Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 28
• t skýrslu ólafs Jóhannessonar utanrikisráöherra til Alþingis kemur fram, aö i ráöi er aö skipa sérstpkan verslunarfulltrúa viö sendiráö tslands i London sem jafnframt á aö sinna Nigeríuviö- skiptum okkar. Viö heyrum aö þetta embætti muni koma i hlut Stefáns Gunnlaugssonar, deildar- stjóra i viöskiptaráöuneytinu.en hann hefur um árabil haft umsjón meö Nigeriuviöskiptunum innan ráöuneytisins.... • Þótt borgarstjórnarkosning- ar séu i næsta mánuði ber litiö á þvi aö kosningaskjálfta sé fariö aö gæta meöal stjórnmálaflokk- anna I Reykjavik. Stjórnmála- spekúlantar eru sammála um, aö kosningabaráttan muni ekki hefj- ast fyrr en komiö er fram yfir páska, og hún veröi þar af leiö- andi stutt en afar snörp aö þessu sinni. Flokkarnir viröast hins vegar ekki alveg vera búniraö gera upp viö sig hver veröi kosn- ingamálin nema hvað ljóst er aö Sjálfstæöismenn munu deila hart á núverandi meirihluta fyrir gjöld og álögur á borgarana.... • Þótt krötum tækist aö koma saman framboöslista sinum i Reykjavik meö meiri friöi og spekt en gerist og gengur um aöra flokka, hefur þaö þó ekki veriö al- veg án væringja. A fulltrúaráös- fundi flokksins i vikunni steig t.a.m. Bjarni Guönason prófessor i pontu og sagöi meö töluveröum áherslum aö borgarfulltrúar flokksins yröu eftirleiöis aö haga geröum sinum i samráöi viö borgarstjórnarflokkinn og enn- fremur aö framfylgja samþykkt- um flokksins. Fór ekki á milli mála aö orö Bjarna voru ætluö Sjöfn Sigurbjörnsdóttur enda þaut hún meö þjósti i pontu strax á eftir og sagöi eitthvaö á þá leiö aö þessum helsta gönuhlaupara isl. stjórnmála, þ.e.a.s. Bjarna, færist varla aö vera meö um- vandanir.... • Viö höfum heyrt aö einhverjir kratabroddar kvarta nú hástöfum yfir þvi, aö útvarpsráö sé farið aö raöa á framboöslista þeirra i Reykjavik. Astæöan er sú, aö Bryndis Schramhaföi tekiö aö sér aö skipa 10. sæti kratalistans I Reykjavik en áöur en hún gaf samþykki sitt, bar hún þaö undir ' yfirmenn sina hjá sjónvarpinu sem aftur lögöu máliö fyrir út- varpsráö. Þaö gat aö athuguöu máli ekki fallist á aö starfsmaöur hjá sjónvarpinu tæki sæti aö framboöslista stjórnmálaflokks Föstudagur 2. apríi 1982 JielgarpósturinnL- ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU ÖRUGGUR GJALDMHHLL Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgáíu ábyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hár tékkinn megi vera. Bankinn ábyrgist innlausnina. ÚTVEGSBANKINN Greinilega bankinn fyrir þig líka. framar en eftir 20. sæti og varö Bryndís aö lúta þeim salómons- dómi. Fluttist hún þvi alla leið aftur I 39. sætiö.... • Ekki hefur fariö fram hjá þeim sem eru meö á nótunum i poppheiminum, að nýbylgju- hljómsveitinni Þey hefur bæst óvæntur en frægur liösmaöur — Jaz Colman, einn höfuöpaurinn I bresku hljómsveitinni Killing Joke. Brotthlaup Jaz úr Killing Joke og hvarf hans var lengi vel eitt best varöveitta leyndarmáliö i breska poppheiminum. Þess vegna er dálitið gaman aö þvi hvernig breska pressan komst aö þvi aö lokum hvað oröiö haföi um Jaz Colman. Þaö var þannig, aö Friörik Friðriksson kvikmynda- geröarmaöur var staddur úti i London aö ganga frá kópium aö nýju myndinni sinni, Rokki i Reykjavik. Hann var staddur heimahjá Kid Jensenþeim fræga útvarpsmanni og islenskri konu hans, og þeir voru I sameiningu aö hlusta á útvarpsþátt John Peel IBBC-1 en þessi þáttur John Peel er helsti vettvangur nýrra strauma I breskri nýbylgju- og framúrstefnutónlist. Peel var aö leika lag meö Killing Joke og haföi einmitt orö á þvi aö Jaz væri horfinn út bandinu, og enginn vissi hvaö oröiö heföi um hann. Þá kom i ljós aö Friörik sat inni meö allar upplýsingar um Jaz Colman, tslandsför hans og inn- göngu i Þey og gat sagt Kid Jen- sen allt hiö rétta. Kid Jensen gat ekki stillt sig og hljóp i simann, náöi sambandi viö John Peel I beinni útsendingu og tveimur minútum siöar var búiö aö upp- lýsa þetta mikla leyndarmál breska poppheimsins i BBC-l.Er ekki aö þvi aö spyrja að þetta er mikil auglýsing fyrir Þey eöa Ice- land eins og þeir munu nú kalla sig á enska tungu, en hljómsveitin mun einmitt hyggja á Bretlands- ferö áöur en langt um liöur... • Bókaútgefendur eru löngu farnir aö huga aö næstu bókaver- tiö og sitthvaö forvitnilegt er þar á leiöinni. Ekkert lát viröist á vin- sældum viötalsbóka og ævisagna en sú bók I þeim hópi sem liklega kemur til meö aö vekja mesta at- hygli er saga Alberts Guömunds- sonar, knattspyrnuhetju og al- þingismanns, sem Setberg mun gefa út. Gunnar Gunnarsson, rit- höfundur og blaöamaöur hér á Helgarpóstinum, skráir sög- una.... • Og tvær athugasemdir frá tveimur stórfyrirtækjum út af baksiðuklausum i siöasta blaöi: Flugleiöamenn hafa óskaö eftir þvi aö þaö komi fram út af frá- sögn okkar af óánægju bókhalds- tölvufyrirtækja meö þá þjónustu sem tölvudeild Flugleiöa hefur veitt ýmsum sveitarfélögum, aö þaö er rangt aö félagiö hafi fengiö niðurfellda tolla af nýjum tölvu- búnaöi sinum, sem sagt var aö Flugleiöir heföu nýtt sér til aö undirbjóöa þessa þjónustu. Flug- leiöamenn segja, aö þarna hafi einungis verið um greiðslufrest á þessum gjöldum aö ræöa. Jafn- framter tekiö fram, aö Flugleiöir hafi veriö byrjaö aö vinna fyrir sveitarfélögin löngu áöur en hinn nýi tölvubúnaður kom til sögunn- ar.... • Og Eimskipafélagsmenn hafa óskaö eftir þvi að fram komi aö gefnu tilefni, aö stýrimaöurinn frá Eimskipafélaginu sem vinnur á utankjörstaöakosningaskrif- stofu Sjálfstæöisflokksins er i launalausu leyfi frá Eimskipafé- laginu — sem sagt ekki á launum hjá Eí... Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins . - Bankastræti 11, 2. hæð % SÍMAR: 27846 • 27860

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.