Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 17
Jielgarposturinn Föstudag ur 16. apríl 1982
17
að beriast við vindmyllur”
— Kaffí drukkið með Eddu Björgvinsdóttur á Torfunni
eftir: Pál Pálsson myndir: Jim Smart
„Synd aO þú skulir ekki vera viöhaldið
mitt. Hvaö er pottþéttara? Blaöamaöur aö
taka viötal viö leikkonu! Vekur engan
grun.” Sú sem mælir til mln þessi glaölegu
orö er auövitaö Edda Björgvinsdóttir leik-
kona. Viö sitjum viö tveggjamanna borö á
eftirlætisveitingahúsi hennar, Torfunni, á
laugardagseftirmiödegi. Og til aö standa
mig i stykkinu býö ég aö sjálfsögöu uppá
koniak meö kaffinu. „Bara kaffi fyrir mig
takk” segir Edda. „Ég er ekkert I sósial-
drykkjunni einsog er enda drakk ég svo litiö
að þaö var eins gott aö sleppa þvi”. Glottir
templarinn. „Þú ættir aö heyra þegar mér
tekst verulega vel upp i bindindisræðunum
— og sjá þegar mér er fleygt út úr hverju
partýinu á fætur ööru hjá bestu vinum og
ættingjum”.
Nú hlær Edda dátt og dregur upp úr pússi
sinu tvo veltilreykta pipusterti sem voru til
skiptis mjög nálægt vörum hennar þaö sem
cftir lifði dags. Og þar sem þaö er ekki vel
gott að tendra I pipu með kertaljósi fékk
hún lánaðar eldspýturnar minar. „Ég er al-
ræmdur eldspýtustokkaþjófur”, glotti hún.
„Alltaf með mörg búnt i veskinu, allt stolið
frá vinum og vandamönnum”.
Þaö er rétt að það komi fram að viö Edda
vorum alltaf að fara útfyrir efnið. Heilu
korterin fóru I vitleysishjal. Til dæmis I eitt
skiptið, þegar við vorum komin miklu
lengra en ailtof langt útfyrir efnið (málefni
Alþýðuleikhússins, sjá siöarljtók ég eftir
þvi að það var eitthvað i kaffinu minu, ein-
hver flyksa. Edda, sem gefur sig út fyrir að
vera spesialisti i aöskotahlutum i kaffi,
handsamaöi bollann minn, gaumgæföi
hann vandlega um stund og svo kom úr-
skuröurinn: Rauökál. Þetta er rauðkál. En
blessaður láttu engan vita, svo þú þurfir
ekki að borga extra.”
„Mikið lifandis skelfing er annars nota-
legt að sitja hérna i huggulegheitum i stað
þess að vera heima að naglhreinsa vegg-
panelinn, lakka gólfin eða að minnsta kosti
að passa krakkana svo eiginmaðurinn geti
dundað sér við trésmiðarnar sem hann er
auðvitað bölvaður klaufi við. Viö erum
nefnilega að stahdsetja nýju ibúðina okkar.
Svona á þetta að vera, kvenréttindakonan
(semsagt: ekki jafnréttis....? aths. pp) sit-
ur á Torfunni yfir kaffi og karluglan passar
afleggjarana sina, lakkar og naglhreinsar,
að ekki sé talað um kvöldmatinn, sem verð-
ur að sjálfsögðu að vera tilbúinn þegar
kvennaframboðskandidatinn kemur
heim.” Edda hlær svo mikið að hún missir
tvær eldspýtur oni kaffið mitt. Edda er
nr.36 á kvennaframboðslistanum og skit-
hrædd um að fljúga inn. — „Heldurðu að
það séu ekki miklar likur á þvi?” spyr hún,
opnar veskið sitt og þegar henni hefur tek-
ist aö pranga inn á mig kvennaframboðs-
happdrættismiða trúi ég ekki öðru en að
þeir fjölgi borgarfulltrúum.
— Hvað er annars karlremba, Edda?
„Elskan min, karlremba er nánast hvar
sem þú rekst á tvo af þessu skuggalega kyni
samankomna. Ég held svei mér að hún
gangi i erfðir. Tökum bara sem dæmi röfl i
tveim körlum sem ég neyddist til að hlusta
á i gær. — Þeir voru að tala um vin sinn sem
varaðyngja upphjá sérog hvað þeirskildu
hann gasalega vel. Kerlingin orðin krump-
uð og feit en eins og allir vita þá verða kon-
ur að lita út eins og fermingarstúlkur til
æviloka, annars eru þær alls ekki gjald-
gengar. Imyndaðu þér bara, þær fá
kannski hrukkur og 90-60-90 málin riðlast,
viðbjóðslegt!! Hvaða karlmanni er hægt að
bjóða slikt? Jafnvel þó hann liti út eins og
þurrkaður sveppur með istru, skalla og 3
undirhökur!
