Helgarpósturinn - 16.04.1982, Page 11

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Page 11
sem áður var korngeymsla. Þessi salur er 6—700 fermetrar að flatarmáli og lofthæö 7—8metrar. Auk þess er þar skrifstofu- aðstaða. Neöri hæöin er jafnstór að flatarmáli en lofthæð minni og skiptist rýmiö i tvo sali. — En þar með er ekki allt upp taliö. A bakvið húsið er port og þar eru nokkrir skiirar sem vel mætti nota sem litil verkstæði. Auk þess er þar stærri bygging, á annað hundraö fermetra, sem gæti hentað sem sýningarsalur. Húsið er i ágætu standi og það eina sem þyrfti að gera við það er að einangra og koma upp loft- ræstingu og brunavörnum. Menningarmidstöðin Skúlaskáli Verður gömlu vörugeymslunni breytt i æskulýðs og menningarhöll Reykjavíkur? 1 umræðum sem fariðhafa fram um svonefnt unglingavandamál i Heykjavik, hefur oftar en einu sinni verið minnst á óskir unglinganna um stóran skemmti- stað i miðborginni. i Mogganum þriðjudaginn fyrir páska kemur Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs, inn á þessa kröfu unglinganna og er fremur neikvæður. Hann vill fremur reisa fleiri f élagsmiðstöðvar úti I hverfunum. En hann heldur áfram og sting- ur upp á ,,að miðsvæðis i Reykjavik yrði opnuð félags- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk. Þar væri hægt að hafa tónleika, ieiksýningar, kvik- myndasýningar auk dans- skemmtana. t þessu húsi þyrfti einnig að vera rúmgóð veitinga- sala og salarkynni þar sem ung- lingarnir gætu hist og rabbað saman án nokkurs tilefnis. Skemmtilegt væri ef aðilar eins og Æskulýðsráð Reykjavikur, Útideildin, SATT, Unglinga- klúbburinn, FtH, Jazzvakning, Visnavinir og fleiri aðilar sem hefðu áhuga á máiinu (jafnvel sveitarfélögin i nágrenni Reykjavíkur) gætu tekið höndum saman um rekstur sliks staðar, án þess að það kostaði allt of mikla peninga....” Nú hefur Helgarpdsturinn kom- ist á snoðir um að nokkrir þeirra aðila sem ómar nefnir hafa ein- mitt verið að velta fyrir sér stofn- un menningarmiðstöðvar í miðborg Reykjavikur. Má segja að þessar vangaveltur hafi sprottið upp úr sorglegum og ótimabærum endalyktum Klúbbs NEFS sem SATT, Visnavinir og Jazzvakning ráku i Félagsstofnun stúdenta fýrri hluta vetrarins. „Húsin” iDanmörku En áður en nánar er farið út i þann undirbúning sem er að hefj- ast, væri ekki úr vegi að greina stuttlega frá rekstri menningar- miðstöðva af þvi tagi sem Omar nefnir, i Danmörku. Þar hafa borgaryfirvöld viða orðið við óskum almennings og komið upp félagsmiðstöðvum miðsvæðis i borgunum. 1 Kaupmannahöfn er Húsið og stendur ekki langt frá Strikinu. Þar eru reknir nokkrir litlir veit- ingastaðir, bókabúð, sýningar- salir, kvikmyndahús, skemmti- staðir og salir fyrir leiksýningar. Einn skemmtistaðanna sérhæfir sig í rokktónlist, annar i djass og sá þriðji i klassik. Eru þessir staðir reknir af samtökum tónlistarmanna sem stofnuð hafa verið i þvi skyni að gera hljóm- sveitirnar óháðar milligöngu um- boðsmanna og annarra ámunda sem vilja maka krókinn. 1 Árósum er lika Hús en rekstur þess er með nokkuð öðrum hætti. Þaö er eins konar „brúkshús”, þar sem rekin eru verkstæði af ýmsu tagi. Þar er trésmiðaverk- stæði, járnsmiðaverkstæði, kera- míkverkstæði, myrkraherbergi fyrir ljósmyndir, saumastofa, grafikverkstæði, prentsmiðja og tvisvar i viku geta áhugamenn um listmálun komiðog æft sig á að teikna módel sem fengið er til að sitja fyrir. Auk þess er þar leikherbergi fyrir börn, tvö veit- ingahús, annað fyrir unglinga, bókabúð og salur fyrir tónleika og leiksýningar. Myndlistarmenn geta sýnt verk sin og fá smáaðstoð til að prenta sýningar- skrá.Húsiö rekur bókaforlag, þar sem óþekkt skáld geta