Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 6
' r-J- í - ' 1 ir f .l * »ó!-- ' 1 f * > r
Fostodagur 28. maí 198 Izpösturinrx
Placido Domingo er af mörgum talinn besti
tenór heims. Hann vann fyrst fyrir sér sem
nautabani á Spáni og siðar varð hann pianóleik-
ari á næturklúbbi i Mexikó. Þar störfuðu fatafell-
ur sem voru miklu vinsælli en pianóleikarinn.
Domingo hóf söngferil sinn sem baritónsöngv-
ari. Sumum finnst það segja litið þótt hann sé tal-
inn fremsti tenór heims, tenórar séu ekki svo góð-
ir nú um stundir. Aðdáendur söngvarans fullyrða
hins vegar að hann hefði verið i fremstu röð á
gullöld tenóranna.
Fyrir nokkru rak á f jörur Helgarpóstsins erlent
blað þar sem rætt er við Placido Domingo um alla
heima og geima m.a. samstarf hans við John
Denver og gallharða samkeppni þeirra Lucianos
Pavarottis. Hér fer útdráttur úr þessu viðtali,
sem tekið var á veitingastað.
Víð Pavarotti
tölumst aldrei við
John Denver
Þú ert nú þegar tekinn aö snúa þér að
öðru en óperutónlist?
Ég syng hvers kyns tónlist sem mér
þykir skemmtileg. 1 ár tek ég þátt i kvik-
myndun Kátu ekkjunnar þar sem annað-
hvort Barbra Streisand eöa Julie And-
rews leikur aðalhlutverkið. Svo er hugs-
anlegt að Aida verði kvikmynduð og
Leonard Bernstein stjórni tónlistinni.
Hvers vegna söngstu inn á plötu með
John Denver?
Ég sagði Johnny Carson frá þvi i sjón-
varpsþætti hans að ég hefði tekið þátt i
uppfærslu á söngleik og byrja að raula lag
úr My Fair Lady. Umboðsmaður Den-
vers, Milton Okum, heyrði þetta. Hann
fékk þá hugmynd að ég syngi inn á plötu
með dægurlagatóniist og fylgdi mér eftir
hvert sem ég fór, frá London til Los Ang-
eles þar til ég varð að láta undan. Mér
fannst mjög gaman að þessu.
Og þið John Denver sunguð dúett.
Við syngjum saman lagið „Perhaps
Love” eftir hann.
Þú nærð til miklu fleiri áheyrenda með
svona tóniist.
A þennan hátt vonastég til að geta glætt
áhuga almennings á óperunni. A yngri ár-
um útsetti ég fyrir dægurlagasöngvara,
söng bakrödd hjá þeim auk þess sem ég
lék smáhlutverk i söngleikjum.
llvernig söngva syngurðu i baðinu?
Það fer eftir ýmsu. Ef ég er i óperu
byrja ég að hita mig upp I baðinu. Mér
finnst best að taka raddæfingar i baðinu.
Annars syng ég gjarna einföld, fjörug
lög.
Stórsöngvararigur
Ætlar einhver sona þinna þriggja að
leggja fyrir sig sönglist?
Tveir þeirra, Placido og Alvaro, hafa
þegar spreytt sig en rómur þeirra er að
breytast og ég veit ekki hvað verður. Ég
vil ekki beita þá þrýstingi. Það væri mér
mikil ánægja ef þeir legðu fyrir sig söng en
þeir verða sjálfir að finna hjá sér hvötina.
Það gleddi mig mjög ef sonur minn yrði
betri söngvari en ég. Ég vil ekki að neinn
af minni kynslóö sé betri en ég. Annars vil
ég vera bestur ef ég get.
Stórsöngvararigur er vist óhjákvæmi-
legur. A sjötta áratugnum voru það Callas
og Tebaldi og nú Domingo og Pavarotti.
Eða er það cinhver tilbúningur fjölmiðl-
anna?
Nei, þessi rigur er til. Mér var alveg
sama um hann þar til þeir hófu skipulegar
árásir á mig. Það var alltaf verið að hrósa
honum. Ef ég var 1 stórhlutverki einhvers
staðar hófst gifurlegur áróður fyrir hon-
um i sömu borg. Sama dag og „Hoffman”
með mig i aðalhlutverki var frumsýndur i
London var birt heilmikil grein um hann i
Observer. Hann var ekki einu sinni I Lon-
don. Mér þykja hans menn ósanngjarnir
og ekki nógu heiðarlegir.
Talist við þið?
Nei, aldrei.