Við Helga Thorberg vinkona min gerum
okkur það oft til skemmtunar á mannamót-
um að tala gagngert i niðrandi tón um
þessa kalla sem eru farnir að siappast svo-
litið og röflum endalaust um hvað það væri
gaman að skreppa á Planið og kikja aðeins
á lambakjötið svo veifum við klámblöðum i
allar áttir af eintómum kvikindishætti.
Karlmönnum finnst svo ruddalegt að heyra
sin eigin orð úr okkar munni.”
Strembin tilvera
Eftir nokkra útúrdúra spurði ég Eddu:
Afhverju velur maður leiklist að starfi?
„Kunningi minn i London var spurður
þessarar sömu spurningar og svaraði á þá
leið, að hann hefði verið að hugsa um að
verða arkitekt, jafnvel tannlæknir eða bara
húsmóðir en komst að þeirri niðurstöðu aö
með þvi að gerast leikari fengi hann tæki-
færi til að leika þetta allt saman . Það má
kannski lita svo á að leiklistin sé rétta
starfið fyrir þá sem geta ekki ákveðið sig
hvaðþeir ætla að verða”, hlær Edda. „Ann-
ars mælir maður svo sem ekki með þessu
starfi. Að vera leikari á lausu (freelance)
getur verið mjög strembin tilvera en stór-
skemmtileg þegar maður hefur nóg að
gera.”
— Sumir segja að leikarar séu svo yfir-
borðslegir i framkomu, þú veist „sæl elsk-
an” og allt það.
,,Mér finnst leikarar vera sérstaklega
einlægt fólk” (Edda lemur i borðið til á-
herslu og tannstönglarnir hrökkva upp úr
stauknum). „Atvinna þeirra byggist á þvi
að þeir gefi af sjálfum sér. Það er hluti af
starfinu að leggja tilfinningar sinar i það
sem maöur er að gera og maður verður að
gjöra svo vel'ogtakaþvi þegar leikstjórinn
segir: „viliu endurtaka þetta, þú hlýtur að
geta gert betur, þetta var afleitt”. Og i
staðinn fyrir að fara heim og gráta reyn-
irðu bara aftur og aftur. Leikarar verða aö
sýna hver öðrum þolinmæði, umburðar-
lyndi og trúnað — og ef það er ekki upp-
byggjandi...”
Leikgagnrýnendur i sjoppur
— Hvað finnst þér annars um innlenda
leikhúsgagnrýni?
Edda verður öskugrá i framan. „Ég vil
nú tjá mig sem minnst um hana. Ég verð
svo orðljót og kvikindisleg þegar ég fer að
tala um gagnrýnendur að ég held að það
borgi sig ekki. En auðvitað á maður ekki að
vera að æsa sig þegar leikhúsgagnrýnendur
eru annars vegar. Mér finnst bara svo leiö-
inlegt þeirra vegna að þeir skuli ekki fá sér
vinnu viðsitt hæfi, t.d. i sjoppu!” Við tökum
gagnrýnendur út af dagskrá.
— Hvernig plumar Alþýðuleikhúsið sig
með allar þessar sýningar?
„Nú, Alþýðuleikhúsið er einfaldlega á
hausnum. Styrkir frá riki og bæ eru ekki i
hlutfalli við þá-starfsemi sem þar ferfram.
Semsagt, þrátt fyrir góða aðsókn og góðar
sýningar, samanber bestu sýningu á norð-
urhveli jarðar i dag: Don Kikóti, þá ná end-
ar ekki saman og gera það aldrei nema til
komi aukið fjármagn frá riki og bæ. Og til
að kóróna allt saman þá erum viö bráðum á
götunni þvi það á að rifa braggann i haust
og hana nú’. ”
— Hvað verður nú um hugsjónirnar?
„Þú verður að athuga það Palli minn, að
það lifir enginn af hugsjónastarfi. Það er
kannski möguleiki að vinna kauplaust i Al-
þýðuleikhúsinu i einhvern h'ma og þræla
annars staðar fyrir brauði og mjólk en það
getur maður ekki gert i mörg ár, ekki býr
maður endalaust hjá góðhjartaðri ömmu
sinniog étur hjá foreldrum og vinum, finnst
þér það?”
— Það finnst mér ekki.
„Nei það fannst ömmu ekki heldur. Enda
henti hún okkur út.” Nú hlær Edda rosalega
og bætir svo við. „Nei nei, nú ýki ég aðeins.
Hún hýsti okkur eins lengi og við þurftum.
— Já,þetta með hugsjónaleikhúsið — fólk
verður að fá laun fyrir sina vinnu, annað
gengur ekki til lengdar.”
— Lenda þá ekki allir i sama lifsgæða-
kapphlaupinu? hverjar svo sem hugsjón-
irnar eru?
