Helgarpósturinn - 30.04.1982, Page 4

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Page 4
„Ég er enginn útspekúleraður pólHíkus” NAFN: Páll Pétursson HEIMILI: Höllustaðir, Austur-Húnavatnssýslu STÖRF: Bóndi og alþingismaður HEIMILISHAGIR: Giftur Helgu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn BIFREIÐAR: Blazer, Volkswagen og gamall Willys station ÁHUGAMÁL: Með hrossadellu Blönduvirkjun var ofarlega á baugi 1 þessari viku sem og mörgum öðrum vikum I vetur. Eftir margra mánaða þref á Alþingi og heima i héraði hillir loksins undir lausn á málinu og má búast viö þvf að Al- þingi samþykki iög um Blönduvirkjun áður en sumarleyfi þingmanna hefst I næstu viku.' Undir það síðasta var einkum beðið eftir að Framsóknarfiokkurinn tæki afstöðu til málsins. Það gerö- ist á mánudaginn var þegar þingflokkur Framsóknar samþykkti einróma ályktun þar sem lýst var stuöningi við Blönduvirkjun, mcð þvl skilyrði þó að ef gera ætti stærra miölunarión en sem næmi 220 gigalitrum þyrfti aö leggja það i dóm Alþingis. Sú virkjunarleið sem Iönaöarráöuneytið og fimm af scx hreppum sem land eiga að virkjunarsvæðinu höfðu orðið ásátt um gerir hins vegar ráð fyrir 400 giga- litra miðlunarlóni. í andófinu gegn virkjunarleið I scm svo er nefnd hefur borið meira á Páli Péturssyni bónda á Höllu- stööuni og formanni þingflokks Framsóknar en öðrum mönnum. Þegar Helgarpósturinn falaðist eftir viötali viö hann I vikunni færðist hann undan i fyrstu, sagði að málið væri enn ekki til lykta leitt og á við- kvæmu stigi. Aö morgni fimmtudags þótti honum þó alit I lagi aö ræða viö blaðið. Páli Pétursson er I yfirheyrslu. — Ég vil nú byrja á aö segja að ég er ekki alls kostar sáttur við að vera I yfirheyrslu. Ég er nefni- lega ekki sekur, ekki einu sinni grunaður. Það má segja að ég sé hafinn yfir allan grun. — Ertu ánægður með þá lausn sem nú blasir við? — Já, ég er mjög ánægður. Það sem af er hefur verulega áunnist þó ég gæti hugsað mér betri úr- slit. En það er tvimælalaust feng- ur að þvi sem gerst hefur i mál- inu. — Nú segir Steingrimur Her- mannsson aö Framsóknarflokk- urinn setji það ekki fram sem skilyrði að ekki verði farið með lónið upp fyrir 220 gigalitra. Er ekki bara verið að stíga tvö litil skref i stað eins stórs? Verður ekki farið upp i 400 gigalitra þeg- ar allt kemur til alls? — Maöur hefur náttúrlega enga tryggingu fyrir þvi hvaö kann að gerast einhvern tima i framtiðinni. En ég er ekki alveg dús við þann skilning sem Stein- grimur leggur I samþykkt þing- flokksins. Mér finnst óviturlegt að gera stærri stiflu en á að nota og leggja þannig út i meiri fjár- magnskostnað en þörf er á. Þaö er hins vegar allra hagur að byggja trausta stiflu. En það er nú lagt i vald Landsvirkjunar hvort hún undirbýr stærri stiflu en 220 gigalitra. Ég hef ekki trú á að fariö verði með hana upp i 478 metra (sem er hæð á efri brún stiflu yfir sjávarmáli miðað við 400 gigalitra lón). Mitt samþykki var bundið þvi skilyrði. En það eru nokkur atriði i þess- ari samþykkt þingflokksins sem mig langar að itreka. 1 fyrsta lagi er þar lögö áhersla á aö Blöndu- virkjun verði fyrst i virkjanaröð- inni. 1 öðru lagi telur þingflokkur- inn það mjög mikilvægt að ná samkomulagi allra aðila um virkjunina, þvl deilur geta valdið seinkun og orðiö dýrar. 