Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 3
3
HezlrjPirpn<=rh irinn Föstudagur 16. april 1982
sama rúmlestamagn er mælt meö
leyfinu, annars ekki.
Þeir Niels og Ólafur voru tiðir
gestir i sjávarútvegsráðuneytinu
þessa daga og vikur. þeir bentu
hvað eftir annað á umsókn sina,
þar sem stóð skýrum stöfum að
þeir hefðu verið eigendur Sæ-
hrimnis að fullu og hefðu auk þess
átt helminginn i Fálkanum. Þeir
fullyrtu að Sæhrimnir hefði verið
120 tonna bátur, ekki 87 tonna eins
og skráning sagði til um. Fálkinn
var einnig sagöur stærri en 59
tonn. Þeir fullyrtu einnig við
sjávarútvegsráðherra, að Kol-
beinn Gunnarsson sem átt hefði
hinn helminginn i Fálkanum, ætl-
aði ekki i útgerð framar. Aldrei
voru þeir beðnir um sannanir fyr-
ir eignaraöild sinni að skipunum
frekar en venja er . Enda sagði
sjávarútvegsráðherra þegar far-
ið var að fjalla um máiið i fjöl-
miðlum: „Þeirri reglu hefur allt-
af verið fylgt að trúa útgerðar-
mönnum. Þeir hafa sent inn skrif-
lega umsókn og þeir hafa aldrei
verið beðnir um að sanna eða
staðfesta að þeir eigi skipin,
manni hefur bara aldrei dottið
það i hug, og það hefur heldur
aldrei komið upp að það væri
rangt.”
Bæöi skipin í eigu
umsækjanda,
skrifaöi s/avar-
iítvegsráöherra
Rétt fyrir áramótin sendi
sjávarútvegsráðuneytið bréf til
viðskiptaráðuneytisins, þar sem
sagði meðal annars, að mælt væri
með umsókninni þar sem bæði
Fálkinn og Sæhrimnir sem hefðu
verið i eigu umsækjendanna,
hefðu verið teknir úr notkun á ár-
inu.
Allt virtist klappað og klárt til
að ganga frá kaupunum. En þá
kom fram á sjónarsviðið Kol-
beinn Gunnarsson. Hann sagði
ráðuneytismönnum frá að hann
hefði verið eigandi Fálkans, ekki
Niels Arsælsson. Um sama leyti
berst sjávarútvegsráðuneytinu
annað bréf frá viðskiptaráðu-
neyti, þar sem óskað er eftir stað-
festingu á umsögninni. Nú voru
Steingrimur og hans menn i
vanda — og þá ekki siður Niels og
Ólafur, þvi einmitt þennan sama
dag áttu þeir aö borga fyrstu
greiðslur til ensku útgerðarinnar.
Þegar hér er komið sögu er komið
fram i mars. Starfsmenn sjávar-
útvegsráðuneytisins voru ekki á
eitt sáttir um hvernig ætti að
bregðast við þegar ljóst væri að
ráðuneytið hafði verið trakterað á
lygum og hálfum sannindum. Það
varð þó úr, að Steingrimur stað-
festi meðmæli sin — en batt stað-
festinguna að þessu sinni ekki við
eitt skip eða annað.
Leyfi var svo gefið út á nafn
þeirra ólafs Ingimarssonar og
Nielsar Arsælssonar til að kaupa
umræddan togara frá Englandi.
En svo hefur komið i ljós, að þar
er heldur ekki allt á þann hátt
sem látiö hefur veriö i veðri vaka.
Um miðjan febrúar var stofnað
hlutafélagið Fjarðarskip. Hlutafé
var ákveðið 1.3 milljónir króna og
skiptist þannig:
Ársæll Egilsson (faðir Niels-
ar) :51%
Ólafur Ingimarsson: 18%
Langeyrih.f., Hafnarfirði: 14%
Islenska umboðssalan h.f.,
Reykjavik: 14%
Steindór Andersen (mágur
Nielsar): 3%
„Eigandinn”
ekki eigandi
Niels Ársælsson, væntanlegur
skipstjóri á Einari Benediktssyni,
annar þeirra sem fékk leyfi til að
flytja skipið til landsins, er þann-
ig ekki hluthafi i Fjarðarskipi h.f.
Hann er heldur ekki i stjórn fyrir-
tækisins en er hins vegar fram-
kvæmdastjóri og prókúruhafi.
