Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 4
Föstúdagur 38. maí 1982 Innn
NÆRMYND
Maðurinn i fararbroddi sigursveitar Sjálfstæðisflokksins
eftir byggðakosningarnar um siðustu helgi er Davið Odds-
son. Nú er hann orðinn borgarstjóri i Reykjavik, ekki einu
sinni hálffertugur. Þegar Davið fór út i pólitik var hann
þekktur sem húmoristi og leikskáld og hann hefur haldið
áfram að skrifa leikrit. Hann er kvæntur Ástriði Thoraren-
sen (dóttur Þorsteins og Sigurlaugar Bjarnadóttur frá Vig-
ur) og þau eiga fimm ára gamlan son, sem heitir eftir móð-
urafa sinum.
En hvernig maður er þessi nýi borgarstjóri? Honum er
lýst á marga vegu. Ófyrirleitinn, montinn hrokagikkur,
sem gengur brosandi yfir hvern þann sem á vegi hans
verður, segja andstæðingar hans.
Ljúfmenni, snjall, húmoristi, stórgáfaður, vandaður
prinsippmaður, segja vinir hans og stuðningsmenn.
Helgarpóstinum þótti við hæfi að bregða upp nærmynd af
þessum unga borgarstjóra, einum foringja hægri sveifl-
unnar á Islandi.
Daviö Oddsson, nýkjörinn borgarstjóri í
Eeykjavik, kom inn á eina kosningaskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins i borginni á kjör-
dag sl. laugardag. bar hringdi sími á borði
og Davið greip hann: Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins, góöan dag, svaraöi
hann hressilega.
Hinum megin á linunni var gömul kona,
sem bar sig ekki vel. Þannig var mál með
vexti, að hiin vildi gjarna kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn, þvi hún var svo mikil Al-
bertskona, en hún vildi ómögulega kjósa
strákinn þama með mikla háriö. Hvaö átti
hún nú að gera?
Davið var fljótur til, segir
sagan: — Hvers vegna gerir þú ekki eitt?
sagði hann. — Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn
en strikaðu bara yfir nafn stráksins meö
mikla hárið! Konankvaddi með virktum og
taldi sig hafa fengiö góða úrlausn.
Og nú er þessi „strákur með mikla háriö”
orðinn borgarstjóri i höfuðborg lýðveldis-
ins, aöeins 34 ára gamall. Það eru ekki
nema réttátta ársfðan hann hóf afskipti af
stjórnmálum fyrir alvöru — fimm árum
siöar gaf hann kost á sér i sæti varafor-
manns Sjálfstæöisflokksins á móti ekki
minni bógum en Gunnari Thoroddsen og
Matthiasi Bjarnasyni. Þaðþótti lýsa nokk-
urri biræfni, jafnvel fifldirfsku. Margir,
sem þekkja nýja borgarstjórann, telja ein-
mitt áræði og dirfsku meöal skapgerðar-
einkenna hans.
Ennþá fleiri nefna þó fyrst til kfmnigáfu
hansog frásagnarhæfileika. Davið Oddsson
er sagður bráðskemmtilegur og fljótur aö
sjá hinar broslegu hliöar á máiunum. Jafn-
vel svo, að það jaðri stundum við ábyrgðar-
leysi. Fyrirrennari Daviðs i borgarstjóra-
stólnum, Egill Skúli Ingibergsson, segir aö
þar á hafi orðiö breyting að undanförnu:
„Þegar ég kom til starfa hjá Reykjavikur-
borg hófust mfn kynni af Davið”, segir
Egill Skúli. ,,Þá fannst mér hann skemmti-
legur borgarfulltrúi en stundum nokkuö óá-
byrgur I málflutningi. Glensið varð stund-
um of mikið af þvf góöa. Þegar hann varð
svo oddviti Sjálfstæðisflokksins i borgar-
stjórn varð breyting á. Hann tekur nú hlut-
ina af alvöru, sem mér fannst skorta á i
byrjun. En hann er fljótur að hugsa, enda
bráðvelgefinn,ogá gott meö að koma orð-
um aö þvisem hann meinar; dregur oft upp
mjög skýrar myndir af þvi, sem er til um-
ræðu”.
