Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 13
he/qarpó^tl irihn Föstudagur 26. mars 1982 Kömun á ferðamögu leikum ungs fólks Gerð var könnun á hvaða ferða- möguleikar eru helstir fyrir ungt fólk. Talað var við fólk sem starfar fyrir 5 helstu ferðaskrif- stofur bæjarins; trtsýn, Sam- vinnuferðir, Atlantic / Úrval og Ferðamiðstöðina. Hjá (Jtsýn var ekki mælt með neinum sérstökum féröum fyrir ungt fólk, heldur telja þau allar ferðirnar jafn hentugar. Verðið er mjög mismunandi, ferð i 3 vikur fyrir einn geta kostað allt frá 5000 kr. upp i 11-12 þús. og er þá hótel innifalið f verðinu. Eng- inn hópafsláttur er veittur þó margir fari saman I hóp. Ekki var boðið upp á neitt sérstakt fyrir ungt fólk en nóg af skemmti- stöðum, matstöðum og fleira sem fólk finnur upp á. Samvinnuferðir-Landsýn mæla með sólarlandaferðum og ferðum til Norðurlandanna fyrir ungt fólk. Af sólarlöndunum var aðal- lega mælt með Rimini, Toronto og Irlandi. Bjóða þessir staðir upp á miklar skemmtanir, og góða iþróttaaðstöðu. Hótelgisting er innifalin i verðinu. Mælt var einnig með Þrándheimi i Noregi og þá einkum fyrir skólafólk, vegna þess hve ódýrar þær eru. Með ferðinni fylgja tjald- og rútu- ferðir um landið og þetta allt til samans kostar aðeins 5900 kr. Ef 20 manns eða fleiri ferðast saman er veittur hópafsláttur. Reynslan af þessum ferðum hefur verið mjög góð, og kemur oft fyrir að sömu hópamir fari aftur og aftur til sömu staðanna, og koma alltaf jafn ánægðir til baka. Helstu ferðirnar hjá Atlantic eru hópferðir til Mallorka, Mið- Evrópu og I haust verður einnig boðið upp á ferðir til Miami Beach i Bandarikjunum. Mall- orka-ferðirnar bjóða helst upp á kvöld- og dagsferðir um ná- grennið, sól og sumar, góðan mat og góðar strendur. Hótelgisting og uppihald er innifalið i kostnaði sem er ca. 6860 kr. i 3 vikur. Reynslanafþessum ferðum hefur verið mjög góð, og engar kvart- anir hafa borist um þessar ferðir. Helstu ferðirnar sem Orval býður upp áeru til Luxemburg og Þýskalands. Hótelgisting er ekki innifalin i kostnaðinum sem er u.þ.b. 5200 kr. en járnbrautar- ferðir eru innifaldar og er þá mikið farið með lestum til ann- arra landa. Boðið er upp á marga skemmtistaöi og góð veitingahús. Unglingar taka mikið með sér tjöld i ferðirnar og tjalda þá á tjaldstæðum f London og ferðast mikið á puttanum. Boðið er upp á hópafslátt i ferðirnar sem eru mjög vinsælar og aldrei hefur verið kvartað undan þeim. Hjá Ferðamiðstöðinni fengust þær upplýsingar að þeir heföu ferðir fyrir ungt fólk til Benidorm. Hægter aðfá tvenns konar feröir fyrir farþega;i fyrsta lagi 24 daga ferð með hótelgistingu, en án fæðis.sem kostar u.