Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 13

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 13
 be/garpásturinn Föstudag ur 16. apríl 1982 Laukur er lystauki Prósaljóö úr bók Ericu Jong, „Fruiits and Vegetables”, i ör- litib styttri þýöingu. Nú hugsa ég enn um laukinn... Hvernig bleikbrúnt hýöiö af- hjúpar grænleita kúlu, snauða einsog dauöa plánetu, hála sem gler og nær dýrslega lyktandi. Ég hugleiði hæfileika hans til aö kalla fram tár, tilhneigingu hans til sjálfsskoöunar, meö þvi aö flá sig lag fyrir lag, i leit aö hjartanu, sem er aöeins annaö hörundslag, en dýpra og grænna... Siöan hugsa ég um ör- væntingu þegar laukurinn leitar sálar sinnar og finnur aöeins hvert hörundslagiö af ööru... Hann er ekki sjálfumglaður einsog almúgakartaflan. Né töfradis einsog epliö. Né grobb- inn einsog bananinn. Heldur hógvært, óframfærið grænmeti, spurult, innhverft, sem fláir sjálftsig... Ég llt á laukinn sem eilifan utangarösmann, barniö i miðið, hugsuðinn hrygga i kon- ungdæmi grænmetisins. Hylltur I Frakklandi aðeins (annars þögull stuðningsmaður súpu og kássu), lltt elskaður af eigin verðleikum — engin furða að hann kallar fram tár okkar! Þá hugsa ég aftur til þess hve hýöið likist pappir, hvernig sál og hör- und renna saman I eitt, hvernig hvert lag afhjúpar hjarta sem siöan breytist I hörund... t fyrsta pistli Matkrákunnar var fjallaö um kynngikraft hvit- lauksins. En laukættbálkurinn er stór, I dag munu vera ræktaöar yfir 300 lauktegundir i heiminum. Þar af þekkjum við tslendingar best hvitlauk, púrrulauk, perlulauk og zittauer-laukinn eða bara Lauk- inn, en i þessum pistli er ætlunin aö taka hann fyrir. Hann nýtur að minu mati ekki nægilegrar viröingar, þ.e. hann er fyrst og fremst „þögull stuöningsmaður súpu og kássu” eins og Erica Jong kemst aö oröi I prósaljóöi sem hér fær að fljóta með. En vist er um að hægt er að malla firnagóða rétti þar sem laukur er aðaluppistaðan. Aflgjafi frá örófi alda Laukur er einhver elsta ræktaða matjurt i sögu mann- kyns. Alitið er að hann sé upp- runninn i Mið-Asiu. Þegar á stórveldistima Babýlóniu- manna fyrir u.þ.b. 5 þús. árum var ræktaður einhvers konar laukur við Persaflóa. — Fjaliað er um lauk I kinversku lækningabókinni „Pen ts’ao” sem var rituð fyrir u.þ.b. 4 þús. árum. Laukurinn kemur og við sögu bæði i fornum goðsögum og Gamla testamentinu. Forn-Egyptar voru t.a.m. mikl- ar laukætur og álitu hann heilaga jurt. I frásögn Móse-bókar af ferðalagi Israelsmanna frá Egyptalandi til Landsins helga, segir að þeir hafi möglaö viö Móse yfir þvl að hann skuli hafa leitt þá frá vatnsmelónum, púrrum, hvit- lauk og lauk út I eyðimörkina snauöu... Laukur er mjög auðugur af A, B og C vitamlnum, en einnig kalsium og fosfór. Þar að auki inniheldur hann ýmsar efna- samsetningar sem hafa marg- visleg áhrif á likamsstarfsemi okkar. Laukolian er t.d. mjög lystaukandi og þvi er tilvalið aö nota lauk i forrétti. Hvers kyns laukur er mjög góður fyrir meltinguna. — Enskar rannsóknir vilja vera láta að laukneysla minnki hætt- una á blóötappa. — Fiturikar máltiöir, sem hafa i för með sér aukaálag fyrir maga og þarma eru auðmeltanlegri ef laukur fær aö fljóta með, þvi hann hef- ur góö áhrif á meltingarensim- in. En almennt má segja að lauk- ur og krydd hafi góð áhrif á blóðrásina og auki magasafann og geti með þvi móti dregið að hluta til úr skaðsemi þungra og fiturikra máltiða. Talandi um magasafa og lauk I sömu andrá koma mér i hug viðskipti Þormóðar Kolbrúnar- skálds og læknisins, eftir aö Þormóöur hafði barist með Olafi helga að Stiklastöðum og hlotiö banasár af. En i Heims- kringlu segir: „Hún (læknirinn) hafði þar gjört 1 steinkatli, stappaö lauk og önnur grös og vellt þaö saman og gaf að eta in- um sáru mönnum og reyndi svo, hvort þeir hefði holsár, þvi að kenndi af laukinum út úr sári þvi, er á hol var. Hún bar að Þormóöi bað hann eta. Hann svarar: „Ber brott. Eigi hefi ég grautsótt.” Hetjan Þormóður kippti sjálfurörinni úr hjartastað, „og lágu þar á tágar á hjartanu sumar rauöar, sumar hvitar og er hann sá það, mælti hann: „Vel hefir konungurinn alið oss. Feitt er mér enn um hjarta- rætur.” Siðan hné hann aftur og var þá dauður.” Af þessari frá- sögn getur maöur dregiö þá ályktun, aö Olafur konungur digri og hans fylginautar hafi varla veriö neinar grænmetis- ætur... en jafnframt að laukur hefur snemma komið við sögu norrænnar læknislistar. Laukur er fyrst og fremst notaöur sem krydd eða meðlæti en oft er hann þó aðaluppistaða rétta. Hér á eftir fylgja tvær uppskriftir af frönskum lauk- súpum, önnur er ætluö hvunn- deginum, hin til hátiðabrigða. Lauksúpur af þessu tagi eru saösamar og þvi má alveg not- ast við þær sem aðalrétt. Og I næsta skipti sem þið skerið lauk og sterkjan kallar fram tár ykkar, reynið þá aö hugsa um laukinn I anda Ericu Jong og vitið hvort ykkur eykst ekki þolinmæðin... Lauksúpa á la Marseillaise Uppskrift fyrir 6: 6 laukar 2 msk. matarolia 150 g af rifnum óðals eða gouda- osti 6 ristaðar brauðsneiðar 2 hvitlauksgeirar 1 bouquet garni (kryddvöndur) eða söxuð steinselja, timjan og 1 lárviðarlauf salt, pipar. 