Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 2. apríl 1982 -helgarpásturinrL- LEÐUR A KROPPINN Leöurfatnaður og leðurmunir af ýmsu tagi, hafa verið til sýnis og sölu undanfarna daga i Galleri Langbrók i Torfunni. Fötin eru handverk Evu Vilhelmsdóttur fatahönnuðar og munirnir eftir Kjartan Ólafsson leðursmiö. Sýningunni lýkur nú um helg- ina, en Eva tjáði Helgarpóstin- um, að Reykvikingar myndu væntanlega verða varir við þau Kjartan á nýjan leik, þegar þau opna galleri i húsinu númer eitt við Bergstaðastræti, en þar ætla þau að sýna og selja leðurföt og reyndar allt það sem þeim tekst að búa til úr leðri og öðrum nátt- úrulegum efnum. „Okkur langar til að búa til fatnað úr leðri, föt sem henta is- lenskri veöráttu og islenskum smekk. Leðrið stendur sig vel i veðrinu hér. það er einna helst rússskinnið sem er viðkvæmt, en við erum með sérstaka tegund rússskinns, sem heitir „rúss- spalt” og það er ekki eins við- kvæmt. 1 galleriinu verðum við með allt sem okkur dettur i hug að búa til. Vonandi tekst okkur að lifa af þessu handverki okkar”. Sýnishorn handverksins gefur enn að lita i galleri Langbrók og þangað rata vist flestir núorðið — og á meðan leðurvarningur Evu hangir þar enn er auðvelt að ramba á leðurlyktina. — GG „Viöopnum bráðum galieri þar sem verða munir úr leðri og öðrum náttúrlegum efnum” — segir Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður. Teikning eftir Vigni Jóhannsson, sem nú hefur opnað sýningu á teikningum i Listmunahúsinu, Lækjargötu. Vignir Jóhannsson sýnir í Listmunahúsinu Togstreita hugmyndanna Vignir Jóhannsson opnar um helgina fjórðu einkasýningu sina og að þessu sinni i Listmunahús- inu. Reykvikingar muna kannski ekki margir eftir Vigni, en hann hefur starfað erlendis sfðustu ár- in. Reyndar er ferill Vignis inn i myndlistina næsta merkur. Hann fæddist 1952, hefur numið bú- fræði, rafvirkjun og siðan gengið á Myndlista- og handiöaskólann hér heima. Eftir myndlistamám- ið starfaði hann um fimm ára skeið við leikmyndateiknun i Iðnó undir stjórn Steinþórs Sigurðs- sonar, vann siöan viö ieikmynd við þýsku sjónvarpsstöðina NRD fyrir Rolf Hádrich, kenndi við Myndlista- og handiðaskólann áð- ur en hann hélt til náms viðRhode Island School of Design,en þaðan lauk hann prófi I fyrra. Vignir hefúr sýnt vestra og hefur unnið sjálfstætt að list sinni i Banda- rikjunum með góðum árangri, er núna t.d. á föstum samningi hjá tveimur þekktum söfnurum. Vignir er Akurnesingur, sýndi á Akranesi einu sinni, sýndi á „Loftinu” siðast þegar hann var I Reykjavik, en hefur auk þess tek- ið þátt I fjölda samsýninga I Bandarikjunum og um Norður- lönd. Vignir er menntaður sem grafiker, en fæst nú mest við teikningu. Og á sýningunni i List- muna hús inu sýnir hann teikn- ingar. Sýningin núna er að þvi leyti óvenjuleg, að hann teiknar ekki bara á veggi, tviviðafleti, heldur yfirfærir teikningarnar i efni til að laða fram togstreitu þeirra hugmynda sem hann fæst við. — GG Ezra Pound 1958 — nýútskrifaður af St. Elizabeth’s geðveikra- spltalanum. Skáld Sovésk yfirvöld eru fræg um hinn vestræna heim fyrir að skirrast ekki við aö notfæra sér sálarfræði og geðlækningar f þeim tilgangi að koma skáldum og öðrum þeim sem óþægan tal- anda hafa á kne'. Dæmi um höf- unda sem dæmdir hafa verið til vistunar á geðsjúkrahdsi I Sovét- rikjunum munu vera legió. Og það er vafalaust að sovéskir hafa gengiö manna lengst i þvl aö not- færa sér þessi gúmmikenndu vís- indi., sem vissulega gefa lög- reglustjórum og fangavörðum færi á aö hreyfa sig frltt á ein- hvers konar þekkingarlegu einsk- ismannslandi, milli kenja kropps- ins og hins óskiljanlega sálarlífs. En sovéskir eru vissulega ekki einirum að grípa til sálarvisinda, þegar allt annað bregst, og nauð- synlegt er talið að fá skáld til að þegja. í nóvemberhefti timaritsins „Psychology Today” heldur sál- fræðingurinn og höfundurinn Fuller Torrey þvf fram, að vistun Ezra Pound i St. Elizabeth’s sjúkrahúsinu I Washington, sé dæmi um misbeitingu sálarvis- inda. Fuller Torrey hefur rann- sakað mál Ezra Pound og gefur innan skamms út bók sem hann mun nefna „Rætur drottinsvika: Geðsýkisaga Ezra Pound”. Ezra Pound var fasisti. Banda- riskir hermenn tóku hann hönd- um i striðslok á ttalíu, en þar hafðihann búiðfrá árinu 1924. Við handtöku sina lýsti hann þvi yfir, að hann teldi Hitler vera dýrling og