En hvaða fólk er þá þetta, sem
á tæpan þriðjung i skipinu? Fyr-
irtækin Langeyri h.f. og Islenska
umboðssalan h.f. sameinast i ein-
um manni: Bjarna V. Magnús-
syni, stjórnarmanni i Fjarðar-
skipi, og stjórnarformanni i
Langeyri og Islensku umboðssöl-
unni. Framkvæmdastjóri Lang-
eyrar h.f. Björgvin Ólafsson, er
varamaður i stjórn Fjarðarskips
h.f. og það er Langeyri h.f. sem
mun kaupa aflann af Einari
Benediktssyni BA-377 næstu þrjú
árin.
Bjarni V. Magnússon er æsku-
félagi Tómasar Árnasonar, við-
skiptaráðherra, og „eyrnamerkt-
ur” framsóknarmaður. Það var
þvi ekki óeðlilegt, fannst okkur,
að spyrja Bjarna hvort hann hefði
beitt vinfengi sinu við ráðherrann
til að knýja á um að leyfi fengist
fyrir innflutningi togarans. Hann
kvað það af og frá: „Ég get sagt
þér alveg eins og er”, sagði
Bjarni i samtali við blaða-
mann Helgarpóstsins, „að hvorki
Langeyri né Islenska umboðssal-
an eyddu svo mikið sem einu orði
til aö ræða málið við ráðherrann.
Leyfið fékkst ekki fyrir nokkur
áhrif frá okkur”.
„Þeir voru meö
leyfiö í
höndunum”
Bjarni sagði að Langeyri sem á
sinum tima keypti aflann af Fálk-
anum, hefði ekki komið inn i
myndina fyrr en eftir að leyfi fyr-
ir togarakaupunum var fengið.
„Þeir voru með leyfið i höndun-
um, strákarnir,” sagði Bjarni,
,,og vantaði aðstoð til að ná skip-
inu heim. Hvernig aðstoð? Ja, er
um nokkuð nema það venjulega
að ræða, fasteignaveð og trygg-
ingar. Annars tryggir þetta skip
sig sjálft, útgerðin á þvi á undir
öllum eðlilegum kringumstæðum
að vera trygg”
Niels vildi litið ræða málið,
þegar leitað var til hans, sagði
vinskapinn við Langeyri og Is-
lensku umboðssöluna vera bæði
gamlan og nýjan. — En hvernig
voru fjármögnuð þessi 33%, sem
Englendingarnir lánuðu ekki?
spurðum við.
„Það var eigið fé”, svaraði
Niels Arsælsson. Hann sagðist
telja nóg hafa verið ritað og rætt
um „allt þetta mál. Og það verður
ekki upplýst i fjölmiðlum ef út i
það fer. Þaö verður gert annars
staðar.” Hann vildi ekki tala nán-
ar um hvað hann átti við.
Niels sagði i viðtali við Timann
6. april sl„ og raunar áður i
sjávarútvegsráðuneytinu, að Sæ-
hrimnir hefði verið 120 tonn en
ekki 87 og að Einar Benediktsson
væri 240 tonn en ekki 311.
Sæhrimnir „var rangt mældur”,
sagði Niels i Timaviðtalinu. Rétt-
mæling á honum var 120 tonn.
Það sést á samanburði við önnur
sambærileg skip.” Og um Einar
Benediktsson sagði Niels i sama
viðtali að „samkvæmt islenskri
mælingu” væri skipið ,,á bilinu
250—300tonn”.
„Buii”, segir
sigling am álastjóri
Helgarpósturinn spurði Hjálm-
ar Bárðarson siglingamálastjóra
rikisins hver væri munurinn á is-
lenskri mælingu og útlendri og
um þá fullyrðingu Nielsar að Sæ-
hrimnir hefði verið rangt mæld-
ur.
„Þetta er bull”, sagði Hjálmar.
„Mælingarnar eru gerðar eftir
alþjóðlegum reglum i samræmi
við Oslóarsamþykktina svoköll-
uðu frá 1965.” Siglingamálastjóri
sagðist vera að senda Timanum
athugasemd vegna þessara röngu
fullyrðinga Aðalatriði hennar
væri i niðurlaginu, þar sem segir:
„Siglingamálastofnun telur þvi
rétt að fram komi, að stærð m.s.
Sæhrimnis hefur aldrei verið 120
brúttólestir og þá gildir einu
hvort skipið væri mælt hérlendis
eða erlendis.”
Við bárum þetta undir Niels.
„Hann er sjálfur með bull”, sagði
Niels. „Það á að mæla togarann
niður og það er bara djöfulsins
lygi að þetta sé einhver vitleysa
hjá mér”.
