Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.04.1982, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Qupperneq 16
16 Föstudagur 16. apríl 1982 hQÍQBrpOStUrÍnrL. Eins og soðin ýsa í útlöndum Rætt við Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur pianóleikara og Frey Sigurjónsson flautuleikara viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir mynd: Jim Smart Á hverju ári fer fjöldinn allur af ungu tónlistarfólki út til hinna ýmsu landa i rándýrt framhaldsnám . Að sjálfsögðu fá nú flestir námslán frá Lána- sjóði islenskra námsmanna, en það er nú eins og með önnur lán, það þarf að borga aftur og vist er að lánin eru verðtryggð og vel það. Eitt af dýrari náms- löndum er England, en viðmæl- endur minir að þessu sinni hafa einmitt lagt stund á nám þar. Það eru þau Anna Guðný Guð- mundsdóttir pianóleikari og Freyr Sigurjónsson flautuleik- ari. Anna Guðný hefur að und- anförnu verið i höfuðborginni, London,eða allt frá árinu 1979 og lært hjá þeim James Gibb,en sá mun vera skoskur, og hjá Walesbúanum Gordon Back. Freyr hefur hins vegar verið i Manchester frá haustinu ’78 i RoyalNortheriiColiege of Music hjá Trevor Wye(en hann er Tjalli), Þau eru stödd hér á landi og ætla að halda tónleika i Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta ogá Akranesi á morgun. Og efnis- skráin er fjölbreytileg,prýdd verkum eftir Couperin, Jolivet, Pixis, Martinu og Widor. En vindum okkur i spjallið. Ég er sko ,,bara i tónlist” — Hvenær byrjið þið að leika á hljóð- færi? Anna: „Það er nú svo langt siðan að ég man varla eftir þvi. Ég lentii Barnamúsik- skólanum þegar ég var 6 ára. Og þegar maður byrjar svona snemma að læra þá fer framhaldið mikiðeftir þvi hvort maður fær stuðning frá foreldrum sinum eður ei.” — Og þú Freyr, af hverju valdirðu þér flautu? Freyr: „Það lá næst, ég fór að visu i Barnamúsikskólann með þvi hugarfari að læra á slagverk, sem var einhver æskuhug- mynd. Krakkar byrja að imynda sér hljóð- færi sem þeir vilja s pila á. Ég þurfti að und- irbúa mig undir slagverkið og fór að læra á blokkflautu.en bein afleiðing af henni var silfrið. — I Englandi fær fólk tækifæritilað læra á hljóðfæri innan skólanna. Þú ferð einfaldlega á tónlistarsvið, en hér er ennþá litið á tónlistarnám sem forréttindanám.” Anna: „Já, það var mikil framför þegar tónlistarsviðið í Menntaskólanum við Hamrahlið komst á laggirnar.” Freyr: „Það er alltaf litið á tónlistarnám sem eitthvert hobbý, hjá þeim sem leggja stund á tónlistarnám hér á landi. Þegar „alvöru námið” er músik, þá er þetta svo- litið erfitt. Já, ertu „bara i tónlist?” er oft sagt. Og svo þegar maður drifur sig loksins út, þá er maður algjör öldungur á svæð- inu...” Anna: „... Það er nú kannski i lagi að vera svolitið gamall. Já, þaö er eins og maður þurfialltaf að vera að stelast i mús- ikina en það á nú sérstaklega við hér heima.” Freyr: ,,Á hinn bóginn er það nauðsyn- legt að hafa eitthvað annað i bakhöndinni, — eitthvaö annað en tónlistina. Það er ekki svo auðvelt að fá atvinnu.” Hann glottir og bætir við. „Mér var boðið pláss á sjónum i gær, og var jafnvel að pæla i þvi...” Að fá eitthvað við sitt hæfi — Já.talandi um atvinnuhorfurnar... Er- uð þið svartsýn? Komið þið ekki heim? Anna: „Það fer eftir hvað manni býðst” Freyr: „Þetta er stór spurning: Kemur maður heim? Anna: „Ekki það að ég hafi áhyggjur af atvinnuleysi, spurningin snýst frekar um það hvort maður fái eitthvað við sitt hæfi. Kennslan biður, enda á maður sjálfsagt eft- ir að kenna, en ekki strax”. Anna horfir hálf hræðslulega á mig... „Vonandi ekki, Maður kviður þeim degi sem maður fer að borga námslánin.” Freyr: „Já, það er dýrt blessað námið i Englandi.” Og við fussum og sveium. Á innsoginu i útlöndum — Er einhver munur á að læra á Islandi eða i Englandi? Freyr: „Ja, úti er meiri umferð af tón- listarfólki, það er meira að gerast i kring- um þig og það