Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 9
helgarpásturinn Föstudagur 30. apríl 1982 Siðast boðaði ég þá áætlun mina að segja frá norkkrum ráðstefnum við Háskóla Islands. Það er ekki i mi'num verkahring að gefa fullkomna skýrslu og verður einungis stuðst við ýmis- legt, sem rekið hefur á fjörur minar.Tilviljunræður, en jafnvel hún nægir til að gefa til kynna fjölbreytni viðfangsefnanna. Hver og einn fræðimaður sinnir veikefni sinu með misjafnum skera timannn við nögl, hver og einn fær 15 mindtur til að flytja erindi sitt og svara nokkrum spurningum á eftir, ef timi gefst til. Þannig geta fræðimenn frætt starfssystkini sin i stórum dráttum um rannsóknir og árangur erfiðisins, en frekari forvitni má svala yfir kaffisop- anum milli funda. A fjölmennum þingum, þar sem fundarmenn hefur drifið viða að, er erinda- Rannsóknir og ráðstefnur árangri, lengur eða skemur. Stundum gengur áleiðis, stundum er staðið i stað. Það er unnið án eða i samvinnu við aðra, en hvað sem þvi liður, þykir timabært að leysa frá skjóöunni ööru hverju, segja fleirum frá starfinu og niðurstöðum. Það er gert á ráðstefnum eða málstofum. Nú verður sagt frá ráðstefnu, sem nýlega var haldin i háskólanum. Ráðstefna í læknadeild Ar hvert er haldin ráðstefna um rannsóknir i læknadeild Háskóla tslands. Var ein slik haldin i mars siðastliðnum og verður hér i stuttu máli greint frá nokkrum erindanna. Þvi miður gefst ekki ráðrúm til að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði, enda 23 tals- ins. í undirbúningsnefnd voru Jón Jóhannes Jónsson og Hrafn Tulinius úr læknahópi og Hörður Filippusson lifefnafræðingur en erindin voru allfjölbreytileg. Eins og tíðkast gjarnan á slikum visindaþingum þurfti að flutningurinn talinn mikiisverð yfirborðskynning á rann- sóknunum. Hins vegar fullnægir hann sjaldan þeim, sem sinna sömu sérverkefnum og flutnings- maður erindisins. Er þá að sjálf- sögðu treyst á samvistir milli formlegra funda: kaffihlé og skeggræður á kvöldin, ef þingið stendur nokkra daga. Lækna- deildarþingið stóð einn dag og var þvi skipt i fjóra fundi. Úrdrættir erindanna voru gefnir út i 28 blað- siðna fjölrituðu hefti og skulum við glugga i það ofurlitið okkur til fróðleiks. Árin færast yfir: sjón- depra Guðmundur Björnsson við augndeild Landakotsspitala kynnti könnun á tiðni ellidrers hér á' landi. Ellidrer er augnsjúk dómur, sem kallast á latinumáli' cataracta senilis. Hann hefur eftirfarandi einkenni: Sjón er 2/3 eða minni á öðru eöa báðum augum, jafnvel með besta sjón- ÚR HEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson gleri. Ellidrer stafar af skýmynd- unum i augasteini eða brottnámi augasteins við aðgerð. t erind- inu var greint frá tiðni veikinnar á landi hér meðal fólks yfir fimmtugt, og ennfremur hversu algengar læknisaðgerðir, drera- aðgerðir, eru með tilliti til aldurs ogbúsetu sjúklinganna. Könnun i Borgarneslæknisumdæmi leidtíi iljós.aöhér um bil 10% af fólki yfir fimmtugt þjáðist af ellidreri. Það náðist i 70% fólks á þessum aldri i umdæminu. Tiðni sjúk- dómsins eykst með árunum og hann er algengari