Helgarpósturinn - 30.04.1982, Side 13

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Side 13
helgarpásturinn Föstuda9ur 30- aPrí| 1982 — Þiö ætlið aö gera svipaöa könnun i dönskum frystihúsum, eru staöhættir ekki ólikir hér og þar? — Nei, að þvi er við vitum eru aðstæður mjög svipaðar. Hins vegar er danskur fiskiönaður ekki eins stór i sniðum og sá islenski. 1 Danmörku vinna tæplega 5 þús- und manns i þessari starfsgrein en hér eru 9 þúsund manns. — Af hverju ætlið þið lika að taka starfsfólk i fata- og mat- vælaiðnaði með? — Þar er allur gangur á þvi hvort greitt er eftir bónus eða timavinnu. Sums staðar hefur bónusinn verið felldur niður. Auk þess er meirihluti starfsfólks i þessum greinum konur. Þannig fáum við góðan samanburð við frystihúsin. — Og hvenær má vænta niður- staðna? — Við erum að undirbúa for- könnun núna, þe. prófa spurn- ingalistann, en sjálf aðalkönnunin fer fram i september. Fyrstu nið- urstöður ættu að liggja fyrir i byrjun næsta árs, en þá er eftir að vinna ýtarlegar úr svörunum. — Þiö Jónas og Gylfi voruö við- riðnir vinnuverndarkönnun sem gerð var meðal járniðnaöar- og byggingamanna á siðasta ári. Hvað þótti ykkur athyglisveröast við niðurstöður hennar? — Það var einkum tvennt. I fyrsta lagi hversu slæmt ástand rikir I vinnuverndarmálum, þe. hve tiðir atvinnusjúkdómar og vinnuslys reyndust vera og að- búnaður lélegur. Og i öðru lagi hve náin tengsl eru á milli vinnu- aðstæðna og sjúkdóma, slysa og streitu. Það má nefna nokkrar tölur: rúmlega 5. hver iönaðar- maöur hafðiorðið fyrir vinnuslysi siðustu 12 mánuöi fyrir könnun- ina, helmingur þeirra fann fyrir streitu og bakverkjum og 73% kvörtuðu undan hávaða á vinnu- stað. Það kom mjög skýrt i ljós hverju þarf að breyta til að draga úr vinnuslysum og atvinnusjúk- dómum. Það þarf að bæta aðbún- að á vinnustöðum og stytta vinnu- timann. —-ÞH. Ahuginn fer i bylgjum Lúðrasveit Reykjavíkur í f jársvelti á 60 ára afmælinu Lúðraþeytarafélag Reykjavikur á skemmtiferö iHvalfirði fyrir eða um aldamót; vörpulegi maðurinn fyrir miðju með skeggið er Helgi Helgason tónskáid, en sá lengst til vinstri mun vera Gisli Guðmundsson bókbindari, fyrsti formaður Lúðrasveitar Reykjavikur. Stofnendur Lúðrasveitar Reykjavikur árið 1922. Sennilega eru þeir borgarbúar fáir sem ekki hafa hlýtt á Lúðrasveit Reykjavlkur. Sveitin á 60 ára afmæli þann 7. júli n.k. og ætlar að minnast þess með þvi m.a. að bjóða hingaö þekktum þýskum hljómsveitarstjóra og tónskáldi. Ernest Majo heitir hann og er þekktur I sinu heimalandi og við- ar fyrir kennslu og stjórnun hljómsveita auk þesssem hann er afkastamikill semjandi og útsetj- ari tónverka fyrir lúðrasveitir. Hefur hann starfað viða utan heimalandsins, m.a. var hann i Japan um nokkurra ára skeið þar sem hann kenndi og stjórnaði lúðrasveit japanska sjóhersins. Hér á landi mun hann stjóma af- mælistónleikum Lúðrasveitar Reykjavfkur i júnilok. Halldór Einarsson formaður LúðrasveitarReykjavikur sagði I samtali viö HP aösveitin gæti lit- ið starfað sakir fjárskorts. — Fyrr á árum nutum við góðra styrkja en nú eru nokkur ár siðan rikisstyrkurinn var tekinn af okk- ur og frá borginni fáumivið 12 þúsund krónur á þessu ári, það sama og i fyrra. Hins vegar þurf- um við að borga liðlega 7 þúsund krónur I fasteignagjöld af Hljóm- skálanum. Fyrir þessar 12 þúsund krónur skuldbindum við okkur aö leika tvisvar á 17. júni og þegar kveikt er á jólatrénu á Austurvelli, sagði Halldór. — Annaö sem háir starfseminni er skortur á góöum útipalli þar sem væri gott skjól fyrir vindi. Fyrir kemur að sveitin taki lagið i góðu veðri uppi á þaki Hljóm- skálans og fyrstu áramótin eftir byggingu skálans lék sveitin þar, á gamlárskvöld 1922. — Er alltaf áhugi meðal ungs fólks á lúðrablæstri? — Hann gengur i bylgjum.t.d. datt hann mikiö niöur þegar