Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 20
20 Föstudagur 30. apríl 1982 —helgarpósturinn Nýtt íslenskt leikrit á Akureyri: Um unglinga og þeirra líf Or sýningu leikklúbbsins Sögu á önnu LIsu eftir Helga Má Barða- son. Það telst alltaf til tiðinda, þegar frumflutt eru ný islensk leikrit, einkum og sér í lagi, þegar um er að ræða frumraun höfundar. Slikur viðburöur gerðist á Akureyri um síðustu helgi, þegar leikklúbburinn Saga frumsýndi leikritið önnu Lisu eftir Helga Má Barðason, forstööumann félags- miðstöðvarinnar Dynheima. Helgarpústurinn sló á þráðinn til Helga Más og bað hann að segja frá þessu leikriti sinu. ,,Það er um önnu Lisu, sem er fjórtán ára unglingur þegar leik- ritið byrjar. Þvi er skipt i þrjá þætti og i öðrum þætti er hiin 18 ára og 22 ára i þeim þriðja. Það er fylgst með henni, fjölskyldu hennar og vinum, og breytingum á þeirra högum, hvernig þau eldast og þroskast”, sagði Helgi Már. Hann sagði, aö þetta væri á köflum gamanleikrit, en með „Fyrst og fremst formtilraun'' segir Kjartan Ragnarsson um nýjasta verk sitt, Skilnað, sem sýnt verður á Listahátíð í júní „Þetta er fyrst og fremst tölu- verð formtilraun hjá mér. Við breytum leikhúsinu þannig, að leiksviðið verður i miðjum saln- um, og ég skrifa leikrit *nn i þetta form. Eins og nafnið bendir til, fjallar leikritið um skilnað og það fylgir konunni fyrstu vikurnar og mánuðina eftir skilnaðinn”, sagði Kjartan Kagnarsson leikrita- höfundur og leikari um nýjasta verk sitt, Skilnað, sem sýnt verður á tveim forsýningum á Listahátið i júni, en siðan frum- sýnt næsta haust. Ekki vildi Kjartan greina nánar frá efni leiksins, en sagði, að Skilnaður væri mjög ólikur hans fyrri verkum, það væri ekki eins raunsætt. Hann sagðist hafa gert þessa tilraun vegna þess, að sviðiö i Iðnó væri bindandi sem leikhús. Þó þessi litli kassi væri ágætur, væru leikarar samt komnir með innilokunarkennd og sú tilfinning gerði það að verkum, að honum fannst hann verða að brjóta þetta upp. Kjartan er sjálfur leikstjóri verksins, en með aðalhlutverkið fer Guðrún Asmundsdóttir. Aðrir leikarar eru Jón Hjartarson, Guðrún Gisladóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffia Jakobsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson og hannar hann salinn alveg upp á nýtt vegna hins nýja leikrýmis. Tónlist og leikhljóö eru eftir Áskel Másson og gegna þau þýðingar- miklu hlutverki i sýningunni. Verður tónlistin flutt af fjögurra rása tækjum. Sú nýbreytni var einnig höfð við tónlistina, aö Askell samdi hana áður en farið var út I samlestur á leikritinu. Tónlistin var siðan tekin upp i stúdiói og gengið frá henni endan- Aðalsteinn Bergdal og Guðrún Asmundsdóttir kljást i Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson. lega og leikurinn svo lagaöur aö Forsýningarnar tvær á Lista- henni, en ekki öfugt. hátiö verða dagana 19. og 20. júni. alvarlegri atriöum inni á milli og það vaa-i að sjá á áhorfendum, að þetta væri fyrir alla aldurshópa, og náttúrlega ekki sist fyrir unglinga. Helgi Már sagði, að hann hefði byrjaö á samningu leikritsins i haust er leið og verið aö smá skrifa.