Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 25
25 hplgarpn^fl irinn Föstudagur 2. apríl 1982 Fermingar En hvað finnst kirkjunnar mönnum um ferminguna? Bragi Skúlasoner guðfræðinemi á 5. ári og var hann fús til að fræða Stuðarann um eðli og sögulegt yfirlit fermingarinnar. Og við gefum Braga orðið: — Fermingin á uppruna sinn i skirninni frá upphafi kristni. 1 fyrstu kristni voru páskar höf- uðskirnartiminn. Trúnemar voru skirðir aðfaranótt páska- dags, að undangenginni trúnemafræðslu, sem gat tekið allt upp i 3 ár. Skimarþegar voru þá færðir afsiðis, skirðir og siðan leiddir fram fyrirsöfn- uðinn, þar sem forstöðumaður safnaðarins, biskupinn, flutti bænir, lagði hendur yfir hina skirðu i krafti postullegs embættis og siðan kom friðar- kossinn. Hin eiginlega konfirmatio- = fermingrstaðfesting fólsti því að biskupinn veitti hinum ný- skirðu möttöku ogstaðfesti fyrir söfnuðinum, að þeir tilheyröu söfnuðinum. Að aflokinni ferm- ingu var hinum nýskirðu heimilt að taka þátt i heilagri kvöld- máltið i fyrsta skipti. Fjöldi sakramenta i kirkjunni var lengi á reiki og var ástæðan sú, að orðið sacramentum var bæði notað um heilaga hluti og athafnir i kirkjunni. Pétur Lombardus (d. 1160) varð eink- um til að takmarka tölu sakra- mentanna og greina þau i róm- Lyklinum er snúiö i skránni og hurðin teymir hann inn i ganginn. Strigaskómirhendast út I horn og úlpan lendir á ofninum. Allt er eins og það á að vera fyrir utan vélarhljóðið sem berst innan úr stofunni. Hann stingur hausnum varlega inn og sér mömmu sína hamasteinbeitta og kófsveitta við saumavélina. Stofan er undirlögð af efnisbútum i margs konar lit- um sem liggja á vfð og dreif. — Nei hæ, þú bara kominn. Það var svo sem ágætt. Ég er að rembast við að klára þessar þetta er búið. Heyrðu annars, ég keypti jakkafötiní morgun, farðu inn og mátaðu þau til öryggis. Svo verðurðu að fara að kíkja eftir einhverjum skóm, það er sko alveg nóg úrval i bænum... líka á bifurnar þrnar. Minntu mig á að láta þig hafa pening..Þú verður að sýna þessu einhvern áhuga maður, þetta er nú einu sinni gert fyrir þig. Annars var ég að rissa upp lista yfir helstu gestina, þeir slaga hátt upp i 50 manns. Oh.... við neyðumst vist til að bjóða þessu föðurfólki þinu þó það kunni enga mannasiði. Þú verður að Þú máíar herbergið jþitt siðan i stil, t.d. annað kvöld,og ef þú hefur ti'ma á eftir þá geturðu byrjað að rifa niður veggfóðrið. Við erum búin með stofuna eins og þú kannski sérð, eldhúsinn- réttingin verður sett upp á morg- un og þá ætti Jómbi að geta flísa- lagt. Siðan verður allt heila draslið málað,enda lika kominn timi til. Hún dæsti og teygði úr sér... — Þetta reddast allt, bara verst að þurfa að vera alveg á fullu. Off... hvað ég verð fegin þegar ys hitteðfyrra — smekkleysið og niskan er alveg að fara með liðið. — Elskan mfn góða.... Hún leit á klukkuna... — Þú ert orðinn alltof seinn til prestsins... drifðu þig nú svo þú fáir einhvem lögu- legan kyrtil, ég ætla mér ekki að þurfa að horfa á þig eins og hengilmænu i alltof litlum kyrtli við altarið. Úti var rok og hann renndi upp rennilásnum: — Hvað ætli ég sé með marga rétta þessa vikuna? Arnar Þorri Helga Sverrisdóttir ingar i útvarpsþætti (Súpa) þar var tekið fyrir hvernig þær væru, hvernig þær gengju íyrir sig osfrv. og þá fattaði ég að mig