Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 17
Jp'fisturinrL Föstudagur 28. maí 1982 form til þess að ná þessu jafnvægi. Við erum of seinir i þessu mikla verðbólguþjóð- félagi og þeim sveiflum sem hér eru i efna- hagslifi að laga okkur að breyttum að- stæðum. Aflabrögð og verð á fiskafurðum okkar á erlendum mörkuðum fylgja svip- uðum lögmálum og ölduhreyfingar sjávar- ins. Okkur hefur ekki tekist i kjaramái- unum að stíga ölduna. Við bregðumst jafnan of seint við til að lækka kaupmáttinn þegar öldudalurinn kemur og þjóðartekjurnar minnka. Og við erum þar af leiðandi tregir til að auka kaupmáttinn aftur jafnskjótt og aldan rís og efnahagsbatinn leyfir. Ég hygg að báðir aðilar eigi nokkra sök á þvi að i þessu er ekki nægjanlegur sveigjanleiki. Það er hilutverk þessara samstaka VSl og ASt aö finna þennan jafnvægispunkt. Það er að sönnu þeim mun erfiðara sem þjóðfélagið er svona háð þessum miklu sveiflum”. Meslu málur — Verður þetta ekki endalaust strögi? Tekst nokkurn tima að finna einhvern punkt sem báðir sætta sig við? „Verkefnið verður auðvitað eilift, að minnsta kosti á meðan þjóðfélagið verður eitthvað i likingu við það sem það er i dag. En ég held að með aukinni upplýsingu og meiri samskiptum þessara aðila eigi að vera hægt að finna þennan jafnvægis- punkt”. — Hvernig eru samskipti mannanna hér og i verkalýðshreyfingunni. Talist þið aldrei við nema á fundum, eða eruð þið kannski mestu mátar allir saman? „Það er hvort tveggja og ég hygg að við séum flestir ágætis mátar. Auðvitað getur slegið i brýnu á sáttafundum þar sem hvor aðili um sig færir fram sin sjónarmið. En að m eirihluta til eru samskiptin góð. A m illi samninga eigum við yfirleitt mikil, marg- visleg og friðsamleg samskipti. Ég hef aldrei orðið var við persónulega óvild á milli manna i þessu öllu. Enda held ég að mjög veigamikill þáttur i að þetta geti gengið sæmilega fyrir sig, sé einmitt sá að sæmilega gott persónulegt samband sé á milli samningsaðila”. — Hittist þið kannski privat? Skemmtið ykkur saman? „Nei. En auðvitaö hittumst við mikið fyrir utan sjálfa sáttafundina bæði form- lega og óformlega”. Kikissliórnir — Nú vilja margir meina að starfið i Karphúsinu sé litið annað en gamaldags jag og nagg, en að rikisstjórnin á hverjum tima ákveði hin raunverulegu kjör. Ertu sammála þessu? „Aðmörgu leyti. Karpið i Karphúsinu er gamaldags. Það er ófrjótt. Þar er miklum tima margra manna varið til litils. Og það er rétt að hinn raunverulegi kaupmáttur ræðstekki i niðurstöðum þess karps. Það er heldur ekki hægt að kenna rikisstjórninni á hverjum tima alfarið um kaupmáttar- skerðingar eða þakka henni kaupmáttar- aukningu. Ytri aðstæður ráða svo miklu þar um. Aðalatriðið er að menn geri sér grein fyrir þvi að kaupmátturinn ræðst ekki af samningum. Menn ákveða launatölur i þeim en ekki kaupmátl. Það eru hinar efna- hagslegu aðstæður sem ráða kaupmættin- um. Þarkoma til sögunnar sveiflurnar sem við ræddum um áðan, og ennfremur al- menn efnahagsstefna stjórnvalda. Spurningin er sú hvort stjórnvöld miða sin- ar aðgerðir við að þrengja að fyrirtækjun- um eða auka möguleika þeirra til þess að skapa ný verðmæti. Það er þessi almenna efnahagsstefna sem hefur áhrif á það