Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 8

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 8
posturhrL. Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Atgreíðsla að Hverfisgötu 8 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. .Áskrifatarverð á mánuði kr. 30. Lausasöluverð kr. 10.- Ógeðfellt steinullarstapp Steinullarverksmiðjumálið er ágætt dæmi um þaö hvernig ekki á að standa að atvinnuuppbygg- ingu á tslandi. Ekki bara að i þvi sé að finna ógeðfelldasta þáttinn I stjórnkerfi okkar, hreppapólitik- ina,heldur er þetta einnig dæmi um það þegar rikið er að skipta sér að hlutum sem það ætti að láta sjálfstæða aöila sjá um. Hér á landi er verulegur mark- aður fyrir steinull til einangrun- ar. Hér á landi er að finna megin- hráefnið til framleiðslu hennar, blessaðan sandinn, og hér er einnig til sd orka á hagstæðu verði sem þarf til framleiðslunn- ar. Það er þvi ekki undarlegt að fyrir rúmum áratug fengju is- lenskir aðilar áhuga á þvi að reisa stóra steinullarverksmiðju sem legði undir sig innanlandsmark- aðinn og flytti einnig út i verulegu magni. Sióan fyrstu athuganir fóru fram á þessu fyrir rúmum áratug hefur málinu verið velt fram og aftur inn og útúr iðnaðarráðu- neytinu. Og nú er svo komið að fram þarf að fara pólitlskt val á Alþingi milli tveggja aöila sem báðir hafa lagt ómælda vinnu í undirbúningsrannsóknir fyrir steinullarverksmiöju. Stofnkostnaöur við svona verk- smiöju er um 100 milljónir, og það er ekki meira en svo að með venjulegri lánafyrirgreiðslu eiga samtök sveitarfélaga eða stór al- menningshlutafélög að ráða við að setja hana á fót, án þess að rikiö þurfi að vera eignaraöili. Séu Sunnlendingar og Sauðkrækl- ingar jafn sannfærðir um að steinullarverksmiðja sé arðbært fyrirtæki og þeir vilja vcra láta, þá er I rauninni ekkert I veginum fyrir því að þeir taki sjálfir áhætt- una af þvi aö reka hana. Það er eitthvað bogið við þaö að að það skuli vera orðiö að póli- tisku málii inná Alþingi hvar svona verksmiðja á að vera a landinu. Auðvitað á ekki Alþingi að ákveða það. Ef einhverjir aöii- ar, eins og t.d. Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga, þora að taka áhættuna af rekstri svona fyrirtækis, þá eiga þau auðvitað að ráöa þvi hvar hún er. Ef þessir aðilar þora það ekki, þá ferst þeim auðvitað ekki heldur aö brúka munn þó rikið ákveði aö hafa hana þar sem það telur rétt. Rikið á ekki að taka frumkvæðið af s veitarfélögunum, og skammta þeim siðan verkefni aö geðþótta, eins og gert hefur verið I steinullarmálinu. Steinullarmálið er orðiö heldur ógeðfellt. Það eru ekki lengur fjárhagslegir hagsmunir sem máli skipta, heldur hreppapólitfk af versta tagi. Bæði Sunnlend- ingar og noröanmenn beita póli- tiskum þrýstingi af öllum mætti til að fá sitt fram og ekki verður annaö séð en að innan skamms komi til harkalegra átaka á Al- þingi vegna þessa máls, þar sem Eggert Haukdal verður væntan- lega á aðalhlutverkinu og allir vita hve atkvæði hans er mikil- vægt ríkisstjórninni. Það væri þvi eftir ööru ef stein- ullarverksmiðjan yrði rikis- stjóminni að falli. Veistu hvaö ég frétti ? Ef maður fylgist með fréttum af þvi sem er að gerast I heiminum fer ekki hjá þvi að maður hugsi oft og iðulega um mannrétt- indamál og mannhelgi. Hvernig getur það til dæmis veriö verjandi að skjal um rétt og helgi kengúrunnar i Astraliu, fyrir bænarstað vinkonu minnar, fyrir mörgum árum. Enda er ég ekkert á móti kengúrunni — nema siður sé. Ég er lika frekar hlynnt selnum, enda sæti Austfjaröafpóstur trá Dagnýju Kristjánsdóttur svipta milljónir manna i Póllandi frelsi og mann- réttindum til að tryggja frelsi og mannréttindi i landinu? Og hvernig getur það verið verjandi að skáka alþýöu manna i E1 Salvador til og frá á alþjóð- legu taflborði Ronalds Reagan? Hvernig geta þessir svokölluöu ráöa- menn i'heiminum tekiö sér vald og umboð til að velja dauðann fyrir einstaklinga, skoðanahópa, þjóðarbrot, fólk—gamalt og ungt? Guð, ég veit aö það er asna- legt að vera aö spyrja svona tilfinningalegra spurninga — en samt — mér er næst að halda að ef mannréttindi ogmannhelgi væru nokkurs metin, yfir- leitt, þá væri