Helgarpósturinn - 26.03.1982, Side 20

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Side 20
20 Föstudagur 26. mars 1982 helgarpústurinn Leiklistarnemar frumsýna í dag: ,,Finnur karlinn, kisa og seppi,/ — leiksýning ætluð yngstu leikhúsgestunum Þótt stundum sé haft á orði, að fjöldi leiksýninga i Reykjavik sé svo mikill, að æri óstöðugan að elta þær aliar uppi og berja augum, þá er staðreyndin samt sá, að stór hluti ibúanna verður útundan I öllu fióðinu. Barna- sýningar eru viðburður. Yngstu áhorfendurnir fá litið að sjá við sitt hæfi. i nágrannalöndum okkar fara leikhópar stöðugt i skóiana og leika fyrir yngstu nemendurna. Nú ætlar þriðji bekkur Leiklistarskóians að bæta um og frumsýnir I dag, föstudag, finnskt barnaleikrit, sem reyndar er upphaflega rússneskt og heitir ,,Finnur karlinn, kisan og sepp- inn". Frumsýningin verður I hús- næði Leiklistarskólans, þ.e. gamla Miðbæjarskólanum, gengið inn úr portinu. „Finnur karlinn, kisan og sepp- inn” var upphaflega smásaga eftir rússneska höfundinn Eduardo Uspenski, en finnski leikhúsmaðurinn (konan) Ritva Siikala kom sögunni i leikform. Leikritið er ætlað bömum allt niður I fjögurra ára aldur, en að sögn nemendanna I þriðja bekk Leiklistarskólans, gilda engin aldurstakmörk upp á við, þvi for- eldrar hafa án efa ekki siður gott eða gaman af. „Þetta er engin predikun”, sagði einn leikendanna, ,heldur fyrst og fremst ævintýri, þótt sagan f ja Ui um sex ára dreng sem strýkur að heiman. Kannski má segja að verkið fjalli um nauðsyn þess að taka tillit til vilja barna. En leikritið höfðar fyrst og fremst til Imyndunarafls barnanna. Það koma fram ýmis dýr; héri og kráka, hundur og köttur, belja og úlfur og svo pósturinn sem sumir hér segja að sé bévltans skepna lika”. Það er Stefán Baldursson leik- stjóri sem hefur unnið þessa sýningu með leiklistarnemunum og auk hans hafa ýmsir aðrir lagt hönd á plóginn, svo sem Magnús Pálsson sem gerir leikmynd. Leikendumir sem þátt taka I sýningunni eru sjö talsins og kannski eins gott að taka eftir nöfnunumþeirra núna, þegar þau em langleiðina búin með sina skólagöngu, þvi hér eru á ferðinni leikstjörnur framtiðarinnar; Kristján Franklin Magnús,Sigur- jóna Sverrisdóttir , Eyþór Arna- smi, Vilborg Halldórsdóttir, Helgi Bjömsson, Maria Sigurðardóttir og Edda Heiðrún Bachman. — GG „Finnur karlinn, kisan og seppinn” — úr sýningu Leiklistarskólans sem frumsýnd verður i dag og er ætluð ungum böriium. Skýjaglópar allra tíma Leikfélag MA. Skýin. Gamanleikur eftir Aristofanes Þýðing:Karl Guðmundsson Leikmynd, leikmunir, búningar og leikhljóð: Hopurinn Lýsing: Viðar Garðarsson ofl. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Leikrit voru sem kunnugt er mjög í hávegum höfð i Aþenu- borg hinni fornu, svo mjög að yfirvöld ákváðu að aðgangur að leiksýningum skyldi vera ókeypis vegna þess menntunar- gildis sem leiksýningar hefðu fyrir almenning. Höfundar notuðu þennan miðil óspart til að koma skoðunum sinum á framfæri, og ekki virðist rit- skoðun hafa verið ýkja ströng á þessum tima, að minnsta kosti er hætt við að fara myndi um ýmsar frómar sálir ef einhver leikritahöfundur i dag tæki upp á þvi að semja verk þar sem gert væri gys að Sókratesum samtimans, og það án þess að svo mikið sem breyta nöfnum frá raunveruleikanum. Vafalit- ið hafa „Skýin” valdið miklu fjaðrafoki þegar þau voru sýnd i Aþenu fyrir meira en tvöþúsund árum, enda er hér um að ræða hárbeitta ádeilu á hið aþeniska samfélag. En þó að ádeilan i verkinu beinist að hinu forn- griska samfélagi, þá hefur hún furðuvel staðist timans tönn. Enn I dag eru til Sókratesar sem leitast við að hafa auðtrúa al- menning aö ginningarfiflum(oft undir menntamannslegu yfir- varpi. Og þvi miður viðgengst það alltof oft að óþægilegir einstakl- ingar séu þurrkaðir út fyrir til- stilli hins svokallaða