Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 25

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Síða 25
Jie/garpásturinrLFös^dag ur 26. mars 1982 Greiðan forsmáð hljóðfæri Það hefur litið farið fyrir greiðunni sem hljóðfæriupp á sfð- kastið og til að þetta ágæta instrúment falli ekki alveg i gleymsku höfðum við upp á Sigriði Björnsdóttur, einleikara á greiðu-pg fengum hana til að segja frá þessu mjög svo með- færilega hljóöfæri. Greiðan sem strengja- hljóðfæri — Jæja, Sigriður, hvernig hljóðfæri er greiðan eiginlega? ,,Ja, greiður eru margs kon- ar. Segja má aö hver greiða sé sjálfstætt hljóðfæri (óháð öðrum greiðum). Teinafjöldi og lögun ráða lika miklu um og ekki má gleyma mismunandi þykk-og þéttleika teinanna. Hér áður fyrr var greiðan ein- göngu notuð sem blásturshljóð- færi, þá var festur þunnur pappir, gjarna smjörpappir á greiðuna og siðan blásið i gegn. En nú á seinustu árum hefur æ meira verið farið að nota greið- una sem strengjahljóðfæri. Þetta er að sjálfsögðu eðlileg þróun ef haft er i huga hversu miklu fjölbreyttari greiður fást nú á dögum en áður fyrr.” Flókin verk frá miðöld- um. — Hvernig tónlist er leikin á greiðuna? „Það er að sjálfsögðu mjög persónubundið, annars nær greiðan yfir mjög vitt tónsviö. Ég er mest fyrir klassíska tón- list og spila mjög gjarna flókin verk frá miðöldum.” — Er greiðan ekki hljöm- sveitarhljóðfæri? „Þvi er til aö svara að tónar greiðunnar eru yfirleitt það tær- ir að önnur hljóðfæri eiga oftast ekki samleið með henni nema þá helst lágfiðla. En ég kýs að spila sóló.” erfiöleikar samfara greiðunám- inu? „Já, þess ber að gæta að við- gerðarþjónusta er vægast sagt léleg. Ef greiðan bilar þá þarf að byrja frá grunni aftur með nýja greiðu. Engar tvær greiöur eru eins, en það er staöreynd sem virðist hafa farið fram hjá mörgum.” — Viltu segja eitthvað að lok- um? „Já, fyrst ég fæ tækifæri svona i fjölmiðli þá vil ég ein- dregið mælast til þess að Geysisraufinni verði lokað”. Við þökkum Sigriöi kærlega fyrir og biðjum lesendur vel- virðingar á þessu fræðsluflippi en við máttum til með að slá á létta strengi og gera svolitið grin að okkur sjálfum. Sigriður þenur greiðuna I kiass- isku miðaldaverki. Greiðan eina hljóðfærið fyrir mér — Hvernig stendur á þvi aö þú valdir greiðuna sem hljóðfæri? „Ef satt skal segja þá datt mér greiðan ekki i hug fyrr en eftir nám i pianóleik, fiðluleik og kontrabassa. En mér fannst ekkert þessara hljóöfæra eiga viö mig, fyrir utan hvað þau eru þung i vöfum og dýr. Eg fór þá að hugsa ráð mitt og prófaði meðal annars sög, hamar, og rörtöng en svo var það fyrir til- viljun að ég datt niður á greið- una. Það má segja að það hafi verið hugljómun. Og nú er greiðan eina hljóðfærið fyrir mér.” Tvímælalaust sjálfsnám — Er hægt aö læra á greiðu einhvers staðar hér á landi? „Mikil fákunnátta og jafnvel fyrirlitning á greiðunni sem hljóðfæri hefur veriö gegnum- gangandi frá aldaöðli. Ekki veit ég hverju er um að kenna en það hefur flögrað að mér aö það sé vegna þess hve greiðan er ódýr og auðveld i framleiöslu. Alla vega hefur greiöunni ekki veriö sýnd sú virðing sem henni ber. Svo hefur fólki bara hreinlega ekki dottið i hug að greiðan hafi annað notagildi en til greiðslu sbr. nafnið greiða. Þvi hefur greiðan aldrei verið gerö að kennsluhæfu hljóðfæri. Allt nám á greiðuna er þvi tvimælalaust sjálfsnám.” Stúderaö greiöuna í 10 ár — Tekur það langan tima aö ná valdi á greiðunni? „Ég hef veriö að stúdera greiöuna i 10 ár og maður er aldrei fullnuma. En ef þú tekur bara eina greiðu fyrir þá tekur þaö skemmri tima, jafnvel ekki nema tvö ár.” Léleg viögerðarþjónusta — Eru einhverjir sérstakir ★ l82^ fvrir aðeins 199 kr Beint í mark er samheiti tveggja safnplatna sem merktar eru Nr. 1 og 2. Þú borgar fyrir eina plötu og færð tvær plötur Þetta eru lögin sem eru á Beint í mark: Aldrei hefur annað eins úrval laga verið fáanlegt fyrir jafn lítinn pening. Skjóttu þér strax á eintak af Beint í mark og tryggöu þér 2 plötur fyrir einstakt verð. Beint í mark Nr. 1 1 A Wonderful Time Up There 2 Heartaches by the Number 3 Take off Your Clothes 4 Loud Music in Cars 5 Trowing My Baby Out with the Bathwater 6 Restless 7 Sekur 8 More Than I Can Say 9 She’s Done It Again 10 Mony, Mony 11 So This Is Romance 12 Love Me Tonight 13 Við ystu skóga 14 Ferðin til drauma- landsins Beint í mark Nr. 2 1 Fljúgum hærra 2 It Must Be Love 3 Ghost Town 4 Walking in the Sunshine 5 Women Around the World 6 Glettur 7 bú hefur valiö 8 Don’t You Want Me 9 Enola Gay 10 The Voice 11 Cherchez le Garcon 12 The Lunatics (have taken over the asylum) 13 Love Needs No Disguise 14 Souvenir slsinorhf sími 85742. ^KARNABÆR Símar 85055

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.