öðruvisi um- horfs i heiminum i dag. Og satt að segja tekur frelsisbaráttan á sig kynd- ugar myndir á köflum. Ef ég man rétt skrifaði ég undir ástrihufullt bænar- -----------------------) sist á mér að vera á móti honum, ættuð frá Breiða- fjarðareyjum þar sem for- feður minir hafa étið sel frá ómuna tið. En ef ég risi nú upp úr körinni og færi aö gera eitthvað i frelsismál- unum þá held ég að ég myndi byrja á að berja i borðið i þágu manna en ekki kengúru og sels. Svei mér þá. Og þá getum við kannski spurt okkur i allri hrein- skilni, með hönd á helgri bók, hvernig mannrétt- indamálin standi hjá okkur hér i þessu lýðfrjálsa og strfðslausa landi. Ég þekki fólk sem hefur átt erfitt með að fá vinnu hér af þvi að það er þekkt að þvi að hafa róttækar skoðanir. Fái það vinnu má það búast við að vera undir tvöföldu eftirliti, sæta tortryggni og aðkasti af þvi að það er „vandræðafólk”. Og við skulum halda áfram. „Vandræðafólkiö” stendur sig vel i vinnunni og það er Föstudagur 26. mars 1982 helgarpásturinn bara ekkert útá það að setja á þeim vettvangi og þá kemur hin persónulega hlið málsins til umræðu... og slúðrið fer af stað. Nú er best að segja það strax að ég hef ekkert á móti slúðri útaf fyrir sig. Slúöur um náungann er, held ég, jafngamalt is- lensku þjóðinni og nægir til dæmis að benda á Njálu þvi til stuðnings. Mér kæmi heldur ekkert á óvart þó að paparnir hefðu slúðrað töluvert hver um annan. Slúður getur, að minu viti, verið til marks um heil- brigðan áhuga og forvitni manns um mann. En svo getur gamanið orðið ansi gráttog illyrmislegt á köfl- um. Þegar fólk hefur hreint ekki um neitt að tala fara sumir að búa til safarikar sögur. Og nú skulum við segja eina: Veistu hvað ég frétti? Jón skraddari er „vandræðamaður” hvað skoðanir snertir og það sem verra er; hann er „furöulegur”, gengur alltaf I siðum frakka með stóran hatt og sjal á götum úti. Hann er góður skraddari og ógn almennilegur en það er oft ópallykt af honum sem er náttúrlega til að fela brennivins- og hasslyktina. Það er oft ljós fram eftir hjá honum og þá er hann náttúrlega að drekka, reykja, berja konuna og börnin á milli þess sem hann heldur framhjá og stundar djöfladýrkun. Hvað annað ætti hann eiginlega að vera að gera? Þetta liggur I augum uppi! Aumingja börnin hans. Eftir smátima vita allir i þessu litla sam- félagi — nema Jón — að hann er voðamaður og margfaldur lögbrjótur. Það er aldrei lögð fram kæra, málið er aldrei rann- sakað— það eru nokkurs konar skuggadómstólar sem hafa afgreitt málið, sér til skemmtunar. Og þegar vesalings Jón fréttir það hverju honum er gert að standa undir... Hann getur ekki einu sinni fengið að bera glóandi járn til að sanna sakleysi sitt eins og þjáningabræður hans á miðöldum (öllu fer aftur.) Og hver er nú réttur Jóns? Þetta grin fer fram um allt land, við þekkjum þetta ferli öll og sumum finnst þetta ekki grátt gaman. Aðrir fara hins vegar að velta þvi fyrir sér eftir að hafa horft á menn leggjast si svona á náungann — allt i góðu — hver séu eiginlega mannréttindi venjulegs fólks og hvað sé eiginiega mannhelgi ihugum manna hér við hliðina á okkur? Væri ekki svolitið snjallt að byrja á að Ihuga það áður en menn taka afstöðu til kengúru eða sels eða þaðan af alvarlegri mála? Af viöríöni Ég móðgaði góða konu um daginn. Ég bað hana vera kvöldgest hjá mér i útvarpinu; móti ágætum manni. Hún gerðist treg i taumi. — Ertu treg, spuröi ég. — Ég vil helst fá mann- inn minn á móti mér. — Kemur ekki til mála, ég vil ekki sjá hann. Hann er svo pólitiskur. — Hann er það. Ég er pólitisk. Allt er pólitik. — Lika ástin? Lika kær- leikurinn? Mér skildist aö svo væri. Hreint allt pólitlk. Ég reyni að malda i móinn. með mér að heiman þann daginn, og horfi I angist á einstefnuandlit samborg- aranna i von um að mér verði bjargað brott af horn- j inu. Siðast stóö ég á horni I að tala við eitt tónskáld og einn alþingismann sem haföi kastað aö mér orði, stoppað mig á frjálsri j göngu. — Ég var svolitið óánægður með greinina um þig I íslendingi, sagði hann. —■ Jæja, svaraði ég og heilsaði tónskáldinu. Ég stóö lengi I þeirri trú að þú hefðir skrifað