fengið bækur sinar útgefnar með þvi skilyrði að þau taki sjálf fullan þátt i prentun og gerð bókanna. Þarna er fullkomin ljósritunar- aöstaöa og hægt að leigja sér aðgang að ritverkum. Það er borgin sem rekur þetta hús og stendur undir reksturs- kostnaði. Notendur greiða fyrir efni sem þeir nota og örlitið i viöbót sem á að nægja fyrir viðhaldi tækjanna. Borgin greiðir laun starfsmanna, nema þeirra sem vinna i veitingasalnum sem ætlaður er fullorðnum, hann á að standa undir sér sjálfur. Undirritaður getur boriö um að Húsið i Arósum er mikið notað. Eftir vinnutíma er þar oftast mikið af fólki á öllum aldri, sumir eru aðframkalla myndir, aðrir að smiða sér mublur, enn aðrir að sauma eða gera við föt og alltaf er slangur af fólki að kneyfa bjór i veitingasalnum. Meginreglan i rekstri verkstæðanna og prent- smiðjunnar er sú að þar fá þeir aögang sem ekki hafa gróða- sjónarmið að leiðarljósi. Skúlaskáli En svo viö hverfum aftur til Reykjavikur, þá hafa þeir Egill Ólafsson, söngvari Þursanna og framámaður i SATT, og Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður fest sjónir á ákveðnu húsi hér i bæ sem allt bendir til að gæti hentað afar vel fyrir rekstur menningarmið- stöðvar. Og það sem meira er, húsið er laust og þarfnast litilla breytinga. Húsið sem hér um ræðir er Skúlaskáli Eimskipafélags Islands við Skúlagötu. Blámálað vöruhús, sem stendur gegnt smurstöðinni á klöpp. Þarna hefur Eimskip rekið vöru- geymslu fyrir sekkja- og stykkjavöru um áratugaskeið en framfarir i flutningamálum, eink- um tilkoma gáma og kornsilda, hefur gert húsið óhentugt fyrir slikan rekstur. Aðkoma að þvi er of þröng fyrir gámana og framtiöarskipulag svæðisins ger- ir ekki ráð fyrir mikilli vörubila- traffik á þessum slóðum. Stendur húsið þvi að mestu autt, utan hvað eitt hornið er notað sem verkfærageymsla. Hefur Eim- skipafélagið boðið húsið til leigu fyrir 60 þúsund krónur á mánuði. í samtali við Helgarpóstinn sagði Egill að þeir Friðrik hefðu skoðað húsið og litist stórvel á það. — Húsið er á tveimur hæðum. A efri hæð er stór salur Ýmsirhópar Þeir Egill og Friðrik hafa sett sig i samband viö ýmsa hópa og samtök sem hugsanlega gætu tekið þátt I rekstri hússins og i sumum tilvikum hafa hópar gefið sig fram við þá og sýnt áhuga á málinu. — Núna fyrir örfáum dögum var til dæmis hringt i mig frá hópnum sem stóð að söngleiknum Jazz-inn. Hann hefur áhuga á að koma sér upp aðstööu, þar sem hægt væri að setja upp svipaðar sýningar einusinni, tvisvar á ári. En við erum búnir aö orða þessa hugmynd við SATT, Alþýðuleik- húsið, ýmsa grafikera og högg- myndasmiöi. Svo hafa komið upp hugmyndir um að þarna gæti kvikmyndasafn Fjalakattarins fengiö inni og einnig norræna kvikmyndahúsið Nordica sem Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt fé til. Einn hefur minnst á að koma upp prent- smiöju. — Enn hefur þó ekkert áþreifanlegt gerst i málinu. Viö Friðrik höfum verið önnum kafn- ir; eftir páska ætti þeim önn- um að linna og þá má búast við að viö förum af stað fyrir alvöru. Hugmyndin er góð og húsið alveg fyrirtak. Það má lika segja að þaö sé fáránlegt að Reykjavik skuli ekki eiga neitt almennt félagsheimili. Slik hús eru til i hverjum sveitahreppi úti á landi. Hér þurfa listamenn að greiða einkaaðilum háa leigu ef þeir vilja koma list sinni á framfæri. sagði Egill. Samráð við unglinga Eins og sést af þessari lýsingu Egils ætti Skúlaskáli að geta fullnægt kröfum þeirra félaga og húsið virðist einnig passa ágætlega inn i hugmyndir Ómars Einarssonar. Þarna væri hægt að koma upp alhliöa menningar- miðstöð, þar sem hinarýmsulist- greinar fengju inni og þar sem listamenn gætu unnið að list sinni