raf- magnsmúsikin hélt innreið sina. En hann hefur aukist aftur á sfð- ustuárum. Sveitin hefur alltaf lagt áherslu á að þjálfa unga blásara og flestir blásarar Sinfóníunnar hafa leikið meðokk- ur og gera sumir enn. Halldór sagði að fyrsta lúðra- sveitin I Reykjavík hefði verið stofnuð árið 1876 að tilstuðlan Helga Helgasonar tónskálds og hét hún Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur. Lúörasveit Reykja- vikur varð hins vegar til við sam- einingu tveggja hornaflokka, Gigjunnar og Hörpunnar, og var fyrsti formaöur hennar Gisli Guð- mundsson bókbindari. Sveitin hefur í timans rás haft ýmsa stjórnendur en undanfarin ár hef- ur fjárhagurinn ekki leyft sveit- inni að fastráða stjórnanda. Allt starf félaga Lúðrasveitar Reykjavikur er unnið i sjálfboða- vinnu. —ÞH 13 MA' eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Bananablossi Úr „Fruits & Vegetables" eftir Ericu Jong: ,/Ljóðið um banana hefur enn ekki verið ort. útlit þeirra skiptir Suðurrikjamenn máli — hýðið. Og næst- um allir láta sig stærð þeirra skipta. Eins og stærð komi bragðinu við. Oft eru stuttir bananar ósköp sætir og margt er líkt með banana og skáldi: báðir vilja heyra iive mikir þeir séu. Þeir grænu þykjast þroskað- astir allra. Ef marka má Freud eru bananar öfunds- verðir í augum stúlknanna..." s P.S. Hvernig heföi Freud gamli annars túlkað oröið bananablossi eftir sinum kokkabókum...? t siðustu Matkráku þótti við hæfi aö fagna sumarkomunni með sólskinsbjörtum bananais. En banana má ekki aðeins nota i isa, kökur og sæta eftirrétti, eins og við þekkjum helst til þeirra. Bananar eru nefnilega margfaldir i hýðinu og geta gegnt fjölþættu hlutverki við matargerð. T.d. fara þeir vel i hrásalöt og kryddaða pottrétti, ekki sist karrýrétti, þeir hæfa súru og söltu engu siður en sætu, og siðast en ekki sist geta ban- anar blossað, ef rétt er að þeim farið... Bananar eru handhægir og hollir. Nú orðið fást þeir hér- lendis allan ársins hring, eru fremur ódýrir og innihalda ýmis sölt og vitamin. Þess ber aðeins að gæta að neyta þeirra vel þroskaðra, annars er hætta á meltingartruflunum, þvi óþroskaöir bananar innihalda tormelta sterkju sem breytist siðan i kolvetni við aukinn þroska. Þvi er haldið fram að bönun- unum sé best að taka út siðustu daga þroskans við stofuhita, enda synd að fela jafn fallega ávexti inni i isskáp, eins stáss- legir og þeir eru. Bananar eru ræktaðir i ýms- um hitabeltislöndum, m.a. Mið- og Suður-Ameriku, á sömu slóö- um og ræktaður er mikill sykur- reyr og þar af leiöandi framleitt romm. Þvi er sist að undra aö romm skuli vera bönunum svo fylgispakt við matargerð. Bönunum — banönum? Orðiö banani er latneskt að stofni, þekkt i vel flestum granntungum okkar. Einhvern timann var stungið upp á is- lensku nafngiftinni bjúgaldin til að tákna ávöxt þennan, en henni hefur bersýnilega ekki tekist að hasla sér völl, sbr. söguna af manninum sem gekk isbúð úr isbúð og bað árangurslaust um bjúgaldinklofning (ban- ana-split)... Sumir af málvöndunarmönn- um þeim sem haft hafa umsjón með þættinum Daglegt mál i út- varpinu hafa viljað vera að skipta sér af á hvern hátt u-hljóðvarp kæmi fram i útlend- um tökuorðum eins og banani. Banönum var taliö ótækt og þá væntanlega Japönum lika, en bönunum hið eina rétta, og þá væntanlega Jöpunum. Ég efast um að þessir menn hafi umboð frá Guði til að gefa fyrirmæli af þessu tagi, og hlýt að álykta sem svo að það fari eftir máltil- finningu hvers og eins hvort hvort honum hugnast betur að kýla vömbina á banönum eöa bönunum.... En hvaö um þaö — hér á eftir fara nokkrar uppskriftir sem sýna margvislegt notagildi ban- anans og ég leyfi bananapistli Ericu Jong að fljóta með, skáld- um og öðrum til ihugunar... Fljótlegur hádegisverður Fátt er fljótlegra og vinsælla en að steikja handa krökkunum banana, pylsur og egg — i há- degishléinu sem oft er naumt. — Bæöi lystugt og lokkandi. Karabiskt hrásalat Þessi uppskrift nægir fyrir sex i forrétt, en þrjá til fjóra ef salat- ið er hugsað sem aðaluppistaö- an i léttri máltið. 