Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 4
4 NAFN: Pétur Reimarsson STAÐA: Deildarverkfræöingur hjá Vinnueftirliti rikisins FÆDDUR: 9. mars 1951 HEIMILI: Flyörugrandi 18, Reykjavík BIFREIÐ: Mazda 626 árg. 1980 HEIMILISHAGIR: Sambýli, þrjú börn ÁHUGAMÁL: Ailt sem hann kemur naíægt OLÍUÞÖRF HERSINS HEFUR MINNKAÐ UNDANFARIN ÁR Pétur, hvenær ter herinn? - Ja, ég vona aö hann fari sem fyrst. Hins vegar litur ekki út fyrir að það ástand sé i þjóðfélaginu i dag, að við getum vænst þess að hann fari á næstu árum. En við höldum baráttunni áfram og vonum að ráðamenn þjóðarinnar skynji þá hættu sem okkur stafar af hernum og taki miö af hinni sterku hreyfingu herstöövaand- stæðinga þannig að herinn verði látinn fara sem fyrst. Þið haidiö baráttunni áfram, segirðu. Nú hefur manni þótt heldur litið bera á hreyfingunni að undanförnu en einmitt nú, þegar Alþýðubandalagsráð- herrarnir hafa þörf fyrir stuðning, þá er eins og her- stöðvaandstæðingar um allt land rjúki upp tii handa og fóta. Hvcr eru bein tengsl herstöðva- andstæöinga og Aiþýðubanda- lagsins? -Þau eru engin. Það er röng forsenda hjá þér, að það hafi litið borið á okkur. Við höfum haldið uppi mjög öflugu starfi undanfarin ár og verið með f jöldaaðgerðir um svipað leyti á hverju einasta ári i mörg ár i kringum 30. mars og til dæmis lengi verið meö fúndi i Háskóla- biói. Við höfum staðið fyrir Rokk gegn her, Keflavikur- göngum og fleiru. Nú,varðandi tengslin við Alþýöubandalagið, þá eru þau engin formleg. Hins vegar eru innan samtaka her- stöðvaandstæðinga fjöldamarg- ir alþýðubandaiagsmenn. Er ekki óheppiiegt fyrir her- stöðvaandstæðinga, sem telja sig eiga stuðningsmenn i öllum flokkum, að vera svo nátengdir Alþýðubandalaginu — eins og sjá má af þvi að allir helstu for- ingjar hreyfingarinnar eru jafn- framt liðsmenn flokksins og gegna þar jafnvel trúnaðar- stööum? — Það er ekki rétt hjá þér, aö allir fonngjar hreyfingarinnar séu i Alþýðubandalaginu. Ég er það að visu sjálfur en langflestir þeirra, sem eru virkir i Samtök- um herstöövaandstæðinga, eru óflokksbundnir. Hins vegar er það rétt, að það er svona meiri vinstri keimur af þessari hreyf- ingu. Það er ekki nema eðlilegt miðað við hvaða skoðanir hægri menn hafa á hernum og þvi hvemig við eigum að tengjast kerfi Atlantshafsbandalagsins. Þekkir þú marga herstöðva- andstæðinga I öörum stjórn- málafiokkum, til dæmis Sjálf- stæðisflokknum ? A þriðjudaginn, 30. mars, eru liðin 33 ár síðan tsland geröist aðili að Atiantshafsbandaiaginu, NATO, Fáir atburöir hafa valdið jafn langvarandi og djúpstæöum ágreiningi meðal fólksins I landinu. Alla tið siðan hafa fjöldasamtök fólks barist gegn erlendum her I landinu — og ekki eru mjög mörg ár sfðan stærri hópur varaði við öiium hugmyndum um aö bandaríski herinn verði sendur úr Iandi. Meö tilkomu friðarhreyfingarinnar i Evrópu hefur Samtökum herstöðvaandstæðinga hérlendis vaxiö nokkuð fiskur um hrygg og undanfarnar vikur hafa þeir látið meira til sin heyra m.a. vegna svonefndrar Heiguvfkur- deilu. Tæplega tveimur árum eftir að tstand gekk i NATO fæddist sveinninn Pétur Reimarsson, sem i dag er formaður miönefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga. Hann þekkir ekki land sitt án erlends hers — Pétur er i yfirheyrslu Hclgarpóstsins i dag. — Ég þekki ekki marga flokksbundna sjálfstæðismenn i samtökunum, en ég þekki einn eða tvo. Nú, fari herinn, er þá ekki hætta á að þetta hefðbundna valdajafnvægi á noröurhveli jarðar raskist? — I fyrsta