Lifsgæðakapphlaupið
„Ef þú kallar það lifsgæðakapphlaup að
hafa i sig og á, jú þá lenda sjálfsagt allir i
þvi fyrr eða siðar. Annars held ég ekki Palli
— ég þekki svo mikið af góðu leikhúsfólki,
sem er ennþá uppfullt af baráttuanda eftir
margra ára streð, jafnvel þó aö það hafi
fengið ótal tækifæri til að setjast i hæginda-
stólinn sinn og slappa af og láta aðra sjá um
að halda lifinu i frjálsum leikhópum eins og
Alþýðuleikhúsinu. Ég vil bara nefna sem
dæmi fólk eins og Arnar og Þórhildi sem
eiga þess kost að vera i föstu starfi við stóru
leikhúsin en þeim er þaö kappsmál að Al-
þýðuleikhúsið starfi og vilja leggja sinn
vinnukraft i það, þrátt fyrir ótakmarkað
vinnuálag og stöðugt öryggisleysi i fjár-
málum sem þvi fylgir. Þetta er hugsjóna-
fólk!! — svona er ennþá til.”
— Hvað með pólitiskt hlutverk leikar-
ans?
„Já, hvað með það? Getur leikari verið
öðruvisienróttækmanneskja? Ég veitekki
hvað fólk er að gera i þetta starf ef það hef-
ur ekki eitthvað að segja. — Einhverja
skoöun á þvi hvað betur mætti fara i samfé-
laginu og hugmyndir um hvernig eigi að
breyta þvi. Þetta liggur svo i augum uppi,
Palli minn!”
— Segðu mér Edda,er hugmyndafræöi
Alþýðuleikhússins eins róttæk og hún átti
að vera i upphafi?
„Ja — hugmyndafræðin er alltaf jafn rót-
tæk. Enauðvitað höfum við oft dottið kylli-
flöt i lágkúru og vesaldóm. Þú verður aö
athuga að viðerum leikhús i mótun og þurf-
um tima til að þróa okkar hugmyndir, gera
mistök — og læra af þeim. Gallinn er bara
sá að aðstæður hafa aldrei leyft markvissa
og áframhaldandi starfsemi. Við þurfum
fyrstog fremst aðstæöur til að geta unnið —
húsnæði — fjármagn. Það hefur sýnt sig að
fr jálsir leikhópar eiga rétt á sér og það sem
meira er, þeir eru nauðsynlegir framþróun
leiklistar i landinu. Markaðurinn verður
aldrei mettur af leikhúsum.”
Heilsudrykkurinn
— Þaö er vist venjan að spyrja fólk sem
lifir og hrærist i bókmenntum um uppá-
halds rithöfundinn....
„Jáfalli minn, segðu mér endilega hver
er uppáhaldsrithöfundurinn þinn?” Og áð-
ur en ég veit af er ég búinn að halda hálf
tima ræðu um Ernest Miller Hemingway.
Atta mig svo, spóla til baka og reyni eitt-
hvað nýtt: — Feröu oft i sund?
„Já, ég er búin að vera á leiðinni i sund i 4
ár. Ég sé mig alltaf i anda risa á fætur, eit-
urhress kl.7 fyrir hádegi, drifa mig i laug-
jna og mæta svo geislandi af hreysti i vinn-
bna. En staðreyndin er sú að ég hendist á
lappirá siðustu stundu, — næ þó að slafra i
mig heilsudrykkinn góða sem heldur mér
gangandi allan daginn. Ég skal gefa þér
uppskriftina Palli minn: þú blandar saman
sitrónusafa, hráu eggi og þrúgusykri og
þeytir þetta saman. Ég ráðlegg ölium að
prófa þetta.”
A meðan Edda er að útlista fyrir mér
óendanlega kosti heilsudrykksins — ,,af-
sakið meðan ég æli” — tinir hún upp úr
tuðru sinni 1,2, 3, 4, 5, 6, 7. litil glös og
tekur að hakka i sig kynstrin öll af vitamin-
um, járnum og söltum. Talar svo með full-
an munninn: „Annars er rikjandi eiginleiki
hjá mér ofsa-bjartsýni. Gamli Pollýönnu-
leikurinn, þú mannst: ,,Það gæti veriö
verra, — miklu verra.” Þannig að árrisulir
laugagestir borgarinnar geta átt von á þvi
að sjá mig birtast i sundkjólnum minum,
með kút og kork, einhvern næstu daga,
jafnvel fyrir aldamót.”
A leiðinni út úr Torfunni man ég allt i einu
eftir þvi að það eina sem ég hafði fyrirfram
ætlað aö spyrja Eddu um i þessari kaffi-
drykkju (og koniaks-auðvitað fékk ég mér
einn) var afstaða hennar til Helgu-vikur-
málsins. En Edda afgreiðir það um leið hún
smeygir sér i kápuna frammi i anddyri:
„Island úr Nató — herinn burt.” —og svo er
hún rokin heim að pússa gólf og veggpanel.
Auövitað með eldspýtustokkinn minn i
vasanum...