Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 13
13
-tpifisti /r/nn 'Pöstúdágur
28.' maT 1982’
35. hátiðin i Cannes:
Nóg að bíta og brenna
Kvikmyndahátiðin i Cannes er
löngum talin með merkilegri
hátíðum sinnar tegundar, sem
haldnar eru i tugatali ár hvert
viða um heim. Það telst mikill
heiður fyrir kvikmyndagerðar-
mann, ef mynd hans kemst inn i
samkeppnina, auk þess sem það
tryggir myndinni nokkra vel-
gengni i kvikmyndahúsum. Að-
sóknin i samkeppnina er líka
mikil, þvi árlega skoða að-
standendur hátiðarinnar um 350
myndir og velja úr þeim þær tutt-
ugu myndir, eða þar um bil, sem
hreppa hnossið.
Hátiðin i ár var sú 35. i röðinni
og lauk henni i þessari viku. Úr-
slit höfðu hins vegar ekki borist,
þegar þetta er skrifað. En ef að
likum lætur, hefur samkeppnin
verið hörð, þvi margar mjög for-
vitnilegar myndir keppa að Gull-
pálmanum. Meðal þeirra er nýj-
asta mynd Godard, Passion,
myndTaviani bræðranna Nóttin i
San Lorenzo.en bræðurnir fengu
fyrir nokkrum árum verðlaun
fyrir Klossatréð, nýja mynd
Þjóðverjans Hans-Jurgen Syber-
berg, Parsifal, gerö eftir sam-
nefndri óperu Wagners, en Syber-
berg hefur á undanförnum árum
ráðist i að gera myndir um goð-
sögur og tabú þýsku þjóðarinnar,
og er skemmst að minnast mynd-
ar hans um sjálfan Adolf Hitler.
Þrir aðrir Þjóðverjar eru með i
samkeppninni, Werner Herzog
með Fitzcarraldo, sem hann
gerði i Suður-Ameriku, Werner
Schroeter með Aldrei nokkurn
tima, og Wim Wenders með
Hammett, um samnefndan
meistara leynilögreglusagna.
Af engilsaxneskum kvik-
myndagerðarmönnum má nefna
Lindsay Anderson með Britannia
llospital, Alan Parker með The
Wall, og Shoot the Moon D.W.
Griffith, en gamli klassikerinn
hans Intolerance var opnunar-
mynd hátiðarinnar, og loks nýj-
ustu mynd Spielberg The Extra-
territorial in his Adventure on
Earth.
Auk samkeppnishátiðarinnar
fara fram margar aörar hátiðir á
Cannes, þar sem sýndar eru
myndir eftir unga og upprennandi
höfunda.
Annars er þaðmeðCannes, eins
og margar aðrar kvikmynda-
hátiðir, að sigurvegarar þar hafa
sjaldnast verið myndir, sem telja
má bautasteina i kvikmyndasög-
unni. Þess má þó geta, að menn
uppgötvuðu neo-realismann á
Italiu árið 1947, þegar mynd
Rosselinis Roma, citta apertavar
sýnd.
kvikmyndaleikstjóra Federico Fellini.
áhuga lengur, en þegar þær
senda frá sér plötur vekja þær
þó ævinlega einhverja forvitni
hjá manni. Yfirleitt veröur
maður hvorki fyrir vonbrigðum
með plötur þeirra, né maður
fyllist einhverri sérstakri hrifn-
ingu. Þetta er yfirleitt allt við
það sama, hvorki betra né
verra.
Þegar þessar hljómsveitir
gera eitthvaö vel, eöa kannski
bara betur en maður hefur átt
að venjast af þeim á undanförn-
um árum.verður maður vissu-
lega ánægður. Anægöur með að
gömlu jálkarnir, sem voru aðal-
átrúnaöargoðin fyrir svo sem
tiu árum, skuli enn geta
gert eitthvaö af viti.