Þaö eru ekki allir, sem kunna alltaf að
meta kfmnigáfuna. Hún getur stundum
komið út eins og högg undir belti, eins og
einn andstæðinga hans i borgar-
stjórn — sem kýs aö vera nafn-
laus — segir: ,,Ef hann verður æstur f hita
umræðunnar á hann til aö týna húmornum.
bá verður bara ósvifnin eftir og þá á hann
til að slá undir belti. En þetta meö húmor-
inn er annars dálitið merkilegt:, mér hefur
virstaðeftirþvisem Davið eldistog verður
ihaldssamari þá þrengist húmorinn að
sama skapi”.
Friðrik Sophusson, varaformaöur Sjálf-
stæöisflokksins, segist hafa orðiö var viö,
að fólki þyki stundum það jaðra við
ábyrgöarleysi hvernig Davið beitir fyndni
og grini i umræöum.Hann hafi þó mjög ný-
verið sýnt i erfiöri stöðu hvað i honum búi.
„Hann hefúr greinilega vaxiö af verkum
sinum undanfarið”, segir Friörik.
„Davið er einstakur húmoristi”, segir
Þórarinn Eldjárn rithöfundur, sem var
skólabróðir Daviðs og ásamt honum og
Hrafni Gunnlaugssyni einn svokallaöra
Matthildinga. „HUmor Davfðs nýtur sin
enn betur privat, i hópi vina og félaga. A
mannamótum blandast inn i hjá honum
þessiopinbera mynd, sem hann hefur og þá
virkar hann meira töff og ósvífinn en hann
raunverulega er”.
Þórarinn segir sér þykja einna eftir-
tektarveröust við Davi'ð hin „einstaka frá-
sagnargáfa hans sem tengist raunar
húmornum. Hann hefði getað náð mjög
langt á þvi'sviði”, segir bórarinn. „Hann
hefursjálfur útskýrt þennan hæfileika sinn
svo, aö hann hafi sem barn einhverntima
verið i sveit sumarlangt. Hann hafi þá orðið
fyrir þvi að veikjast og þurft að liggja i
rúminu, gott ef ekki var nokkrar vikur. Þá
fékk hann þaö hlutverk að liggja á linunni
allan liðlangan daginn og fylgjast i gegnum
simann meö þvi sem gerðist i sveitinni.
Þegar heimilisfólkið kom svo heim af engj-
um átti hann aðsegja frá. Smám saman fór
honum að leiðast þetta og þá for hann að
spinna inn i og laga sögurnar til svo þær
yrðu skemmtilegri. bannig hafi hann
fengið góða æfingu”.
Skólabræður Daviös úr Hagaskóla og
Menntaskólanum i Reykjavik minnast hans
sem góös og skemmtilegs félaga, sumir
segja hann hafa verið prakkara. Einn
gömlu skólafélaganna er Halldór Halldórs-
son fréttamaöur. Hann segir að i „gömlu
góðu dagana” hafi nýi borgarstjórinn i'
Reykjavik verið „góður og skemmtilegur
og fyndinn félagi. Eftir að hann fór út i póli-
tikina þekki ég hann ekki mikið — ég held
þó að það búi i honum pólitiskur refur þrátt
fyrir þetta huggulega og sakleysislega út-
lit”.
Kannski má segja aðDavið hafi sýnt póli-
tisk klókindi fyrst i Menntaskólanum i
Reykjavik. Þá keppti hann um embætti in-
spector scholae við Þorvald Gylfason (Þ.
Gislasonar) og vann.
Gárungar segja Davið hafa sigrað kosn-
inguna á röngum forsendum: honum hafi
nefnilega tekist að gera sig að fulltrúa
vinstri manna i skólanum og borvald, son
þáverandi menntamálaráðherra i viö-
reisnarstjórninni, að fulltrúa ráðandi afla i'
þjóöfélaginu.