er einmitt mjög mikilvægt að hlusta á aðra.” Anna: „Þaðer alveg yndislegt að koma á nýjan stað (lesist með nefhljóði) og að ekki sétalaðum aö komast út fyrir skerið. Og ég held að London sé alls ekki versta borgin.” Freyr: „Kennslanúti er allt öðru visi. Eg held að það sé meira verið að undirbúa mann undir daginn sem maður þarf að standa á eigin fótum. Það er farið hratt yfir sögu og mikið lagt upp úr þvi að maður komist yfir sem mest.” Anna: „Skólastofnunin i London er svona tiu sinnum stærri en Tónlistarskóli Reykja- vikur.” Freyr: „Það er hörð samkeppni og það þarf að berjast fyrir að fá að gera eitt- hvað.” Anna: „Þegar út er farið er maður eins og soðin ýsa, en ég held maður fái aðeins meira en kartöflur með.” Freyr: „Það þýðir ekki að vera með neitt slór þegar út er komið — annars eru lauflétt viðbrigði að þurfa að sjá um sig sjálfur.” Anna: „Það er um að gera að soga að sér allt sem er að gerast, ekki bara i tónlist, heldur i alls konar aktivitetum. Enda er maður úti til að hafa öll skynfæri opin; svo er að vinsa úr.” Hreintrúarstefna — A efnisskránni gefur að lita verk eftir tónskáld sem voru uppi á 17. og 18. öld. Hvernig stendur á þvi að þið eruð að spila svona þrælgamla tónlist...? Anna: „Viðverðumaðsjá um klassikina, við höfum alist upp við það að spila þetta gamla. Maður byrjaði á Sonatina Vorstufe. Annars er það Freyr sem velur prógramm- ið. Ég er bara ráðin.” Anna Guðný hlær og bendir á Freysa. Freyr: „Ég vil benda á að Jolivet er enn- þá á lifi.. er annars nokkuð skrýtið að spila gamla músik?” Anna: „Ég hef ekkert hugsað mér að hætta við þá, þó að þeir séu kannski komnir af sinu léttasta.” Anna verður alvarleg og bætir við: „Þetta er bara bláköld leti I manni. Auðvitað ætti maður að vera á kafi f nýja dótinu. En ég er hálfpartinn ennþá i námi og i raun og veru ekki orðin sjálfs min frú... þú skilur.” Freyr: „Og þetta er popptónlist þeirra tima... sumir eru ennþá að spila Bitlana.” — Þarf maður ekki að vita heilan helling um þessa kalla ef maður ætlar að hafa túlkunina pottþétta? Freyr: „Að sjálfsögðu er best að vita hvaðvar að gerast i pólitikinniá þeim tima sem verkið var skrifað og nánast allt i sam- bandi við.... Anna Guðný gripur frammi: „Það er rikjandi hreintrúarstefna núorð- ið, sem felst i þvi að túlka verkið eins og það er skrifað. Helst þarf maður að vita hvernig höfundurinn vildi að það yröi spilað lika. Hér áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að breyta aðeins hér og þar en núna eru frum- ritin leituö uppi. Og ef Bartók skrifaði við eitthvert verk að það ætti að taka 3 min og 55 sek þýðir ekkert að ætla að vera klár og spila það á þremur og hálfri.” Nýbylgja, djass, barokk, nú- tima... — Hvað með aðra tónlist? Anna: „Elskan min, ég vakna yfirleitt við nýbylgjuna og kann ágætlega við hana. Ég hlusta yfirleitt á allt nema þungan bassa, enda hefur nágranni minn skýr fyrirmæli um að spila ekki þungan bassa.” Freyr: „Éghlusta á djassinn nú og svo á franska útvarpið.” — En uppáhaldstónlistin, hver er hún? Freyr: „Ég hef mest gaman af barokk. Þótt það sé mikið til skrifað af þeirri tón- list þá er ótrúlega litið vitað um hana og það er mjög erfitt að spila barokk á þau hljóðfæri sem nú er spilað á. Svo hef ég gaman af nútimatónlist sem er akkúrat i þveröfuga átt,og svo hef ég auðvitað gaman af öllu þar á milli.” Anna: „Ætli þaðsé ekki bara Martinu um þessar mundir. Annars er ég alltaf svolitið skotin i Þjóðverjunum Lúlla og Wolf.” Að borga skuldir... Og þá er það lokaspurningin. Hvað kem- ur til að þið ætlið að spila núna? Freyr: „Ætli það sé ekki bara af þvi að við erum bæði á endastigi i okkar námi. Okkar skuld við þjóðina er að sýna árangur af náminu.” Anna: „Já, við erum að skemmta liðinu og okkur sjálfum”. Já,og ég þakka fyrir spjallið og minni i lokin á tónleikana á Akranesi á morgun og i Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.