Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 17
17. hppltJFtrpn<=;tl irinn Föstudagur 30. apríl 1982 Grúsk 16 fer að verða gamall, ég ræð ekki við það. Svo sagði hann, og hló við: ég er forfallinn maður á tóbak og blek. Þegar menn fara aö eldast, fara þeir að lita um öxl og rifja upp.” — Voru einhverjir grúskarar i kringum þig, þegar þú varst ungur? „Nei, þeir voru engvir, en þetta er i ætt- inni. Faðir minn var bókhneigður maður og minnugur. Ég var ungur þegar ég fór aö tala við gamalt fólk og punktaði niður það, sem það sagði mér. Ég var ekki tvitugur, þegar ég fór að hlusta á karla og kerlingar og festa á blað.” — Hvað geturðu sagt mér um manngerð grúskarans? „Það er mikiö álitamál. Þeir eru stundum taldir sérkennilegir. Ég hef verið talinn það og er ánægður með það.” — Er ykkur kannski stundum legið á hálsi fyrir þetta? „Nei, það held ég ekki. En það er margt fólk, sem segir: hvað þýðir að vera að þessu, þetta má gleymast. En svo þykir öðrum gaman að þessu, og stundum kemur fólk að spyrja mann um hitt og þetta.” — Hvar ertu að þessu grúski þinu? „Ég hef oft og lengi komið upp á safn. Ég sæki mér föng i kirkjubækur og heimildir, en svo er ég heima, þegar ég þarf eitthvaö að krota.” — Er mikiö um grúskara? „Þaðerliklega dálitið af þeim, en ég veit ekki svo um þá.” — Þiö haldið þá ekki hópinn? „Nei, við höldum ekki hópinn. Mér skilst, að ættfræði sé mikið i uppsigl- ingu hjá yngra fólki. Ég hef séð mikið af skólafólki uppi á safni að stúdera ættfræði. Það er gott að byrja ungur, ef maður hefur áhugann.” — Attu einhver heilræði handa þeim, sem eru að byrja grúsk, geturðu mælt með þessu? „Já, ég get vel mælt með þvi, ef fólk hefur ánægju af þvi. Það er ágætt þegar fólk verður gamalt. Þetta er hugðarefni, sem styttir timann og er betra en að sitja auðum höndum og gera ekki neitt. Ég held, að ef maður reynir að vera sam- viskusamur i þessu, hafi allir eitthvað gott af þvi. Ég er ekki að segja það mér til gildis, en svona fólk hefur stundum bjargað ýmsum fróðleik, sem hefur þótt betra en ekki að eiga til,” sagði Skúli Helgason að lokum. KÚPTU ÞAKGLUGGARNIR frá FAGPLAST gera meira en aó duga Með langri reynslu í framleiðslu þakglugga, hefurokkur tekist að hanna glugga, sem þola mjög vel íslensktveðurfar, gefa margfalda birtu og einangra betur en það er meira en margur getur sagt. Viö bjóðum einnig ráðgjöf, ýmsarsérsmíðarvarðandi gluggana og hagstætt verð. Einnig viljum við benda á ýmsar lausnir sem við getum boðið upp á í sambandi við opnun á gluggum í mikilli hæð svo sem í verksmiðjuhúsnæði og þess háttar, þægindi sem ekki er hægt aðveraán. Leitið nánari upplýsinga. Furuskápur: 1.653.- Hvít kommóða: 880,- Hvíturfataskápur: 880,- Hillusamstæðursem raðaðeruppúreiningumbæði hvítarog úrólitaðri furu áafar hagstæðu verði. HAGKAUP Skeifunni15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.