langaði alls ekkert til að fermast. Svo veitég aðeldribróðir minn sá mikiðeftir þvi aðhafa látið ferma sig. Ég tók þessa ákvörðun þvi alveg upp á eigin spýtur. — Er enginn utanaðkomandi þrýstingur? ,,Nei, enginn. Mamma spurði reyndar hvort ég ætlaði ekki að ganga til prestsins en ég sagðist þá ekki vilja fermast. Þau leyfa mér alveg að ráða þessu. Ég held að minum jafnöldrum finnist þetta bara klárt,en þó veit ég að mörgum eldri krökkum finnst þetta hálf asnalegt”. Gjafirnar heilla — Hvernig lita krakkar al- mennt á ferminguna? „Flestum finnst þetta ofsalega sjálfsagt og pæla yfirleitt ekkert i þvi — en gjafirnar heilla þau lik- lega einna mest. Það var reyndar svolitið erfitt að standast þá til- hugsun en það tókst þó, enda gengur þetta sjö sinnum of langt t.d. allt verslunarbraskið i kring. Sumar stelpur fá t.d. 3 kápur til skiptanna á leið úr kirkjunni og kjól eða dress upp á kr 2000, al- gjörtklikk. Svo eru sérprentaðar 250 serviettur I veisluna, allt i gylltu, og skylda að eiga eigin sálmabók, helst áritaða lika”. Að græða á Guði — Þú ferð þó I fermingar vina þinna? „Já,auðvitað geri ég það þvi það er eiginlega ekki hægt að láta þetta fara fram hjá sér. Það verður örugglega fyndið að sjá stelpurnar flissandi og strákana eins og engla i þessum kyrtlum. Ég ætla meira að segja að færa bestu vinunum minum eitthvað smotteri igjöf eða senda skeyti”. — Veistu um fleiri sem láta ferminguna lönd og leið? „Já, allavega einn strák i minum bekk sem er sömu skoð- unar og tvær stelpur sem eru svo trúaðar að þær segjast ekki vilja græða á Guði”. I * f M i Umsjón: Hulda Arnljótsdóttir versk-kaþólsku kirkjunni. Hann taldi sakramentin vera 7 og væri fermingin önnur i' röðinni. Lærdómurinn um sakramenti fermingarinnar var endanlega ákveðinn á kirkjuþinginu i Firenze 1439 með bréfi Evgen iusar páfa 4.: „Exultete Deo”, þar sem sérstaklega er byggt á 8. kafla postulasögunnar sem greinir frá þvi, þegar læri- sveinarnir i Samariu fengu Heilagan Anda, er postularnir lögðu hendur yfir þá. Þvi er fermingin talin sakramenti Heilags Anda. Rómverska kirkjan leggur áherslu á, að einungis biskup megi veita sakramenti ferm- ingarinnar, sem arftaki postullegs embættis. Þó getur páfi veitt presti sérstakt leyfi til þess arna. Fermingarsakramenti er hin vigða olia, handayfirlagingin og orð biskupsins. Af ferm- ingarsakramentinu styrkist skirnarþeginn af Heilögum Anda, sem hann meðtekur með handaryfirlagningu biskupsins, smurningu og bæn, svo hann megi stöðugt játa trú sina og viðhaldast i henni. Hann er einnig sleginn til riddara i her Krists. Sakramenti Heilags Anda verður aðeins meðtekið einu sinni, þvi sálin öðlast óafmáan- leg einkenni i fermingunni. Fermingin er ekki nauðsynleg til sáluhjálpar að rómversk- kaþólskum skilningi, en að skeyta ekki um að þiggja það er synd, þvi þá hirðir viökomandi ekki um gjöf Heilags Anda, sem postulunum veittist á hvita- sunnu. Marteinn Lúther taldi engin rök fyrir þvi, að fermingin væri sakramenti. Til þess hefði þurft sérstakt, guðlegt fyrir- heit , sem tengdist athöfninni. Viðhöfum engar heimildir fyrir þvi, að Kristur hafi veitt slikt fyrirheit varðandi ferminguna. Siðbótarmenn töldu að það, að telja ferminguna sakramenti, rýrði náð skfmarinnar, sem og María Gísladóttir þyrfti engrar umbdtar eða full- komnunar