Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. mars 1982 Hér er svo salatbarinn, sem menn geta borðað af eins mikiö oe beir f sig geta látið. B H Potturínn og pann- an opnaði Potturinn og pannan heitir nýr matsölustaður, sem opnaður var i gær. Staðurinn er til húsa á horni Brautarholts og Nóatúns, þar sem Hlíöarendi sálugi var. Eigendur hins nýja matsölu- staðar eru Olfar Eysteinsson, Sigurður Sumarliðason og Tómas Tómasson og hafa þeir lagt út i töluverðar breytingar á húsnæð- inu. Er það nú hið vistlegasta. Aðalsmerki staðarins verður salatbar að hætti þeirra i Ame- riku. Er þar um að ræða fjöldann allan af grænmetistegundum. Fylgir salatbarinn með öllum máltíðum, en einnig er hægt að fá hann sér, ásamt súpu. Að sögn forráðamanna staðarins veröur í gær lögð áhersla á góðan og ódýran mat, og ef marka má það, sem blaðamönnum var boðið upp á I gær, þá er ekki annað hægt að segja, en það takist vel. Sem dæmi um verð má nefna máltið, sem samanstendur af súpu, salat- bar og lambakjöti. Hún kostar að- eins tæpar 90 krónur. Til þess að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan foreldrarnir snæða, er sérstakt barnahorn, og er ekki að efa, að þar fer vel um þau. Potturinn og pannan er opinn daglega kl. 08—23.30 og auk matar, er hægt að fá þar kaffi og nýjar kökur um miöjan daginn, að ógleymdum morgunmat. Mcxikönsk vika hefst á Hótel Loftleiðum I kvöld. Þar verður gestum boðið upp á mexikanskan mat og þarlendir listamenn syngja og leika. Það verður greinilega mikið fjör I Vikingasalnum, eins og myndin hér að ofan ber merki um. Rokk í Reykjavík: Frumsýning um páskana Nú fer að liða að þvi, að kvik- myndin Rokk I Reykjavik verði frumsýnd. Stóra stundin rennur upp um páskana og vefður hún sýnd i Tónabiói. Vinnsla myndarinnar er nú á lokastigi, og eru aðstandendur hennar nú staddir I Kaupmanna- höfn, þar sem lokafrágangur fer fram. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram i myndinni, eins og kunnugt er,og má þar nefna Bubba, Grýl- urnar, Jonee Jonee, Bruna BB, Þursaflokkinn, Purrkinn, og marga fleiri. Upptökur fyrir myndina fóru fram á um 30 stöðum á Stór- Reykjavikursvæðinu, á tónleik- um, æfingum o.s.frv. Hljóðið i myndina var tekið upp á átta rás- ir og verður Rokk i Reykjavik fyrsta islenska myndin, sem sýnd verður i Dolby-stereó. Framleið- andi myndarinnar er kvikmynda- félagið Hugrenningur sf., en eig- endur þess eru Ari Kristinsson, Friðrik Þór Friðriksson, Jón Karl Helgason og Þorgeir Gunnarsson. En það er ekki nóg með, að Rokk i Reykjavik komi út á filmu, þvi um næsta mánaðamót er væntanlegt á markaðinn tvöfalt albúm meðlögum úr myndinni og verða plötur þessar gagnmerk heimild um rokklif i Reykjavik. Og ennþá er það Hugrenningur sf., sem stendur aö útgáfunni. 7 MYNDAR- LEGAR GJAFIR FRAKODAK Vasamyndavélamar írá Kodak eiga það allar sameiginlegt að vera sérlega auðveldar í notkun, með öruggu stuðningshandíangi og skila skörpum myndum í björtum litum. Aðrir eiginleikar þessara bráðsnjöllu vasavéla s.s. aðdráttarlinsur, innbyggð sjálívirk leiíturljós og hraða- stillingar eru mismunandi eítir gerðum og það er verðið að sjálísögðu líka. KODAK TELE-EKTRALITE 600 Glœsileg myndavél með sér- stakri aðdráttarlinsu og innbyggðu sjálívirku eilííðarílassi. Fókusinner írá l.lmíhiðóendanlega. Verðkr. 1.120,- KODAK EKTRALITE 400 Stílhrein myndavél með þremur hraðastillingum og inn- byggðu eilííðarílassi. Fókusinn er írá 1,2 m í hið óendan- lega. Verð kr. 710,- Vasamyndavél írá Kodak er myndarlea aiöf sem þú getur verið stoltur aí hvar og hvenœr sem er. BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVER UMBOÐSMENN S. 20313 S: 82590 S: 36161 UMLANDALLT AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 91.13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.