hvort hér er hægt að bæta lifskjörin. Að þvi leyti eru þau komin undir stjórnvöldum. En það er ekki hægt að benda á neinn einn aðila þegar á bjátar og segja: Þarpa er hinn seki. Sökudólgarnir leynast viða?? — Áfram um afskipti rikisstjórna. Ýmsir telja að siðustu samningar hafi verið ákveðnir af rikisstjórninni. Hvað er hæft i þvi? „Ekki urðum við varir við það”. — Af hverju er það svona almenn skoðun? „Ég veit það ekki. Það má þó benda á að það er einskonar lögmálhér i stjórnmálum, að stjórnarandstaða ýtir undir hverskonar kröfugerð i þjóðfélaginu. Og þá er sama hver er i stjórn og sama hver er i stjórnar- andstöðu. Þegar verkalýðsíélögin taka af sæmilegri skynsemi á málum er um leið reynt að hengja verkalýðsforingjana fyrir þjónkun viðrikisstjórn. Ég býst viðað þetta almenna álit sé til orðið af einhverjum slik- um innantómum áróðursskrifum. Þessir samningar i vetur voru gerðir af meiri skynsemi en oftast áður og hafa örugglega skilað sér betur til launþega en uppsprengdar prósentutölur." Ábyrgdarlðusir Ef þú miðar við reynslu undanfarinna ára hvernig verður þá samið núna? „Það er of mikil óvissa núna til að hægt sé að sjá þetta fyrir. En það er mjög auðvelt að sjá afleiðingarnar fyrir ef við förum út fyrir þau efnahagslegu mörk sem okkur eru sett i dag. Það kannski lýsir stöðunni best og sýnir um leið hversu þetta kerfi er ófullkomið, að nú hafa báðir aðilar miklar og traustar upplýsingar undir höndum og þeir geta séð fyrir allar afleiðingar nánast hvers ein- asta smáatriðis sem deilt er um, en samt sjáum við ekki á hvern veg hægt er að enda samninga sem staöið hafa þetta lengi. Ég held aðeinmitt þessar aðstæður sem við er- um i núna sýni að við erum i ógöngum með þetta kerfi.” — Hvaða kerfi er betra? „Ég hef sjálf ur veriö þeirrar skoðunar að það eigi að færa samningsgerðina inni fyrirtækin sjálf og að starfsmannafélögin sjálf eigi að sjá um samningsgerðina. Verkalýðsfélögin og samtök atvinnurek- enda eigi þá ekki að vera formlegir samningsaðilar heldur leiðbeinandi upp- lýsingaaðilar. Ég hygg að með þvi móti sé hægt að ná þeim jafnvægispunkti sem við erum að leita að. I dag er það svo að þessir aðilar vinnu- markaðarins, sem svo eru kallaðir, taka einhverjar afdrifarikustu ákvarðanir sem teknar eru i þjóöfélaginu i efnahagslegu til- liti I samningum sin á milli. En þeir bera enga ábyrgð. Þeir bera enga ábyrgð á þvi hvort samningarnir leiða til atvinnuleysis eða til gengisfellingar. Þeir hafa bara völd- in, en bera ekki ábyrgðina. Þetta gengur ekki. A meðan samningsaðilar bera ekki ábyrgðina á samningunum er ekki von til þess að okkur auðnist að taka á þessu af skynsemi." Gullskeíð — Svo við vindum okkur i aðra sálma. Þekkirðu af eigin raun brauðstrit islenskr- ar alþýðu, eða fæddistu með gullskeið i munninum? „Ég fæddist sannarlega ekki með gull- skeið i munninum, En heimili minna góðu foreldra vil ég fyrir alla muni halda utan við mitt starf. Það fer svona frekar i taug- arnar á mér þegar menn á fullorðins aldri eruað reyna að gera sig góða á vogarskál- um almenningsálitsins sakir litilla efna i óesku. Ég er fæddur fyrir austan fjall en foreldr- ar minir fluttu síðan til Reykjavikur. Ég fór siðan i gegnum verslunarskólann og i