Davið hefur sjálfur nýlega sagt frá þessu
i viðtali viö Stefni, timarit ungra sjálf-
stæðismanna. Þar er m.a. haft eftir
honum: ,,Ég lenti fljótlega upp á kant við
suma þá, sem studdu mig i inspectors-em-
bættið, þegar þeir ætluöu að ráðskast með
mina embættisfærslu. Ég neyddist m.a. til
þess að banna útgáfu skólablaðsins um
tima. t framhaldi af þvi var gerð skoðana-
könnun umþaðblað, sem sýndi að 80—90%
nemenda voru andvigir þvi hvernig skóla-
blaðið var misnotað. betta var merkileg
könnun, vegna þess aö hinn róttæki minni-
hluti i skólanum var ákaflega hávær og
þóttist túlka sjónarmið nemenda, en skoö-
anakönnun um málið var skellt á fyrir-
varalaust af minni hálfu og sýndi hún hið
gagnstæða. Ég held að þaö sé oft þannig, að
háværu öfgaöflin séu talin hafa meira fylgi
en reynist þegar til kastanna kemur”.
bað var heitt i' kolunum þennan vetur i'
MR og andstaöan við inspector oft býsna
mergjuð. Meðal annars tóku nokkrir nem-
endur sig til og gáfu út nýtt skólablað, þar
sem lýst var stofnun nýs baráttufélags. Það
skyldi heita DDT — Drepum Daviö Tafar-
laust!
Einn nemenda á þessum tima var Alf-
heiöur Ingadóttir, blaöamaður á Þjóðvilj-
anum og harður andstæöingur Daviðs i
pólitik. Hún segir að hann hafi verið ákaf-
lega ráðrikur inspector og virt allar óskir
minnihluta nemenda að vettugi, til og með
lagt niður skólafundi, sem hafi verið ára-
tuga löng venja iMR. „Hann varófyrirleit-
inn”, segir Alfheiöur ,,og lagðist oft lágt til
að ná sinu fram. Ég sé ekki að þaö sé horfið
úr fari hans þótt hann sé oröinn svona
landsfööurlegur”.
Annar gamall skólafélagi Daviös segir að
sérhafi snemma þóttbera á „ofurmetnaði”
i fari hans. Davið svífist einskis til aö ná
sinu fram, liti stórt á sig — eigi jafnvel til
að vera montinn og hrokafullur. bað hafi
menn séö I sjónvarpsumræöunum fyrir
borgarstjómarkosningarnar á dögunum.
Sjálfur segir nýi borgarstjórinn að hann
reikni með að vera „hóflega metnaöar-
gjarn. En ég held að það sé misskilningur
aöég sé hrokafullur. Þaðer miklu frekar að
ég sé feiminn. Þú verður aö gæta að þvi, að
ég ólst upp hjá móður minni og ömmu og
uppeldi hjá konum mótar mann á annan
hátt en það gerir I fjölskyldum, þar sem
faðir er til staðar”.
Góöur persónulegur vinur Daviðs en and-
stæöingur i pólitik er Vilmundur Gylfason
alþingismaður. Hann segir um sinn gamla
skólafélaga, aöþar sé á ferðinni „vandaður
prinsipp-maður, sem ég gef min bestu með-
mæli. Hann er vel gefinn — en á til að vera
ófyrirleitinn. Þannig tel ég til dæmis að
áhersla hans á Rauðavatnsmálið i kosn-
ingabaráttunni núna hafi verið högg undir
belti”.
Egill Skúli Ingibergsson, fráfarandi
borgarstjóri, segist ekki geta neitað þvi aö
sér hafi stundum þótt Daviö mega gæta
sin — „eins og við verðum auðvitað öll að
gera” — þegar hiti færist i umræðurnar.
En það verður náttúrlega að taka fram,
að ég þekki manninn ekki mikið persónu-
lega. Að hannsé vænn maður dreg ég ekki i
efa”.
Þótt mjög margir andstæðingar Daviðs
séu fljótir að nefna „ófyrirleitni” sem einn
af hans helstu löstum eru þeir félagar hans
margir, sem segjast aldrei hafa orðið varir
við það.Einnþeirra er Markús örn Antons-
son borgarfulltrúi. „Ófyrirleitni þekki ég
ekki i fari hans. Ég hef þvert á móti orðið
þessáskynja, að hann er drengskaparmað-
ur. Og þótt ég segi sjálfur frá, þá hafa öll
okkar samskipti einkennst af gagnkvæm-
um drengskap. Það er svo annað mál, að
Daviö hefur oft verið snarpur i umræðum í
borgarstjórn og ferskur. Stefnufesta i mál-
flutningi og framsetning á sjónarmiðum
hans gæti hugsanlega hafa stuðað ein-
hverja. Ég efast hinsvegar um, að þeir póli-
tikusar séu á réttri hillu, sem taka slxkt
nærri sér. Davið er greinilega talsvert
öðruvisi en fyrirrennarar hans i embætti
borgarstjóra....égsé t.d.greinilegan mun á
stil Daviðs og Geirs Hallgrimssonar.”