Iagi trúi ég ekki á þessa kenningu um valda- og ógnunarjafnvægið. Ég held að hernaðaruppbyggingin sé kom- in það langt, að það verði að snúa við. Ég held að okkur, sem tslendingum, sé mun meiri hætta búin af þvl að tengjast hernaðaruppbyggingu Banda- rikjanna - en að standa ut- an við vigbúnaöarkapphlaupiö. Tengjast hernaðaruppbygg- ingu Bandarikjanna, segir þú. Værum við — eða þið — sáttari við að hafa hér norskan her eða danskan? — Nei. Við teljum að það sé unnt að hafa hér herlaust land. Við teljum ekki aö þörf sé á nokkrusliku apparati hérlendis. Þegar heiti samtaka ykkar breyttist fyrir nokkrum árum úr Samtök hernámsandstæðinga I Samtök herstöðvaandstæðinga, hafði það þá I för með sér breyt- ingu á afstööunni til NATO — ef til vill minni andstöðu við NATO? — Stefna Samtaka herstöðva- andstæðinga byggir á tveimur meginatriðum. Þaö er annars vegar andstaða við veru hersins hér á landi og þátttöku Islands i Atlantshafsbandalaginu og hins vegar andstaða við hvers konar hernaðarbandalög. Sú stefna hefur aldrei breyst. Umræðan um herinn hér á landi hefur oft verið fremur til- finningaleg. Hvort eru það fremur tilfinningar eða rök, sem ráða I andstööunni við her- stöðvar USA hérlendis? — Það hefur lengi verið þannig, að baráttan fyrir friði og gegn her hefur verið hug- sjónabarátta. Hins vegar hefur maöur tekið eftir þvi á siðari árum, að þróun stjórnmála almennt hefur verið sú, að það er minna af hugsjónum en meira af sérfræðilegum álits- gerðum, sem menn nota til aö styðja meö málflutning sinn. Það er ekkert slæmt um það að segja en hinsvegar vill þannig til, að hugsjónin um frið hérlendis og herlaust land er studd ákaflega sterkum rökum. En rökin þar á móti: Hefur nokkru sinni hvarflað að þér I húminu að ef til vill séuð þið I samtökunum með baráttu ykkar að ganga erinda hins stórveldisins, eins og oft er haldið fram i ýmsum hornum? — Nei, mér hefur aldrei dottið það i hug. Ég er þeirrar skoðunar, og sú er einmitt ein ástæðan fyrir þvi að ég tek þátt i þessu starfi, að ég er á móti hemaðaruppbyggingu beggja stórveldanna og tel mig ekki veraaö þjóna hagsmunum eins eða neins — annars en að tryggja að við getum lifað utan við hugsanleg hernaðarátök. Snúum okkur að öðru: Eru herstöðvaandstæðingar algjör- lega sammála Alþýðubanda- lagsráðherrunum i Helguvikur- málinu? — Ég held að ekki komi til greina að leyfð verði nokkur uppbygging hersins i Helguvik frá sjónarhóli herstöðvaand- stæðinga. Ég hef ekki orðið var við að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins.sem em jú lika her- stöðvaandstæðingar, hafi neina aðra skoðun á þvi máli. Þannig að þar liggja leiðir ykkar saman? — Já. Nú er vitað og viðurkennt að oliutankarnir umræddu hafa mengað drykkjarvatn Keflvík- inga og Njarðvikinga. Hvað er þvi til fyrirstöðu að nýir oliu- tankar verði settir niöur I Helguvík? — I fyrsta lagi er hægt að sýna fram á þaðmeð nokkuð sterkum rökum, að oliuþörf hersins hafi minnkað á sfðustu árum, m.a. með tilkomu nýrrar og fullkom- innar hitaveitu. 