pislarvott. Aöur hafði hann dýrkað Benito Mussolini, sem hann hitti reyndar einu sinni. Það var árið 1933 að Mussolini tók á í búri móti hinu bandariska skáldi i Palazzo Venezia i Róm. Pound hafði það þá fyrir sið að halda fyrirlestur yfir öllum ráða- mönnum sem hann kom nærri um bölvun okursins og segja heimild- ir, að Mussolini hafi hlustað eins og annars hugar og sjálfsagt ekki skilið margt af þvi sem Ezra Pound sagði. Mussolini var að- eins að gegna einni af hversdags- skyldu þjóðhöfðingja: Aðhlusta á rugludall. Siðan rétti Pound ein- ræðisherranum eintak af bók sinni „A Draft of Cantos”. Musso- lini á að hafa flett stundarkorn i bókinni og muldraði svo: „Snið- ugt”. (Divertente). Ezra Pound mátti varl vatni halda af hrifn- ingu og trú hans á litla karlinn varð enn staðfastari. Skáldið leit svo á, að á einni sekúndu hefði Benito Mussolini skilið „Cantos” I botn, enþað höfðu hinir skörpustu gagnrýnendur ekki ráðið við fram til þessa dags. Þeir Pound og Mussolini skildu siðan sem góðir vinir og eftir þetta talaði Ezra Pound aðeins um Mussolini sem „The Boss”. „The Boss” fékk reyndar pláss I smáljóði eftir Pound, þvi i Canto 41 segir: „Ma qvesto”, said the Boss, „e divertente”, catching the point before the aesthetes had got there. Pound-sérfræðingar hafa svo deilt um það löngum, hvort hiö góða skáld hafi verið heittrúaður fasisti eður ei. En hvað um það. Pound var handtekinn I striöslok og ákærður fyrir landráö. Verjendur hans báru við geð- veilu skáldsins og almennt er tal- iðfuilsannaö, að „geðveilan” hafi orðið til að bjarga lffi hans. Hann hefði verið dæmdur til dauða og skotinn, hefði ekki tekist að falsa á hann sjúkdómsgreiningu og i krafti hennar koma honum á stofnun. Höfuðvitni ákærandans i mál- inu gegn Pound var frægur geð- iæknir, Overhoiser að nafni. Þessi Overholser var yfirlæknir St. El- izabeth’s sjúkrahússins og aðdá- andi skáldsins. Overholser er nú látinn, en eftir þvi sem starfs- bróðir hans segir I bók Fuller Torrey, var Overholser þeirrar skoðunar, að beita yrði sálfræð- inni til að hlifa Ezra Pound, þvi að Pound væri stórskáld, sem að visu hefðuorðið á ýms mistök. Réttarhöldin yfir Pound voru aö sögn Torreys næsta farsa- kennd og skáldið sjálft hjálpaði heilmikið til við „skemmtunina”. Kviðdómur úrskurðaði loks, að Pound heföi „unsound mind” og Ezra Pound varð sjúklingur núm- er 58102 á St. Elizabeth’s. Á sjúkrahúsinu hafði Pound svo allt til ails. Hann fékk herbergi á besta stað með útsýni yfir Capi- tolium.Og var vist sjálfur ánægð- ur meðstaðinn og friðinn, þvi ut- an múra stofnunarinnar voru Mc- Carthy og Nixon, aðstoðarmaður hansfá fullri ferð við að útvega svikara á hreinsunareldinn. Ezra Pound hafði tima og næði. Hann lét færa sér hauga af bókum frá bókasafni þingsins og vinir og aö- dáendur heimsóttu hann i löngum röðum. Meðal manna sem litu til hans voru þeir T.S. Elliot, Will- iam Carlos Williams, Stephen Spender og Marshall McLuhan. Hann bauð vinum sinum i veislur og ræddi bókmenntir við yfir- lækninn þegar hann nennti. Ýms- ar sögur og heimildir eru frá þessum tima i geðsjúkrahúsinu og meðal annars fjallar Fuiler Torrey um kvennafjöld þann sem heimsótti Pound i þennan „turn” og er ljóst, að Overholser yfir- læknir kom ekki til hugar að neyða hann til munklifis. Enda hefði Pound þá fyrst orðið geðbil- aður i alvöru. Kringum 1955 varð andrúms- loftiö i Washington hliðhollara Ezra Pound en veriö hafði og þá tókst vinum hans að fá yfirvöld tii að ógilda landráðaákæruna. 1958 var Ezra Pound svo sleppt. Arin sem hann sat I einangrun sinni, en þau urðu alls tólf.sendi hann frá sér átta bækur. Auk þess skrifaði hann yfir hundrað grein- ar — og aðeins þær bera með sér, að karlinn hefur varla verið al- varlega ruglaður. Hann fékk heldur enga „meðferð” á sjúkra- húsinu. Hann var hinsvegar löng- um þögull um sinn fasisma, en skrifaði einhvern tima á meðan hann var á sjúkrahúsinu: „Hefði églesið Konfúsius fyrr.... hefði ég aldrei lent i þessari súpu”. Þótt fasisminn verði ekki af Ezra Pound skafinn, þá mega menn ekki láta hina pólitisku heimsku hans blinda sig. Hann var eitt af hinum stóru skáldum þessarar aldar. Sjálfur sagði hann einhvern tima um Dante: „Hann skrifaði til að fá fólk til að hugsa sig um ”. Þau ummæli gætu eins átt við Pound sjálfan. — GG(endursagðiogjók).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.