Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 26
26 ‘Föstudagur 2: apríl 'Í982 hélgarpáéturinn- Jógarnir vita lengra nefi sínu hans, svo sem hjartslátt, blóöþrýsting, vöðvaspennu eða heilabylgjur. Einstak- lingnum er siðan skipað aö breyta tilfinn- ingum sinum, til þess að fá ljós til að kvikna eða flaut til að stöðvast. Meö þessari aðferð hafa sjúklingar lært að hafa stjórn á blóðþrýstingi, óregluleg- um hjartslætti o.fl. Það væri hugsanlega hægt með þessari aðferö að hafa stjórn á flogaköstum, eða draga úr migrene höf- uðverkjum, með þvi að stjórna blóð- streymi til höfuðsins. Sjúklingar hafa jafnvel lært að stjórna straumi einnar taugafrumu (kallað SMU, Single Motor Unit firing),þannig að sjúklingurinn getur slegið taktinn i lagi með þessari einu taugafrumu. Flestir sjúklingar geta ekki skýrt hvernig þeir ná slikri stjórn. Margir segja að þeir imyndi sér það sem þeir vilji að gerist, og það gerist siðan. Jógarnir nota einmitt svipaða aðferð oft á tiðum. Einn jógi, sem Wenger og Bagschi unnu með,gat t.d. svitnaö aö vild. Hann hafði dvalið um hrið i Himalayafjöllum hjá meistara nokkrum, sem kenndi honum að sigrast á kuldanum með þvi að einbeita sér að hita. Með þvi að imynda sér þannig hita, yfirvann jóginn ekki aðeins kuldann, heldur svitnaði lika. Svo virðist sem heilinn geti stjórnað likamanum meir en gert var ráö fyrir. Indverskir jógar hafa lært þá list. En með aðstoð tækni og véla geta sjúklingar á Vesturlöndum lært á nokkrum klukku- stundum það sem jógarnir verða að læra á mörgum árum. Möguleikarnir sem þessi tækni virðist bjóða upp á eru óendanlegir. T.d. ef sjúk- lingur getur lært að draga úr blóöstreymi til ákveðinna likamshluta (og þaö er hægt eins og tilraunir meö migrene-sjúk- linga hafa sýnt), gæti verið hægt að kæfa krabbameinsvöxt með þvi aö svipta hann blóði. Green segir, að þar sem við höfum lært þaö fyrir löngu, að sumir sjúkdómar eiga sér stundum sálrænar rætur, svo sem magasár ofl.,getum viö talaö um sálræna heilsu. Hvers vegna gætum við ekki á meövitaðan hátt hugsað likama okkar til betriheilsu? öldum saman hafa gengið þær sögur um jóga Indlands, að þeir gætu stöðvað hjart- slátt sinn ab vild og sett hjartað af stað aftur eftir hentugleikum, að þeir gætu lokað sig I loftþéttum kistum dögum saman, án þess að liöa fyrir það,og að þeir gætu gengið á gló- andi kolum án þess að brenna sig. Siðustu tvo áratugi hafa visindamenn staðfest þetta meö athugunum svo ekki verður um villst. Nú beita læknar aðferðum byggðum á kenn- ingum jóga gegn háum blóðþrýstingi, hjartveiki.höfuðverkjum og öðrum meinsemd- um. „Þegar fólk frá Vesturlöndum minnist á jóga, á það við einhver furðuleg trúar- brögð,” segir swaminn Rama, jógi og lærimeistari, sem hjálpar vestrænum visindamönnum i rannsóknum þeirra. „En jóga er ekki trúarbrögð, heldur vis- indi, -háþróuð og sannreynd visindi”. Meðal fyrstu visindamanna til að rann- saka tækni jóganna, voru tveir sálfræð- ingar, Marion Wenger og Basu Bagschi, sem fóru til Indlands 1957. Fyrst rannsök- uðu þcU fullyrðingar nokkurra jóga um það, aö þeir gætu stöðvað hjartslátt sinn, með þvi að draga djúpt andann, reka hök- una niður i brjóstið og þenja alla brjóst*og kviöarvöðva. Af þessi leiddi slikur þrýst- ingur á brjóstholið, að æðarnar innan þess hreinlega klemmdust saman. Þar sem hjartað haföi litiö sem ekkert blóð að dæla út, varð hjartslátturinn svo daufur, að hann heyröist ekki. En hjartalinurit sýndi, að hjartað þandist samt og dróst saman eins og áöur, þó þaö heyrðist ekki. Frekari rannsóknir sýndu, að einn jógi gat hægt stórlega á hjartslætti sínum, úr 63 slögum á minútu i 24 slög á minútu, án þess aö beita til þess vöðvastjórn. Hvern- ig? Liffræöingurinn Bal Anand, sem vann með Wenger og Bagschi,fann jóga, sem gat hægtá hjartaslætti sinum um helming með þvi að þrýsta á ákveðna taugaenda. Mörg ótrúlegustu dæmin um stjórn yfir likamsstarfsemi hafa fundist i sambandi við kviksetningu jóga. Ariö 1973 birtist frásögn i bandarfska timaritinu Ame- rican Heart Journal, af slikum atburöi. Þar sagöi frá jóga sem grafinn var i átta daga,en jafnframt var fylgst mjög vel meö lifsmöguleikum hans. Eftir aö hann hafði verið 