með. Lútherskir menn tóku undir með Kalvin: uppfræðsla er hin sanna ferming. Aherslan varð á kristinni fræðslu i söfnuðinum. Þessari fræðslu lauk með skrift- um ásamt prófi i trúarlærdóm- inum. 1 reformeruðu löndunum (þar sem Kalvin hafði áhrif) komst sá siður á, að ljúka fræðslunni með opinberri kirkjuathöfn, sem var næstum þvi sú sama og nú tiðkast. Lútherska kirkjan fór ekki inn á þessa braut, þvi hún óttaðist rómverskan skilning á at- höfninni. Marteinn Bucer, prestur i Strassborg, leitaðist mjög við að sameina lúthersku og sviss- nesku siðbótina. Hann er talinn eiginlegur upphafsmaður evan- geliskrar fermingar, sem samanstóð af: játningu trúarinnar, bæn safnaðar, handayfirlagningu og neyslu heilagrar kvöldmáltiðar, vera að styrkja trúarlif barnsins og viðhalda þvi. Hann ætlaðist til, að fermingin yröi andóf gegn endurskirendum og til eflingar kirkjuaga. Fá Lúthers kirkju- félög tóku þó upp ferminguna á 15. og 17. öld. Bugenhagen samdi evan- geliska kirkjuskipan fyrir Dan- mörk/Noreg, sem var samþykkti Odense 1539. Kirkju- skipanir hans lögðu áherslu á trúfræðslu og þýðingu fræðanna. Hann gerir ráð fyrir fermingarprófi, en ekki eigin- legri fermingarathöfn. Þetta var arfur Norðurlanda i 2 aldir, þótt Resens biskup, sem vildi taka upp fermingarathöfn, hefði einhver áhrif á 17. öld. Guðbrandur Þorláksson biskup kom lútherskri fermingu á árið 1596 hérlendis. Verður þetta að teljast einstakt, þar sem ísland var á þessum tima, eins og Noregur.sameinað Danmörku i eitt konungsriki, en ferming var ekki viðhöfð i öðrum hlutum konungsrikisins en hér á landi. Skirnarsáttmálinn er aðalatr- iði skirnarinnar.Hann felst i þvi að við afneitum djö'linum og öllu hans athæfi. Við trúum á Guð, Föður, Son og Heilagan Anda og viljum verða skirð upp á þessa trú. Guð tekur okkur að sér sem sin börn fyrir laug endurfæðingarinnar. Viöbarna- skirn jála guðfeðgin þaö, sem játa skal, i stað hins ómálga barns. Guð þarf ekki að staðfesta skirnarsáttmálann, hann heldur öll si'n fyrirheit, en við þurfum að staðfesta hann, þegar við höfum öðlast skyn og meðvitund trúarinnar á Guð. Við játum með eigin vörum og hjarta það, sem guðfeðgin játuðu fyrir okkar hönd. Siðan göngum við að borði Drottins, þiggjum gjafir Hans og þaðan I frá er hafið líf I helgun fyrir Jesúm Krist. 1 fyrstu kristni var þetta ein samhangandi heild, svo ekki var um villst: trúnema- fræðslan-skirn-ferming-heilög kvöldmáltíð. Erfiðara hefur þó sifellt orðiö að greina þessa heild siðan, þar sem þetta fernt fer nú fram þannig, aö langur timi getur liðið á milli og er þá stórkostleg hætta á aö heildin rofni i hugum manna. Þá er nauðsynlegt að undirstrika gildi fermingarinnar sem hátiðar kirkjunnar og mættu hátíðir heimilanna að skaðlausu taka mið af þvi. Játning með vörum er einskis nýt ef játning hjartans skortir. Hafa ber i huga að ferminging =staðfest- ingin er játning kirkju, sem nýt- ur fyrirheita guös og hefur þegið allt sitt frá Honum eins og sést berlega i skirnarsáttmálanum, þar sem Guð heitir manninum náð sinni og maðurinn játast Guöi. Þá verður lika að teljast nauðsynlegt, að þeim, sem til- heyra kirkju Krists, verði stöðugt opin leið á hvaða aldurs- skeiði sem er, til að fermast. BEZJA _ . cIN ER FRÁ TRK9140 20W 0HITAcH1 TRK 7800 7 VV

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.