þ.b. 5900 kr. 1 öðru lagi er hægt að fá ferð með fæði og hótelgistingu. Gisting I Mont Park hótelinu, sem er mjög nálægt hreinum og góðum bað- ströndum, diskótekum, golf- völlum og fleiru til skemmtunar, kostar með fæði og ferðum 9160 kr. Erfitt var að dæma um reynsluna af þessum 150 manna hópi í hverri ferð en engar kvart- anir hafa borist frá þeim. Þetta var það sem ferðaskrif- stofumar höfðu að segja við spumingum okkar. Berglind, Berglind og Berglind nemendur I starfskynningu. Ungt fólk skoðar útsýnið á Mallorka. Skyldi þessi maöur vera að drekka tfskudrykk? Útsöluprisar ekki lengur við lýði: Enginn tískudrykkur Kvöld nokkurt i sfðustu viku braut Spyrillodd af oflæti sinu og skrapp á öldurhús. Vinnufélagar hans höfðu sagt honum, aö enginn væri maður með mönnum nema hann dytti I það að minnsta kosti einu sinni i viku. Þá verður mað- ur frjáls eins og fuglinn, sögöu þeir, o.s.frv. Þú biður bara um einn gráan á barnum og þú átt heiminn. Eg ætla að fá einn gráan, sagði Spyrill við barþjóninn, þegar hannkomst loksins að, eftir tölu- verða pústra og stimpingar, svo oft lá við, aö hann hætti við allt saman og færi heim. Einn gráan segir maðurinn, sagði barþjóninn, og hvaða grái mætti það svo vera? Vodki, Brennivin, Viski, Gin, Campari, Romm, Kláravin? Hvaö var það? Spyrill kunni ekki skil á þeim tegundum, sem barþjónninn bauö upp á, og ákvaö þvi að draga sig I hlé og fylgjast með þeiin, sem vissu greinilega hvað þeir vildu. Slðan ætlaði hann að kaupa þanndrykk, sem mest væri keyptur; tiskudrykkinn. Maðurinn við hliðina á honum bað um Brennivln I kók, næsti um Brennivín I vatni. Þá kom ung stúlka, sem bað um Campari i soda og önnur um það sama, nema I vatni. Næsti maður bað um Viskl, on the rocks, og þar næsti um Romm I kók. Svo kom enn annar og bað um þurran Martini og konan hans bað um Gin I greip. Nú var úr vöndu að ráða. Allt I kring voru gestir að komast I jólaskap. Það gerir brennivinið, sögðu vinnufélagarnir. Allir virt- ust vera að hlæja, eða i það minnsta brosa,og töluðu hver I kapp við annan. Allir nema Spyr- ill. Hann þagði og braut heilann um hvaða drykk hann ætti að fá sér. Ég get ekki veriö svona I allt heila kvöld, sagði hann við sjálfan sig. Annaðhvort fer ég heim, eða ég spyr barþjóninn um tlsku- drykkinn. Hver er tlskudrykkurinn hjá þér núna, áræddi hann aö spyrja barþjóninn. Enginn. Hér er enginn tlsku- drykkur. Hingað koma frjálsir menn, sem hugsa sjálfstætt og drekka það, sem þeim finnst best eiga við hverju sinni. Tlsku- drykkir helgast bara af útsölu- prísum i Rikinu. Sá timi er löngu liðinn. Hvað má bjóða herranum? Mér sýnist þú llta Campari-og- i Ríkinu soda-lega út, eða kannski færi Gin þér betur. Enginn tlskudrykkur? Nei. Þvl miður. Hver er næst- ur? Spyrill fór heim, niðurbrotinn maður, og hætti að stunda vinnu sina. Ég get ekki horft framan i vinnufélagana eftir þetta. Enginn tiskudrykkur. Útsölurnar eru löngu búnar, enginn tiskudrykkur. -Sp. Sölusýning á notuðum maaa bíium frá 10-4 alla laugardaga Nú geta allir verið sérfræðingar í því að velja og kaupa notaðan bíl. Þiö athugiö útlit bílsins, ástand hjólbaröa og annaö sem sést, og vió ábyrgjumst þaó sem ekki sést. Tryggiö góó og örugg viöskipti, veljiö notaðan MAZDA BÍL MEÐ 6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Vió erum eini aóilinn á landinu sem veitir ábyrgö á öllum notuóum bílum, og tryggir þannig öryggi í vió- BILABORG HF. Smiöshöfða 23, sími 812 99.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.