Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 22
22 Trompettsnillingurinn Bowie Það er ekki laust við að d jass- geggjarar landsins svo og aðrir unnendur frjálsrar sköpunar, séu farnir aö fá fiðring i mag- ann. Það eru ekki nema þrjU kvöld þangaö til Art Ensemble of Chicago trylla á Broadway og eftir þeim fréttum sem borist hafa úr Evrópuferðalagi kapp- anna bendir allt til þess að mánudagskvöldið næsta verði minnisstæður listaviðburður. 1 siðasta pistli fjallaði ég nokkuð um sveitina og áð þessu sinni ætla ég að fara nokkrum orðum um þann einstakling hennar sem mér finnst athyglis- verðastur. Ekki það að hann sé merkari tónlistarmaður en fé- lagar hans, heldur hefur hann mótað nýjan stíl á trompetinn og er að minu viti frumlegasti trompetleikari djassins sfðan Don Cherry kom til sögunnar á árunum fyrir 1960. Einsog frumlegasti saxisti síðari ára, Arthur Blythe, hefur Bowie kór- ónað stil sinn með þvi að leita i tónmyndun afturfyrir boppið, til sniilinga hins klassiska djass. Slikt léku aðrir tvimenningar með sóma i upphafi frjálsdjass- ins: tenoristinn Archie Shepp og básúnublásarinn Roswell Rudd. LesterBowiefæddistárið 1941 og ólst upp i St. Louis einsog fleiri ágætir trompetleikarar (Miles Davis, Clark Terry og Shorty Baker svo þeir helstu séu nefndir): Faðirhans var tromp- etleikari og tók að kenna synin- um blásturinn niu ára gömlum. („Gamli maðurinn ^getur enn gripið hornið og blasið mig i kútinnV) Fjórtán ára gamall stofnaði Lester fyrstu hljóm- sveit sina og meðan hann stund- aðiháskólanám blés hann bopp- ið einsog hann ætti li'fið aö leysa. Kenny Dorham var þá helsta fyrirmynd hans, en áður haföi hann lært mikið af meistara Armstrong. („Mitt uppáhald i þátið, nútið og framtiö’.’) Bowie blésum hri'ði rýþmablús blönd- um, hljóðritaði m.a. með Albert King og giftist söngkonunni Fontella Bass. Árið 1966 komst hann i kynni við tilraunahljóm- sveit Muhal Richard Abrams, æðstaprests AACM (samtök skapandi tönlistar) i Chicago. Þá var framtiðin ráðin og fljót- lega fór hann að æfa með Roscoe Mitchell: Art Ensemble of Chicago varð til og fyrsta skifa þeirrra var gefin út undir nafni Bowies: Number 1 & 2 (Nessa N-l). Er þeir félagar dvöldu i Evr- ópu stjórnaði Bowie stórhljóm- sveit á BadenBaden djasshátið- inni. Þar léku helstu djassleik- arar Evrópu ásamt ameriskum og voru fjórir Skandinavar i Hópnum: Eje Thelin, Bemt Rosengren, Terje Rypdal og Palle Danielsson. Þetta var hljóðritað og gefið út: Gittin’ To Know Y’All (MPS (G) 15269). Siðan hafa þó nokkrar plötur Fðstudagur 2. aprfi 1982 helgsrposturinn Bowie — hefur mótað nýjan stil á trompetinn. komið undir nafni Bowies og má þar oft finna verk sem sjaldséð eru á skifum frjálsdjassara ss. St. Louis Blues og Hello Dolly. Þá lætur hann gamminn geysa og húmorinn er allsráðandi i armstrongskum ópusunum. Fyrir stuttu kom út hjá ECM nýjasta skifa Bowies: The Grcat Pretender, og gamnar hann sér þar við hið þekkta Platterslag. Ein ágæt Bowie- skifa hefur stundum fengist hér: The 5th Power (Black Saint BSR0020) þarsem Arthur Blythq Amina Myers, Malachi Favors og gamli AEOC trommarinn Phillip Wilson ganga til liðs við Bowie og fer vel á með Bowie