3 bananar 1/2 gúrka 3 tómatar 2 selleristönglar 1 salathöfuð 100 g rækjur 3 msk sitrónusafi 2 1/2 dl majones 2 msk tómatsósa 1 msk romm paprika, Cayennapipar, salt. 1) Sneiðiögúrku, tómata, selleri og banana. Dreypið helmingi sitrónusafans yfir banana- sneiðarnar (bæöi til bragð- bætis og til að þær haldi ferskum litarhætti). Blandið saman i skál ásamt slatblöð- um og rækjum. 2) Hrærið tómatsósu, rommi og þvi sem eftir er sitrónusafans saman við majonesið, krydd- ið með papriku, cayennapip- ar og salti eftir smekk. — Berið sósuna fram i sérstakri skál. Karrýpottréttur Þessi réttur er einfaldur, fljót- legur og firna góöur Uppskriftin er fyrir sex. 1 kg kjöt (lamba-, nauta-, svina-, eða folaldakjöt eftir smekk og efnahag) 4 púrrur 4 miðlungsstórar gulrætur 4 dl vatn 2 dl rjómi 3 stórir bananar Karrý, salt og pipar. 1) Skeriö kjötið i bita, saltið og piprið, og snöggsteikið það i stórum potti. 2. Sneiðið niöur ijósa hlutann af púrrunum (grænu blöðin má nota i súpu) og gulræturnar, setjið i pottinn, bætið viö vatni og karrýi. (Þaö er erfitt að tiltaka ákveöinn karrý- skammt, þvi þaö karrýduft sem hér er á boðstólum er svo missterkt. Auk þess hlýt- ur þetta aö varöa bragðlauka hvers og eins.) Leyfið þessu að malla i u.þ.b. hálftima. A meðan sjóöið þið hrisgrjón til meðlætis. 3) Undir lok suðunnar hellið þið rjómanum út i kjötréttinn, skerið bananana eftir endi- löngu og siöan þversum i þrennt, setjið þá út i og látið malla i 3-5 min. Hrærið var- lega i til að merja ekki ban- anana. Tutti frutti ávaxtasalat Þetta krúttlega nafn „tutti frutti” er italska og merkir „allir ávextir”. Það er notað sem heiti á salötum eöa is sem eru búin til úr mörgum ávaxta- tegundum. Möguleikarnir við að setja saraan hressandi ávaxtasalöt i eftirrétt eru óþrjótandi. T.d má bita eða sneiða niður appelsin- ur, greipaldin og banana, og skreyta salatið með rúsinum. Ekki spillir aö bragöbæta með rommdreitli (2 msk eða svo). Einnig má blanda saman bön- unum, eplum og greipaldini og skreyta með söxuöum valhnet- um. Hver svo sem samsetningin verður, er heillavænlegast sem fyrr segir að skvetta ögn af sitrónusafa á bananasneiðarn- ar, séu þær með i spilinu. Varist að hræra i salatinu, þá eigið þið á hættu að merja ávextina. Bananablossi (bananes flambées) Hér er um að ræða eftirrétt sem margir kannast áreiðan- lega við. — Ég er langt frá þvi að vera ofstækisfull i „mál- hreinsun”, þó mér finnist ástæða til að vanda mál mitt eftir föngum..., einkum i riti. Það pirrar mig þvi að sjá á mat- seðlum islenskra veitingahúsa nafngiftir á borð við gratiner- aöa múslinga (!) og flamberaða banana. Orðið flamberaður er lýsingarháttur þátiöar af frönsku sögninni „flamber”, og óneitanlega er islenska „beygingarendingin” —eraður bæði stirðbusa- og hjárænuleg. En þetta vandamál má leysa á einfaldan hátt. Sögnin „flamber” merkir að brenna eða láta eitthvaö blossa upp. Þvi er tilvalið að skýra þennan skemmtilega og fljótlega eftir- rétt bananablossa. Og hér er lýsing á þvi hvernig má fá ban- ana til að blossa. Skerið bananana I tvennt eftir endilöngu, veltið þeim vel upp úr sykri (helst hrásykri), steikiö þá i smjöri á pönnu við vægan hita þar til þeir eru logagylltir. Hitið rommlögg i litlum skaft- þotti (magnið skiptir ékki öllu máli, t.d. 1 1/2 dl fyrir 4 banana, koniak getur hlaupið i skarðið fyrir rommið, ef þið búið svo vel). Gætið þess að hita þaö ekki um of, þvi vinandi gufar upp við 80 C. Hellið romminu yfir ban- anana.beriðaö logandi eldspýtu — og sjá, bananarnir blossa!

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.