Helgarpósturinn - 29.01.1982, Blaðsíða 8
!—heigac_________________
pásturíhrL.
Blað um þjóðmál.
listir og menningarmál.
Utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
AAagnússon.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaöamenn: Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Gunnar Gunnars-
son og Þorgrimur Gestsson.
Utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttrr
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt
ir.
Dreif ingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik.
Simi 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8 10. Simar:
81866, 81741, og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askrifatarverð
á mánuði kr. 30.
Lausasöluverö kr. 10.-
Sjónvarp á
krossgötum
Enn er sjónvarpið og málefni
þess á siðuin dagblaðanna, nú
siðast vegna þess hve tækjabún-
aður þess er orðinn úr sér genginn
og ónothæfur. Nú á siðustu árum
hefur sjónvarpið aðallega vakið
athygli fyrir það sem þar er ekki
gert, i stað þess að fram-
kvæmdanna væri getiö. Tækja-
kostur þess er ekki endurnýjaður,
sjónvarpið heldur ekki i starfsfólk
sitt, það fær ekki fé, sem aftur
gerir það að verkum að það getur
ekki eflt innlenda dagskrárgerð,
og þá enn siður keypt nýtt erlent
efni i gegnum jarðstöðina
Skyggni.
Fjárhagslegir erfiðleikar eru
undirstaða þess hve sjónvarpið
stendur illa um þessar mundir.
Þaö stendur þó ekki verr að þvi
leyti en mörg önnur rikisfyr-
irtæki. Munurinn er sá að allir
vita, jafnt stjórnmálamenn og
ráðherrar, sem almenningur i
landinu, að fólk er reiðubúið að
greiða mun hærri afnotagjöld en
það gerir nú fyrir aögang að góðri
sjónvarpsstöð. Það er grátlegt til
þess að vita aö einhver pólitiskur
skollaleikur með visitölu skuli
standa i vegi fyrir aö þessi fjöl-
miðill fái að þróast eins og fólkið i
landinu vill.
En þó fjárhagurinn sé slæmur
er ekki allur vandi fyrir bi þegar
og/cða ef hann verður leystur.
Það er full þörf á þvi að endur-
skoða frá grunni innlenda dag-
skrárgerð sjónvarpsins. Það er
Ijóst að nú eru starfandi hér i
landi utan sjónvarpsins fjölmarg-
ir og hæfir menn i kvikmynda-
gerð. Til að sjálfstæð framleiðsla
myndefnis og innlend dagskrár-
gerð sjónvarpsins geti þróast hliö
við hlið, en berist ekki á bana-
spjótum, verður að koma upp
nánari samvinnu en nú tiökast.
Og það frumkvæöi verður að
koma frá sjónvarpinu, eins og
fram kemur i hringborðs-
umræðum Helgarpóstsins um
innlenda dagskrárgerð sjónvarps
i dag.
Rikissjónvarp er og verður
vonandi áfram sjónvarp allra
landsmanna, þrátt fyrir að lok-
aðar videó- eöa kapalstöðvar
reknar af einkaaöilum, setjist hér
að til frambúðar. Ef það á að
standast ágengni videósins og
samkeppni einkastöðva seinna
meir verður það aö miöa starf-
semi sina viö þá samkeppni. 1 þvi
felst breyting á stefnu, þvi
samkeppni hefur engin verið
hingað til. Sjónvarpið hlýtur þvi
að nota i framtiöinni meira þann
möguleika að senda út fréttir og
atburöi i beinni útsendingu, um
leið og það nýtir I rikum mæli
jarðstöðina Skyggni. Þar geta
myndböndin aldrei veitt sam-
keppni.
Og þegar á allt er litið þurfum
við ekki að skammast okkar fyrir
islenska sjónvarpiö, ef við miðum
t.d. við nágrannalöndin. En það
er samt engin ástæða til aö sofna
á veröinum, þvi þróunin i fjöl-
miðluni er afar hröð um þessar
mundir. Ef ekki verður gertð
bragarbót í málefnum sjónvarps
núna strax, er hætta á þvi að það
verði undir í þeim slag.
„Stuð”
Það borgar sig ekki að
hlakka of mikið til þorra-
blótsins, sagði einn kunn-
ingi minn, dapurlegur, við
mig um daginn.
— Nú, af hverju, spuröi
ég og setti mig i sálgrein-
ingarstellingar og bjóst við
frásögn af einhverju harm-
sögulegu þorrablóti
mannsins.
— Af þvi að maður á að
taka öllu ánægjulegu eins
rann alveg úti sandinn og
þvi er ég að segja frá henni
og allt þorpiö hefur verið
frávita af tilhlökkun til
þorrablótsins siðast liöinn
hálfan mánuð. Ég lika. Af
þvi að þessi þorrablót hér á
Egilsstöðum eru alveg
kapituli útaf fyrir sig!