og guðspjöllunum þegar Myers þenur sálina i God Has Smile on Me. Um tima lék Bowie með New Directions Jack deJohnette og blés hann þá davislegar en fyrr og siðar. A siðustu ECM skifu AEOC: Full Force fer hann á kostum i minningarstefinu um Mingus (Charlie M) og blæs i ætt við Red gamla Allen. Tónn- inn treiður og voldugur og urrið eins og hjá gamla manninum undir lokin. Fáirdjassleikarar okkar tima hafa sameinað stilblæ hins liðna jafnvel tónhugsun núsins og Lester Bowie. Slikt er snillinga einna. PS: Tvöfalda hljómleikaplata AEOC sem var að koma út hjá ECM: Urban Bushmen, er væntanleg til landsins i næstu viku .Það er Grammið á Vestur- götu 53B, sem sér um innflutn- inginn. Vandað en ódýrt Béla Bartók ( 1881—1945) Pi'anótónlist (plata nr. 6) : Þrjár Búrleskur, Allegró barbaró, Fyrstu pianótimarnir, Sónatína. Rúmenskir dansar, Rúmensk jólalög, I-II. Svíta op. 14, Þrjú ungversk þjóðlög Flytjandi: Dezsö Ránki (pianó) Otgefandi: Hungaroton SLPX 11336 Dreifing: Fálkinn Á siðasta ári voru liðin 100 ár frá fæðingu Béla Bartók. Fátt er jafn ómerkilegt og það, að finna sér tveggja núlla ártal sem ástæðu til að fjalla um tónlist slikra meistara. Ég hef þó nokkra afsökun: Hingað til hef- ur plötuútgáfa á verkum Bar- tóks verið mjög brotakennd og er þá vægt til orða tekið. Það þurfti þvi greinilega eitthvert meiriháttar tilefni, svo útgáfu- fyrirtæki teldu sig knúin til að bæta þar úr. Staöa Bartóks er tvenns lags, þjóðleg og alþjóðleg. Ungverjar hafa gert meira úr hinni fyrri, en utan Ungverjalands ( og einkum á Vesturlöndum) hefur tónskáldið fremur verið mælt eftir alþjóðlegum mælikvarða. Þannig þekkja flestir Islending- ar betur tónskáldið fyrir kamm- erverkin (einkum strengja- kvartettana 6), hljómsveitar- verkin og balletta ( og óperuna „Kastali Bláskeggs). Það má þó ekki gleyma þvi griðarlega starfi sem fólgið er i þjóðlagasöfnun hana sem hann vann að alla ævi. En þvi miður hefur sá þáttur verið enn verr kynntur hér en nokkuð annað sem þetta mikla tónskáld lét eftir sig. Og staðreyndin er sú, að ómögulegt er að nálgast tón- verk Bartóks, án þess að skilja grundvöll þeirra, þjóðlagarann- sóknirnar. Ein af metnaðarfyllstu af- mælisútgáfum, sem ég hef rek- istá.er „Hungaroton” — útgáf- an, frá föðurlandi tónskáldsins. Þetta er heildarútgáfa, og telur um 40 plötur. Er henni skipt i fimm flokka: I. Hljómsveitar- verk, II. Pianótónlist , III. KammertónlistfIV. Söigtónlist og V. Posthumus-verk. Heildar- safnið er fáanlegt, en vilji menn kaupa einstakar plötur, er píanótónlistin eini flokkurinn sem kominn er, en hinir eru væntanlegir innan tiðar. Ég tók af handahófi plötu nr. 6 I hinum 11 platna pianóflokki. Einleikarinn er hinn efnilegi DezsöRánki, þritugur Ungverji sem hefur unnið til fjölda verð- launa út um viða veröld. Leikur hans er öruggur og túlkunin heilsteypt. Þrjár Búrleskur (1908—11) op. 8c, gefa til kynna tök Ránkis á viðfangsefninu og hið fræga Allegro barbaro (1911) veitir i meðferð pianó- leikarans mikla innsýn i stil og hugsun Bartóks. Sónatina (1915) og Svita op. 14 (1916) eru að minu mati skemmtilegustu og athyglisverðustu stykkin á plöt- unni, einkum hið siðarnefnda,og hér er pianóleikurinn