1 þriöja lagi er bent á aö forsendur fyrir orkuspá eru mjög veikar, það hafa t.d. ekki verið gerðar neinar áætlanir um orkufrekan iðnað. Min persónulega skoðun er sú að það hafi ekki sýnt sig að orkusala til stóriðju borgi sig. En þetta þýðir að ekki liggur fyrir aö þörf sé á svo stórri miðlun sem um hefur verið rætt. Það hefur heldur ekkert komið fram sem segir að þessi miðlun geti ekki verið ann- ars staðar. Af þessum ástæðum lögðum við til að hafist yrði handa á 220 gigalitra virkjun. Ef mönn- um dytti það i hug siðar að stækka hana er það háð samþykki Al- þingis. Auk alls þessa viljum við að Landsvirkjun taki sem fyrst við framkvæmdum viö Blönduvirkj- un. Þegar orkulög voru samþykkt á sinum tima var þvi klúörað inn i þau að Rarik skuli fara með um- boð Landsvirkjunar þar til samn- ingar um virkjun hafa tekist. Rarik er fyrst og fremst heild- sölufyrirtæki og þvi óeðlilegt að það sé að standa i þvi að reisa meiriháttar orkuver. Viö höfum þess vegna verið að tala við menn sem ekki koma til með aö bera ábyrgð á verkinu, menn sem i einhverju klaufalegu millibils- ástandi reka erindi ráðherra en eru ekki réttu mennirnir til að tala við. Við framsóknarmenn teljum rétt að eitt fyrirtæki sjái um byggingu og rekstur orkuvera landsins og þar er Landsvirkjun ákjósanlegasti aðilinn, þvi þar er samankominn kjarni tækni- og verkfræðingastéttarinnar. Auk þess hefur Landsvirkjun sýnt að hún metur mikils kurteislegt samkomulag við það fólk sem hún þarf að eiga samskipti viö. — Þú ert þá ekki sammála þeirri túlkun að þingflokkurinn hafi einungis verið að bjarga and- liti Páls Péturssonar? — Nei. En að sjálfsögöu eru þingmenn Framsóknarflokksins, sem og annarra flokka, persónu- legir kunningjar minir og ég finn fyrir góövild þeirra I minn garð. En i þessu máli er um allt annað aö ræöa en mina persónu. Þarna er tekist á um afstöðuna til lands- ins sem sliks. Það skiptir þjóðina miklu hvernig farið er með llfrik- ið og með þvi að gera stiflu á Ref- tjarnarbungu er hægt að bjarga 1600 hekturum af algrónu landi undan vatni. Það er ekki hrist fram úr erminni að græöa upp ör- foka land i staðinn fyrir það. Þeim kostnaöi er hins vegar sleppt i þeim dæmum sem menn hafa verið að leika sér með að undanförnu. Með þeirri lausn sem nú er að verða ofaná er þvi bjargaö 29% þeirra 56 ferkilómetra gróins lands sem til stóö aö sökkva, amk. um nokkra framtíð. Viö get- um ekki bundið hendur komandi kynslóða ef þær ætla að ana út i einhvern óvitaskap, en þær þurfa ekki að álasa okkur. Mér finnst það alveg hlálegt þegar menn eru aö breiða sig út i fjölmiðlum eða á Alþingi, slefandi af hræsni, um að greiöa skuld genginna kynslóða með land- græöslu og peningaaustri i áburð og frædreifingu, á sama tima og þeir ljá máls á aö eyða að óþörfu miklu stöðugra gróðurriki en nokkur mannshönd getur búið til. Hér er verið að tala um 0,24% af öllu gróðurlendi landsins svo þetta er ekkert smámál. Við þurf- um að nýta okkar auðlindir hverja með öörum og ekki gleyma neinni þeirra. — En áttu von á aö heimamenn sætti sig við þessa lausn? — Það er nú ekki séð fyrir end- ann á málinu svo ég get ekki full- yrt neitt, auk þess sem ég get ekki talað fyrir alla. Ef mönnum skrikar ekki fótur á næstu dögum sýnist mér liklegt aö hér sé fund- inn prýðilegur grundvöllur fyrir skynsamlegt samkomulag. En það er enn hægt að eyöileggja möguleikann á sliku samkomu- lagi með þjösnaskap og ribbalda- hætti. — Þótt málið snúist um nátt- úruvernd er þá ekki af þvi dálitið hreppapólitisk lykt? — Jú, það má áreiðanlega finna i þvi dágóðan slatta af hreppapólitik. Það hefur töluvert veriö gert af þvi að egna eina sveit á móti annarri og lævisleg- um brögðum beitt til að eyði- leggja samstöðu manna sem raunverulega vildu það sama. Það hafa blandast inn i málið pólitisk trix, mönnum hefur t.d. dottiö það i hug að með þvi að koma höggi á mig kæmu þeir höggi