greinina, sagði ég við þingmanninn. Birgir Sigurðsson— Heimir Pðlsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald- vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatfhlasdótfir — Sig- uróur A. AAagnússon. — Uss, sagði góöa konan, ég mundi tala um pólitlk. Ég sagði henni að ég vildi bara ekki fá slikar umræð- ur I rólegan tal-þátt, mér leiddist fólk sem kallaði hvert annað lygara og landráðapakk. Konan móðgaðist fyrir hönd manns sins og þeirra annarra sem hafa af þessu atvinnu að klúðra landsmálum. Ég hef tekið eftir þessu dálitiö meö stjórnmála- menn, að ég, sem hef at- vinnu af þvi að tala, verð að gjalti þegar ég kem I her- bergi þar sem fyrir er at- vinnupólitikus. Ég tala nú ekki um ef ég hitti alþingis- mann á götuhorni og er ekki sammála honum. Áður en langt um liður er ég búinn að skipta um skoðun hafi ég haft ein- hverja, búinn að missa litla sjálfstraustiö sem ég tók Næstu langar minútur vildi hann fá að vita af hverju ég héldi það; ég fékk að vita aö hann heföi nú ekki slikan áhuga á mér, liklegast væri ég þó sjálf- stæðismaður, það hefði hann heyrt og hvernig sem ég reyndi að segja honum aö ég yröi ævinlega mál- laus þegar ég talaði við stjórnmálamann, var ég kominn I hár með honum um bókstaflega ekki neitt, og tónskáldiö löngu fariö heim að semja. egar honum þóknaðist, alþingismann- inum, að sleppa aumingjanum, var ég dá- litiö ruglaður um tima. Það hafði einu sinni hvarflað að mér að fara fram einhvers- staöar, llklegast i Þing- eyjarsýslu þar sem ég var viss um atkvæði hundanna á bæjunum, og kannski ein og ein góö kelling myndi kjósa þennan mann úr út- varpinu. Voru ekki einir þri'r orðnir þingmenn út á útvarpið og sjónvarpið? Ég hugsaöi guösélof að ég geröi það ekki, enda fyrir hvaða flokk? Framsóknarmaöur sagöi við mig eitt sinn: Er ekki kominn timi til að þú komir heim til föðurhúsanna? Það var þegar ég skrifaði ieikhúsgagnrýni i Alþýðu- blaöið. Svo var ég frétta- ritari Moggans á Akureyri i eina tið, skrifa stundum bréf að sunnan i Dag á Akureyri og fyrir löngu, greinar i Islending. Svo les ég Þjóðviljann. Svona pólitiskt viðrini á að merkja. Jæja, nema hvað? Jú, ég vakna einn morgun og er aö beygja gormjárn til að verða nú einhverntima sterkur, og er þá allt i einu kvæntur frambjóðanda! I^vennabyltingin byrj- aöi ekki heima hjá mér, en mjög fljótlega var ég látinn smyrja mitt eigiö brauö, jafnvel skera þaö. Stundum gekk konan svo langtað láta mig elda ofani sjálfan mig! Hún lét mig lúta svo lágt að bursta mina eigin skó og haföi ég ekki gert þaö (burstaö skó) siðan ég sat um nætur og burstaöi skó með séra Bolla I Laufási. Hann var þá ekki prestur, heldur strákur i skóla og vakti á Hótel Varöborg þar sem ég var gestur. Ég skal ekki orðlengja um mina niðurlægingu sem karlpungs, hún varð algjör á nokkrum árum. Nú sit ég og hugsa hvers ég eigi aö gjalda. Konan min sæt og prúð, er orðin óþekkjanleg frá þvi við töltum upp að altarinu. Ég hef stundum spurt mig, hvort hún hafi verið i dularklæöum þá. Nú ætlar hún, ásamt fjölda annarra villikvenna, að rugla systepiið i Borgarstjórn, þar sem pungarnir hafa ráöið öllu hreint, og búið aö kjósa svo margar nefndir og ráð, aö liggur viö ráö- leysi. Ef svo fer sem mig grunar aö kvensur komi að einni kellingu eða svo, fer kannski einn pungur heim að bursta skóna sina. Bráöum kemur vorið meö kosningar og brölt til undirbúnings þeim. Þá munu pungarnir reyna að gera litiö úr kellum. Þá kemur sér nú vel fyrir þá að hafa reynslu i að tala langt mál og sannfærandi um ekkert. Þá fáum við að sjá hve auðvelt er að gera hvitt svart, og svart hvitt eöa kremað. Þá munu pungar hlæja rosalega og yppa öxlum af kappi. Bara þeir fari ekki úr axlarliðn- um! I^onan min hefur ekki spurt mig hvar ég sé i póli- tik. Hún veit aö ég er við- rini. Hún hefur verið dálitiö mikiö á fundum upp á sið- kastiö. Viö heilsumst samt frekar innilega á morgn- ana og hún hefur lofað að slökkva ljósin þegar hún kemur heim á kvöldin. Konan min pena og sæta, er aö vakna til vitundar um sjálfa sig og samfélag sitt. Kannski vakti ég hana — meö þögninni? T

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.