Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 20
20____________________ eftir Þorgrím Gestsson _______________________________________Föstudagyr 28. maí 1982 Irjnn myndir: Valdís Óskarsdóttir línurit: Fasteignamat ríkisins D *3i amm *mm 9 3 V nmm mmm ■■ Gífurlegar sveiflur En það kemur líka i ljós, að undanfarin ár hafa sveiflur á ibúðaverði verið ótrúlega miklar, bæði upp og niður. Það kemur jafn- framt i ljós, að þrátt fyrir þessar miklu verðsveiflur og meiri hækkun á ibúðaverði en sem nemur verðbólgunni, hafa ibúða- kaup verið lakari fjárfesting en til dæmis rikistryggð skuldabréf að minnstakosti frá árinu 1975. Sé litið á ibúðakaup sem leið til að hagn- ast á, sem tiðkaðist lengi framan af þess- um verðbólgutimum, er þvi ljóst, að eina verulega hagnaðarvonin er hjá fasteigna- sölunum. Þeir taka sin 1 1/2-2% af endan- legu söluverði — og fá þaðstrax. Seljandinn fær útborgunina hinsvegar á einu ári og það sem eftir er á skuldabréfum til f jögurra ára með 20% vöxtum. Hvorttveggja gerir að verkum, að hið endanlega söluverð er langt frá þvi að vera það sama,þegar upp er stað- iðpg stendur i kaupsamningnum. Það er ljóst, aðeftirstöðvar sem greiðast á fjórum árum með 20% vöxtum brenna upp i um 50% verðbólgu. En jafnvel útborg- unin rýrnar á þessu ári sem hún er að reit- ast inn. Þrátt fyrir það virðist hlutfall út- borgunar hafa haldist nokkurnveginn óbreytt, þar til ef til vill nú. Meðaltal út- borgunar i þeim ibúðum sem seldar voru i febrúar var 76.9% af kaupverði, sem er heldur hærra en verið hefur 1 febrúar gerðist lika það, að meðalverð ibúða var orðið 77.7% hærra um miðjan mánuðinn en það var nákvæmlega ári fyrr. Það þýðir að um miðjan febrúar kostaði meðal ibúð á höfuðborgarsvæðinu 537 þús- und krónur, en útborgun var þá 398 þúsund að meðaltali. Þessi „meðalibúð” er milli þrjú og f jögur herbergi, og þvi er sjálfsagt erfitt að finna ibúð sem kostar nákvæmlega þetta. Ef við höldum áfram með þessar töl- ur má nefna, að frá mars 1981 til mars 1982 varð meðalhækkunin á ibúðarverði um 72%r en frá mai til mai 64%. Til samanburðar má geta þess, að frá mai 1980 til mai 1981 varð hækkunin aðeins 43% . Það er þvi heldur meiri verðbólga i fast- eignaviðskiptunum en i almennu verðlagi, og sú verðbólga er ekki bætt með visitölu- uppbótum á laun. En þó má segja, að fast- eignasalarnir hafi sina gulltryggingu að þvi leyti, að enda þótt fátitt sé að húseignir séu greiddar út i hönd taka þeir sin sölulaun af endanlegu verði, og það strax. Málgagn fasteignasala Sé veltan á fasteignamarkaðnum á þessu Fasteignasalar og Morgunblaðið Ef allir skattskyldir ibúar á höfuðborgarsvæðinu legðu saman það sem þeir greiddu i út- svar á siðasta ári hrykki það aðeins fyrir tæplega helmingi þeirra Ibúða á svæðinu sem skiptu um eigenduri fyrra. Ættu útsvarsgreiðendur siðan að borga fasteignasölum höfuðborgarsvæðisins sölulaun fyrir milligöngu þeirra f þessum viðskiptumtþyrfti tæplega öii þau útsvör sem voru iögð á Garðbæinga f fyrra. Langstærsti hluti þess skiptist á átta til tfu fasteignasöiur. Samkvæmt uppiýsingum sem Helgarpósturinn hefur fengið hjá Fasteignamati rfkisins var veltan á fasteignamarkaðnum liölega einn milljarður króna f fyrra, en þá er vei að merkja aöeins um að ræða sölu á fbúðum í húsum þar sem eru fleiri en ein ibúð. Einbýlis- hús og atvinnuhúsnæöi er ekki tekiö með I reikninginn. Af þessari upphæð fengu fasteigna- salar um 16 milljónir króna miöaö við 1.6% sölulaun til jafnaðar. Álögð útsvör I sveitarfélögunum nfu á höfuðborgarsvæðinu