Helgarpósturinn - 30.04.1982, Síða 26

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Síða 26
26 FÖstudagur 30. aprfi 1982 be/garpósturinn od er reiður. Hann er enn í f ullu f jöri þótt hann sé orð- inn 56 ára en hann er ekki ánægð- ur með hlutverkin sem honum hafa boðist mörg undanfarin ár. Hann var reyndar kjörinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni 1 Montreal í fyrra fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hinn útvaldi (The Chosen) en það var 49. kvik- myndin sem hann hef ur leikið í. „Nú er illa komiö fyrir kvikmynda- iönaöinum”, segir hann. „Ég kenni eng- um sérstökum um þetta en nú er allt oröiö svo vélrænt. Nú gildir ekki lengur aö vera hugmyndarlkur,vera skáldlegur eöa láta sér þykja vænt um aöra. Nú þykir enginn maöur meö mönnum nema eiga peninga á banka, stóran bfl og stórthús. Frjór hugur og manngæska mega sln einskis lengur.” Rod Steiger getur trútt um talaö. Hann hefur oft sýnt i gegnum tiöina aö hann er gæddur miklum hæfileikum og þvi má furöu gegna hve fá góö hlutverk hann hef- ur fengið. Fyrir tæpum þrjátiu árum lék hann i sjónvarpsmyndinni Marty en hann fékk ekki hlutverkiö i kvikmyndinni sem siöar var gerö og hlaut ótal verðlaun. Þaö hlutverk fékk ErnestBorgnine vegna þess aö hann var reiöubúinn aö skrifa undir langtimasamning viö kvikmyndaveriö en þaö var Steiger ekki. Um þetta leyti var hann settur á svart- an lista um stundarsakir vegna þess aö hann neitaði aö skrifa undir sérstakan eiö sem kvaö á um hlutleysi. Steiger var beö- inn aö tala á fundi i félagi leikara þar sem átti aö fletta ofan af eiönum. Á fundinum sagöi Steiger: „Ég var i hernum i fjögur ár og þegar striöinu lauk var ég 30% öryrki. Ég er enginn kommi. Ég hef enga sérstaka skoöun á stjórnmál- um. Þvi ætti ég aö undirrita eiðinn? ” Þegar hann sá aö ræöa hans haföi engin áhrif á áheyrendur greip hann hljóðnem- ann og hrópaöi: „Hér inni er aðeins einn sem getur kallast maöur og éger farinn.” Rod hefur tæplega fengiö hlutverk viö hæfi síöan hann lék lögreglustjórann i myndinni t hita nætur áriö 1967 en fyrir það hlutverk fékk hann óskarsverölaun- in. En hann getur ekki setiö auöum hönd- um og tekur yfirleitt þeim hlutverkum sem honum bjóöast. Fyrir bragöiö hefur hann leikiö i fjölmörgum gersamlega vonlausum myndum, m.a. Duck You Sucker, Til hamingju meö daginn, Wanda June og Ast og kúlur og Amityville hryll- ingurinn en i þeirri mynd lék hann verst allra sinna mynda. Þegar hann er spuröur aö þessu svarar hann: „Ég er 50, nei 60% dýrlingur og 40% mella. Þaö veröa menn aö vera i þessum bransa. Menn lifa ekki á hugsjóninni einni. Þegar ég lék i Ast og kúlum var ég nýbúinn aö gangast undir meiri háttar hjartaaögerð. Ég varö að sanna aö ég væri enn i fullu fjöri. Ef menn halda i þessum bæ aö þú sért eitthvaö veill til heilsunnar ertu búinn að vera.” Rod Steiger hefur leikiö margvisleg hlutverk á undanförnum þrjátiu árum. Hann hefur leikiö Napóleon, A1 Capone, W.C. Fields, Rúdolf Hess, Mussolini og Jóhannes páfa 23. svo eitthvað sé nefnt. í