Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 30. aprfl 1982 helgarpústurínn_ „Það tók mig ekki nema dag að smiða þennan tauþurrkara. En ég var búinn að hugsa um hann i þrjár vikur eða mánuð, efnaði niður i hann og setti hann saman i huganum. Það var fullur vinnudagur. Núna hef ég tvö tæki gjör- samlega klár i kollinum, en mér dettur ekki i hug að segja nánar frá þvi. Þau byggjast á svo einföldum og vel þekktum eðlisfræðilögmálum, eins og þurrkarinn, að menn væru ekki lengi að átta sig og kannski stela frá mér hug- myndunum.” Það voru brjósklos og orku- kreppa sem fengu Birgi Dýr- fjörð til að byrja að hugsa um þessa hluti og sýna framá það einu sinni enn, að „meira vinnur vit en strit”. „Maður situr og gónir úti loftið, og þessi vinna hefur fyrst og fremst farið fram i kollinum á mér. Þó maður liti út eins og imbi, þegar fólk gengur framhjá, skiptir það mig litlu máli. Þetta er fyrst og fremst spurning um að ein- beita huganum, en það er eng- in kúnst að smiða þetta’ ’, segir Birgir. Eins og nafnið bendir til er hann ætt- aöur frá Dýrafiröi. Faöir hans fæddist á tsafiröi, en afi hans, Kristján Oddsson, bjó aö Dýrhólum á Þingeyri viö Dýra- fjörö. Nafniö Dýrfjörö festist viö hann, og enda þótt þaö væri aldrei lögfest sem ættamafn hélst þaö viö i ættinni, börn hans og barnaböm hafa boriö þaö sföan, „Sjálfur fæddist ég á Siglufiröi 1935, og kannski er þaö tilviljun, aö fyrsta æsku- minning minfrá þeim sfldarbæ er frá þvi þegar eldri bróöir minn færöi móður minnikaffiflöskuisokk á sildarplaniö þar sem hún var aö salta, en ég var geymdur i tómri sildartunnu. Diogenes bjó lika i tunnu i sinni tið, en hann prédikaði ein- faldleika og að láta hverjum degi nægja sina þjáningu, sem hefur einkennt mig alla tið”, segir Birgir. Brotlending Hvort einhverjum á Siglufirði hefur dottið i hug, aö strákur legöist á bakiö og færi aö hugsa um uppfinningar seinna á lifsleiðinni skal ósagt látið. Hitt er vist, aö árin eftir aö hann óx uppúr sildartunnunni voru athafnasöm. „Ég byrjaöi strax sem strákur aö búa til allan andskotann. Einu sinni smiöuö- um við flugvél meö vængjum úr blikki og skiöi undir. Viö höfðum séö svona flug- vélar, Katalinurnar og Grumman flug- bátarnir voru þá tiöir gestir á Siglufiröi. Þessu drösluöum viö upp I fjall og meö mig innanborös þeyttist „flugvélin” út i buskann. Þetta varö 30—45 metra flug, sem endaöi meö brotlendingu. Alla tið siöan hef ég verið hræddur viö aö fijúga. Viö smiöuöum lika litla sildarverk- smiöju, ég og ólafurNilsson,sem seinna var skattrannsóknarstjóri. Okkur tókst að framleiöa lýsi og fi'nasta mjöl, sem viö létum efnagreina, og það reyndist stand- ast allar kröfur. Viö ætluðum aö verða rikir á þessu en ekkert haföist uppúr þvi nema eyðilegging á fötum, skammir og skilningsleysi. Ég geröi lika allskonar efnafræöitil- raunir og framleiddi einu sinni vetni úr saltsýru og sinki. En það voru ekki til neinar blöörur tilaö fylla af vetninu, svo viö uröum aö notast viö þessar gúmmi- blöörur sem fengust i' apótekinu og eru ætlaöar til allt annarra hluta ogþykir ekki viðurkvæmilegt aö flagga á almannafæri. En nauösyn brýtur lög. Með þessum blöörum komum viö af staö heilmiklu uppistandi i leikfimi hjá stelpunum!” Lokuð bók A Siglufiröi var Birgir þar til hann haföi lokiö fyrsta bekk iönskólans þar. Ekki var frammistaöa hans i reikningi beint til þess aö gefa góöar vonir um framtiöar upp finn ingam ennsku. Reikningur var honum einfaldlega lokuö bók, og fyrir prófin læröi hann reikingsbókina utanaö — og fékk sex. Þaö ár fluttist Birgir með móöur sinni til Seyðisfjaröar þar sem hann vann sér inn vasapeninga meðþvi aö skjóta rjúpur og svartfugl en sat á kvöldnámskeiöum i Iönskólanum. „Ég kom aö máli viö Erlend Sigmunds- son skólastjóra Iönskólans, prest og seinna biskupsritara, og baöhannað fá að sleppa alveg viö reikninginn. Hann fór fram á aö ég sæti i timum og sæi til. Þaö geröi ég siöan fram aö jólum og leiö þolanlega, vegna þess aö ég vissi aö ég yröi ekki tekinn upp. Rétt fyrir jól opnaö- ist siöan reikningurinn fyrir mér á einni helgi, þaö var eins og dregin væri frá dula. Ég fór þá aö reikna og reikna til aö vinna það upp sem ég haföi misst af i reikningnum, og þegar dæmin þraut fór ég aö reikna hve mörg bilhlöss af sandi Jökulsá á Fjöllum ber til sjávar á ári, og hvað framburöurinn gæti myndaö stóra eyju. Þegar þaö var búið tók ég til við aö reikna hve mörg bilhlöss væru á Möðrudalsöræíum en gafst upp þegar ég var kominn i svo mörg núll, aö ég vissi ekki lengur hvaö tölurnar hétu”. Birgir lét ekki viö þaö sitja á Seyöisfirði aö reikna út framburöinn i Jökuisá. Hann glimdi meöal annars viö að smiöa hljóö- deyfi á haglabyssu. Einhverjir vankantar hafa þó veriðá þeirri uppfinningu, þvi við tilraun meö smiðisgripinn flaug hann eina 30 metra, en Birgir sat eftir allur blár og marinn og hefur siöan ekki átt viö hljóö- deyfa á byssur. Lagarfljótsormurinn „Það var þarna á Austfjarðaárunum minum aö ég fékk áhuga á skógrækt, og skógræktin á Hallormsstað bauð ungu fólki á námskeiö. Þetta var 1953 eða ’54, og ég komst fljótlega aö þvi, aö viö vorum irauninni bara ódýrt vinnuafl, kaupið var sjö krónur á dag, aö mig minnir. En ég varð svo frægur þetta sumar að sjá lagarfljótsorminn. Ég sat eitthvert kvöld- iö á kletti norðan viö Atlavikina og sá þá skyndilega nokkra hlykki koma uppúr vatnsskorpunni. Þetta sást nokkra stund þar til fremsti hlykkurinn hvarf og siðan hlykkirnirhver á eftir öðrum. Ég sá þetta nógu lengi til aö vera viss um aö þaö var engin straumröst eöa birkilim á reki, og þaö eru bara hugleysingjar á Héraöi sem halda þvi fram til aö telja I sig kjark aö lagarfljótsormurinn sé ekki til”. Þaö var lika á Austfjarðaárunum sem Birgirfékk vinnuhjá Kananum á Stokks- nesi og gaf sig út fyrir að vera múrari án þess að kunna nokkuð i þeirri iðngrein. „Ég haföi vit á þvi aö fá lánuö gömul verkfæri hjá vinum og kunningjum og þetta gekk vel. Viö unnum langan vinnu- dag, kaupiö var gott, og þetta var i eina skiptiö á ævinni sem ég hef átt peninga. En ég varö um leiö svo óskaplega nískur, að ef ég glaptist á aö fara i bió á Höfn eða á leiksýningu leiö mér alveg ógurlega illa. Ég lagöi peningana fyrir og leiö þvi betur sem bankabókin var þykkari. Siöan eyddi ég þessu öllu I heimilistæki, sem voru mjög dýr i þá daga, auk þess sem þau voru skömmtuð. Ég keypti ryksugu, þvottavél, hrærivél, brauðrist og vöfflu- járn og sendi móður minni á Seyðisfirði. Eftir þessi kaup var ég lika oröinn blankur aftur og hef ekki þurft aö hafá áhyggjur af þvi aö eiga of mikið af pen- ingum siðan!” Af Austurlandinu lá Ieiöin á Selfoss þar sem Birgir fékk samning á kaupfélags- verkstæöinu meðbóklegt sveinspróf i vél- virkjun upp á vasann. Sú sæla stóö þó ekki lengi, þvl fljótlega varö ljóst, að Kaup- félagiö ætlaöi sér ekki aö standa viö um- samdar launagreiöslur, greiddi lær- lingunum aöeins lærlingslaun fyrir yfir- vinnu I staö verkamannalauna. V erkalýðsba rá ttan „Ég kvartaöi yfir þessu en fékk þau svör, aö ég skyldi koma mér vel viö