Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 14
14 - »________________________________________________________Föstudagur 2. apríl 1982 holrjr^rpn^tl irínn Hann gengur um góif, stikar f ram og aftur eins og Ijón í búri og heldur því f ram að hann sé alveg rólegur. Hann viðurkennir reyndar, að hann sé taugaveiklaður, en það er bara eðlilegt ástand, segir hann og kippir í girnisþræði sem hann hefur bundið upp í loftið í vinnustofunni og í enda spottanna hanga hnöttóttir steinar, sveiflast til og mynd þeirra speglast í álþynnu sem liggur á gólfinu. Þetta er reyndar með öllu ófullnægjandi lýsing á listaverki Jóns Gunnars, enda stendur ekki til að f jalla um list hans hér heldur manninn sjálf an. ,,Þetta á að fara á sýninguna í Feneyjum, Bienalinn sko. Ég er í önnum að ganga frá þessu. ötrúlega mikið starf skilurðu", segir hann og sýgur sígarettuna, grípur kaffibollann og hellir kaffinu niður, rýkur í að hita meira kaffi, því að síðasta lögun var ekki nógu sterk, enda hafði blaðamaðurinn verið að skipta sér af uppá- hellingnum. 99 viðlal Gunnar Gunnarsson „Ég drekk sko ekki þunnt kaffi. Ekki sjálfviljugur — heyröu, þarf ég aö segja eitthvaö i þessu viötali?” — Annars væri þaö ekki viötal. ,,En þú veröur að koma meö eitthvaö gott sjálfur. Við verðum aö vinna þetta saman. Hvaö segirðu annars?” Hvernig kanntu við þig að vinna hér á Korpúlfsstöðum? ,,Mér finnst þetta alveg stórkostlegt. Hér er kyrrö og friður. Og sjóndeildarhringur- inn maöur. Sko, yfirleitt hef ég veriö langt niöri i skammdeginu. Myrkriö skilurðu. En i vetur eftir aö ég fór að vinna hérna, fara hingað upp eftir á hverjum degi, þá hef ég ekki fundiö fyrir deyföinni sko. Þetta er finn staöur og viö i Myndhöggvarafélaginu ætlum að gera hann enn betri”. Myndhöggvararnir hafa reyndar nú þegar komiö sér fyrir á Korpúlfsstööum. Þar er vinnuaöstaöa fyrir nokkra lista- menn, setustofa, eldhús og reyndar eru húsakynnin á Korpúlfsstööum sama og ekkert notuð; þar eru enn stórir salir og litil herbergi, sem leitt er að sjá standa ónotuð. Auk myndhöggvaranna hafa nokkrir borgarstarfsmenn aðstöðu þar á Korpúlfs- stööum. Einhver er með bilaða bila i einu horni, annar er meö fáeina hesta i björtu og þurru herbergi og hrossin báru meö sér að vel var um þau hirt. „Þessar bévitis bikkjur. Þetta er svo heimskt”, sagði Jón Gunnar Arnason, „sjá hvernig þetta húkir. Eg er fæddur og uppalinn i Reykjavik’,’ hélt hann svo áfram „en ég var sex sumur i sveit norður i Vatnsdal og siðan hef ég hatað hesta.sem eru ekki til neins góðir annars en að éta þá. Ég fékk sko nóg af þessum hestum, got my belly full of horses — annars var fleira þarna i Vatns- dalnum en hestar. Ég lærði að þekkja blóm og alls konar kvikindi lika og fugla, lærði að skjóta og veiða og slægja silung sko”. Hvenær ég fór aö fást við myndlist? Svona er eiginlega ekki hægt að spyrja. Það fer náttúrlega eftir þvi við hvað þú átt. Snýr maður sér að myndlist þeg- ar maður er tveggja ára og fer aö teikna kalla og kellingar með nef og augu og svoleiöis? Það fer likast til eftir þvi hvenær maöur vill fara að sýna öðrum, fer að sýna öðrum eitthvað með einhverju inntaki. Þá er kannski hægt að tala um aö maður hafi snúiö sér að myndlist. Ég veit það ekki. Ég var meö járnsmiðju. Hafði sjö menn i vinnu. Og átti eitt ófullgert myndverk. Skúlptúr skilurðn. Járnsmiðjan gekk ágætlega. En svo sat ég einu sinni yfir einhverju bókhaldsuppgjöri og leit á skúlptúrinn og spurði sjálfan mig: Hvað viltu? Reka smiöju? Eöa ljúka viö skúlptúrinn? Ég lagöi niöur smiöjuna. Seldi allt. Skildi viö góða konu og gekk út og átti ekkert nema þessi jakkaföt sem ég var i. Siðan hef ég veriö I myndlist sko. Og ég er hamingjusamur...” egar þú ert að undirbúa og siðan vinna að verki — genguröu þá lengi um með höfuðið þrútið af einhverri hugmynd, sem þú vilt endilega koma á framfæri? „Sko — ég hef engan áhuga á að halda hugmyndum að fólki. Ég vil frekar að fólk finni til áhrifa — aö þaö geti fundiö eitthvað út sjálft, sagt sjálfu sér eitthvað um inni- haldiðog jafnvel að mönnum finnist að þeir hafi sjálfir skapað listaverkið...” — Þú notar mikið málma? „Ég hef unniö i öll efni, öll möguleg og ómöguleg efni, en ég hef mesta þekkingu á málmum og alls kynssmiöum. En ég smiöa ekki bara i járn vegna þess aö ég kann að smiða úr járni. Efnið verður að henta hug- myndinni. Ég get notað brauðdeig eða jaröarber eöa hvern fjandann sem er, ef þaö hjálpar til viö aö gefa hugmyndinni innra lif. Einu sinni bjó ég til verk úr hugsun einni saman. Þaö verk stendur. Ég hugsaöi mér þrjár linur gegnum jr.rðkringluna. Ein linan liggur héðan og til Boston. önnur héöan og til San Fransisco og sú þriðja ligg- ur héöan og til Sidney i Astraliu. Þessar linur eru þarna ennþá og ég sé þær fyrir mér. Fyrir mér er hugsun orka og orka er efni”. I hvaða efni ertu að vinna núna? „Ég er núna að vinna úr grjóti, vinna i grjót og spegla. Þetta sem ég sendi á Bienalinn i Feneyjum. Það eru annars tvö verk sem ég sendi. Ég kalla annað „Gra- vity" (Aðdráttaráfl) og hitt „Cosmos”. Veistu — ég held að aðdráttaraflið sé eina gildið í lifinu. Allt annað er della. Hraði og timi til dæmis, eins og viö hugsum okkur þetta — þetta er upplogið, bara della. Hugsaðu þér! Menn eru með einhver and- skotans tæki að mæla hraða. Til hvers? Og einn metri. Hvað er það? Hvað er einn metri eiginlega? Bara stöng sem er lokuð inni á safni i Paris. Ég veit bara, að þegar maöur gengur á jörðinni, þá vaggar maður. Það er af þvi að þaö er afl sem togar i mann. Þegar maður fer hátt upp og horfir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.