Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 5
5
hnlrjnrph^ti irinn Föstudagur 16. apríi 1982
Ellington 22
útgófum áf DeepSouth svitunni
sem til er. Ellington tók hana
snemma af efnisskránni utan
siöasta kaflans: Happy Go
Lucky Local en það.verk varð
uppistaðan f vinsælum slagara
sem Jimmy heitinn Foster setti
saman: Night Train. Agæt út-
gáfa af The Perfume Suit er á
Jazz Live skifunni: Duke Ell-
ington og V-Disc og er pianó-
trióið stórkostlegt: Dancers in
Love eða Stomp for Beginners.
V-Disc skifurnar voru 12 tommu
78 snúningaplötur sem gerðar
voru fyrir bandari'ska herinn og
eru ekki fáanlegar nema i ólög-
legum endurútgáfum.
Það er ýmislegt fleira en
Ellington að finna á þessum
skifum.Fats Wallerskifan: 1943
(BJL 8031) er stórkostleg og þar
má finna si'ðustu upptökur
Wallers Your Feet Too Big og
Handful of Keys frá þvi i desem-
ber 1943. Þetta var tekið upp i
Los Angeles rétt áður en hann
lagði uppi sina siðustu ferð en
hann lést i Kansans City 15.
desember þetta ár. A Queen-
disc má fá sjaldgæfar útgáfur
með Basíe bandinu frá 1939-41
ma. 9:20 Special og Rockin’The
Blues. A þvi merki er lika
geggjuð skifa með hinum eina
sanna Louis Armstrong frá 1948
þegar Earl Hinesvar á pianóiði
stjörnubandinu. Þar syngur
Louis ma. Lasy River eftir
Hoagy heitinn Carmichel og
Fatha Hines rúllar upp búggan-
um i St. Louis. A Q-016 er Benny
Goodman með stjörnufans:
Billy Holliday, Count Basie,
Cootie Wiliiams, Jack Teagard-
en, Charlie Christian svo ein-
hverjir séu nefndir. Þá kom
boppið og Dizzy stórsveitin blæs
Cuban Be, Cuban Bop á Q-019.
Næsta skref var kúlið og á skif-
unni Miles Davis And His
Tuba Band finnum við verkin
sem voru undanfari Birth of The
Cool.
Það má lengi telja gimstein-
ana frá Italiu. A Jazz Life 8025
má finna tóna og tal úr kvik-
mynd Bessie Smith: St. Louis
Blues. A BJL 8037 trylla þeir
saman saxafónjöfrarnir Cole-
man Hawkins og Lester Young
og á BJL 8007 er sá gleymdi
meistari Lennie Tristano i
félagsskap Konitz og annarra
lærisveina. Svo skal að lokum
nefnd skifan þarsem John
Coltrane steig fyrstu skrefin i
böndum Dizzy, Miles og Johnny
Hodges.
Það er ævintýralegt um að lit-
ast i Gramminu um þessar
mundir.
Rokkrimararl9
prédikað gegn einu eða neinu né
lofsungið. En sjálft valið á við-
fangsefninuogframsetning efn-
isins bera með sér skilning og að
vissu leyti virðingu fyrir þvi.
Tónlistaratriðunum, sem eru
uppistaða myndarinnar, er
skipað niður af furðu mikilli
fjölbreytni, bæði hvað varðar
staðsetningu þeirra, — bilskúr-
ar, kanaklúbbar, Borgin, skól-
ar, félagsmiðstöðvar og svo
framvegis — og framsetningu.
Myndvinnslan er i senn misjöfn
að gæðum og mismunandi að
aðferð, enda lögðu margir hönd
á plóginn i töku og klippingu,
sem er bæði kostur og galli.