meðal kvenna en karla. Það er ályktað af þessum niðurstöðum i Borgar- nesi, að um 4000 manns hérlendis ættu að vera komin með það mikla drerarmyndun i augastein, að farið er að draga úr sjón- skerpu. Þá var sagt frá þvi i þessu er- indi, aö um 140 ellidreraaðgeröir (á fyrra auga) væru geröar ár- lega hér á landi. Meðal legutimi drersjúklinga á augndeild Landa- kostsspitala er tólf og hálfur dagur. Krabbamein i maga Hjalti Þórarinsson prófessor og Ingvar E. Kjartansson, sérfræð- ingur við handlækningadeild Landspítala, töluðu um krabba- mein i maga og lögðu fram at- hugun á árangri skurðaðgerða á Landspitala 1970-1979. Þeir fluttu þau gleðitiðindi, að tiðni maga- krabbameins á Islandi hefur lækkaö verulega á siðustu tveimur áratugum, en áður fyrr vartiðni sjúkdómsins hér með þvi hæsta, sem þekktist i heiminum. Læknarnir lýstu greiningarað- ferðum og báru saman röngten- myndatöku og magaspeghin. A áttunda áratugnum vistuðust 183 sjúklingar meö krabbamein i maga á Landspitala ,116karlar og 67 konur. Skuiðaðgerð var framkvæmd á 85% þeirra og gagngeraaðgerö var unnt að gera á 50% sjUklinganna. Lýst var fylgikvillum og skurðdauða við hinar einstöku tegundir skurðað- gerða. Þá var greint frá fjölda •hinna lánsömu, sem tekist hafði að bjarga frá bráðum bana meö skuröaðgerð. Reyndust 11% sjúklinga hafa lifað 5 ár eða lengur frá aðgerö. Ef miðaö er við þá 92 sjúklinga, sem kleift var að gera gagngera aðgerð á, þá hafa 22% lifað lengur en 5 ár. Þessi hópur manna er fjórðungur þeirra, sem á annaö borð lifir af slika aðgerð. Þessu fólki hefur áskotnast a.m.k. 5 ára lif i viðbót fyrir til- stilli læknisfræöinnar og hjálp leikinna lækna — og lifir þaö væntanlega lifinu með öðru hugarfari en margur nöldursegg- urinn, sem aldrei hefur komist i lifshættu. A ráðstefnunni voru ennfremur flutt erindi um tíðni annarra sjúk- dóma, slysatiöni meðal barna og unglinga, tiöni geðsjúkdóma hjá gömlu fólki. Siöast skal telja fyrirlestur um ofneyslu áfengis og sérilagi breytingar á drykkju- venjum óhófsmanna á 5 ára tima- bili. Framhald biður næsta visinda- pósts aö tveimur vikum liönum. Sjúklingur eða spftali. VETTVANGUR Ég treysti Halldóri vini minum Runólfssyni á HP manna best til að fræða mig um það sem er að gerast i myndlistum á Islandi i fjarveru minni. Fáir gera það af meiri skilningi og þekkingu. 1 HP þann 16. april s.l. er samt i Hall- dóri hundur sem ég kánnast ekki við og verð að gera athugasemdir við. Hundur þessi bitnar á ungum myndlistarmanni, Vigni Jó- hannssyni, sem fyrir stuttu sýndi i Listmunahúsinu og er mér sjálf- um málið ekki óskylt þar sem ég fylgdist með tilurð þeirrar sýn- ingar og fylgdi henni úr hlaði með stuttri hugleiðingu i sýningar- skrá. t grein sinni um sýninguna segir Halldór fullum fetum að Vignir sé að slá sig til riddara með þvi að stela myndefni eftir júgóslavneskan myndlistarmann, Velocevic, þ.e.a.s. Velickovic. Svo sláandi likar eru myndir ti fct*ví>»oí‘ Mu,bnd*«. *ln»r * eruon un*» » ,6 þrnn»i' Grein Halldórs Björns Runólfssonar um sýningu Vignis Jóhannssonar, sem Aöalsteinn Ingólfsson gerir hér athugasemdir