Svoleiðis er að allt þorpiö
kemur saman einu sinni á
ári þ.e. á allsherjarþorra-
blóti þar sem allir sem
og hverri annarri uppá-
komu, sagði hann, en ekki
vera að gera sér vonir sem
ekki standast svo, bætti
hann við enn mæðulegri.
— Varst þú kannski á sið-
asta þorrablóti? spuröi ég
varfærnislega (en forvitin)
og hugsaði um leið: Freud
hefði leyft honum aö tala
óáreittum.
— Nei, sagði hann.
^)g það er skemmst frá
aö segja aö þessi samræða
vettlingi geta valdið mæta.
Eftir að þorpið fór að
stækka og þenjast út fyrir
tiu árum eða þ.u.b. fóru
svartsýnismenn að bölsót-
ast yfir þvi að nú væri
þorpið að verða of stórt fyr-
ir þessa sameiginlegu
gleði, nú væri aðkomu-
pakkið loksins búið aðeyði-
leggja endanlega gamla
góða þorpsbraginn. En
þessi gleöi er enn haldin og
sömu svartsýnismennirnir
eru enn að rausa og það er
Dæmisagan
um úlfinn í
sauðargærunni
Innlegg í skólamálaumræðuna
þessum riddara
hringborðsins hafa verið
kennd fjögur börn um dag-
ana. Og gengizt við þeim
öllum. Eitthvað rámar mie
i að þau hafi antvistazt i
kringum mig á siðkvöldum
það veit að ég skil ekki
fremur en hebrezku, bara
að gamni sinu. Alltaf finnst
mér þó skrytið að heyra
barnið tala vestfirzku hér i
gamla Vesturbænum. En
það er mér eiður sær að ég
Birgir Sigurðsson— Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald-
vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sig-
urður A. Magnússon.
meðan þau voru enn á apa-
stiginu og skondruðust um
á öllum f jórum. En fyrr en
varði voru þau stigin i báða
fætur og voru eftir það eins
og kötturinn hjá Kipling
sem fór sinar eigin leiðir.
Ekki minnist ég þess að
neinn hafi talið mér trú um
að ég væri uppalandi þess-
ara barna, hvað þá heldur
mér hafi dottið það i hug
sjálfum. Helzt gæti ég
trúað eftir á að hyggja að
þau hafi alið sig upp sjálf.
Nema hún Bryndis hafi
gert það? En það hefur þá
alveg farið framhjá mér.
Einhvern tima man ég þó
að hún sat gegnt mér við
morgunverðarborð og
hafði barn á brjdsti jafn-
framt þvi sem hún skrifaði
lærðan stil á latinu um
blautligan kveðskap þeirra
Virgils og Hóratiusar.
Nema hvað hún rétti mér
barnið og bað mig hafa
ofan af fyrir þvi meðan hún
skryppi upp i háskóla að
taka BA próf ilati'nu. Sagð-
ist verða komin aftur fyrir
hádegið til að setja upp
matinn. Mér var lokuð bók
hvurnig ætti að hantera
svona reifastranga i heilar
fjórar klukkustundir
og taldist þetta þó vera
mitt fjórða barn. Sem betur
fer leysti barnið vandann,
fór aö sofa og skipti sér
ekki frekar af mér. Núna
spilarþetta barn á píanó og
flautu og þykist vera aö
bera undir mig nótur sem
hafi alið upp nokkurt þess-
ara barna sem mér eru
kennd. Og sé ekki i fljótu
bragði að þau hafi farið
mikils á mis. Hitt er ekki
örgrannt að ég hafi lært
eitthvað af þeim. Til dæmis
að maður verður öðru
hverju að reyna að hemja
skap sittef maðurætlar að
lifa af i svona kommúnu.
Ut frá þessu reynslu-
leysi minu ,,á sviði upp-
eldismálanna” var ég far-
inn að halda að þau fræöi
væru bara tilbúningur til að
réttlæta skólastofnana-
iðnaðinn og siþenslu hans.
En svo varð ég fyrir
óvæntri lifsreynslu um
daginn. Alþyðuflokkurinn
komst aö þvi i einhverju
skammdegiskasti að hann
nennti ekki aö gefa út Al-
þýðublaðið, rikisstjórnin
var með allra daufasta
móti og engar kosningar i
nánd sem ég nenni að gera
mér rellu útaf. Hafði þess-
vegna ekkert að gera nema
skrifa einn leiðara á dag og
nudda i Stefi að innheimta
höfundarlaun af Mogg-
anum fyrir daglega endur-
birtingu. Og strákurinn si
og æ að nauða i mér með
hundinn. Hundar eru að
visu bannaðir svo að við
ákváðum að fá okkur úlf.