Þá bárum við það lokum undir
hann þá staðhæfingu Kristjáns
Ragnarssonar, formanns Lands-
sambands islenskra útvegs-
manna, að Einar Benediktsson
samrýmdist ekki „á nokkurn hátt
okkar kröfum” til fiskiskipa.
Kristján sagði að til dæmis sé
ekki gert ráð fyrir „nema niu eöa
tiu manna áhöfn og þarna er verið
að gera ráð fyrir að taka upp allt
annað vinnufyrirkomulag heldur
en tiðkast hefur á skuttogurum
okkar og við höföum samiö um.
Það er gert ráð fyrir að taka upp
miklu meira vinnuálag.”
„Hann lýgur þessu”, sagði
Niels. „Aðstaðan hjá okkur verð-
ur ekki lakari en annars staðar —
ef ekki bara betri.”
Trúnadarmál
Tómasar
Það á væntanlega eftir að koma
i ljós. Aður en skipið fær haf-
færnisskirteini verður að gera á
þvi talsverðar breytingar að
kröfu Siglingamálastofnunar, alls
32 atriði, flest minniháttar en
nokkur stórvægileg og kostnaöar-
söm. Þegar HP-menn komu i
Hafnarfjarðarhöfn i gær var
fjöldi manna um borð i Einari
Benediktssyni og sögðu að vel
miðaði áfram. Þegar breytingun-
um hefur verið lokiö verður skipiö
mælt aftur og þá verður endan-
lega ljóst hver stærð þess er I
brúttórúmlestum. Lagfæringarn-
ar gætu eitthvað lækkað mæling-
una úr 311 tonnum.
Tómas Arnason viðskiptaráð-
herra er nú i útlöndum og ekki
væntanlegur heim fyrr en eftir
helgi. Það hefur þvi ekki tekist að
fá upplýst hvað „nýtt” þarf að
koma fram I málinu svo hann taki
málið til endurskoðunar. Og þeg-
ar blaðamaður Helgarpóstsins
spurði Atla Frey Guðmundsson,
deildarstjóra I viðskiptaráðu-
neytinu og ritara langlánanefnd-
ar, sem veitir leyfi til erlendrar
lántöku, hvort allt væri i lagi með
að aðrir aðilar hefðu flutt skipiö
til landsins en hefðu fengið leyfi
til þess, svaraði hann:
„Þetta er trúnaöarmál milli
ráðherrans og viðkomandi aðila.
Ég verö að visa öllum spurning-
um beint til ráðherrans.”
líf og fjör allan sólarhringinn
Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaöur
Evrópu - hefurá skömmum tíma unniö hug
og hjörtu íslendinga á öllum aldri. Vinsældir
þessa óviöjafnanlega baðstaðar byggjast
ööru fremurá því margfræga lífi og fjöri sem
þar er stöðugtað finna, gnægð af spennandi
ævintýrum fyrir börn og fullorðna ásamt
fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu
sem alla heillar.
Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi
er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á
Rimini. Veitingastaðir, diskótek,
skemmtistaðir og næturklúbbar skipta
þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu
fólki.
Endalaus ævintýri íyrir
böm og fulloróna
Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða
Adríahafsins laðar Rimini árlega að sérfjölda
listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar,
hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar
uppákomur eru því daglegir viðburðir - jafn-
vel þegar þeirra er síst von.
Sérlega ódýrirog góðirveitingastaðir
ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum
fullkomna ánægjulega dvöl þína á Rimini.
Raulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks
og þenda fúslega á alla þá fjölmörgu mögu-
leika sem gefasttil að njóta lífsins í
ógleymanlegu umhverfi.
• Tivolí
• Skemmtigarðar
• Sædýrasöfn
• Leikvellir
• Hjólaskautavellir
• Tennisvellir
• Mini-golf
• Hestaleigur
• Co-cars kappakstursbrautir
• Rennibrautasundlaugar
Adriatic Riviera of
Emilia - Romagna (Italy )
Rimini
Riccione
Cattolica
Cesenatico
Gatteo a Mare
San Mauro a Mare
Misano Adriatico
Lidi di Comacchio
Savignano a Mare
Ðellaría - Igea Marína
Cervia - Milano Marittima
Ravenna e le Sue Maríne
Heillandi
skoöunarferöir
Róm - 2ja daga ferðir
Feneyjar - ,,Hin sokkvandi borg
Flórenz - listaverkaborgin fræga
San Marinó - „frímerkja-dvergrikiö
o.fl.o.fl.
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899