við. Halldór mun svara Aðalsteini I næsta blaöi og verða þá við áskorun Aðaisteins um að styðja mál sitt með myndum til samanburðar. hugm héláiW pr.ur „aiBj 33 u>iu- f1** v rn rvmi* ,u unnrn * arvr,k C.U r vi*mr SUuto um 1 ,t* . krtl*6**t or »*74 -7* °« b*> ***» Sr,!ibd«tó , S16»» t* h*nn krruto' ^kpmn*. I*1 ul tr»mh»ló* vr-m h»n*> »"ma»° s»t»nó *•* **&++*****" v»rt •*> *•» ttt***# ,,,, tiA,f t'T.nr'* Uí>iU" .s<pt| f> mrt rm»r>ltf'»' *** AhoH.odun t*« , »« cl hottoynótn »* h«ó** \ U*t*«**ftftlftn ! um ðhe‘tN',1.t, r5»þ»h œ-SrSæi SfiJSgjjrw-* “.-aassx- Af hundum sem hugmyndum þessara tveggja, segir Halldór, að sjálfur hefði hann talið myndirnar i Listmunahúsinu eftir Velickovic, hefði ekki undirskrift Vignis tekið af öll tvimæli um höfundinn. Þetta er þungur baggi fyrir ungan listamann i upphafi ferils sins að bera, — og algjör- lega óverðskuldaður. Vissulega er „ættarmót” (svo brúkaö sé hugtak Wittgensteins) með myndum júgóslavans og Vignis, en að þær séu allt að þvi eins er missýn, sem ég held að hljóti að grundvallast á ónógum upplýsingum Halldórs um þá báöa, Vigni og „hundavininn” Velickovic. Sömu ættar eru nefni- lega myndir eftir þá Kitaj, Bacon, spænska tvieykið Equipo Cro- nica, Leon Golub, þýsku raun- sæismálarana Johannes Grutzke og Wolfgang Petrick, Matta o.fl. Þeir eru sem sagt orðnir nokkuö margir myndlistarmennirnir sem notaö hafa imynd næstþarfasta þjónsins, hundsins, sem boðbera eða tákngervinga skoðana og til- finninga. Viö beinan samanburð á þess- um hundamyndum Vignis og myndum júgóslavans af sömu skepnum (sem reyndar er útúr- dúrilisthans) koma i ljós allt aör ar áherslur, annar þankagangur, önnur vinnubrögð. 1 hundamynd- um Velickovic sjáum við ætið prófil af hundi á harðahlaupum. Hann er staðsettur i óræðu, óaf- mörkuðu rými, sem er uppfyllt af ýmiss konar merkingum, táknum og tölum sem gefa til kynna mælingar, skrásetningu af ýmsu tagi. Hundar Velickovic eru nán- ast maskinur af holdi og blóði, iðulega sést inn i vööva og bein á þeim, og ég sé ekki betur en aö listamaðurinn vilji itreka grimmd skepnunnar, þar með grimmd samfélagsins, hvaö veit ég. Myndir Vignis eru stórum raunsærri, þær gerast i „alvöru” rými og hundar hans eru skepnur sem við höfum flest rekist á. Nær allir eru þeir i kyrrstöðu, fastir við einhver apparöt, innilokaðir eða flæktir i hindranir sem lista- maðurinn hefur lagt fyrir þá. Hundar Velickovic eru árásar- maskinur, hundar Vignis fórnar- lömb. Aukinheldur eru þessar myndir enginn útúrdúr i list Vignis heldur rökrétt framhald af „pælingum” sem hófust sennilega 1977-78, — i grafik, teikningum, málverkum, þar sem fólk og torkennilegar verur virðast eiga i stöðugum úti- stöðum við alls kyns hindranir, — sem eru e.t.v. inni i þeim sjálfum. En skriflegur samanburöur dugir skammt. Ungur listamaður situr með þjófalykilinn brenndan á ennið og þvi skora ég á HP og Halldór að bregðast mér ekki á ný. — og birta hundamyndir beggja listamannanna svo les- endur geti sjálfir gert upp hug sinn. Vinsamlegast, Aðalsteinn Ingólfsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.