á Framsóknarflokkinn. Þeir hafa lika spekúlerað i aö breyta valdahlutföllunum i þessu samfélagi fyrir norðan og eins i þjóðfélaginu og ætlað að notfæra sér þetta mál til þess. Ég hef hins vegar ekki látið það hafa áhrif á afstöðu mina þótt menn þættust finna höggstað á mér. Ég hef gert þaö sem ég hef talið mig þurfa að gera. Svo má deila um það hvort ég hafi alltaf gert það rétta á hverjum tima. En þetta er ekki neinn privatslagur hjá mér, það hefur fjöldi manns staðið i þessu með mér og margir framar þó ég hafi haft aðstöðu til aö láta i mér heyra. — Hverjir voru þaö sem vildu breyta valdahlutföllunum? — Ég veit ekki hvort ég á aö nefna einhver nöfn eins og málin standa. Þeir verða að taka þetta til sin sem eiga. En ég vil undir- strika það að samherjar minir eru ekki allir framsóknarmenn, meðal þeirra er fjöldi manna úr öðrum flokkum, m.a.s. áhrifa- menn og þeir hafa lagt fram heilladrjúgan skerf. —■ Nú lentir þú i oröasennu við Kaupfélag Austur-Húnvetninga. Er ekki hættulegt fyrir þingmann Fra msóknar að komast upp á kant við kaupfélagsvaldiö? — Ég á ekki i deilum við hinn almenna kaupfélagsmann i Aust- ur-Húnavatnssýslu og milli min og sumra stjórnarmanna kaupfé- lagsins rikir góður vinskapur,ég segi ekki samstarf. En ég er frambjóðandi Framsóknar- flokksins.ekki Kaupfélags Aust- ur-Húnvetninga og ég minnist þess ekki að það hafi stutt mig sem slikt. — Hvernig metur þú stöðu þina i kjördæminu eftir þessi átök? — Ég geri mér enga grein fyrir henni, en heldur enga rellu út af þvi. Ég datt inn i þingmennskuna á sinum tima án þess að hafa bar- istfyrir þvi. Ég er fyrst og fremst bóndi og get hætt þingmennsku þegar kjósendur vilja ekki gefa mér umboð lengur. En þetta um- boði meðhöndla ég eftir þvi sem ég hef skynsemi til. Ég er ekki að spekúlera i stöðu minni meðal kjósenda, hún er breytileg eins og vindurinn. — En hvernig stendur þú i flokknum? — Það er eins með það, staða min þar verður að ráðast. Ég veit ekki um neina valdabaráttu innan flokksins.amk. tek ég ekki þátt i henni. Ég er enginn útspekúler- aöur pólitikus. — Hefur þessi deila haft áhrif á stjórnarsamstarfið eða breytt þinum viðhorfum til stjórnarinn- ar? — Þetta mál hefur vitaskuld verið heilmikið viðfangsefni fyrir stjórnina. Viðhorfin breytast frá degi til dags en Blöndumáliö hef- ur ekki breytt viðhorfi minu til stjórnarsamstarfsins i grundvall- aratriðum. Ég þekkti þessa menn — ráðherraklikuna — fyrir og vissi hver viðhorf þeirra voru á hverjum tima. En það skiptir höfuðmáli fyrir mig hver niður- staðan varð hjá Framsóknar- flokknum og á Alþingi. Stjórnir koma og fara, en Alþingi varir og Framsóknarflokkurinn lika. — Nú eru ýmsar blikur á lofti i kjara- og efnahagsmálum, áttu von á þvi að stjórnin lifi þá glimu af? — Eins og Storm P. sagöi þá er erfitt að spá og sérstaklega um framtiðina. Blanda hefur tekið hug sumra ráðherra ansi fanginn en nú þegar hún er frá gefst þeim vonandi tóm til að sinna sinum embættum. Mér ógnar hvernig farið hefur veriö með timann i landbúnaðarmálum. Þar hefur verið látið flatreka siðan Stein- grimur lét af störfum haustið 1979. Og mér list ekki á þróun efnahagsmála á siðustu mánuð- um. Við náöum góðum árangri i fyrra en nú óttast ég að menn hafi ekki dug til að gera þaö sem gera þarf. Það er meginmálið að þeir verkamenn sem fengnir eru til verka standi i stykkinu. Við styöj- um þá ekki til þess eins að leyfa þeim að bæla ráðherrastólana. En ég vil engu spá um hve lengi stjórnin lifir. — ÞH. eftir: Þröst Haraldsson mynd: Olafur Lárusson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.