þaö, en hann heföi ekki lok- ið þvi fyrir en i þann mund, að farið var að æfa. Astæöuna fyrir þvi aö hann samdi leikritið sagði hann vera þá, að hann væri sjálf- ur félagi i leikklúbbnum og hefði lengi langað til að skrifa eitthvað fyrir krakkana i klúbbnum. Það hefði siöan verið ákveðið, að hann reyndi það og þegar I ljós hefði komið, að hann gæti það, hefðu menn sest niður og rabbað um verkið. Ekki sagðist Helgi Már vera með annað verk i takinú, hann ætlaöi aö sjá hvernig þessu verki vegnaði. Hins vegar væri ekki ó- liklegt, að af þvi yröi i framtfð- inni. Leikhópurinn fer í leikferð um þessa helgi til Hvammstanga og Hofsóss, en um næstu helgi verður farið i Hrisey og á Greni- vik. Þaö er ekki útiiokað, að við sunnanmenn fáum að sjá verkið, þvihópnum hefurveriðboðið með það til Danmerkur i haust og þá yrðu kannski ein eða tvær sýningar á þvi i Reykjavik, áður en hópurinn héldi utan. Leikendur i önnu Lísu eru ell- efu og leikstjóri er Þröstur Guð- bjartsson. Náttúran á striga og veggteppum í Norræna húsinu Steinþór Gunnarsson og Sigrún dóttir hans fyrir framan verk sin I Norræna húsinu. Feðginin Steinþór Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen standa um þessar mundir að samsýningu i sýningarsal Norræna hússins. Þetta er önnur samsýningþeirra,ensú fyrri var i FlM-salnum 1980. Sigrún er fædd i Reykjavik þar sem hún stundaöi verknám, en siöan hélthúntil Noregs, þar sem hún læröi myndvefnað á Þela- mörk, Rogalandi og Vestfold. Hún fór einnig margar náms- ferðir til ýmissa Evrópulanda, eins og Póllands, Hollands og Frakklands. Sigrún kennir við Heimilisiðnaðarskólann á Vest- fold, auk þess sem hún hefur eig- in vefstofu i Stavern. Verk Sigrúnar á sýningunni i Norræna húsinu eru 27 að töluog eru það veggteppi. 1 samtali við Helgarpóstinn sagði hún, að þau væru aöallega unnin úr fslensku ullinni og islensku bandi. Einnig notar hún „jute”, sem er jurt, upprunnini Bangladesh, og mikið notuð i gólfdregla, mottur og kaðla. Fyrirmyndirnar aö veggtepp- unum sækir Sigrún í náttúruna og landslagið, þetta eru fantasiur úr náttúrunni, eins oghún orðar það. Steinþór sagði i samtali að hann væri með 67 verk á sýning- unni, þar af 20 ollumálverk og upphleyptar strigamyndir, og 47 monoþrykk.sem eru vatnslita- og akrilmyndir. Viðfangsefni hans á myndunum sagði hann vera náttúruna, bæði náttúru- stemmningar og fantasiur i monoþrykkinu, en málverkin væru hefðbundnar landslags- myndir. Sýning þeirra Steinþórs og Sig- rúnar stendur i Norræna húsinu til 9. maf, en eftir það fer hluti hennar noröur til Siglufjarðar, þar sem sett verður upp sýning i Ráöhúsinu. t haust verða þau svo með samsýningu i Drammen kunstforening rétt hjá Osló. Myndljóðabók Örn Þorsteinsson og Thor Vil- hjálmsson leggja saman í púkk Fyrir hálíum mánuði opnaði örn Þorsteinsson myndlistar- maður sýningu á verfcum sinum i Listasafni Alþýðu viö Grensás- veg. 1 sambandi við þá sýningu er nú komiö út li'tið snorturt kver sem inniheldur myndir Arnar á- samt ljóðum sem Thor Vilhjálms- son hefur gert við þær. Tilurð bókarinnarvar sú að örn sendi Thor nokkrar myndir úr „þúsund mynda safninu” sinu og bað hann aö yrkja við þær. Útkoman varð 30 glæný Ijóð og fyrsta ljóðabók Thors á islensku. Siðan settust þeir saman ásamt Jóni Reykdal, felidu ljóðin að myndunum og þremur dögum seinna var bókin prentuð. Þökk- uðu þeir þennan góða árangur vandlátum fagmönnum sem sýndu verkinu mikinn áhuga. Þetta er i fyrsta sinn sem örn á þátt i bókaútgáfu og sömuieiðis hefur Thor aldrei ort við myndir áður. Ekki sagði Thor að Ijóöin væru rigbundin myndunum en „þaö er ákveðiö samspil milli mynda og ljóða”. Bókin kom út daginn sem sýningin opnaði og er seld i 250 tölusettum eintökum á sýningar- stað, Grensásvegi 16. Sýningin verður opin fram til 9. mal. —ÞH Iiöfundar bókarinnar Mynd Ljóð: Thor Vilhjálmsson og örn Þor steinsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.