1 öðru lagi mælir ekkert sérstaklega á móti þvi að þeir fái að byggja nýja tanka. Við teljum aftur á móti að unnt sé að gera það inná Vallarsvæðinu sjálfu. Ef farið verður út i að byggja oliutanka i Helguvik, þá er hættan sú, að herinn sé kominn af stað með sina upphaflegu áætlun um flotahöfn og aukið geymarými. Þeirri áætlun gætu þeir þá haldiö til streitu siðar meir. Þannig að hættan á að tsland sé skotmark færi vaxandi? — Já, það hefur komið i ljós I umræðunum á slðastliðnum árum, að ísland hefur smám saman verið fléttað meira og meira inn i átök stórveldanna. Um leið fer þessi hætta, sem þú minnist á, vaxandi. Eru samtök ykkar nægilega sterk á Suðurnesjum i nágrenni herstöövarinnar, þar sem haldiö er fram að „hernám hug- ans” sé hvað algjörast? Eruð þið ekki með andstöðu ykkar við Helguvikuráformin að einangra ykkur enn frekar frá fólkinu þar? Þiðsegist jú vera afftuttir I flestum fjölmiðlum, nema kannski Þjóðviljanum. — Fyrstþetta um fjölmiðlana. Það er náttúrlega ljóst, að sterkustu blöðin hér á markaðn- um hafa i áratugi hamrað á þvi .að herstöðvaandstæðingar séu óæskilegt fólk, að við séum að berjast fyrir þvi að Rússarnir komi hingað. Þetta hefur haft þærafleiðingar, að margir lita á herstöðvaandstæðinga sem eitt- hvað sérstakt fyrirbæri. Það er auðvitað engan veginn þannig. Við eigum tugi þúsunda stuðningsmanna út um allt land, meðal annars öfluga stuðnings- menn á Suðurnesjum. Þeir eru algjörlega sammála okkur um afstöðuna til Helguvikurmáls- Þannig að þið eruð ekki að einangra ykkur frá þvi fólki, sem þið ættuð kannski helst að snúa ykkur að? — Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Ég held ekki að her- stöðin hér sé vandamál Suður- nesjabúa einna, hún er vanda- mál allrar þjóðarinnar. Þeir sem eru herstöðvaandstæðingar á annað borð og eru þarna suðurfrá, þeir eru alveg sam- mála okkur um afstöðuna til uppbyggingar hersins, eins og ég sagði áðan. Það er kannski rétt að taka það fram, að þegar við fórum og skoðuðum Helgu- vikina um siðustu helgi, þá kom I ljós að svo virðist sem herinn sé búinn að taka undir sig allan nyrsta hlutann af Reykjanesi, sem þó er ómerktur og ber eng- in ákveðin merki um að hann tilheyri hernum. Okkar stuöningsmenn þarna suðurfrá sögöu cátkur að ef fólki yrði það ljóst, ef svæðið væri girt af, þá mætti búast við að rynnu tvær grímur á marga menn, sem hafa til þessa verið hlynntir her- setunni frekar en hitt. Ef við göngum út frá þvi að herinnhafi áhrif á þjóðlífið — er þá rétt að fela vandamálið inná Velli og banna að hermenn hafi frjálsan aðgang um landið? Væri ekki vænlegra til árangurs fyrir málstað herstöðvaand- stæðinga að láta fólkið i landinu hafa af þvi raunveruleg kynni hver áhrif hersins eru á okkar þjóðfélag? . — Ég held að þjóðin hafi lært það, bæði í seinni heims- styrjöldinni og svo þegar Kan- inn kom hér fyrst, hvaða áhrif herinn hefur á þjóðlifið. Það hafa margir þekktir rithöfundar tekið þetta fyrir og lýst þvi ágætlega. Herstöðvaand- stæðingar eru ekki tilbúnir að vinna málflutningi sinum stuðning með þvi að heimta meiri her. Við berjumst hins- vegar fyrir þvi' að herinn sé sem mest einangraður og að hann fari. Við teljum að þannig sé best að útiloka áhrif hans I þjóðlífinu. Svo ætlið þið að halda „hel- stefnufund” á laugardaginn. trt á hvað gengur hann? — Við höfum ekkert komið inn á þessar friðarhreyfingar, sem verið hafa að spretta upp i Evrópu, en einn ræðumanna á fundinum verður einn af helstu talsmönnum friöarhreyfingar- innar i Bretlandi, prófessor Ed- ward Thompson. Við höfum verið að vinna að þvi að efla tengslin við þessar hreyfingar og fundurinn mun bera svip af þvi. Hann er lika haldinn til að minna á að 30. mars næstkom- andi eru liðin 33 ár sfðan ísland var þvingað inn i Atlantshafs- bandalagið. eftir Ómar Valdimarsson myndir: Jim Smart p(f,r,I >. .4,. 1» lU'iwwU v • Föstudagur 26. mars 1982 he/garpósturinn \ 1

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.