftur og aftur á hann?
„Það er erfitt að lýsa þvi i fáum oröum.
Ég held þó að veiðimaðurinn blundi ein-
hversstaðar i okkur öllum. Þeir sem stunda
sjómennsku alla ævi hafa veiðiþrána i rik-
um mæli. Ég held að þaö sé ekki bara hafiö
sem lokki og laöi, heldur er þaö veiðimaö-
urinn i þeim sem dregur þá útá miöin”.