lög- fræði, þannigað þetta er ósköp venjulegur ferill og stóráíallalaus.” — Svo fórstu á Morgunblaðið? „Ég byrjaði á Morgunblaðinu á öðru ári i Háskólanum, og vann þar siðan öll sumur og meira og minna á veturna Iika, sem þingfréttaritari eða borgarstjórnarfrétta- ritari. Þannig að þegar ég lauk náminu varð ég að gera það upp við mig hvort ég vildi starfa við það sem ég hafði lært til eða fara i blaðamennskuna sem ég hafði kynnst og haft gaman af. Ég valdi hana og sé ekki eftir þvi”. — Af hverju varðstu sjálíslæðismaður? Var þaöuppgjör, eða eitthvað sem þú fædd- ist með? ,,Það væri ákaflega rangt að segja að ég hafi fæðst með þessa stjórnmálaskoðun, stjórnmálum hefur aldrei verið haldið að mér. fjölshyldan En ég held að það sé afskaplega auðvelt að verða sjálfstæðismaður þegar maður er fæddur og uppalinn i kaupfélagsþorpi. Siðan hefur þetta þróast stig af stigi. Ég er þeirrar skoðunar að hverskyns miðstýring sé óheppileg fyrir vöxt og viðgang þjóð- félagsins og að það eigi að leyfa ein- staklingum og þeirra lélögum að eiga frumkvæði að nýjungum,hvort sem það er i atvinnumálum, felagsmálum eða menn- ingarmálum. Ég verð þvi sanníærðari um þessa skoðun sem ég l'æ meiri reynslu af gangverki þjóðfélagsins”. — Hvernig er fjölskyldulif manns i þinu starfi? „Starfið reynir auövitað á fjölskylduna en allt hefst þetta meö gagnkvæmum skiln- ingi og samvinnu”. — Hvernig býr islenskt þjóðféiag að fjöl- skyldunni. Er ekki vinnuþrælkunin alltof mikil? „Jú. Við vinnum mikið. Litil þjóð á stóru landi mun alltaf vinna mikiö. Við lifum hins vegar á miklum breytingatimum. Nú eru bæði hjón farin að taka miklu meiri þátt i atvinnustarfsemi en áður og það á eflaust eftir að verða enn algengara en nú er. Þessi framtið hefur lika sinar björtu hliðar. Ég hygg að hlutastörf og sveiganlegur vinnu- timi eigi eftir að færast i vöxt. Fjölskyldan mun standast þessar breytingar. En við verðum vafalaust að vera meira vakandi um velferö hennar en verið hefur, þvi að hún er kjölfestan i þjóðfélagi efnalega og menningarlega sjálfstæðra einstaklinga. Fjölskyldan er sterkasta vígið i baráttunni gegn hóphyggjunni ”. — Hefurðu sett þér einhver markmið i stjórnmálunum? „Nei, og sem frjálshyggjumaður er ég á móti áætlunarbúskap, ekki bara á efna- hagsmálum heldur lika i persónulegum efnum. Égheld aðþaðgildi alveg sama lög- mál um persónulegan áætlunarbúskap og efnahagslegan að á hvorugu sviðinu geta menn vænst þess að áætlanirnar gangi upp. Þess vegna geri ég ekki svona áætlanir eins og þú talar um.” Nú ert þú talinn vera einn af efnilegustu mönnum Sjálfslæðisflokksins og talinn eiga vfsan frama þar? „Ég les um þetta i blöðunum og veit sjálf- sagt jafn mikið um þetta og aörir blaðales- endur”. — Þú sérð ekki ykkur hjónin fara með æðstu völd borgar og lands eftir svosem 20 ár? „Nei, það geri ég ekki! Ég er laus við draumóra. Ég ætla að geyma þá þangað til ég er orðinn gamall karl, ef guð lofar. — Ef til kæmi: Hvort mundi gefa eftir. Hvort ykkar mundi gefa eftir sinn pólitiska feril? .JHvorugt. Vinna okkar og áhugamál er ekki spurning um eftirgjöf heldur sam- vinnu og gagnkvæman skilning á þvi að fjölskyldan er ein heild.''

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.