og túlkun- in hárfin. Með hverju umslagi (hverri plötu) fylgja nákvæmar og vandaðar heimildir. Það er greinilegt að mikið hefur verið lagt i þessa útgáfu og mega Ungverjar svo sannarlega vera stoltir af þessu viðamiklu og vandaða safni. Safnið hefur hlotið „Grand prix du dusque”. Úl-la-la og ívið betur »5 niE SECBKT IMH.K I MAN’S R4IJ. The Secret Policeman’s Other Ball Um miðjan september i fyrra voru haldnir I Theatre Royal I London fjórar skemmtanir á vegum Amnesty International, þar sem allur ágóöi rann til samtakanna. A skemmtunum þessum komu fram ýmsir þekktir skemmtikraftar, sem náttúr- áratuga saman I fyrsta skipti. Það má þó til gamans geta þess að þeir spiluðu i sömu hljóm- sveitinni um tima, en bara ekki saman,þvi Jeff Beck tók við af Eric Clapton sem gitarleikari hljómsveitarinnar Yardbirds i mars 1965. Þeir félagar byrja á „instru- mental” laginu ’Cause We’ve Ended As Lovers, sem áður lega allir gáfu si'na vinnu. Má þar t.d. nefna John Cleese, Billy Connoly, Neil Innes, Rowan Atkinson, Pamelu Stephenson og Victoriu Wood. En einnig kom þarna fram álitlegur hópur þekktra poppstjama og hefur hluti þess efnis er þeir fluttu nú verið gefinn út á hljómplötu, og auövitað rennur ágóðinn af sölu hennar einnig til Amnesty International. Fyrstur kemur við sögu á plötu þessari Sting, aðalfor- sprakki og söngvari hljóm- sveitarinnar The Police. Hann flytur tvö af þekktari lögum hljómsveitarinnar, Roxanne og Message In A- Bottle. Það verður nú að segjast eins og er að þóað þetta séu hvort tveggja ágæt lög, þá hljóma þau ákaf- lega tómleg, þegar Sting flytur þau við eigin gitarundirleik. Næstgefur aöhlýöa á þrjú lög með þeim Eric Clapton og Jeff Beck, en á þessum skemmtun- um spiluðu þessir tveir af bestu gítarleikurum siðustu tveggja kom út á plötunni Blow By Blow með Jeff Beck. Þetta er eitt af fallegustu lögum sem Beck hefur leikið inn á plöty og nýtur sin vel i þessu lagi sérstakur svifandi still hans. I laginu Farther UpThe Road er það svo Clapton sem er f aðalhlutverki, þar sem fjögur af sex sólóum sem gefur að heyra i laginu eru hans. Beck á þar annað sólóið i millikaflanum og svo aftur seinna sólóið i niðurlaginu. Þeir spila hvor annan mjög skemmtilega upp i þessu lagi og er þaö þvl hið áheyrilegasta. Þriöja lagið sem þeir svo leika er Robert Johnson-blúsinn Crossroads, sem Cream voru gjarna með á efnisskrá sinni meðan þeir voru og hétu. Þetta lag var þá eitt helsta „show” númer Claptons, en nú ber svo viö að Beck stelur senunni með stórgóöu sólói (seinna sólóið i millikaflanum), en Clapton endar þó lagið með nokkrum vel völdum tónum. Síðasta lag fyrri hliðarinnar er I Don’t Like Mondays flutt af þeim Bob Geldof og Johnny Fingers, meðlimum hljóm- sveitarinnar Boomtown Rats. Þetta lag var upphaflega, þó það væri skrifað á hljómsveit- ina, aðeins leikið af þeim tveim, ásamt strengjasveit,og þvi er það svo aö það kemur alls ekki illa út á plötu þessari. Phil Collins ríður á vaðið á seinni hliðinni, með lögunum In The Air Tonight og The Roof Is Leaking. Hann sér sjálfur um undirleik ápínaó i báðum lögun- um og nýtur aðstoðar ónefnds banjóleikara i þvi siðarnefnda. Er framlag hans hið ágætasta. Þegar