al- menningsálits, sem telur slikt heillavænlegra en að lita i eigin barm. Þá hafa hin svokölluðu unglingavandamál mér vitan- lega ekki ennþá verið leyst. Hrossin eru enn til staðar i hugarheimi unglinganna þótt þauhafi nú að visu vélvæðst. Og enn i dag leita menn „patent- lausna” á blankheitum sinum. Raunar má segja að stjórnmál séu litið annað en þessi leit þegar allt kemur til alls. Og Sókrates gamli var áreiðanlega ekki siðasti skýjaglópurinn. Og tæpast sá fyrsti heldur. Þessi uppfærsla LMA á „Skýjunum” er sú fyrsta hér- lendis en annað verk hans Lýsistrata hefur áður verið sýnt hér við talsverðar vin- sældir. Það er Andrés Sigur- vinsson sem annast hefur þessa uppsetningu, og er ekki annað hægt að segja en að dável hafi tih tekist. Hann hefur valið þá skynsamlegu leið að ná þvi besta út úr þeim efniviði sem fyrir hendi var án þess nokkurn- timann að ofkeyra og honum tekst meistaralega að nota möguleika sviðsins til hins Itrasta, og notkun hans á Skýja- kórnum er hreinasta augnayndi svo eitthvað sé nefnt. Leik- myndin er ágæt, enda er hún nánast engin eins og raunar til siðs var i forngriska leikhúsinu. Hugmyndin með stigana er stórsniðug. Þessir stigar geta ýmislegt táknað svo sem mann- félagsstigann, eða viskustigann. En þótt leikmyndin sé fábrotin þá verður ekki hið sama sagt um lýsinguna sem eykur stór- lega á áhrifamátt sýningar- innar. Leikur er yfirleitt með ágætum, ekki sist þegar tillit er tekið til reynsluleysis hinna ungu leikenda, en nokkuð háir það öllum leik hversu stirður og tyrfinn textinn er á köflum. Það verður að segjast eins og er að þýðing leiksins er alls ekki nógu góð. Það er eins og i hana vanti allan innblástur og léttleika. Hér gefst ekki tóm til að fjalla um frammistöðu einstakra leikara svo viðhlitandi sé. Hjálmar Hjálmarsson leikur bóndann Strepsidiades. Nokkuð skortir á að textaframburður hanssénægilega skýr, ef til vill fer hann verr út úr fyrrnefndum þýðingarvandkvæðum en aðrir, er hann að minu mati ekki nógu aulalegur, eins og hlutverkið virðist þó geta boðið uppá, en Eðvald Valgarðsson er ágætur i hlutverki sonarins Feidippidesar, og Gunnar Þorsteinsson er kostulegur Sókrates, en besti maður sýningarinnar er að minu mati tvimælalaust Halldór Björnsson i hlutverki Retts talsmanns hins Góða málstaðar. Aðra eins skrumskælingu á þvi sem vér nefnum einu nafni réttlæti er erfitt að hugsa sér. Þá gefur Skýjakórinn sýningunni einkar þokkafullan blæ. Það er semsé hægt að skemmta sér prýðilega á sýningu þeirri sem menntskæl- ingar á Akureyri bjóða uppá i ár um leið og maður furðar sig á þvi hversu litið heimurinn hefur breyst I þau meira en tvö þúsund ár sem liðin eru siðan Aristofanes tók samborgara sina á beinið á svo drepfyndinn hátt. Þökk fyrir skemmtunina. Völd og viðgangur Vald einnar þjóðar yfir ann- arri birtist með ýmsu móti, ekki sist á menningarsviðinu. Vér Is- lendingar eigum heldur en ekki dæmi þessa úr elstu sögu vorri, þegar norræn herraþjóð máði út flest ytri menningareinkenni keltneskrar lágstéttar, einkum þó málið. Eftir stóð þó eitthvað, sem kallast mátti íslensk menning og dafnaði við kóngaleysi, valdalitla kirkju og alþjóðleg samskipti i þrjár aldir. Hún varð sem betur fer harla frá- brugðin andlegri ásjónu ann- arra Noröurlanda og hélt áfram að vera það, uns við lentum undir dansk-þýskri menningar- einokun um 1600. Sem betur fór stóð sú menningaráþján ekki nema tvær aldir og dugði hvergi nærri til að afmá allt, sem kalla mátti sérstætt I okkar fari. En vitneskjan um hana hefur ætið gert mig heldur tortrygginn á þetta Nordsat. Allnokkur hneigð var þó um tima I þá áttina að fordanska eftirnafn sitt, og urðu þvi ýmis dæileg tilbrigði einsog Gunlög- sen og öfjord. Jafnvel þjóðern- isberserkur einsog Bjarni Vig- fússon Þórarinssonar vildi endi- lega heita Bjarni