Ég hélt i' sakleysi minu að
honum mundikippa i kynið
til hundanna i sveitinni i
gamla daga. Þaö var ekk-
ert vesen með þá. Afgang-
Föstudagur 29. janúar 1982 hohjarpn^h trinn
almannarómur á hverju
ári aö nú sé Valaskjálf
sprungin utan af þorrablót-
inu. Satt að segja liggur
nærri — en ekki enn.
^aginn sem þorrablót-
var haldið lokuðu verslanir
hér i þorpinu um miðjan
dag, samkvæmt venju.
Menn voru að hafa sig til.
Og i blokkinni þar sem ég
bý var ekkert heitt vatn að
hafa um sex-leytið og réð-
um við það af likum að þá
væri álagið á kerfinu oröiö
of mikið. En vatnið kom
aftur og þvi mættum við
nýþvegin á vettvang og ég
ætla mér ekki þá dul aö
segja Reykvlkingum frá
þvi hvaö maður er fjall-
hress og jákvæður úti til-
veruna þegar maður mætir
á svona sameiginlegt
þorrablót. Landsbyggðar-
menn skilja áreiðanlega
hvað ég á viö.
Fyrsta klukkutimann
getur maður ekki að sér
haft að glápa á fólkið. Þá
þegar mannskapurinn er
búinn aö leggja frá sér
brauðstritiö og húsbygg-
ingarnar og áhyggjurnar
og kominn i sparifötunum á
þorrablót reynast konurnar
hver annarri fegurri og
karlarnir glæsimenni og all-
ir verða mjög hrifnir hverj-
ir af öðrum. Svo byrja
menn að skemmta sér und-
ir drep og ef einhver gerir
það ekki læst hann gera það
eða segir: ,,Ég veit það
ekki” þegar hann er spurð-
ur um það hvort honum
hafi ekki þótt gaman. Eng-
inn hallmælir heldur
skemmtiatriöunum og eng-
inn móögast þó að hann fái
smáspælingu i þeim.
„Stuðið” er sumsé sameig-
inlegt enda ofsalega gam-
an.
Og þá er ég nú eiginlega
komin aö kjarna málsins.
Ekki er maður fylgjandi
stéttasamvinnu og ekki er
maöur svo sem skoöana-
systir allra hér i þorpinu og
ekki eru allir hér jafn
ásáttir við þá pólitfk sem
rennur uppúr manni þegar
minnst varir. En þaö skipt-
ir voða litlu máli þegar
menn fara að dansa og
syngja saman. Og þetta er
ein af lukkulegu hliðunum
á þeim nánu samskiptum
sem myndast manna i mill-
um i litlum samfélögum,
menn skriða uppúr skúff-
unum sinum, geta glaöst
saman, verið saman og
staöið klárir á þvi að öll er-
um við, jú, hressasta fólk.
r
^^ður eri þorrablótinu
lauk rann ég og staulaöist
og bjó mig undir að skriöa
heim — á svellbunkunum
sem þekja allar götur hér á
Egilsstöðum núna eftir sið-
ustu hláku. Og ég var svo
jákvæö i sinni og kampakát
aö ég vék skipulega frá
mér þeim illu hugsunum
sem daglega leita á mann i
garð þorpsyfirvalda sem
aldrei gera ráö fyrir gang-
andi fólki; hér er aldrei
borinn sandur á svell þó aö
menn hafi verið að háls-,
handleggs- og fótbrjóta sig
útum allt þorp siðustu daga
og meira að segja bílarnir
spóli á svellunum og kom-
ist ekki lengra. Ég fékk far
heim, hálsbrotnaði ekki og
tókst að halda þvi jákvæöa
þorrablótshugarfari sem
verður endurvakið, von-
andi, á sama tima að ári.
Dagný
inum af þvi sem mann-
skepnan iagði sér til munns
var fleygt i þá og svo var
þeim sparkað út fyrir
svefninn. Samt voru þetta
félagslega sinnaðir hundar.
Að visu ónothæfir með öllu
til hverskyns fjársýslu eins
og titt er um vinstrimenn.
En meintu vel. Ég vissi
ekki betur en úlfar væru
lika félagshyggjuhundar:
Dálitið grunnhyggnir, auð-
blekktir og húsbóndahollir.
En ekki lengur.
Ulfinum fylgdu hand-
bækur um uppeldismál,
nánar tiltekið þjálfunar-
prógram Brandenburgar-
deildar prússneska hers-
ins — fyrir úifa. I þremur
bindum. Og þar er nú ekki
verið að tala um neina
elsku mömmu, opinn skóla
i Fossvogssti'l með frjálsri
tjáningu á jafnréttisgrund-
velli. ónei. Lykilorðin
voru: Agi. Virðing. Hlýðni.
