Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Qupperneq 28
• t flugmálaheiminum er nú mikiö talaö um „cover-up” og jafnvel frimúrarasamsæri i tengslum viö tiltekiö flug tveggja Twin Otter-véla Arnarflugs til Færeyja fyrir skömmu. Vélar þessar taka nitján manns i sæti, en þaö er hins vegar almennt álit að i raun beri þær ekki nema fimmtán til sautján. Arnarflug þykir i leiguflugi hafa teflt á tæpt vaö i hleðslu þessara véla, og i fyrrnefndu leiguflugi til Færeyja mun hafa keyrt um þverbak. Þegar vélarnar tvær sliguöust á loft, þunghlaönar og setnar nitjan farþegum hvor, mun mönnum hafa ofboðið og var Loftferöaeft- irlitinu gert viövart. Þar háttar þannig til aö i forsvari fyrir Loft- feröacftirlitinu eru Grétar ósk- arsson, framkvæmdastjóri og skoöunarmaöur, sem er tengda- faöir rekstrarstjóra Arnarflugs og allir þrir eru bræöur i sömu frimúrarareglunni. Féllst Loft- feröaeftirlitiö á aö hringja til Færeyja og eru Arnarflugsvél- arnar látnar jafna eitthvað farm- inn sin i milli, en annaö ekki, þótt taliö sé að þoli vélanna hafi verið teflt i tvisýnu. Þegar fyrri vélin kemur aftur til Reykjavikur taka þeir Loftferöaeftirlitsmenn á móti henni og taka til við rann- sókn. Er sagt aö viö athugun á þyngd hafi sitthvað verið dregiö frá, svo sem farangur og bensin, en samt reyndist vélin of þung. Þegar svo athugun var lokið sást til Arnarflugsmanns laumast á rauöum Volkswagen Golf aö vél- inni aö sækja þann hluta farang- ursinssem ekki var veginn. Siöan lendir seinni vélin frá Færeyjum og þá bregður svo við aö hún er nákvæmlega ekkert athuguö. Loftferöaeftirlitiö hefur nú sent Arnarflugi málamyndaáminn- ingu. 1 flugmálaheiminum undr- ast menn mjög þessa afgreiðslu málsins. Þaö hafi i raun ekki ver- iö kannaö til neinnar hlitar, og um hvitþvott sé að ræöa. Skjóti skökku viö þegar minnst er þess aö fyrir nokkrum árum var lítiö flugfélag i Vestmannaeyjaflugi kært fyrir ofhleöslu á svipaðan hátt, og þá tók Loftferðaeftirlitið sig til og vigtaöi nákvæmlega hvern einasta mann, farangur, bensin og oliu.. • Nokkur skjálfti mun nú hafa gripiö um sig meðal Islenskra kvikmyndageröarmanna vegna aðsóknarinnar aö þeim tveimur islensku biómyndum sem frum- sýndar voru um páskana. Aösókn aö Sóley mun aö visu i samræmi viö viðtökur yfirleitt, en Rokk I Reykjavik hefur hlotiö lofsam- lega dóma og hefur samt ekki náö tiu þúsund áhorfendum. Þar spil- ar banniö fræga auövitaö sitt hlutverk, en engu aö siöur ræöa kvikmyndageröarmenn i sinum hópi aö nú sé sá timi aö renna upp aö ekki dugi lengur aö mynd sé is- lensk til aö hún laði að sér tugþús- undir áhorfenda. Eru margir mjög óánægöir meö aö Ingvar Gislason menntamálaráðherra hefur ekki lagt fram á þingi, — og mun ekki úr þessu — frumvarp þaö um kvikmyndasjóö sem legiö hefur tilbúiö um hriö og rétta myndi mjög fjárhagsstööu sjóös- ins, en ráöherrann mun hafa gefiö vilyröi fyrir þvi aö frumvarpiö yröi lagt fram á þessu þingi. • Nú fara I hönd mikil hátiöa- höld og baráttusamkomur á veg- um stjórnmálaflokkanna vegna kosninganna I næsta mánuöi. Flokkarnir keppast vitaskuld um aö hafa fundina sem stærsta og lokka hæstvirta kjósendur á þá meö skemmtiatriöum til aö skola niöur áróörinum meö. Ef Alþýöu- bandalag, Alþýöuflokk, Fram- sóknarflokk og Sjálfstæöisflokk i Reykjavik skyldi hins vegar vanta líflegt atriði til aö troða upp meö og trekkja á fundi sina þá gætu þeir leitaö til fimmta flokks- ins. Kvennaframboöiö i Reykja- vik er nefnilega búiö aö æfa flokk baráttu- og skemmtikrafta eigin frambjóöenda. Hann kallast Peysufatasöngsveit kvennafram- boösins og er skipaöur 