voru á sama tfma 465 milljónir króna, en Garöbæingar greiddu rúmlega 19 milljónir af þessu, sem hrykkju þá rúmlega fyrir sölulaununum. — þeir sem græöa á fasteignaviðskiptum Þessar tölur sýna, að fasteignaviðskipti eru gifurlega stór hluti af fjármálalifi landsins, og séu nýbyggingar og einbýlis- hús tekin inn i dæmið er um enn hærri tölur að ræða. Og þegar verðmyndun á ibúðum er skoðuð grannt kemur i ljós, að verðið hefurhækkað talsvert meira undanfarin ár en nemur „opinberri” verðbólgu, misjafn- lega þó, eftir þvi hvenær árs samanburður- inn er gerður. ári framreiknuð írá þvi sem hún var i fyrra, má reikna með að hún verði um hálf- ur annar milljarður. Sé miðað við að sölu- laun fasteignasala séu að meðaltali 1.6% kemur út úr þvi dæmi, að i hlut þeirra falla um 24milljónir króna. Nú er hlutur fasteignasalanna ákaflega misjafn, allt frá sáralitlu upp i ótrúlegar upphæðir. Af 75 fasteignasölum, sem eru á skrá hjá Fasteignamati rikisins, er talið að Gífurlegar sveiflur á fasteignaverði en enginn veit hvað veldur Hvenær er hagkvæmast að kaupa fasL- eignir og hvenær er hagkvæmast að selja? Þetta er spurning sem margir hafa einhverntimann velt fyrir sér, en liklega oftast með litlum árangri. Fasteigna- markaðurinn á islandi, sérstakiega höfuðborgarsvæðinu, er óútreiknanlegri en svo að hægt sé að fylgjast náið með honum og notfæra sér verðsveiflurnar svo að gagni sé. Staðreyndin er nefnilega sú, aö verð á fasteignum sveiflast svo mikið upp og niður — aö raungildi vel að merkja — aö næsta ótrúlegt er. Og það undarlega er, að það er ómögulegt að skýra þessar verö- sveiflur nema aö mjög litlu leyti. Samkvæmt athugunum Fasteignamats rikisins á söluverði fasteigna (miðað er viö ibúðir i fjölbýlishúsum, þ.e. húsum meðfleiri en einni ibúö) var það stöðugt á niðurleið frá þvi á miðju árinu 1978 þar til um haustið. Þá tók þaö skyndilega að hækka og fór stanslaust hækkandi (fyrir utan lægð i des. '79) þar til i mars 1980. Þá snar féll verðið og var i lágmarki i april, en þá snerust málin við. Verðið sveiflaðist upp og var i hámarki i mai, féll siðan aftur enn meir þar til það tók að stiga aftur i júli. 1 október komst verðið aftur i hámark, hrapaði i desember, og það i krónutölu, eins og gerðist raunar íika i verðfallinu i júni/júli. Allt áriö 1980 var fasteignaverð tiltölu- lega lágt, en i júni i fyrra tók það skyndi- lega að risa og náði hámarki i haust. Þá féll það aftur eins og oftast gerist i desem- ber. Eftir áramótin steig veröið enn, og siðustu tölur frá Fasteignamatinu benda til þess, aö þeirri hækkun hafi lokið i febrúar. Siðan hefur verðið verið tiltölu- lega stöðugt, en flestir búast við stökki i júni eða júli. Margar kenningar eru uppi um hvaö veldur þessum sveiflum. Þeir sem best þekkja til segja þó, að engin kenning hafi staðist hingað til, og ruglingurinn verði bara meiri eftir þvi sem menn kynni sér þessi mál meira. Ekki einu sinni kenningin um samband kaupmáttar og fasteignaverðs stenst að öllu leyti. Þannig má benda á, aö kaup- máttur var i lágmarki i nóvember 1979, þegar fasteignaverðið var i hámarki. Sama gerðist fyrri hluta ársins 1980. Kaupmátturinn var i lágmarki, en fast- eignaverðið hækkaöi. Mestu stórmerkin urðu þó haustið 1980. Þá steig kaupmáttur launa og hefur aldrei verið hærri siðan. En fasteignaverðið hrapaði niður úr öllu valdi. En þá komu byggingalán til úthlutunar, bæði til nýs húsnæðis og eldra. Verðið tók þá að stiga en lækkaði fljótlega aftur. 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.