Áheyrendur gera miklar kröfur til þin.
Er það þér til trafala?
Stundum, einkum þegar uppselt er á
sýningar löngu fyrirfram. Þannig biður
fólk oft eftir manni mánuöum saman.
Þú hlýtur að láta þér i léttu rúmi iiggja
hvað fólk hugsar.
Já, annars væri ég löngu hættur að
syngja. Ég á að hafa sungið allt of mikið
svo árum skiptir og röddin sé aö verða
uppslitin. En ég má ekki við þvi að spara
mig, ég verð að leggja mig allan fram
hverju sinni. Ég verö að gefa mig óskipt-
an að söngnum. Þetta er lif mitt.
Drekkurðu vin með matnum?
Nei, ég held mig viö greipsafann.
Ertu hættur að drekka?
Já, þetta árið. Faðir minn gekkst undir
mjög tvisýnan uppskurö og ég hét þvi að
hætta ab drekka i ár og hætta að borða á-
bæti ef hann lifði þetta af.
Gerðirðu samkomulag við Guð?
Já. Þetta krefst mikils aga en þegar
freistingar verða á vegi minum hugsa ég
til þess hve gleðilegt það er að hann skuli
enn vera á lifi. Þannig verður þetta létt-
bærara.
Hefurðu alltaf verið trúmaöur?
Já,en enginn ofstækismaður.Trú min er
liklega af verstu gerö þvi ég bið ekki til
Guðs nema ég þurfi á hjálp hans að halda.
Þegar ég var barn fór ég til kirkju á
hverjum sunnudegi. Nú fer ég stundum á
sunnudögum. Ástæða þess að ég fer til
kirkju er að ég finn með mér einhverja
innri þörf.
Geriröu krossmark fyrir þér áður en þú
ferð á sviðið?
Já, hvað eftir annað. Og ég ákalla heil-
aga Sesselju i sérstakri bæn. Ekki af hé-
gómagirnd heldur til að biðja hana að
hjálpa mér að bregðast ekki snillingunum
sem hafa samið meistaraverkin.
Einhvern timann sagðirðu að þú hefðir
tamiðþér þann sið aö aðgæta hvort bognir
naglar stæðu upp úr sviðsgólfinu.
Já, éggeri þetta ósjálfrátt. Þvi bognari
sem naglarnir eru þvi betra.
Talbindindi
Það er gott og blessaö meö bænir og
bogna nagla svo langt sem það nær. En
hefurðu einhverjar lifsreglur sem byggj-
ast frekar á hagsýni?
Já.ekkert tal. Röddin þarf sannarlega á
hvild að halda. Siðustu tvo, þrjá dagana
fyrir meiri háttar frumsýningu segi e‘g
ekki orð. Þetta hefur ótrúlega góð áhrif á
röddina.
Hvað gerðirðu meðan á talbindindu
stóð?
Konan min var með mér og hjálpaði
mér. Við hlustuðum á útvarp, fórum i
langar göngur, horfðum á sjónvarp. Við
vorum algerlega út af fyrir okkur. Þögnin
var dásamleg.
Má bjóða þér mciri fisk?
Nei, þakka þérfyrir. Þetta er fyrirtaks-
fiskur en það er eins og maginn hafi
skroppið saman siðan ég léttist.
Hve mikið léttistu?
Um fjórtán kiló. Þaö er skylda hvers
söngvara að reyna aö likjast sennilegu
fólki á sviðinu.
Eins og til dæmis Mimi að deyja úr tær-
iugu — leikin af hundrað kilóa kven-
mannsflykki..?
Einmitt. Það er ekki rökrétt. Þetta get-
ur verið prýðissöngkona en eru tónleikar
ekki betri vettvangur fyrir slika konu?
Minnstu munaði að þú syngir með
Mariu Callas.
Já, tvisvar. Ef ég hefði verið jafnfrægur
þá og ég er nú hefði ég íengiö hana til að
syngja með mér, einkum þegar seinna
tækifærib bauðst. En hún vildi ekki að
skuggi félli á gamalfræga imynd sina.
Það hlýtur að vera óbærilegt þegar
söngvari hefur að lokum ekki annað að
keppa viðen forna frægö. Kviður þú nokk-
urn tima framtiöinni?
Ég geri mér vonir um framtið þar sem
ég syng ekki. Mig langar að eignast leik-
hús, lítið leikhús þar sem ég gæti safnað
saman svona um tuttugu efnilegustu
söngvurum heims ásamt bestu söngkenn-
urum. Þarna yrði bæði skóli og óperuhús.