20 - 30 manns af framboöslistanum, en þjálfun munu hafa annast þær Jó- hanna Þórhallsdóttir stuökona af Helgarpóstinum og Sigriöur Þor- valdsdóttir leikari. Peysufata- söngsveitin mun eiga aö koma viöa fram á næstunni, — á úti- fundum á morgun 1. mai t.d. á vinnustöðum og viö hverfamið- stöövar. En einnig troöa þær upp viöar, svo sem á samkomu á veg- um Alþýöuleikhússins á morgun, þannig að vanti söngsveit t.d. á fund Alþýðubandalagsins I Laug- ardalshöll fyrir kjördag þá er bara aö hafa samband viö kvennaframboöiö.... • Eitt sinn hippi, ávallt hippi segir máltækið. Hippakynslóöin og hippatiminn hefur markaö sin spor i veraldarsöguna. Helgar- pósturinn geröi I fyrra ofurlitla athugun á endingagildi hippism- ans, og nú er i smiöum flokkur út- varpsþátta, þar sem fjallað verð- ur um hippa I viðtölum og tónlist. Þættirnir verða sex talsins, eru i umsjá Magneu J. Matthiasdóttur, rithöfundar og HP-skribents, og Benóný Ægissonar, en bæöi þekkja þau viðfangsefniö af eigin raun... • A Akureyri eru menn afar hrifnir af útsjónarsemi og fjár- málasnilld Tryggva Gislasonar, skólameistara Menntaskólans þar. Honum mun hafa tekist aö selja Akureyrarbæ hvorki meira né minna en 300 eintök af sögu MA, sem öll eru óbundin, og er ekki vitaö aö unnt sé aö gera við þau annað en setja beint i kassa eöa nota sem hljóöeinangrun i nýju útvarpshúsi þeirra Akureyr- inga... Gerum viö Kalkhoff — SCO — Winter — Peugeot — Everton og öll önnur hjól. Fullkomin tækja- og vara- hlutaþjónusta. Sérhæfing i fjölgirahjólum. Seljum uppgerö hjól. Opiö alla daga frá kl. 8—18, laugardaga kl. 9—1. Hjólatækni Vitastlg 5. Simi 16900 • Viö skrökvubum upp á Magnúsfyrrum ráöherra frá Mel Jónsson i grein um fjársvik og fjárdrátt i siðasta Helgarpósti — alveg óviljandi. Þar sagöi að það hefði veriö Magnús sem ákvað i sinni fjármálaráðherrá'tiö að hver ráðherra fyrir sig skyldi ákveða hvernig færi meö misferl- ismál er upp kæmu i staö þess aö þau færu sjálfkrafa til rikissak- sóknara. Hið rétta er, aö Magnús ákvaö hiö gagnstæða, sem sé að öll slik mál færu beint til rikissak- sóknara og siöan venjulega leið i gegnum dómskerfiö. Aörir ráð- herrar breyttu þessu siðar. Magnús er beöinn afsökunar á þessari missögn.... • Viö heyrum aö athafnamað- urinn Páll i Polaris sé enn að, hugsa sér til hreyfings og næsta fyrirtæki á dagskrá hjá honum sé Föstudagur 30. apríl 1982 stofnun nýrrar feraðskrifstofu, , sem muni bjóöa landanum upp á ýmsa framandlega feröastaði. Páll er umboðsmaöur PanAmer- he/garpúsfurinn ' ican hér á landi en hvort þessi feröaskrifstofurekstur veröur i beinum tengslum viö rútur Pan- Am vitum viö ekki.... Athugið Seljum Vídeótæki Hljómtæki Vídeóspólur Sjónvörp J UíiJfJ GRENSAS VEGI50 108 REYKJA VIK SIMI: 31290 NU ER HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP Við eigum nokkra Suzuki Alto 4ra dyra af árgerð 1981 á sérstaklega hagstæðu verði og greiðslukjörum. VERÐ KR. 82.000,00 ÚTBORGUN KR. 50.000,00 Mismunur greiðist með 6 jölnum mánaðargreiðslum Suzuki Alto er vel búinn 4ra manna bíll. Hann er kraftmikill en þó mjög eyðslugrannur, (5,0 1 pr. 100 km) eins og sigrar í sparaksturskeppnum hérlendis og erlendis bera vott um. YFIR 500 SUZUKI BÍLAR SELDIR Á EINU ÁRI. Sveinn Egiisson hf.r Skeifan 17, Rvik. S. 85100. Kosningahappdrætti Alþýðuflokksins Dregið 20. maí 1982 VINNINGAR: Fimm Hitachi myndbandatœki, hvert að verðmæti kr. 23.700 Verð kr. 25.00 Upplýsingar um vinninga i símum: 27860 og 29244 Miðar fást á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins. Sími 27860.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.