Ekki er þar allt fyrir minn
smekk, en eftirminnilegustu
atriðin hvað myndútfærslu
varðar og reyndar tónlist lika
voru lag Q4U i æfingalókali, hin
magnaða en ósmekklega uppá-
koma Bruna BB með hænsn:
slátruninniog loksseinna atriðið
með Þey sem er eina verulega
tilraunin til sérstakrar leik-
rænnar túlkunar i Skonrokks-
stil. Einmitt eitt slikt atriði er
alveg nóg, og ánægjulegt hve
það er snöfurmannlega af hendi
leyst. Einnig kom grúppa eins
og Tappi tikarrass mér tónlist-
arlega verulega á óvart, en mér
hefði hins vegar þótt tillitssemi
við óinnvigða áhorfendur að
nöfn hljómsveita kæmu fram
með einhverjum hætti. Oll
vinnsla þessarar myndar, ekki
sist hin fundvisa tökustjórn Arai
Kristinssonar og oft og einatt
prýðileg hljóðupptaka er til fyr-
irmyndar, og lýsir ótviræðum
metnaði og getu þessara einka-
framtaksmanna. Ef ég á að
nefna eitt atriði sem klikkar, þá
er það lokakonsertinn með Egó
á Lækjartorgi. Hann er ekki það
„grandfinale”, sem myndin og
ókrýndur konungur islenskra
rokkara, Bubbi Morthens.eiga
skilið.
Af viðtalstengingunum sætir
frásögn söngvara unglinga-
hljómsveitarinnar Sjálfsfróun-
ar mestum tiðindum. Það er í
senn sjokkerandi og dapurlegt,
þótt það sé lika fullt af sakleys-
islegum húmor. Akvörðun kvik-
myndaeftirlitsins um að banna
myndina vegna þessa viðtals
innan 14 ára og meina þannig
sjálfu viðfangsefni hennar að-
gang er óverjanleg. Jafn gáfu-
legt væri að banna dagblöðin
innan 14 ára. Hvert sem litið er
kemur sniff og notkun vimu-
gjafa til umræðu og unglingar
hafa þetta allt i kringum sig.
Þau verða ekki vernduð fyrir
þessum hættulegu efnum með
þvi að banna frásögn af þeim i
einni kvikmynd. Þau verða ekki
vernduð með bönnum yfirleitt.
Þau verða vernduð með
fræðslu. Maður héit að það
sjónarmið væri fyrir löngu orðið
viðurkennt. Þar fyrir utan er
þessi ákvörðun hreint tilræði af
hálfu opinberra aðila við mynd
sem á sama tima er hunsuö af
öðrum anga þess opinbera hvað
fjárhagsstuðning varðar. Þess-
ari ákvörðun verður að breyta.
Vonandi hafa viðkomandi
manndóm til þess. —AÞ.
Hyllingar 22
fyrirfólks á frumflutningi Matt-
heusarpassiunnar á föstudaginn
langa. Fremsti bekkur var al-
auður, þar sem venjulega situr
forseti, ráðherrar og aðrir pót-
intátar, þegar stórmæli eru á
ferð. Liklega hafa ráðamenn
Pólýfónkórsins ekki sent þeim
miða og ekki talið þá of góða til
að borga undir sig vegna litils
skiinings á menningarstarfi
kórsins.
Æðimörgum mun miður ljóst,
hverskonar tónform passia er. í
sem einföldustum oröum er
það:
1) píslarsaga Jesú i viðeig-
andi guðspjalli er snillimælt eða
tónuð af söngvara fagurlegar en
flestir prestar gera
2) ariur og kóralar koma i
stað predikunar eða annarrar
útleggingar textans.
Ef menn hafa textann hjá sér,
er mjög auövelt að fylgjast með
gangi mála, verða aldrei utan-
gátta og njóta verksin s enn bet-
ur en með þvi aö hlusta á músik-
ina eina. Þá eru 3 1/2 timi ekki
lengi að liða. Til þess var text-
inn lika hafður i yfirlætismikilli
efnisskrá, enda kórinn 25 ára.
En varla hefur sá vandláti
stjórnari Ingólfur Guðbrands-
son séð um hana að öllu leyti,
þvi að bæði voru ófáar villur i
þýska textanum og stundum
vantaði i ritningargreinar, þó
ekki meira en svo, að komist
hefði fyrir i eyðunni á öftustu
siðu. Það á aðlesa prófarkir vel.
