Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 2. apríl 1982 he/garpásturinn Heitt í krönunum hjá Esso Hver kannast ekki við krók- loppna fingur að afloknu erfiðinu á þvottastöðvum bensinstöðvanna, og hver kannast ekki við það að gripa i tómt á sama stað um leið og hitastigið fer niður fyrir frost- mark? Ætii þeir séu ekki ansi margir. Þessum raunum bileigandans er nú lokiö, og happy days are here again. Ekki bara vegna vorsins, sem nú er á næsta leyti, heldur vegna þess, aö á þvotta- stöðvum Essó er nú komið heitt vatn i kranana. „Þetta var gert i frostunum í byrjun febrúar”, sagði Herbert Herbertsson hjá söludeild Oliu- félagsins, þegar hann var spurður hvenær þeir hefðu komið þessu upp. Hann sagði, að þegar væru væg frost og allt að þorna upp, væri mest ásóknin i að þvo bilana, en hins vegar hefði þá alltaf verið skrúfaö fyrir vatnið þvi það bara fraus. ,,Ég held, að þetta hafi orðið til hérna á söludeildinni, vegna þess að við fundum sjálfir hvað þetta var óþægilegt. Við gerðum til- raun vestur á Ægissiðu,- við blönduðum hitaveituvatni i vatnið og héldum þvi það heitu, að það frysi ekki á bflnum. Ég held, að það hafi gefist vel, aö minnsta kosti hefur fólk verið ánægt með þetta. Og úr þvi aö þetta tókst svona vel, höfum við sett þetta upp á fleiri stöðvum.” En auk Ægissiðunnar, hafa stöðvarnar á Stórahjalla og i Stóragerði nú heitt i krönunum. Ekki sagðist Herbert þora að fullyröa, aö heita vatnið væri betra til þvotta, en hins vegar hafa margir haldið þvi fram. Og alla vega ættu allar efnabreyt- ingar að ganga betur fyrir sig, ef menn notuðu einhverskonar þvottaefni til að ná burtu tjörunni og öðrum fastgrónum óþverra. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjónusta. Þetta eru ekki bara bensinsölustöðvar, heldur seljum viðýmislegt fleira i sambandi við bilaútgerðina. Ef þaðgetur hjálpað mönnum i sam- bandi við þvotta, bón og hreinsun að vera með eitthvaö svona, þá er það líka jákvætt fyrir okkur, þaö eykur umsvifin”, sagði Herbert Herbertsson að lokum. Allir út aö þvo og skiljið hansk- ana eftir heima. Þessi inaöur þvær bilinn sinn uppúr heitu vatni og þarf aldrei að nota hanska. Það gerir heita vatnið. Jafnvel algjörir byrjendur geta haft gaman af þessum leik. BILLJARD ER BARNALEIKUR — ef út i það er farið Loftiö er lævi blandið. A gólfinu er þykkt, dimmrautt teppi sem drekkir fótataki dökkklæddra rnannanna fullkomlega. Ekkert heyrist nema lágvært suðið I loft- ræstingunni, og daufur smellur- inn þegar kjuðinn hittir kúluna. Gul Ijósin lágt yfir grænu,stóru billjardborðinu sýna að loftiö er þykkt af reyk. Enginn segir orð. Augnagotur segja það sem þarf að segja. Og það er ekki mikið. Billjard er með allra einföldustu leikjum. Boróa- pantanir Suni 86220 S5M0 Veitíngahúslö i GLÆSIBÆ Af biómyndum og reyfurum hafa menn fengiö i kollinn að billjard- stofur séu eitthvað i likingu við þaö sem lýst er hér að ofan, og að á slikar stofur komi helst ekki nema þeir sem hafi eitthvað gruggugt i pokahorninu. Og að þeir noti billjardleik sem yfirskyn meiriháttar eiturlyfjaviðskipta, eða eitthvað álika. Samkvæmt biómyndunum er billjard þar að auki aðallega spilaöur i huggu- legum kjallarasölum auðkýfinga, sem fara niður með vinum sinum eftir matinn og taka leik um leið og þeir klára kaffiö og koníakið. En þetta er nú aldeilis ekki interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvaliö, besta þjónustan. Viö útvegum yöur afslátt á bilaleigubilum erlendís. svona. Erlendis er þessi leikur einkum spilaður af sáravenju- legum almenningi á veitinga- stöðum. Billjardinn er feikivin- sæll pöbbaleikur i Bretlandi og þar i landi og i Banda- rikjunum er bestu billjard- leikarana aö finna. I Bretlandi er þetta mikil almenningsiþrótt, en ekki þó siður keppnisiþrótt. Til eru fjölmargir atvinnumenn i greininni, og þeir vellauðugir sumir hverjir, sannir Billjard- mæringar. Breska sjónvarpið gerir þessu lika jafnan góð skil, og þeir sem verið hafa eitthvað þar i landi