Þessu er einmitt svo farið
með nýjustu plötu Jethro Tull,
sem heitir Broadsword And The
Beast. Er hér áreiöanlega um
einhverja bestu plötu að ræða,
sem hljómsveitin hefur sent frá
sér um langt árabil. Aö visu
hljómar söngur Ian Andersons
alltaf eins og lög hans eru svip-
uö hvert öðru en samt er ein-
hver ferskari blær yfir þessari
plötu. Vissulega er svolitið am-
eriskur keimur af útsetningum
en þó ekki svo að það skemmi
neitt að ráöi. Þaö sem fyrst og
fremst gerir plötu þessa nokkuð
góöa er létt yfirbragö laganna.
Raunar er öll uppbygging lag-
anna einfaldari en oft áöur og
myndi ég ætla að þar af leiöandi
ætti plata þessi að seljast betur
en undanfarnar plötur Jethro
Tull hafa gert.
Þó Broadsword sé ekki þaö
besta sem Jethro Tull hafa gert;
hún er nokkuð langt þar frá, þá
er greinilegt að Ian Anderson og
félagar, eða Jethro Tull og fé-
lagar eins og þau segja stundum
i útvarpinu, eruekki búnir að
syngja sitt siðasta enn.
Frank Zappa — Ship
Arriving Too Late To
Save A Drowning Witch
Þá hefur Frank Zappa sent
frá sér eina plötuna enn og hafi
ég taliö rétt þá er þessi númer 32
i rööinni. Raunar hafa að
minnsta kosti tiu þessara titla
verið tveggja platna albúm. Það
er þvi ekkert smá magn sem
maöurinn hefur dælt á markaö á
þeim sextán árum, sem liðin eru
frá þvi að fyrsta Mothers Of In-
vention platan, Freak Out, kom
út. Eins og gefur að skilja hefur
árangurinn auðvitað verið ærið
misjafn. Framan af kom út
hvert meistarastykkiö á fætur
ööru en eftir þvi sem árin hafa
liöið hefur gæöunum hrakað. Að
visu hefur Zappa sent frá sér
eina og eina þokkalega plötu að
undanförnu, plötur eins og Sheik
Yerbouti, Joe’s Garage Act I og
You Are What Thou Is en þessar
plötur standa þó meistaraverk-
um eins og Absolutely Free, We
Are Only In It For The Money,
Uncle Meat og Hot Rats langt að
baki.
Þessi þritugasta og önnur
plata Franks Zappa ber nafnið
Ship Arriving Too Late To Save
A Witch er ekki betri en svo
að maöur hefur það á tilíinning-
unni að Zappa gæti fyrirhafnar
litið sent svona lagað frá sér I
hverjum mánuði. Þar er ekkert
nýtt aö heyra, heldur þvert á
móti er plata þessi uppfull af
margtuggnum tuggum og þar
ekkert aö finna sem hann hefur
ekki gert betur annarsstaðar.
Ég er þvi hræddur um að plata
þessi eigi eftir að gieymast upp i
skáp, þar sem aðrar Zappa plöt-
ur hljóta aö eiga greiðari að-
gang að fóninum.
ÞRÍR GAML/NGJAR
Paul McCartney —
Tug Of War
Eftir siðustu plötu Paul Mc-
Cartney, sem bar nafniö Mc-
Cartney II, var greinilegt að
mikil breyting varð að verða til
batnaðar á tónlist hans, ef ekki
ætti að fara á sama veg fyrir
honum og George Harrison og
gjarn svona samanburður er,
þar sem Lennon er m.a. baðað-
ur þeim tragiska ljóma sem leitt
hefur af ótimabæru fráfalli
hans.
Paul McCartney tók þvi enga
óþarfa áhættu þegar kom að þvi
að gera nýja plötu. Hann réð
George Martin, gamla Bitla-
upptökustjórann, til sin, en
eftir Gunnlaug Sigfusson
Ringo Starr, þ.e. að falla nær i
gleymsku, þar sem sala á nýj-
um plötum þeirra er heldur
dræm og er þaö ekki að undra.