Flutningur þessa risaverks
tókst hinsvegar stórvel, og skal
sleppt að tfunda ágæti hvers og
eins þeirra fjölmörgu aðila, sem
við sögu komu. Ugglaust er
margt hægtað gera öðruvisi eða
betur i það óendanlega, þegar
um slikt stórvirki er að ræða.
En það breytir á engan hátt þvi
meginatriði, að hér var stór-
fenglegt afrek innt af hendi. Og
þarna var áreiðanlega ekki ver-
ið að hylla neitt annað, þegar
staðið var upp til að klappa i
lokin.
Nokkur atriði i efnisskránni
vekja hinsvegar spurningar.
Hversvegna segir Ingólfur, að
stóru kórverkin hafi „aðeins átt
einn málssvara og túlkara hér á
landi, Pólýfónkórinn”? Jafnvel
þótt hann telji sinn kór bestan,
er óþarfi aö gleyma t.d. Robert
A. Ottóssyni og Filharmoníu,
sem frumfluttu m.a. sálumess-
ur Brahms og Verdis og Missa
solemnis Beethovens að
ógleymdri Niundu, eða Viktor
Urbancic, sem m.a. færði Jó-
hannesarpassiuna upp fyrir 30 -
40 árum. Og hverjir eru þessir
„nýju spámenn”, sem „hafa
kvatt sér hljóðs, sumir með
nokkrum fyrirgangi, enda alltaf
framboð af fólki sem vill frelsa
heiminn”? Og „kannski tekst
ráðsmönnum tónlistarinnar á
Islandi” með aðstoð þeirra „að
koma i veg fyrir, að svo margir
nái að stilla saman raddir sinar
i réttum hljómi”? Er átt við
menn á borð við Garðar Cortes
og Jón Stefánsson eða Bubba
Morthens?
Popp 22
gegn i Bandarikjunum. En það
hefur hinsvegarkomið æbetur i
ljós með hverri nýrri plötu
hljómsveitarinnar að hér er að-
einsum að ræða popphljómsveit
af léttustu gerð, sem hefur lag-
að sig algerlega að smekk
þeirra er ráða gangi vinsældar-
lista vestan hafs. Þeirra sem
verslaistóru verslununum, sem
segja til um hvað fer á lista.
Verslununum sem yfir28 ára og
undir 15 ára versla i.
aa.oo
TIMBUR
BYGGINGAVÖRUR
Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki •
Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi •
Baðhengi • Baðmottur.
Harðviður • Spónn • Spónaplötur •
Viðarþiljur • Einangrun •Þakjárn • Saumur •
Fittings
Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar
allt niður í 20% útborgun
og eftirstöðvar allt að 9 mánuðum.
Mánudaga til fimmtudaga
frá kl. 8-18
O' Föstudaga frá kl. 8—22.
Laugardaga kl. 9—12.
Ol BYGGINGAVÖRUR
HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600.
Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi
Fyrirlestur um mál-
efni þroskaheftra
Karl Griinewald frá Socialstyrelsen i Stokk-
hólmi, mun halda fyrirlestur i boði félagsmála-
ráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins að Hótel Esju mánudag 19. april kl.
20.30.
Fyrirlesturinn nefnist: Omsorg for psykisk
udviklingshæmmede (Málbestræbelser —
Ideologi).
Allir eru velkomnir.”
Framkvæmdastjóri
Helgarpósturinn óskar eftir að ráða framkvæmda-
stjóra.
Umsóknir skal senda í pósthólf 320 Reykjavik.
Jie/garpósturinn
Síðumúla 11
Simi 81866
OLL
GARÐYRKJU-
VERKBERI
Garðsláttuvélar Heykvíslar Arfaklórur Stungugafflar
Garðslöngur Slöngutengi Garðhrífur Stunguskóflur
Garðúðarar Hnausagaflar Hjólbörur Plöntuskóflur
Hekkklippur Kantskerar
__ Grasklippur Undirstunguspaðar
RR
BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.