29 tima I jörðinni jókst hjart- sláttur hans snögglega úr 106 slögum á minútu i 250. En eftir 30 klstsýndi hjarta- linurit hans algerlega beina linu. A átt- unda degi, hálftima áður en átti að grafa manninn upp, sást skyndilega sláttur aft- ur á hiartalinuritinu. Jóginn virtist geta stöðvað hjarta sitt og sett af stað eftir þörfum. Eitt það sem vakið hefur forvitni rann- sakenda er það ástand, sem jógar sökkva i i hugleiðslmen það likist einna helst dái. Wenger og Bagschi tóku heilalinurit af jógum i sh’ku ástandi, og fundu þá, að mest bar þar á svokölluðum alfa-bylgj- um, sem undir eðlilegum kringumstæöum ber mest á skömmu áöur en menn sofna. Linuritið sýnir að jógar eru undir slikum kringumstæðum i rólegasta og kyrrlát- asta ástandi sem hugsanlegt er, meðan maður er vakandi. Arið 1973 fór Elmer Green til Indlands, á vegum Menninger-stofnunarinnar. Hann fann þar margt merkilegt, en það var ekki fyrr en hann kom aftur til Banda- rikjanna, að hann fann sinn furðulegasta fund. Þar fann hann swaminn Rama, jóga uppalinn i Himalayafjöllum, sem hafði ferðast viða um heiminn og vann þá i Bandarikjunum. Green bauö Rama til Menninger-stofn- unarinnar þar sem hann gekkst undir ýmisskonar próf. Þar sýndi swaminn m.a. að hann gat aukiö hitann i handar- jaðri sinum um þaö bil tiu gráðum meir en á öðrum hluta handarinnar. Hann sagði Green, aö þetta væri það erfiðasta sem hann heföi nokkru sinni lært. Þessutan sýndi hann ýmislegt það, sem hann kallaöi auðveldari brögö. Hann hægöi hjartslátt sinn úr 74 slögum á minútu i 52 slög, á aðeins 50 sekúndum. Hann gat meir aö segja snúið viö hjart- slætti sínum, þ.e. venjulega sést hjart- sláttur á linuriti sem tveir tindar, og sá fyrri hærri en sá seinni. Swaminn gat snú- iöþessu við og gert seinni tindinn hærri en þann fyrri. Þegar Rama reyndi að útskýra hvernig hann fór að þessu sagði hann, að „allur likaminn væri i heilanum”. Og það er þetta sem hefur umsnúið svo mörgu i vestrænni læknisfræði upp á siðkastið: að heilinn getur stjórnað likamanum mun meir en áður hafði verið talið. Samkvæmt heimspeki jóganna inni- heldur allt sem lifandi er lifsorku sem kölluð er prana. Prana finnst á sjö stöðum i likamanum, chakras, sem er að finna viðsvegar um likamann. Sumir halda þvi fram, aö með þessu eigi jógarnir I raun við miðtaugakerfið. Jógar telja, að með þvi að rannsaka chakras vandlega, geti einstaklingurinn náð valdi yfir likama sinum. Þetta hefur vestrænum visindamönnum ætið þótt fár- ánlegt, þar sem ekki er hægt að stjórna ákveðnum atriöum líkamsstarfseminnar samkvæmt þeirra kenningu. Hlutir eins og blóðþrýstingur, hjartsiáttur og starf- semi innyflanna er sjálfkrafa stjórnað af hluta heilans, sem meðvituð stjórn nær ekki til. En fyrir 20 árum gerði dr. Neal Miller tilraun sem virtist sanna það, sem jóg- arnir virðast hafa vitað um aldir. Milier kenndi hundum að auka eða minnka munnvatnsframleiðslu, með þvi að verð- launa þá með vatni. Þetta var mikilvæg tilraun þvi vatn út af fyrir sig veldur ekki munnvatnsframleiðslu. Sumir visinda- menn tóku þó tilrauninni með fyrirvara og sögðu aö hundarnir stjórnuðu ekki munnvatnskirtlunum, heldur viljastjórn- uðum vöðvum umhverfis þá. Siöan kenndu Miller og nemendur hans rottum sem höfðu verið lamaðar með cur- are, að heröa og hægja á hjarta sinu. Þeir kenndu meir aö segja sumum rottunum að roðna á öðru eyra. Keriningin á bakvið tilraunir Millers er svipuð og kenning jóganna: við getum lært aö stjórna nærri allri okkar likams- starfsemi ef við bara lærum á hana. Vöðvahreyfingar eru viljastjórnaðar, af þvi við sjáum afleiðingar hreyfingar okk- ar. Barn sér hönd sina fara framhjá and- liti sinu og lærir aö með þvi að beita vöðv- um sinum á vissan hátt ræður þaö við höndina. Ef við sjáum afleiöingar hjart- sláttarbreytingar, eða breytingar á blóö- streymi. eða veröum vör við þessar af- leiðingar á einhvern hátt, getum við lært að stjórna þeim. Miller og Green hafa notaö vélar til þess að gefa fólki upplýsingar um likamsstarf- semi þess. Þessi tækni er kölluð „biofeed- back”. Maðurinn er tengdur við vél, sem gefur upplýsingar um likamsstarfsemi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.