Markús segir Davið drengskaparmann
og undir það tekur Þórarinn Eldjárn:
„Eins og ég þekkti hann á skólaárunum og
þegar við unnum saman eftir það reyndist
hann mér afskaplega ljúfur. Mér þykir
vænt um hann,” segir bórarinn.
Davið segist sjálfur meta það mikils, að
æskuvinirnir séu ennþá vinir hans. „Á það
hefur aldrei fallið skuggi. Mér þykir þeim
mun vænna um þetta fyrir það að ég tel að
tryggð hljóti og eigi að vera stór þáttur i
samskiptum fólks.”
Við spurðum Davið Oddsson um þá full-
yrðinguýmissa manna og kvenna, að hann
væri ábyrgðarlaus. „Það má vel vera að
eitthvað hafi boriö á þvi,” segir hann. „Ég
held þó aö mér sé að takast að ná tökum á
þvi. betta er hlutur sem ég geri mér grein
fyrir að þarf aö aga.”
— Ertu þá fullur sjálfsgagnrýni þessa
dagana?
„bað má kannski segja það. Maöur er
alltaf að læra.”
— En hvað með það, að þú sért ófyrirleit-
inn og sláir fyrir neðan belti?
„Ég er alls ekki viss um að ég sé ófyrir-
leitinn, en ég hef heyrt að ég sé stundum
beittur. Þaöer annar hlutur, sem ég þarf að
laga og eraðvinna að. Annars er þetta ekki
besti tfminn til að spyrja mig um manninn
Daviö Oddsson. Hann er sá maður, sem ég
hef hugsað hvað minnst um að undanförnu.
Sjálfur held ég að ég sé ósköp venjulegur
maður, vinur vina minna og vonandi ekki
mikill óvinur óvina minna. Ég held að ég sé
ekki langrækinn og er yfirleitt bjartsýnn.”
— Einhver sagði okkur að þú værir lika
hefnigjarn.
„Það vona ég svo sannarlega að sé rangt.
Annars held ég að það sé til angi af sliku í
öllum Islendingum, sagan segir okkur það
aö minnsta kosti. Sé það fyrir hendi I mér
vonast ég til að geta beislað það.”
Davið Oddsson er engan veginn steyptur i
sama mót og ýmsir aðrir ungir forystu-
menn i Sjálfstæðisflokknum, „þessir slétt-
greiddu og veluppöldu pabbadrengir” eins
og einn helsti forystumaður flokksins orðar
það. Hann beitir öðrum aðferðum en flestir
gera — til dæmis með húmor og snöggum
tilsvörum — og fortið hans er önnur. Hann
var kominn vel yfir tvitugt þegar hann fór
aðsækja fundi hjá Sjálfstæðisflokknum þótt
kunningjar hans ýmsir væru meira og
minna úr þeim röðum.
Markús örn Antonsson, einn helsti sam-
verkamaður hans i borgarstjórnarflokkn-
um, segist fyrst hafa kynnst Davið 1972 eða
1973. „Þá var Davið ekki orðinn virkur i
flokknum en hann kom á fund, þar sem ég
var með nokkrum félögum okkar úr stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna og
Heimdalli. Mér fannst strax að hann bæri
meö sér ferskan andblæ. Hann tengdist svo
flokknum smám saman og kom inn í borg-
arstjórnarflokkinn 1974. Þá fórum við vita-
skuld aö kynnast frekar”, segir Markús.
Hann segir að sér hafi alltaf þótt Davið
bera með sér hressilegt viðmót og fersk
umskipti, „sem ég hef kunnað vel að meta.
Ég hef þannig talið það timanna tákn, að
eftir: Ómar Valdimarsson