og sýnt hana almenningi. Þetta hús gæti einnig að ein- hverju leyti gert Hallærisplanið óþarft og unglingarnir gætu kom- ist undir þak með sina félagsþörf. í þvi sambandi verður þó að hafa til hliðsjónar orð Ómars i áðurnefndri Moggagrein: ,,Að sjálfsögðu yrði að hafa fullt sam- ráð og samvinnu við unglingana sjálfa og fá þá til samstarfs við J1 uppbyggingu og rekstur staðarins.” Það má segja stutta sögu frá Húsinu i Arósum til stuðnings þessum orðum ómars. Þegar reksturþess hófst var aöeins rek- inn þar einn veitingasalur og hann ætlaöur fullorönum. Fljót- lega fóru leðurjakkaklæddir ung- lingar að gera gestum og starfs- fólki staðarins lifiö leitt með ýmsum hrekkjum.Stjórn Hússins tók sig þá til, hélt fund með unglingunum og bauö þeim annan sal til afnota. Þar réðu þau sjálf lögum og lofum, settu sér reglur, skiptust á að afgreiða og báru að öllu leyti ábyrgð á rekstrinum. Þar með var sá vandi úr sögunni. Torfusamtökin hafa lfka sýnt Skúlaskála áhuga og beinist sá áhugi að þvi að koma þar upp diskóteki fyrir unglinga. Hvað gerir Reykjavikurborg? Egill ólafsson sagði að þeir félagar hefðu einnig velt fyrir sér þeim bilastæðisvanda sem svona hús skapar. Besta lausnin á hon- um væri sú að leigja lika stórt port, sem Eimskip á og er aö mestu hætt að nota, austan Vatnsstigs. Fengist það ekki væri kostur á ýmsum stórum bila- stæöum utan skrifstofutima, við Rikið á Lindargötu, við Linda- götuskólann gamla og við Vita- torg. Nú hefur það gerst að Reykjavikurborg hefur tekiö áðurnefnt port á leigu. Þar er ætlunin að hreinsa til og komaupp bflastæðum. Er það ásamt bila- stæðunum i kjallara væntanlegs Seðlabankahúss liður ilausn bila- stæðisvanda miðbæjarins. En þar með ætti vandi menningarmið- stöðvarinnar lika að vera leystur. Að öðru leyti fer lftið fyrir af- skiptum borgarinnar af Skúla- skála. Vonandi gripa borgar- fulltrúar þó við sér þegar frum- kvæði einstaklinga er komið til. Hlýtur það að teljast sjálfsagður hlutur að borgin hlaupi undir bagga með að koma húsinu upp og taki einhvern þátt i rekstri þess þegar þar að kemur. Ein stofnun tengd borginni renndi hýru auga til Skúlaskála á siðasta ári. Það var Leikfélag Reykjavikur sem hafði hug á að fá húsið lánað undir sýningar á Sölku Völku. Þá var húsið fullt af drasli og þótti ekki svara kostnaði að gera það i stand fyrir eina upp- færslu. Eimskip til ituskið Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins,sagði i spjalli við HP að búið væri að ræða við ýmsa aðila um leigu á húsinu, en ekkert væri enn afráðið. Hins vegar hefðu þeir aðilar sem að ofan eru nefndir enn ekki settsig i samband viö félagið. Þeir væru hins vegar reiðubúnir að ganga til samninga um að leigja hvort sem er allt húsið eða hluta þess og kæmi starfsemi af þessu tagi eins til greina og annað. Ekki sagði Þórður að ákveðið væri til hve langs tima húsið yrði leigt, en ekki væri hægt aö sjá það fyrir núna aö Eimskip þyrfti á þvi að halda. Hæpið væri að húsið yrði notað aftur sem vöru- geymsla, þvi starfsemi Eimskips væri öll að flytjast inn i Sunda- höfn. Nú veröur farið aö rýma húsið ogá því að vera lokið með vorinu. Þá er ekkert þvi til fyrirstöðu að húsinu verði breytt i félags- og menningarmiðstöð. En um slika miðstöö veröur að skapast breið samstaða áhugahópa, félagssam- taka og borgaryfirvalda. Náist hún er hægt að slá margar flugur i einu höggi: leysa hluta þess vanda sem unglingar borgar- innar eiga i, koma upp góðri að- stöðu til alls kyns menningar- starfsemi sem nú á i húsnæðis- hraki og leggja fram verulegan skerf til að auðga mannlif og menningu borgarinnar. eftir Þröst Haraldsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.