(Eins og i Menntaskól-
anum á isafirði og Eton,
þegar þessir skólar voru
uppá sitt bezta). Úlfurinn
verður að læra að virða
húsbónda sinn og hlýða
honum i' einu og öllu. Og
húsbóndinn er aðeins einn.
1 þessu tilviki ég. Og fyrir
mér átti þessi úlfur að bera
takmarkalausa viröingu.
Hvernig þá? Ef hann ekki
gerði þaö við fyrstu sýn bar
að kúga hann til þess með
valdi. Prósessinn er sagður
taka tvö ár. Fúlltæmdjobb.
Þaö verður að vera agi i
hernum sagði góði dátinn.
Þetta er vettvangs-
skýrsla eftir fyrsta mánuð-
inn: t handbókinni stendur
að úlfurinn eigi að vera
innilokaður, meðan ég er
að kenna honum um-
gengnisvenjur. Ég visa úlf-
inum i bakhýsi. Loka. Svo
heyri ég grimmdarlegt urr.
Svo er hurðin brotin upp og
úifurinn stendur á miðju
gólfi og gefur mér illt auga.
Urrar. Handbókin gerir
ekki ráð fyrir þvi að úlfur-
inn komist upp með það að
urra á húsbóndann. Það á
að vera öfugt. Svo að ég
urra á úlfinn. Hann virðist
ekkert impóneraður. Hann
fitjar upp á trýnið. Ég fitja
upp á trýnið. Hann lætur
skina i vigtennurnar. Ég
geri sömuleiðis. (Og man
þá allt f einu eftir að ég hef
trassað að fara til tann-
læknis). Ég sé mér engrar
undankomu auöið. Ten-
ingunum er kastað eins og
Caesar sagði af svipuðu til-
efni. Sókn er bezta vörnin i
pólitikinni. Svo að ég flýg á
úlfinn,legg hann flatan og
þykistbita hann á barkann.
Það sljákkar i djöfsa. En
aldrei lengi í einu. Ég þarf
stööugt að sannfæra úlfinn
upp á nýtt um að ég sé for-
inginn. Ekki hann. Þetta
hélt áfram i' þrjár vikur.
Elif slagsmál. Þá var ég
búinn á taugum. Gafstupp.
Nú er svo komið að
þessi prússneski skóli er
oröinneins konar opið hús
með frjálsri tjáningu á
jafnréttisgrundvelli. Úlfur-
inn hefur valiö sér bæli við
fótagafl húsbóndans. Og
vikur ekki frá honum. Kl.
07:15 er húsbóndinn rifinn
upp úr rúminu svo að úlfur-
inn geti spássérað með
húsbóndann i garðinum.
Þvinæst færir húsbóndinn
úlfinum þriréttaðan
morgunverð. Húsbóndinn
fær þvinæst að skrifa einn
leiðara fyrir hádegi, gegn
þvi að snæöa með úlfinum
meiri háttar hádegisverð.
Að þvi loknu fara úlfurinn
og „húsbóndinn” i for-
ingjaleik i garðinum.
Frómt frá sagt hefur úlfur-
inn þegar náð undirtök-
unum I þeim gráa leik. Þaö
fer hrollur um „húsbónd-
ann” i hvert skipti sem
úlfurinn ris upp á afturfæt-
urna i öllu sinu veldi og
„þykist” bita húsbóndann
á barkann. Foringjaleikur-
inn er þó hreinn barna-
leikur hjá þeim mararþon-
hlaupum sem húsböndinn
má þreyta með úlfinum á
hverju kvöldi millikl. 18:00
og 19:00 hringinn ikringum
Seltjamarnesið. Þar er það
húsbóndinn sem fer á eftir
með lafandi tungu. Þeir
fyrrverandi kunningjar
minir sem sjá úlf með rit-
stjóra i bandi að prúss-
neskum heræfingum á
viðavangi eru vinsam-
legast beðnir um að láta
einsog ekkert sé — efþeim
er annt um liftóruna.
Þessi dæmisaga um rit-
stjórann og úlfinn hefur að
sjálfsögðu dýpri merkingu
en liggur i yfirborðinu og
er ætluð sem innlegg i
skólamálaumræðuna. Var
ekki Kennarasambandið að
heimta að rikið liftryggði
uppalendur i þess þjónustu,
áður en þeir væru sendir (
gin ljónsins, inn i skólastof-
una? Er ekki likt komið
fyrir skólakerfinu og rit-
stjo'ranum i' dæmisögunni?
Ég bara spyr?
— JBH