1. Afhýðið laukinn og skerið I sneiðar. Afhýðiö hvitlauks- geirana og merjið. 2. Hitið oliuna i potti og veltið laukhringjunum upp úr henni þar til þeir eru gulbrúnir. Þá má gjarna strá örlitlum sykri yfir þá. — Setjið að þvi búnu hvitlaukinn út i saltið og piprið og hellið út i 1 1/2 1 af vatni. Setjið ennfremur kryddvöndinn út i og sjóðið við vægan hita I 15 min. 3. Kveikið á ofninum á meðan. 4. Hellið súpunni I eldfastar skálar. Setjiö brauðsneiðarn- ar undir yfirborð vökvans, rifið ost yfir og bakið þar til osturinn er orðinn gulbrúnn. Lauksúpa til hátíðabrigða — Gratinée de fete Uppskrift fyrir 6: 3 stórir laukar 50 g smjör 1 1/2 dl af þurru hvitvini 1.25 1 af kjötkrafti (eða sam- svarandi magn af vatni og 2 súputeningar) 50 g gráðostur 1/2 vel þroskaður Camembert 3 msk. koniak, brandy eða armaniak salt og pipar ögn af cayennapipar u.þ.b. hálft snittubrauð 100-150 g af gouda eöa óöalsosti. 1. Steikið þunnt skorinn laukinn i smjörinu þar til hann er gylltur. Hellið hvitvini og kjötkrafti i pottinn og sjóöið i 10 min. 2. Á meðan takið þiö skorpuna utan af Camembert-ostinum,- setjið i skál og hrærið saman við hann gráöosti og koniaki. Pipriö eftir smekk en saltiö ekki. — Ristið brauðiö. 3. Setjið ostahræruna út i súpuna og látiö krauma við mjög lágan hita og hræriö i á meðan. Bragðbætiö súpuna með cayennapiparnum. 4. Hellið súpunni I eldfastar skálar, setjið nokkrar snittu- brauðsneiðar i hverja skál, rifiö ost yfir og bakið. Ef þið eigið ekki eldfastar súpuskálar má allt eins baka lauksúpuna i stórri eldfastri skál. Þess má að lokum geta að i Frakklandi eru lauksúpur stundum nefndar „sauve la vie” eða lifsbjörg... MATKRÁKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur „Hef alltaf verið hálfgerður trúður’ ’ segir Rhubarb the Clown Trúðurinn Rhubarb á einhjólinu sinu. Passaöu þig að detta ekki væni minn. Rhubarb heitir hann og er trúð- ur að atvinnu, hefur verið það i ein átta eða niu ár, fæddur I Leeds en býr i London og skemmtir Is- lendingum um þessar mundir með uppátækjum sinum. En hvernig verða menn trúðar? „Þetta er spurning, sem allir bera fram og henni er hægt að svara á marga vegu”, sagði Rhu- barb. „Ætli mér sé ekki óhætt að segja, að ég hafi alitaf verið hálf- gerður trúður. Það byrjaði allt á þvi, að ég fór að taka þátt i tilraunaleikhúsi og fór að læra spunatækni, lát- bragðsleik og siðan trúðleik. Ég komst siðan á það stig, að ef ég ætlaði aðhalda þessu áfram, varð ég að gerast atvinnumaður.” A sýningu sinni hér leikur Rhu- barb sér að boltum eða „gerir það með þrem” eins og það heitir vist, eða hét einhvern tima. Einnig leikur hann sér að eldi, hjólar um á einhjóli, litlu og stóru, fremur töfrabrögð.er með látbragðsleik, leikur sér með diska og leikur á nefflautu svo eitthvað sé nefnt. Til þess að geta verið góður trúður, þarf viðkomandi að vera sterkur persónuleiki, sagði Rhu- barb. „Égheld aðviðséum öll trúðar, en það þarf að draga þann þátt fram. Trúðurinn er sá, sem gerir allt á vitlausan hátt.” — Ég held, aö ég hafi séð ein- hvers staðar, að trúöurinn sé i raun sorgmæddur maður, er það satt? „Ég veit það ekki. Ég held, að viö séum öll sorgmædd og öll hamingjusöm, og trúðurinn er eins og við. Fólk hefur sagt við mig, að minn trúður sé sorg- mæddur en hann getur lika veriö hamingjusamur. Ef áhorfendur eru ánægðir með það, sem hann færir þeim, er hann ánægður, og það getur veriö erfitt. En áhorfendur geta hjálpað til við að leysa vandamálið.” Rhubard sagði, að það mikil- vægasta i hans trúöarstarfi væri aö skemmta áhorfendum, fyrir það borguðu þeir. Ef eitthvaö annaö geröist lika væri það gott. Rhubarb helur nú verið hér i rúma viku við skemmtanir og á eftir aö vera hér annan eins tima. Við erum ódýrari! Póstsendum um land allt Smiðjuvegi 14, sfmi' 77152

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.