hafa varla komist hjá þvi að sjá einhverskonar meistaramót i þessu i sjón- varpinu. Hér á tslandi er annað uppá teningnum. Hér er þetta iþrótt sem tiltölulega fáir stunda af ein- hverju kappi. I Reykjavik eru þrjár billjardstofur; ein i Skip- holti, ein i Nóatúni og ein á Klappastignum. Þær dafna allar bærilega, en fleiri hafa þær samt veriö áður. Mót eru haldin annað slagið. Kúnnarnir eru fleiri af yngri kynslóðinni, þó innanum sé eðli- lega fólk á öllum aldri. Krakkar eru hinsvegar ekki tiðir gestir. Þaö gerir sjálfsagt veröiö. I Billjardstofunni sem Júnó rekur i Skipholtinu fengum viö þær upplýsingar að timinn kostaöi 70 krónur. Biiljard er skemmtilegur leikur, jafnvel fyrir byrjendur. En skilyröi er að keppendurnir séu ekki mjög ójafnir að getu. Reglurnar eru svo einfaldar að þaö tekur varla meira en tiu min- útur að átta sig á þeim, og þá er hægt að byrja aö spila. Fyrstu leikirnir verða stundum óheyri- lega langir, vegna þess að hver leikur er ekki búinn fyrr en allar kúlurnar eru komnar niður. Það getur tekið drjúga stund. A billjardstofunni er áfengi al- gjör bannvara, en viðast hvar er- lendis er drukkið talsvert magn af bjór meðan leikið er. Bjórinn er bara ekki til hér og af þvl leiöir sjálfsagt gosið. Stofurnar eru opnar frá morgni til miðnættis og þar er á boð- stólum allt sem til þarf.leiðbein- ingar lika. Galdrakarlar leika fyrir dansi Diskótek Tónlistarlífið mætti bæta Hraðviðtal við Erlu Stefánsdóttur söngkonu Leiðin liggur gegnum hinn fagra innbæ Akureyrar, eftir hinni frægu Drottningarbraut, framhjá flugvellinum og yfir Brýrnar svokölluðu, að bænum Þórustöðum sem stendur á fögr- um stað, sjö kílómetrum frá mið- bæ Akureyrar, svo tæpast verða betur sameinaðir kostir sveita- sælu og þéttbýlis... En þrátt fyrir þessa náiægð við þéttbýlið hefur þetta ferðalag i rauninni tekið hálfan mánuð, vegna þess norð- lenskaveruleika sem snjóþyngsli nefnast, og stundum getur breytt öllum áætlunum. En öll ferðalög taka enda um siðir, og við erum sest inn i stofu hjá hinni kunnu söngkonu Erlu Stefánsdóttur. Erla hefur verið i „bransanum” allar götur frá þvi 1964, og syngur um þessar mundir með hljómsveitinni PORTO.sem stofnuð var fyrir nokkrum mán- uðum, en hefur þegar vakið tölu- verða athylgi. PORTO (eða Oporto) er sem kunnugt er nafn á hafnarborg i Portúgal, þar sem meðal annars mikið af i'slenskum saltfiski fer um. Hvort einhver tengsl eru á milli kjara hljóm- listarfólks og saltfiskkvennanna á Oseyri við Axlarfjörð skal ósagt látið.en alla vega eru þessi tengsl hljómsveitamafnsins við bless- aöan saltfiskinn skemmtileg. Nóg um það. Kaffi er fram borið, Stan Getz kominn á ftíninn, og þá ætti ekkert að vera þvi tií fyrirstööu að spjallið geti hafist. Nú hefur þú staðið i þessu i átján ár. Hefur dægurtönlistin ekki tekið miklum breytingum á þeim tima? „Jú, mikil ósköp. En samt er alltaf um einhvers konar hringrás að ræða i tónlistinni.Sumir hlutir koma fram aftur og aftur, og má þar til dæmis nefna rokkið.” Hvað um nybylgjuna? „Það er i rauninni ekki rétt að tala um nýbylgju, heldur nýbylgj- ur. Það sem menn kalla einu nafni nýbylgju eru raunar margar stefnur sem svo aftur hafa orðiðfyrir áhrifum frá eldri stefnum. Þar komum við aftur að þessu með hringrásina i ttínlist- inni.” Höfðar ekki öil tónlist á einn eða annan hátt til tilfinningalifs mannsins? „Jú, vissulega. Tónlist og til- finningar eru nátengdar. En til- finningar og væmni eru alls ekki eitt og hið sama. Tilfinningarik tónlist þarf ekki og á ekki að vera væmin.T.d.er þessi tónlist stund- um nánast ruddaleg.” Nú er oft sagt að þú sért aö stæla hina eða þessa listamenn. Einu sinni var þaö Sandie Shaw, siöar Stevie Wonder eöa Cleo Laine. „Stæling getur oft aö einhverju leyti átt rétt á sér, þtítt hún geti aldrei orðiö alger, enda ekki æskilegt að svo sé. Oft er það lika að áheyrandinn beinlinis ætlast til „Stundum ætlast áheyrandinn beinlinis til stælinga”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.