myndinni Þannig á ekki aö koma fram viö dömu lék hann kvennamorðingja meö margklofinn persónuleika og kom fram sem irskur prestur, kynvilltur hárkollu- meistari, þýskur pipari meö kraftadellu, veislustjóri og fataskiptingur. í Ast og kúlum lék hannmafiuforingja sem stamar. Stamiö var það eina sem var athyglisvert viö myndina. Þetta er greinileg afturför siöan hann lék Marty, siöan hann lék i A eyrinni (1954 )og siöan hann lék Veðlánarann (1967). „En þá voru llka erfiðir timar”, segir hann. „Þaö tók fimm ár aö gera myndina Á eyrinni. Menn sögöu: „Hver heldurðu aö hafi áhuga á aö sjá biómynd um ein- hverja eyrarkarla?” Og hvernig fór?” Þegar minnst er á Eyrina og leikstjór- ann, Elia Kazan, rennur Rod mesta reið- in. „Gadge Kazan heföi getaö orðiö besti leikari sins tima ef hann hefði veriö aö- eins ásjálegri. Hann var ekki síöri en Brando. Hann ætlaöist til aö hvert atriöi stæöi fyrir sínu. Þegar atriöiö var kvikmyndaö þar sem viö Brando sitjum ibilnum og ræðum mál- in hagaöi svo til aö ekki var hægt aö hreyfa myndavélina þar sem viö sátum i hálfum bil uppi á sviöi. Þetta er langt at- riöi sem varö aö taka i einu lagi. Ég held þaöhafi tekist.” Þarna er hæversklega til oröa tekiö. Fá atriöi i bandariskum kvikmyndum eru betri en samleikur þeirra félaga i bilnum. Þegar þetta atriöi er haft i huga ásamt leik hans I Veölánaranum og jafnvel söng hans i Oklahoma! (1955) er reiði hans vel skiljanleg. „Þá byrjuöu allir i leikhúsinu”, segir Rod. Þá uröu menn ekki stjörnur i sjón- varpsmyndaflokkum á þvi einu aö ganga I smiöju til Lee Strasbergs. Nú vill hver guöjón i Hollywood veröa sjónvarpsleikari. í sjónvarpinu er allt á hreinu. Þar verður aö gera grein fyrir hverri sekúndu. Ef menn vilja taka sér málhvild er æpt: „Heyröu, sekúndurnar liöa!” og svo fylgir meö hvaö hver sekúnda kostar. Hvernig er hægt aö leika vel jafnframt þvi sem maöur hugsar hvaö hver sekúnda kostar? Svona er þetta nú. Þetta er mjög erfitt.” Þegar spyrill ætlar aö kveöja veröa fyr- ir honum röntgenmyndir af brjóstholi leikarans. „Sjáöu þetta,” segir Rod. „Sjáöu þessa linu hérna. Veistu hvaö þetta er? ” „Nei.” „Þetta er epoxi. Já, lím.” „Ertu limdur saman?” „Já,” svarar Rod hlæjandi. „Ég er sterkari en þú. Limt bein er sterkara en það var áöur. En mér brá dálitiö þegar ég frétti aö sögin heföi brotnaö I beininu. Þá rifjast upp sögur af náungum sem vita ekki aura sinna tal en eru aö deyja úr krabbameini. Maöur skilur slikar sögur betur eftir að hafa farið i hjartaaögerö. Þess vegna veröum viö aö gera eins vel og viö getum. Viö erum hér aðeins skamma hriö. Enginn er eftirlæti náttúrunnar. Þvi verðum viö að gera eins vel og viö getum sem skemmtikraftar, sem skapandi lista- menn.” Á eyrinni. Brando segir Steiger aö hann heföi getaö orðið hnefaleikameistari. Steiger hlaut einu óskarsverðlaun sín fyrir leik sinn I myndinni ,,t hita næt- ur”. Steiger leikur rabbina I nýjustu mynd sinni, „Hinn Utvaldi”. Rod Steiger síðasti reiði maðurinn í Hollvwood

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.