verk- stæöisformanninn, þá hækkaöi kaupiö mitt fljólega. Þaö kom i ljós, aö margir strákanna á verkstæðinu liföu eftir þessu og voru á mjög mismunandi launum. Það var þvi engin leiö aö ná samkomulagi um aö fá þetta leiðrétt og aö endingu hlammaöi ég mér i drullugallanum niöur i finasta stól- inn hjá kaupfélagsstjóranum, kominn beint úr bilaviögeröum — og sagöi upp. Eftir þetta fór ég til Reykjavikur og leitaöi á náöir kunningja mins frá Siglu- firöi. Fljótlega rættist úr fyrir mérj'því faöir minn útvegaöi mér samning i raf- virkjun i Hafnarfiröi, þótt ég heföi aldrei hugsaö mér aö fara i þaö fag. Ég fór aö skipta mér af pólitik og félagsmálum, þvi eftir atburöina á Selfossi fór ég aö hugsa mikib um þau mál og geröist fljótlega kratí.” „Alltaf latur” Þótt Birgir Dýrfjörð væri orðinn fjöl- skyldumaður þegar hér er komiö sögu og hættur aö nota hugvitssemi sina til strákapara hélt hann áfram aö láta sér detta ýmislegt óvenjulegt i hug. „Staöreyndin er aö ég hef alla tiö verið ákaflega latur maður og litiö fyrir lfkam- legterfiöi.ogþað ermeðmig eins og slika menn, sem auk þess eru sæmilega frjóir, aöég hef alltaf reynt aö létta mérstörfin. Meðanég varaðlæraiHafnarfirði vann ég á sumrum hjá Vitamáhim á sanddælu- pramma, þaö var erfitt að vita hversu mikill sandur var I rörinu vegna þess að ekkisásti' endann á þvi úr prammanum. Ég setti þvi á endann á rörinu útbúnað sem hiföi upp og niður rauðmálaða dollu, sem sýndi hvernig hækkaöi og lækkaöi I því, og auk þess setti ég kvarða á rörið, sem saug af botninum, og annan kvarða á Þetta hefur alltaf smiist um þaö hjá mér aðlétta mér verkin. Sumarið ’79þegar ég hafði fengið brjósklos i bakið og varð að liggja I rúminu i eina þrjá mánuði, fór ég bæði aö velta fyrir mér orkukreppunni og reyna aö finna mér eitthvaö aö gera sem ég gæti setiö við. Þá fór ég út i að hanna rafkatlo sem ég setti siöan saman f litlu verkstæöisplássi sem ég tók á leigu, og það gekk bara vel, þeir seljast vel þótt sveiflurnar séu miklar. Þetta er þvi ekki nægjanlegt þótt bæöi eiginkonan og sonur minn vinni meö mér i þessu og ýmsir hafi sýnt mér velvilja i' sambandi við fjár- mögnunina. Út á snúrur Svo var þaö i' fyrrasumar að ég fór aö nota mikið af friti'ma minum i aö velta fyrir mér hvað öll viöhorf til bæöi hugtaka og tækja eru bundin vana og skilyrtum til- Birgir Dýrfjörð lá og hugsaði í þrjár vikur,- árangurinn: Eimari sem þurrkar þvott Fleiri hugmyndir fullbúnar í kolllnum, en ekki gefnar upp Birgir Dýrfjörö og tauþurrkarinn hans, sem hann kailar Gabi blæþurrkarann og segir aö iáti rafvirkjana i friöi. bryggjuna, sem sýndi stööu sjávarfalla, þá gat maöur lesiö dýpiö viö bryggjuna, án þess aö fara út á bátí og lóða, eins og haföi verið gert fram aö þvi og mér þótti leiðinlegt. Seinna vann ég hjá verktaka sem sá um raflagnir I 300 hús i Breiðholti, og þar gerðum viömikla byltingu. Viö forunnum allar raflagnir og unnum viö þaö í skúr áöur en þær voru settar upp. Meö þessu móti gátum viö alltaf veriö talsvert undir öörum i tilboöum. gangi. Ég var þá ákveöinn i að smiöa tau- þurrkara sem notaöi hitavéituorku og komst fljótlega aö raun um, aö ég yröi aö losa mig út úr þessari vanahugsun og ákvaö aö gleyma þvi aö ég heföi nokkurn tima séö þurrkara. Ég byrjabiá þvl aö fara út aö snúrunum heima hjá mír og velta þvi fyrir mér hvaö geröist i raun og veru. Þaö var einfalt. Vindurinnsem leikur um þvottinn tekur i sig rakann úr þvott únum, ber .hann til eftir Þorgrim Gestsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.