Collins hefur lokið leik sinum og söng kemur Donovan og leiðir áheyrendur ein fimm- tán ár aftur i timann, með lög- unum The Universal Soldier og Catch The Wind. Donovan er kannski ekki i neinu sérstöku uppáhaldi i dag, en þetta eru þó^ tvö af hans frægustu og bestu' lögum og ekki get ég séð aö boð- skapur The Universal Soldier hafi neitt rýrnað með árunum. Nú,i endann koma svo allir saman og flytja Dylan-lagið I snxo JEFFBKCK KIUCCI.AFTON ItimiiFXIMIF .mn\\v iim;i:ils rail.CVMXIKN IMINOVW Tllli SECKirriMIUCE Shall Be Released I ágætri, nokkuð Police-legri útsetningu þeirraStingog John Altman. Að visu er hún nokkuð langdregin, en það er þá bara hægt að kippa nálinni fyrr af. t heildina er þessi plata þvi hin þokkalegasta, að visu ekki neitt sérstakt meistarastykki, en þar sem hún ris hæst með þætti þeirra Beck og Clapton er hún reglulega góð en þar sem hún ristir lægst með Sting-lög- unum er hún heldur slöpp. Nú, hitt er svona eins og við var að búast; allt i lagi. Soft Cell-Non-Stop Erotic Cabaret Fyrir nokkrum árum var vin- sælt á diskótekum i Leeds og þar um slóöir, lagið Tainted Love flutt af Gloriu Jones. Kvenpersóna þessi reyndi nokk- uö til að slá i gegn sem söngkona á sinum ti'ma en vann sér það þó mest til frægðar að vera kona Mark Bolan og afreka það helst. að aka bil þeirra á ljósastaur, með þeim afleiöingum að Bolan lét lifið. Siðan hefur litið sem ekkert heyrst af Gloriu Jones, sem kannski er eins gott, þvi þessi grein átti alls ekki að vera um hana, h eldur tvo stráka sem kynntust i listaháskólanum i Leeds fyrir örfáum árum. Þeirheita David Ball og Marc Almond og ákváðu þeir að stofna saman hljómsveit. David erhljómsveitin, þ.e. hann leikur á hina ýmsu synthisizera sem helst einkenna tónlist þeirra en Marc er hinsvegar söngvarinn og þeir kalla sig Soft Cell. Þeir mundu eftir laginu hennarGloriu, útsettu það upp á nýtt og gáfu út. Arangurinn varð sá að lagið sigldi beint i efsta sæti breska vinsældalist- ans og ekkf nóg með það, heldur er það almennt taliö með betri lögum siðasta árs. En þeir geta einnig samið ágæt lög sjálfir og TaintedLove var fylgt eftir með ágætu lagi, sem heitir Bedsitter og um þessar mundir nýtur lag- ið Say Hello, Wave Goodbye töluverðra vinsælda. Oll þessi lög er að finna á fyrstustóru plötu Soft Cell, sem ber nafnið Non-Stop Erotic Cabaret. Þar getur að heyra enn fleiri góð lög, svo sem Frustration, sem er skemmti- lega skreytt með góðum saxó- fónleik, Seedy Films en þar gefur að heyra skemmtilegt klarinettusóló, Entertain Me og Chips On My Shoulder. Soft Cell hafa helst verið gagnrýndir fyrir að þykja heldur kynferðislegir i textum sinum, en þeir hafa svarað þeirrikritik meö þvi að þeim sé mjög i mun aö fá á sig heldur tvieggjað orö. Og þvi leggi þeir sig fram um að textar þeirra séu á þann hátt að þeir fái heldur slæmt orð á sig. Nú. sumar hljómsveitir, svo sem Rolling Stonesog The Who,þafa lifað á slæmu mannorði, svo þvi skildu Soft Cell ekki geta það lika. Að minu mati er Non-Stop Erotic Cabaret einhver besta tölvupoppplata á markaðnum I dag og hentar hún jafnt til stofu- hlutstunar sem diskóteka.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.