Thorarensen og kalla Sveinbjörn Egilsson Egilsen við daufar undirtektir hins siðarnefnda. Það þarf þvi enganað undra, þótt t.d. vaskur maöur að nafni Pétur Rögn- valdsson léti sig hafa það að heita Peter Ronson til þess að komast að hjá menningarstór- veldinu Hollywood. Sama sagan var auðvitað uppi, þegar tóngáfaðir Tékkar á 18. öldleituðuframa sins meðal hinnar þýskmæltu yfirþjóðar. Þótt bæheimskir aðalsmenn hefðu vissulega sinar hirð- hljómsveitir var á þessum tima offramboð á tónlistarmönnum hjá þessari músikölskustu þjóð álfunnar. Það stafaði m.a. af óvenjumiklum tónfræðsluáhuga hjá kirkjuorganistum og skóla- stjórum i hverju þorpi, enda Guðný Guðmundsdóttir og Mark Reedman léku af list og leikgleði á siðustu Há- skólatónleikum. fékk Bæheimur auknefnið „Tónlistarháskóli Evrópu”. Einn þessara bæheimsku út- flytjenda var Jan Vaclav Stam- ic (1717 - 57). Hann kom hálfþri- tugur sem fiðlari að hljómsveit kjörfurstans Karls Theódórs, sem sat I smábænum Mannheim við ármót Necker og Rinar. Þar var hann eðlilega nefndur Jo- hann Wenzl Stamitz. Frá 1745 stjórnaði hann sveitinni og geröi hana að mestu brautryðjenda- hljómsveit I Evrópu um sina daga og mun lengur. Til þessa Mannheim-skóla eru raktar ýmsar nýjungar I sinfóniskum flutningi, sem siðan þykja sjálf- sagðar, svosem skarpari skil milli forte og piano, sivaxandi eða siminnkandi styrkur allrar hljómsveitarinnar, crescendo og diminuendo. Haft er i minn- um, að þegar hlustendur heyröu þessi stilbrögð I fyrstu skipti, hafi þeir risið uppúr sætunum i crescendo og hnigið niður aftur allshugar fegnir I decrescendo. Þetta máttu jassleikarar þakka fyrir tveim öldum siðar. Jan var einnig mikilvirkt tón- skáld og samdi meðal margs annars um 50sinfóníur. En hann mátti látínn þola hið sama og fleiri brautryðjendur, að fæstir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Hann var gleymdur i hinum stóra heimi alla 19. öld- ina, og það var ekki fyrr en eftir að Tékkóslóvakia varð sjálf- stætt riki árið 1918, að eitthvað var tekið að dusta rykið af verk- um hans. Og þá sögðu austur- riskir, að sinfóniur hans „liktust eldri sinfónfum Haydns”. Það mun út af fyrir sig rétt, en Stamitz var bara dauður, áður en Haydn tók að semja sinfóniur og fullkomna þær. Enginn afneitar mikilleik Haydns, Mozarts og Beethov- ens. En það má leyfa sér að spyrja, hvort snilld þeirra ein hefði nægt til að þeim væri hampað eftir dauða sinn, hefðu þeir ekki verið af þýsk-austur- risku þjóðerni, heldur haft i hjartanu blóð úr hrakinni, smáðri og kúgaðri þjóð. 19. öld- in, einkum fyrri hlutinn, var nefnilega hatrammur baráttu- timi milli hrörnandi einveldis og vaxandi þjóðernishreyfinga I ýmsumsmærri löndum Evrópu. Og sú barátta birtist m.a. I hæg- látri viðleitni herraþjóðarinnar tíl að gleyma föðurlandssinnuð- um listamönnum undirþjóð- anna, en upphefja sina eigin. Maður spyr sig óvart, hvort það sé algjör tilviljun, að íslands- klukkan eftir Halldór Laxness hefur aldrei komið út á ensku. öll þessi rolla spratt af þvi, að á sfðustu Háskólatónleikum spiluðu þau Guðný Guðmunds- dóttir og Mark Reedman Dúett nr. 2 op. 12 fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Karel Stamitz (1746 - 1801) son Jans þess, sem áður var getið. Hann var þekktur fiðlari og tónskáld á sinni tið einsog faðirinn og hét auðvitað Karl að fomafni uppá þýsku. En heldur er enska skörin tekin að færast upp f bekkinn, þegar hann er skrifaður Carl I Islenskri efnis- skrá. Þetta er bráðskemmtilegt verk og gaf ekkert eftir Dúó MozartsK 424, sem þau fluttu á eftir. Hvort tveggja hristu þau fram úrermunum af list og leik- gleði, þótt sá grunur læddist reyndar, að þau hefðu þurft ögn fleiri æfinga við. Passacaglia Handels i útsetningu Johans Halvorsens vakti hinsvegar ekki þann grun.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.