Það væri þó illa farið ef Mc-
Cartney færi að feta i fótspor
þeirra félaga, þvi hæfileikar
hans eru ólikt meiri.
En þaö var fleira sem setti
pressu á McCartney, þvi meö
dauða John Lennon má segja aö
hann hafi staðið einn eftir af
þeim sem höfðu einhverja
möguleika á aö halda merki
Bitlanna á lofti. Ég er einnig
þeirrar skoöunar að þó að
Lennon sé allur, þá veröi viss
samkeppni til staöar eftir sem
áður. Það er ekki sist vegna
þess að sóló plötur Lennon eru
flestar nokkuð góöar, en gæði
McCartney platnanna hafa hins
vegar verið svona upp og ofan.
Það er þvi hætt við að ýmsir
haldi samanburði á þeim félög-
um áfram og segi þá jafnvel;
Lennon geröi aldrei þetta og
Lennon geröi aldrei hitt. Það sjá
sjálfsagt flestir hversu ósann-
meiri hluti nýju plötunnar var
einmitttekinn upp I stúdiói sem
er i hans eigu. Ekki voru heldur
ráönir neinir annars eða þriðja
flokks hljóðfæraleikarar, eins
og stundum vildi brenna við á
Wings timabilinu, heldur aðeins
fengnir til liðsinnis toppkallar,
þar sem það átti við.þvi mestan
heiður af hljóðfæraleik á Mc-
Cartney sjálfur. En meöal gest-
anna eru menn eins og Stanley
Clarke, Steve Gadd, Dave Matt-
acks, Andy McKay, Carl Perk-
ins, Eric Stewart, Denny Laine
og siðast en ekki sist Stevie
Wonder. Arangurinn er svo hin
ágæta plata Tug Of War.
Fyrri hlið plötunnar hefst á
titillaginu, Tug Of War, og er
það jafnframt eitt besta lag
hennar. Rólegt og fallegt lag og
er stigandin i þvi mjög góö.
Á eftir fylgir lagið Take It
Away, sem minnir mig litils-
háttar á lagið Jet af Band on
The Run. Þetta er þó ágætt lag
engu að siður. Þriðja lagið
er Somebody Who Cares og
mesta athygli vekur góöur
kassagitarleikur McCartneys.
What’s That You’re Doing?,
sem fylgir þar á eftir er samið
af þeim McCartney og Stevie
Wonder i sameiningu og ein-
hvern veginn hef ég þaö á til-
finningunni að Wonder eigi þar
meiri þátt i og raunar minnir
það nokkuö á lagiö Superstit-
ious. Þetta er engu aö siður gott
lag og meðal betri laga plötunn-
ar. Fyrri hliðinni.og þeirri betri,
lýkur með laginu Here Today,
sem er samiö i minningu John
Lennon. Paul syngur lagið sér-
lega vel og góö strengjaútsetn-
ing undirstrikar tregann.
Seinni hliðin er svo ekki nærri
eins góð. Bestu lög þar eru
Wonderlust og Ebony And Ivory
en einnig er Get It, þar sem
Paul nýtur aöstoöar Carl Perk-
ins, nokkuð gott.
Það eru sem sé rólegri lögin
sem eru sterkari hluti Tug Of
War, svona þegar á heildina er
litiö en hins vegar heföi ég ekk-
ert haft á móti eins og einum
hressilegum rokkara. Sterkasta
atriði plötunnar er þó hversu
góður söngurinn er og er áreið-
anlega leitun aö McCartney
plötu þar sem hann hefur sungið
betur. Þegar á heildina er litið
er Tug Of War einhver besta
plata sem McCartney hefur sent
frá sér langa lengi þó hún slái
t.d. ekki Band On The Run viö.
Jethro Tull —
Broadsword
And The Beast
Jethro Tull er ein af þessum
gö.mlu rótgrónu hljómsveitum,
sem maður fylgist kannski ekki
með af neinum sérstökum